Borgarstjóri enn undir feldinum?
Fram kom á borgarstjórnarfundi í dag að ekki væri enn útséð með að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, færi í þingframboð. Væntanlega þarf að blúnduleggja að fullu stíginn fyrir hana svo hún þori að stíga fram og gefa kost á sér. Ekki þorði hún í prófkjör til að láta reyna á stöðu sína hjá almenningi. Ingibjörg Sólrún er sumsé enn að íhuga að svíkja loforð við kjósendur í Reykjavík undir lok kosningabaráttunnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn mun óhræddur mæta kellu ef hún fer fram, enda einvalalið í forystu flokksins í Reykjavík, t.d. Björn Bjarnason. Í þann slag verður lagt af krafti og ekkert gefið eftir og eflaust minnt kjósendur á ummæli borgarstjórans í Kosningakastljósinu 24. maí sl, en þar sagði hún að hún myndi vera á stóli borgarstjóra allt kjörtímabilið ef henni yrði treyst fyrir völdunum áfram. Kjósendur í Reykjavík kusu ekki R-listann til valda heldur almennt persónuna Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta var persónulegur sigur hennar en ekki bræðingsbandalagsins sem heildar. Ég tek því undir með Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa, sem sagði í Moggagrein í september að borgarstjóri væri með framboði að svíkja þá sem hana studdu til valda og ganga á bak orða sinna. Annars ræður auðvitað Ingibjörg hvað hún gerir. En auðvitað hefði verið heiðarlegra af henni að fara í opið prófkjör í nóvember (ef hún er enn að íhuga framboð) og láta reyna á stöðu sína, hefði verið meiri reisn yfir því. Hvort stígurinn verður nógu blúndulagður til að drottningunni þóknist að stíga á hann er ekki alveg endanlega ljóst. Það verður að bíða og sjá til.
Skotheldur Bond - frábær mynd
Ég fór um seinustu helgi að sjá nýjustu Bond-myndina; Die Another Day og hafði mjög gaman af. Skrifaði kvikmyndagagnrýni sem birtist á kvikmyndir.is og Menningarvef Akureyrar. James Bond - 007 - njósnari hennar hátignar, snýr aftur í þessari tuttugustu kvikmynd um hið eina sanna kvennagull. Hraðskreiðir bílar, stórhættuleg og seiðandi glæpakvendi, banvænir bardagasnillingar og forríkir glæpamenn eru auðvitað stór þáttur í hverri Bond-mynd og þessi mynd er ungin undantekning frá þeirri höfuðreglu. James Bond, þarf varla að kynna fyrir nokkru mannsbarni. Í fjóra áratugi hefur þessi lífseigi kvennabósi skemmt bíógestum um allan heim með hnyttnum tilsvörum og fáguðu skopskyni. Pierce Brosnan er hér í fjórða sinni í hlutverki njósnarans. Titillagið er jafnan hápunktur hverrar Bond-myndar. Að þessu sinni er það Madonna sem flytur aðallag myndarinnar. "I Guess I´ll Die Another Day" syngur Madonna í málmkenndu og ódæmigerðu lagi sem vinnur á við hverja hlustun, ekta popplag frá hinni óútreiknanlegu söngkonu. Semsagt, James Bond er hér í essinu sínu og hefur sjaldan verið í betra formi en í þessari afmælismynd þar sem haldið er upp á stórafmæli kvikmyndabálksins með mögnuðum tæknibrelluatriðum á glæsilegum tökustöðum. Ég hvet alla spennufíkla til að líta á njósnarann ódauðlega í þessari mögnuðu spennumynd sem ætti að vera áhugasöm fyrir alla þá sem vilja pottþéttan hasar og mögnuð brelluatriði. Þessi stórfenglega blanda af léttu gamni og harðri spennu klikkar aldrei. James Bond er skotheldur í öllu tilliti og er ómótstæðilegur fyrir mannkynið og verður það vonandi á hinu nýja árþúsundi.
Fram kom á borgarstjórnarfundi í dag að ekki væri enn útséð með að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, færi í þingframboð. Væntanlega þarf að blúnduleggja að fullu stíginn fyrir hana svo hún þori að stíga fram og gefa kost á sér. Ekki þorði hún í prófkjör til að láta reyna á stöðu sína hjá almenningi. Ingibjörg Sólrún er sumsé enn að íhuga að svíkja loforð við kjósendur í Reykjavík undir lok kosningabaráttunnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn mun óhræddur mæta kellu ef hún fer fram, enda einvalalið í forystu flokksins í Reykjavík, t.d. Björn Bjarnason. Í þann slag verður lagt af krafti og ekkert gefið eftir og eflaust minnt kjósendur á ummæli borgarstjórans í Kosningakastljósinu 24. maí sl, en þar sagði hún að hún myndi vera á stóli borgarstjóra allt kjörtímabilið ef henni yrði treyst fyrir völdunum áfram. Kjósendur í Reykjavík kusu ekki R-listann til valda heldur almennt persónuna Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta var persónulegur sigur hennar en ekki bræðingsbandalagsins sem heildar. Ég tek því undir með Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa, sem sagði í Moggagrein í september að borgarstjóri væri með framboði að svíkja þá sem hana studdu til valda og ganga á bak orða sinna. Annars ræður auðvitað Ingibjörg hvað hún gerir. En auðvitað hefði verið heiðarlegra af henni að fara í opið prófkjör í nóvember (ef hún er enn að íhuga framboð) og láta reyna á stöðu sína, hefði verið meiri reisn yfir því. Hvort stígurinn verður nógu blúndulagður til að drottningunni þóknist að stíga á hann er ekki alveg endanlega ljóst. Það verður að bíða og sjá til.
Skotheldur Bond - frábær mynd
Ég fór um seinustu helgi að sjá nýjustu Bond-myndina; Die Another Day og hafði mjög gaman af. Skrifaði kvikmyndagagnrýni sem birtist á kvikmyndir.is og Menningarvef Akureyrar. James Bond - 007 - njósnari hennar hátignar, snýr aftur í þessari tuttugustu kvikmynd um hið eina sanna kvennagull. Hraðskreiðir bílar, stórhættuleg og seiðandi glæpakvendi, banvænir bardagasnillingar og forríkir glæpamenn eru auðvitað stór þáttur í hverri Bond-mynd og þessi mynd er ungin undantekning frá þeirri höfuðreglu. James Bond, þarf varla að kynna fyrir nokkru mannsbarni. Í fjóra áratugi hefur þessi lífseigi kvennabósi skemmt bíógestum um allan heim með hnyttnum tilsvörum og fáguðu skopskyni. Pierce Brosnan er hér í fjórða sinni í hlutverki njósnarans. Titillagið er jafnan hápunktur hverrar Bond-myndar. Að þessu sinni er það Madonna sem flytur aðallag myndarinnar. "I Guess I´ll Die Another Day" syngur Madonna í málmkenndu og ódæmigerðu lagi sem vinnur á við hverja hlustun, ekta popplag frá hinni óútreiknanlegu söngkonu. Semsagt, James Bond er hér í essinu sínu og hefur sjaldan verið í betra formi en í þessari afmælismynd þar sem haldið er upp á stórafmæli kvikmyndabálksins með mögnuðum tæknibrelluatriðum á glæsilegum tökustöðum. Ég hvet alla spennufíkla til að líta á njósnarann ódauðlega í þessari mögnuðu spennumynd sem ætti að vera áhugasöm fyrir alla þá sem vilja pottþéttan hasar og mögnuð brelluatriði. Þessi stórfenglega blanda af léttu gamni og harðri spennu klikkar aldrei. James Bond er skotheldur í öllu tilliti og er ómótstæðilegur fyrir mannkynið og verður það vonandi á hinu nýja árþúsundi.
<< Heim