Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

25 maí 2006

Jónas Örn sigrar í Meistaranum

Jónas Örn

Frændi minn, Jónas Örn Helgason, vann í kvöld spurningakeppnina Meistarann á Stöð 2. Hann náði glæsilegum sigri gegn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í þættinum en hann tók mikla áhættu undir lokin og missti stig en náði samt sem áður að vinna keppnina. Hann tók keppnina með miklu trompi og vakti athygli fyrir að vera snöggur að svara og hafa mikla kunnáttu í spurningafimninni. Jónas Örn er eins og fyrr segir náfrændi minn, en afi hans er Árni Helgason frá Stykkishólmi. Árni og mamma eru systkinabörn. Þátturinn Meistarinn var mjög spennandi og það er gott að heyra að framhald verði á þættinum næsta vetur. En þetta var flottur sigur hjá Jónasi og ég óska honum til hamingju með milljónirnar fimm og vona að strákurinn ávaxti þær vel. :)