Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

12 janúar 2005

George W. Bush forsetiHeitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, mun sverja embættiseið sinn fyrir næsta kjörtímabil, fimmtudaginn 20. janúar nk. Báðar deildir bandaríska þingsins staðfestu formlega kjör hans í embætti 6. janúar sl. Áður hafði bandaríska kjörmannasamkundan staðfest úrslit forsetakosninganna 13. desember sl. á fundi í þinghúsinu. Í fyrsta skipti í 170 ár varð að fresta fundi beggja deilda og bíða eftir formlegri staðfestingu á atkvæðum kjörmanna Ohio og staðfestingu innanríkisráðherra fylkisins til að geta endanlega staðfest úrslitin í þinginu. Véfengdu Barbara Boxer öldungadeildarþingmaður, og nokkrir fulltrúadeildarþingmenn Ohio-fylkis úrslitin í Ohio. Eftir fjögurra klukkutíma töf og lagaflækjur innan þingnefnda til að fá samþykki stofnana fylkisins í gegn hófst fundur á ný í deildunum og þingdeildirnar samþykktu þá endanlega úrslitin í Ohio. Með því lauk formlega harkalegum deilum vegna úrslita kosninganna í Ohio, 2. nóvember sl. Áður höfðu nokkrir frambjóðendur sem hlutu innan við prósent í fylkinu kært úrslit kosninganna og krafist endurtalningar í fylkinu, studdu demókratar þá kröfu en tóku ekki beint þátt í henni.

Endurtalning staðfesti öruggan sigur forsetans í fylkinu og í kosningunum. Hæstiréttur fylkisins hafnaði í gær svo endanlega þeim málaleitunum andstæðinga forsetans að hefja endurtalningu öðru sinni og hafna þeim úrskurði sem felldur var af innanríkisráðherra Ohio, þann 6. janúar sl. vegna staðfestingar þingsins. Með því varð endanlega ljóst að deilumálum vegna kosninganna væri lokið og að embættistakan færi fram eins og venjulega, 20. janúar nk. Með þessu fær Bush þá 20 kjörmenn sem fylkið ræður yfir og vinnur því forsetaembættið, enda var þetta eina fylkið sem deilur stóðu um. Úrslitin voru því með þeim hætti sem blasti við að kosningum loknum, Bush hlaut 286 kjörmenn en Kerry 252. Sigur forsetans í kosningunum, bæði á landsvísu og í kjörmannasamkundunni er staðreynd og hefur því endanlega verið staðfestur af til þess bærum aðilum. Ráðherraefni forsetans fyrir næsta kjörtímabil koma nú einn af öðrum fram fyrir þingið í staðfestingarferli fyrir skipan þeirra. Af 15 ráðherrum Bush láta 9 þeirra af störfum er seinna kjörtímabilið hefst. Skipað hefur verið í allar stöður með formlegum hætti, en enginn þeirra hefur hlotið endanlega staðfestingu og blasir við að ekki muni þeir allir hafa hlotið staðfestingu fyrir 20. janúar. Bush forseti, skipaði seinasta ráðherraefnið formlega í gær er hann tilkynnti að dómarinn Michael Chertoff yrði heimavarnarráðherra, embættið sem áður var ætlað Bernard Kerik. Er þetta mesta uppstokkun í ríkisstjórn Bandaríkjanna frá endurkjöri Richard Nixon 1972, en 9 ráðherra hans hættu þá eins og nú.

Akureyri að vetriMikið hefur snjóað, hér á Akureyri og í Eyjafirði undanfarnar vikur. Eins og kom fram hér í gær fór ég á mánudag á fundi okkar sjálfstæðismanna út á Dalvík og Ólafsfirði. Hefur snjóað mjög út með firði og var alveg merkilegt að sjá allan þann snjó sem hafði safnast saman þar og mokaður hafði verið í hauga sem voru víðsvegar um bæina. Segja má að annað eins hafi ekki sést í tæp 10 ár þarna út með firði og langt er síðan svipað magn af snjó hefur verið hér í bænum. Eins og nærri má geta hlýst mikill kostnaður af snjómokstri þessa dagana hér í bænum og út með firði vegna fannfergisins. Eins og fram kom í fréttum útvarps í dag er langt síðan annað eins magn hefur fallið af snjó hér eins og nú.

Segja má að stanslaust sé unnið að snjókmokstri hér, tugir menn að störfum og mokað fyrir meira en milljón krónur á dag, til að halda götum hér greiðum. Eins og fram kom í fréttinni hafa kröfur um mokstur aukist, bílum fjölgi á Akureyri og byggðin þéttist. Byrjað er að moka klukkan fjögur á morgnana hér í Þórunnarstrætinu og götur þar jafnan fyrst ruddar, enda er gatan ein þeirra sem í raun má aldrei vera ófær enda er sjúkrahúsið hér við götuna. Snjór er fluttur langt fram á kvöld. Á mánudag var það erfitt að safna saman snjónum að hann var mokaður í kamba sem stóðu eftir miðri götunni og var hann ekki fjarlægður fyrr en seint um kvöldið, þegar umferð var tekin að hægjast, en Þórunnarstrætið er ein helsta umferðaræð bæjarins og mikil umferð þar nær allan daginn. Ekkert lát er á ofankomunni og hefur snjóað töluvert á Akureyri seinustu daga. Á eftir held ég til Húsavíkur á fund með samgönguráðherra og þingmönnum flokksins sem þar verður í kvöld. Er færið slæmt á hluta leiðarinnar og verður fróðlegt að sjá hvernig muni ganga að komast yfir Víkurskarðið og austur fyrir.

The Amazing RaceThe Amazing Race á Íslandi
Mjög áhugavert var að horfa á fyrstu tvo þættina í nýjustu þáttaröðinni af The Amazing Race, Kapphlaupinu mikla, í gærkvöldi á Stöð 2. Að þessu sinni er Ísland viðkomustaður í þáttunum og hefst keppnin þar að þessu sinni. Ellefu lið hófu þátttöku í Chicago. Var mjög gaman að fylgjast með þáttunum, íslensk náttúra skartaði sínu allra fegursta og þættirnir báðir gríðarlega sterk og öflug auglýsing fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Í síðustu þáttaröð ferðuðust keppendur rúmlega 100 þúsund kílómetra leið og fram undan er annað eins ferðalag að þessu sinni. Allt frá upphafi hef ég fylgst með Kapphlaupinu mikla og haft mikinn áhuga á þessum þáttum. Áður en þættirnir tveir voru sýndir var þáttur um gerð þáttaraðarinnar hérlendis, rætt við þá sem komu nálægt vinnslu þáttanna hér og fleiri aðila. Er þetta allt mjög vel heppnað og mikið gleðiefni að öllu leyti, hversu vel tókst til.

Húmorinn
President Bush admitted today that there are four areas of Iraq where it will be very difficult for people to vote. The east, the west, the north, and the south.

President Bush said, and this is the actual quote, "The election will go ahead as scheduled, it doesn't matter if nobody votes - the important thing is to say you held an election." Yeb, it sure worked in Florida.

President Bush is getting ready for his inauguration next week. He's working on his speech. Its a pretty good speech. So far all he has is 'ask not what your corporation can do for you but what you can do for your corporation.

As you know a big shake up over at CBS new over the story about President Bush and the falsified National Guard records. CBS issued a report saying that '60 Minutes' was mislead by an unreliable source. Yeah, I think his name was Dan Rather.
Jay Leno

The people who were fired by CBS news were treated shabbily. They were all forced to get together and form a naked pyramid.

Did you hear that Mahmoud Abbas was elected president of Palestine? I heard the votes were counted by his brother Jeb Mahmoud Abbas.

Palestinians went to the polls and elected a new president, Mahmoud Abbas. And John Kerry was there as an observer. You know same role he played in our last election.

According to rumors down there in Washington, President Clinton and George W. Bush are buddies. They're pals. They're getting together. They're hanging around. They're becoming friends. A lot of people think it may just be Clinton's way of making a move on the Bush twins.
David Letterman

They say that the security arrangements for the up coming presidential inauguration will be the most extensive in history. And that's just to keep the Bush twins away from the champagne.
Craig Ferguson

Saga dagsins
1268 Gissur Þorvaldsson jarl, lést, sextugur að aldri - einn af mestu höfðingjunum hérlendis á 13. öld
1830 Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, sem myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, voru tekin af lífi í Vatnsdalshólum í A-Húnavatnssýslu - þetta var síðasta aftakan sem fram fór á Íslandi
1940 Einar Benediktsson skáld, lést, 75 ára að aldri, að heimili sínu í Herdísarvík. Einar var jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, 27. janúar, fyrstur allra. Einar Ben var eitt af bestu skáldum okkar
1976 Breska skáldkonan Agatha Christie, lést, 86 ára gömul - einn besti spennusagnahöfundurinn
1993 Samningur um aðild Íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði (EES), var samþykktur á Alþingi eftir lengstu umræður í þingsögunni, alls um 100 klukkustundir. Hann tók gildi þann 1. janúar 1994

Snjallyrðið
Þú, sem fyrr með ást og orku kunnir
efla mentir þessa klakalands,
fljetti nú það mál, sem mest þú unnir,
minning þinni lítinn heiðurskrans.
Biðjum þess, að íslenskt mál og mentir
megi hljóta þroska, rík og sterk.
Göngum allir fram sem braut þú bentir!
Blómgist æ þitt drengilega verk.
Hannes Hafstein skáld og ráðherra (1861-1922) (Landið)