Stund sannleikans runnin upp
Þeir George W. Bush forseti Bandaríkjanna, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, og José María Aznar forsætisráðherra Spánar gáfu í dag Sameinuðu þjóðunum sólarhringsfrest til að ákveða hvort þær vilji styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Saddam Hussein forseta Íraks. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að á morgun renni stund sannleikans upp," sagði Bush eftir rúmlega klukkutíma langan fund þjóðarleiðtoganna þriggja á Azor-eyjum í dag. „Á morgun ákveðum við hvor samningaumleitanir muni skila árangri eða ekki," sagði Bush og vísaði þar til fundar sem haldinn verður í öryggisráði SÞ á morgun. Bætti hann við, að annaðhvort afvopnist Írakar eða þeir verði afvopnaðir. „Við vonum að öryggisráðið muni standa sig á morgun," sagði forsetinn. „Saddam Hussein er ógn við nágranna sína, hann styður við hryðjuverkastarfsemi, hann er Þrándur í Götu friðar í Miðausturlöndum". Sagði Bush að Saddam verði afvopnaður með valdi ef hann afhendir ekki gereyðingarvopn sem hann hafi undir höndum. Vísaði Bush í ályktun öryggisráðs SÞ númer 1441, sem vísar til alvarlegra afleiðinga ef Saddam afvopnast ekki. „Þessi ályktun var samþykkt samhljóða og merking hennar er skýr. Írösk stjórnvöld verða að afvopnast en ella verða þau afvopnuð með valdi," sagði Bush. Hann sagðist myndu leita eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki nýja ályktun um Írak ef nauðsynlegt þyki að beita valdi til að afvopna Íraka. Tony Blair sagði að alþjóðasamfélagið verði að setja Írökum skýra úrslitakosti þar sem heimilað sé að beita hervaldi ef Írakar afhenda ekki gereyðingarvopn sín. „Við hvetjum til þess í síðasta sinn, að alþjóðasamfélagið setji Saddam skýra úrslitakosti þar sem heimilað verði að beita valdi ef hann heldur áfram að sniðganga kröfur sem gerðar eru," sagði Blair. Jafnframt sagði hann: „Ég held að það það sé mikilvægt að jafnvel nú, á síðustu stigum, að reynt verði að leysa málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þessvegna verðum við að ákveða nú hvort við meinum það sem við segjum eða hvort við ætlum að láta atburðarásina dragast áfram" sagði Blair og vísaði til ályktunar öryggisráðsins nr. 1441. Ljóst er að nú verður sverft til stáls og líkur á stríði við Persaflóa aldrei meiri en einmitt nú. Líkur á að stríð hefjist í vikunni eru mjög miklar.
Þeir George W. Bush forseti Bandaríkjanna, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, og José María Aznar forsætisráðherra Spánar gáfu í dag Sameinuðu þjóðunum sólarhringsfrest til að ákveða hvort þær vilji styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Saddam Hussein forseta Íraks. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að á morgun renni stund sannleikans upp," sagði Bush eftir rúmlega klukkutíma langan fund þjóðarleiðtoganna þriggja á Azor-eyjum í dag. „Á morgun ákveðum við hvor samningaumleitanir muni skila árangri eða ekki," sagði Bush og vísaði þar til fundar sem haldinn verður í öryggisráði SÞ á morgun. Bætti hann við, að annaðhvort afvopnist Írakar eða þeir verði afvopnaðir. „Við vonum að öryggisráðið muni standa sig á morgun," sagði forsetinn. „Saddam Hussein er ógn við nágranna sína, hann styður við hryðjuverkastarfsemi, hann er Þrándur í Götu friðar í Miðausturlöndum". Sagði Bush að Saddam verði afvopnaður með valdi ef hann afhendir ekki gereyðingarvopn sem hann hafi undir höndum. Vísaði Bush í ályktun öryggisráðs SÞ númer 1441, sem vísar til alvarlegra afleiðinga ef Saddam afvopnast ekki. „Þessi ályktun var samþykkt samhljóða og merking hennar er skýr. Írösk stjórnvöld verða að afvopnast en ella verða þau afvopnuð með valdi," sagði Bush. Hann sagðist myndu leita eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki nýja ályktun um Írak ef nauðsynlegt þyki að beita valdi til að afvopna Íraka. Tony Blair sagði að alþjóðasamfélagið verði að setja Írökum skýra úrslitakosti þar sem heimilað sé að beita hervaldi ef Írakar afhenda ekki gereyðingarvopn sín. „Við hvetjum til þess í síðasta sinn, að alþjóðasamfélagið setji Saddam skýra úrslitakosti þar sem heimilað verði að beita valdi ef hann heldur áfram að sniðganga kröfur sem gerðar eru," sagði Blair. Jafnframt sagði hann: „Ég held að það það sé mikilvægt að jafnvel nú, á síðustu stigum, að reynt verði að leysa málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þessvegna verðum við að ákveða nú hvort við meinum það sem við segjum eða hvort við ætlum að láta atburðarásina dragast áfram" sagði Blair og vísaði til ályktunar öryggisráðsins nr. 1441. Ljóst er að nú verður sverft til stáls og líkur á stríði við Persaflóa aldrei meiri en einmitt nú. Líkur á að stríð hefjist í vikunni eru mjög miklar.
<< Heim