Samkomulag undirritað um byggingu menningarhúss á Akureyri
Í gær undirrituðu Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, samkomulag um byggingu menningarhúss á Akureyri. Undirritunin fór fram á væntanlegum byggingarstað. Grundvöllur þessa samkomulags er ákvörðun ríkisstjórnar frá árinu 1999 (byggð á hugmynd þáv. menntamálaráðherra) um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi. Á fundi ríkisstjórnar hinn 11. febrúar 2003 var ákveðið að veita einum milljarði kr. til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Frá því ákvörðunin var tekin hefur verið unnið að undirbúningi samkomulags um byggingu menningarhúsanna í samvinnu við forsvarsmenn sveitarfélaganna. Nýlega var gengið frá undirritun samkomulags um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum en ólokið er samningum við Ísafjörð, Sauðárkrók og Egilsstaði. Ráðgert er að menningarhúsið á Akureyri rísi á uppfyllingu við Torfunesbryggju og verði vettvangur menningarstarfsemi á Norðurlandi. Undirbúningur að byggingu menningarhússins er í höndum verkefnisstjórnar sem skipuð verður fulltrúum ríkisins og Akureyrarbæjar en byggingarframkvæmdir verða hins vegar á vegum sveitarfélagsins, sem jafnframt mun bera fulla ábyrgð á rekstri og viðhaldi menningarhússins. Er gert ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda hefjist nú þegar og standa vonir til að framkvæmdir við byggingu hússins geti hafist um mitt ár 2004. Við þetta tækifæri var endurnýjaður samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál á Akureyri. Gildistími samningsins er til loka ársins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að áfram verði rekið á Akureyri atvinnuleikhús, að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fái styrki til starfsemi sinnar og tryggðar verði fjárveitingar til Listasafns Akureyrar. Þetta er í þriðja sinn sem samningur um framlög ríkisins til menningarmála sem tengjast Akureyrarbæ er gerður. Fyrsti samningurinn var undirritaður á Akureyri 1996 og var hann síðan endurnýjaður árið 2000. Stefnt er að því að nýr menningarsamningur með breyttum áherslum taki gildi árið 2004.
Aðkomukonan í glugganum
Það er athyglisvert hvernig Samfylkingin stillir upp baráttu sinni hér í kjördæminu. Fyrrverandi borgarstjóri virðist allt í einu vera orðinn frambjóðandi á þessum slóðum. Þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri er hvorki í framboði hér né sýnt sig vera neinn sérstakan talsmann þess fólks sem hér lifir og starfar. Þvert á móti. Engu að síður sá forysta Samfylkingarinnar hér á Akureyri ástæðu til að stilla upp mynd af henni í glugga kosningaskrifstofunnar meðal frambjóðendanna í kjördæminu. Upphaflega var fyrrverandi borgarstjóra stillt upp númer eitt í gluggaröðinni og á hæla hennar fylgdi Kristján L. Möller en nú nýlega var myndum víxlað, Kristján L. Möller fluttur í fremri gluggann og Ingibjörgu í hans stað í þann seinni. Þegar Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti framboð sitt í desember sl. kvaðst hún gera það til að vinna að hagsmunum borgarbúa. Hún hafði áður sem borgarstjóri oft sent landsbyggðarfólki kaldar kveðjur m.a. í umræðunni um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Reykjavíkurflugvöllur er landsbyggðarfólki mikilvægur en talsmaður Samfylkingarinnar ber ekki hag þess fólks fyrir brjósti í því hagsmunamáli frekar en öðrum. Þegar tilkynnt var um að 6,3 milljörðum króna yrði varið til að styrkja atvinnulíf landsins birtust talsmaður og formaður Samfylkingarinnar í fjölmiðlum og kvörtuðu yfir því hvernig fénu væri skipt milli svæða. Ekki töluðu þau máli landsbyggðarinnar í það skiptið. Enda eru þau í framboði í Reykjavík. Nýlega sagði talsmaðurinn að mikilvægt væri að næsti samgönguráðherra kæmi úr röðum þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hún treystir semsagt ekki landsbyggðarmönnum fyrir að fara með þann málaflokk. Kaldar kveðjur það. Aðkomukonan í glugganum er ekki kræsilegur kostur fyrir okkur hér í þessu kjördæmi.
Umræður stjórnmálamanna á Stöð 2 og RÚV
Athyglisvert var að horfa á umræður stjórnmálaleiðtoganna í gærkvöldi, bæði formannaumræðurnar á Stöð 2 og einvígi Halldórs Ásgrímssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Kastljósinu. Horfði ég á umræðurnar á Stöð 2 frá upphafi til enda. Var þetta misáhugavert, það komu vissir hápunktar í umræðunum, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku Ingibjörgu og Steingrím J. í kennslustund í skatta- og velferðarmálum. Sérstaklega var athyglisvert hvernig Davíð tók Ingibjörgu fyrir. Halldór hefur sjaldan eða aldrei verið betri en í gær, málefalegur og vel heima í öllum málum. Hann hefur verið í þessu í þrjá áratugi og þekking hans á öllum málaflokkum er augljós. Davíð Oddsson stóð sig mjög vel og nokkuð ljóst að andstæðingar hans sem töldu að hann myndi ekki mæta í þessar umræður hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu vel hann tók Ingibjörgu fyrir. Davíð talaði tæpitungulaust og var mjög málefnalegur. Guðjón Arnar virkaði ekki vel heima í málum og mætti halda að hann fókuseraði eingöngu á sjávarútvegsmálin, hann þarf að taka sjálfan sig í gegn. Ingibjörg Sólrún var afspyrnuslöpp, oft illa heima í málum og ekki með tölur og mál á hreinu. Hún virðist ekkert hafa í formenn stjórnarflokkanna að gera. Hún reið ekki feitum hesti frá þessum umræðum. Steingrímur J. kom ekki á óvart með tali sínu og skín forræðishyggjan og kommaþvælan í gegnum málflutning hans. Í Kastljósinu tók Halldór Ásgrímsson, Ingibjörgu Sólrúnu í kennslustund í skattamálum og átti mjög auðvelt með að leggja hana. Athyglisvert var að vissir vinstrimenn gáfu í skyn að Halldór þyrði ekki að mæta henni og hefði ekkert í hana að segja. Hann þarf ekki að vera hræddur, enda hefur hann miklu meiri þekkingu á málunum og á í engum erfiðleikum með að hafa hana. Það sást enn á Stöð 2 og RÚV, að ISG veit ekkert um hvað hún er að ræða, þegar skattamál eða utanríkismál eru annars vegar. Athyglisvert að sjá nöldursegg eins og hana vera tekna í kennslustund af sér reyndari mönnum í beinni.
Skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins eru kjarabót fyrir alla
"Fyrir þessar kosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til lækkun tekjuskatts um 4% sem felur í sér hækkun skattleysismarka um 8 þúsund krónur í tæpar 78 þúsund krónur á mánuði. Samfylkingin leggur til hækkun skattleysismarka í 80 þúsund krónur á mánuði en enga lækkun tekjuskattshlutfallsins. Sýnt hefur verið fram á að tillögur Sjálfstæðisflokksins gagnist betur en tillögur Samfylkingarinnar fyrir þá sem hafa rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði í tekjur og skattatillögur flokkanna leiði til nánast sömu niðurstöðu fyrir þá sem hafa undir 100 þúsund krónum á mánuði í tekjur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ennfremur lagt til lækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur, húshitun og rafmagn, lækkun erfðafjárskatts, afnám eignarskatta o.fl., sem eru kjarabætur fyrir alla. Samfylkingin leggur til að skoðað verði að taka upp fjölþrepa skattkerfi. Þetta verður til þess að flækja skattkerfið, gera skatteftirlit erfiðara og veldur miklum eftirágreiðslum skatts. Ekki dugar að benda á að notast sé við slíkt kerfi í öðrum löndum, því hér eru aðstæður aðrar. Margir hafa sveiflukennd laun, svo sem sjómenn, og margfalt fleiri starfa fyrir fleiri en einn launagreiðanda en þekkist víðast annars staðar. Nefnd sem fjármálaráðherra skipaði og í sátu aðilar frá fjármálaráðuneyti og verkalýðshreyfingunni ásamt borgarhagfræðingi staðfesti gallana á fjölþrepa skattkerfi nú í vikunni. Í greinargerð nefndarinnar eru tekin dæmi um fjölþrepaskatt. Þar eru meðal annars skoðuð áhrif þess að taka upp 30% lægra þrep, líkt og talsmaður Samfylkingarinnar hefur nefnt. Ef skattleysismörk yrðu óbreytt frá því sem nú er þyrfti almenna þrepið að hækka um 8% í 46,6% fyrir tekjur yfir 150.000 krónur, sem þýddi að nær helmingur þess sem menn bættu við sig eftir 150.000 króna tekjur færi í skatt."
Samfylkingin slúðrar á ESB
Enn fer Jón í Grófinni á kostum í Þönkum á Íslendingi. Hér eru nýjustu þankar hans: "Síðustu misseri hefur Samfylkingin farið mikinn í Evrópumálum. Á því var hamrað, að þau væru hvergi á dagskrá nema hjá Samfylkingunni. Síðan var efnt til póstkosninga meðal flokksmanna Samfylkingarinnar. Framkvæmdin var að vísu vafasöm eins og framkvæmd kosninganna um Reykjavíkurflugvöll. Hvað um það. Niðurstaðan varð sú að það yrði gert að kosningamáli Samfylkingarinnar, að sótt yrðu um aðild að ESB. Síðan ferðuðust Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ellert B. Schram um landið og Össur Skarphéðinsson fékk að vera með. Hvergi var undir það tekið, að stjórn fiskveiða yrði sett undir framkvæmdastjórnina í Brussel né að sjómenn og bændur skyldu lúta forsjá hennar. Í stefnuræðu sinni á dögunum reyndi Ingibjörg Sólrún samt sem áður að bera sig borginmannlega, þegar hún sagði: "Samfylkingin hefur mótað skýra afstöðu til Evrópusambandsaðildar, ein íslenskra stjórnmálaflokka." Síðan var hún spurð út í þessa setningu í Kastljósi og hvort þetta væri kosningamál. Þá kvað við annan tón. Það þarf að skilgreina samningsmarkmiðin að ESB, sagði hún og allt í einu var stefna Samfylkingarinnar orðin óljós. Eins og vél sem gengur ekki, af því að reimin er farin að slúðra. Annars verður að viðurkenna, að það sýnir heiðarleika hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún skuli gera sér grein fyrir, hversu gagnlegur samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur orðið okkur Íslendingum í ljósi þess, að hún snerist gegn þeim á Alþingi og vildi vísa þeim frá. Ekki sýndi það mikla framsýni."
Í gær undirrituðu Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, samkomulag um byggingu menningarhúss á Akureyri. Undirritunin fór fram á væntanlegum byggingarstað. Grundvöllur þessa samkomulags er ákvörðun ríkisstjórnar frá árinu 1999 (byggð á hugmynd þáv. menntamálaráðherra) um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi. Á fundi ríkisstjórnar hinn 11. febrúar 2003 var ákveðið að veita einum milljarði kr. til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Frá því ákvörðunin var tekin hefur verið unnið að undirbúningi samkomulags um byggingu menningarhúsanna í samvinnu við forsvarsmenn sveitarfélaganna. Nýlega var gengið frá undirritun samkomulags um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum en ólokið er samningum við Ísafjörð, Sauðárkrók og Egilsstaði. Ráðgert er að menningarhúsið á Akureyri rísi á uppfyllingu við Torfunesbryggju og verði vettvangur menningarstarfsemi á Norðurlandi. Undirbúningur að byggingu menningarhússins er í höndum verkefnisstjórnar sem skipuð verður fulltrúum ríkisins og Akureyrarbæjar en byggingarframkvæmdir verða hins vegar á vegum sveitarfélagsins, sem jafnframt mun bera fulla ábyrgð á rekstri og viðhaldi menningarhússins. Er gert ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda hefjist nú þegar og standa vonir til að framkvæmdir við byggingu hússins geti hafist um mitt ár 2004. Við þetta tækifæri var endurnýjaður samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál á Akureyri. Gildistími samningsins er til loka ársins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að áfram verði rekið á Akureyri atvinnuleikhús, að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fái styrki til starfsemi sinnar og tryggðar verði fjárveitingar til Listasafns Akureyrar. Þetta er í þriðja sinn sem samningur um framlög ríkisins til menningarmála sem tengjast Akureyrarbæ er gerður. Fyrsti samningurinn var undirritaður á Akureyri 1996 og var hann síðan endurnýjaður árið 2000. Stefnt er að því að nýr menningarsamningur með breyttum áherslum taki gildi árið 2004.
Aðkomukonan í glugganum
Það er athyglisvert hvernig Samfylkingin stillir upp baráttu sinni hér í kjördæminu. Fyrrverandi borgarstjóri virðist allt í einu vera orðinn frambjóðandi á þessum slóðum. Þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri er hvorki í framboði hér né sýnt sig vera neinn sérstakan talsmann þess fólks sem hér lifir og starfar. Þvert á móti. Engu að síður sá forysta Samfylkingarinnar hér á Akureyri ástæðu til að stilla upp mynd af henni í glugga kosningaskrifstofunnar meðal frambjóðendanna í kjördæminu. Upphaflega var fyrrverandi borgarstjóra stillt upp númer eitt í gluggaröðinni og á hæla hennar fylgdi Kristján L. Möller en nú nýlega var myndum víxlað, Kristján L. Möller fluttur í fremri gluggann og Ingibjörgu í hans stað í þann seinni. Þegar Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti framboð sitt í desember sl. kvaðst hún gera það til að vinna að hagsmunum borgarbúa. Hún hafði áður sem borgarstjóri oft sent landsbyggðarfólki kaldar kveðjur m.a. í umræðunni um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Reykjavíkurflugvöllur er landsbyggðarfólki mikilvægur en talsmaður Samfylkingarinnar ber ekki hag þess fólks fyrir brjósti í því hagsmunamáli frekar en öðrum. Þegar tilkynnt var um að 6,3 milljörðum króna yrði varið til að styrkja atvinnulíf landsins birtust talsmaður og formaður Samfylkingarinnar í fjölmiðlum og kvörtuðu yfir því hvernig fénu væri skipt milli svæða. Ekki töluðu þau máli landsbyggðarinnar í það skiptið. Enda eru þau í framboði í Reykjavík. Nýlega sagði talsmaðurinn að mikilvægt væri að næsti samgönguráðherra kæmi úr röðum þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hún treystir semsagt ekki landsbyggðarmönnum fyrir að fara með þann málaflokk. Kaldar kveðjur það. Aðkomukonan í glugganum er ekki kræsilegur kostur fyrir okkur hér í þessu kjördæmi.
Umræður stjórnmálamanna á Stöð 2 og RÚV
Athyglisvert var að horfa á umræður stjórnmálaleiðtoganna í gærkvöldi, bæði formannaumræðurnar á Stöð 2 og einvígi Halldórs Ásgrímssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Kastljósinu. Horfði ég á umræðurnar á Stöð 2 frá upphafi til enda. Var þetta misáhugavert, það komu vissir hápunktar í umræðunum, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku Ingibjörgu og Steingrím J. í kennslustund í skatta- og velferðarmálum. Sérstaklega var athyglisvert hvernig Davíð tók Ingibjörgu fyrir. Halldór hefur sjaldan eða aldrei verið betri en í gær, málefalegur og vel heima í öllum málum. Hann hefur verið í þessu í þrjá áratugi og þekking hans á öllum málaflokkum er augljós. Davíð Oddsson stóð sig mjög vel og nokkuð ljóst að andstæðingar hans sem töldu að hann myndi ekki mæta í þessar umræður hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu vel hann tók Ingibjörgu fyrir. Davíð talaði tæpitungulaust og var mjög málefnalegur. Guðjón Arnar virkaði ekki vel heima í málum og mætti halda að hann fókuseraði eingöngu á sjávarútvegsmálin, hann þarf að taka sjálfan sig í gegn. Ingibjörg Sólrún var afspyrnuslöpp, oft illa heima í málum og ekki með tölur og mál á hreinu. Hún virðist ekkert hafa í formenn stjórnarflokkanna að gera. Hún reið ekki feitum hesti frá þessum umræðum. Steingrímur J. kom ekki á óvart með tali sínu og skín forræðishyggjan og kommaþvælan í gegnum málflutning hans. Í Kastljósinu tók Halldór Ásgrímsson, Ingibjörgu Sólrúnu í kennslustund í skattamálum og átti mjög auðvelt með að leggja hana. Athyglisvert var að vissir vinstrimenn gáfu í skyn að Halldór þyrði ekki að mæta henni og hefði ekkert í hana að segja. Hann þarf ekki að vera hræddur, enda hefur hann miklu meiri þekkingu á málunum og á í engum erfiðleikum með að hafa hana. Það sást enn á Stöð 2 og RÚV, að ISG veit ekkert um hvað hún er að ræða, þegar skattamál eða utanríkismál eru annars vegar. Athyglisvert að sjá nöldursegg eins og hana vera tekna í kennslustund af sér reyndari mönnum í beinni.
Skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins eru kjarabót fyrir alla
"Fyrir þessar kosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til lækkun tekjuskatts um 4% sem felur í sér hækkun skattleysismarka um 8 þúsund krónur í tæpar 78 þúsund krónur á mánuði. Samfylkingin leggur til hækkun skattleysismarka í 80 þúsund krónur á mánuði en enga lækkun tekjuskattshlutfallsins. Sýnt hefur verið fram á að tillögur Sjálfstæðisflokksins gagnist betur en tillögur Samfylkingarinnar fyrir þá sem hafa rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði í tekjur og skattatillögur flokkanna leiði til nánast sömu niðurstöðu fyrir þá sem hafa undir 100 þúsund krónum á mánuði í tekjur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ennfremur lagt til lækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur, húshitun og rafmagn, lækkun erfðafjárskatts, afnám eignarskatta o.fl., sem eru kjarabætur fyrir alla. Samfylkingin leggur til að skoðað verði að taka upp fjölþrepa skattkerfi. Þetta verður til þess að flækja skattkerfið, gera skatteftirlit erfiðara og veldur miklum eftirágreiðslum skatts. Ekki dugar að benda á að notast sé við slíkt kerfi í öðrum löndum, því hér eru aðstæður aðrar. Margir hafa sveiflukennd laun, svo sem sjómenn, og margfalt fleiri starfa fyrir fleiri en einn launagreiðanda en þekkist víðast annars staðar. Nefnd sem fjármálaráðherra skipaði og í sátu aðilar frá fjármálaráðuneyti og verkalýðshreyfingunni ásamt borgarhagfræðingi staðfesti gallana á fjölþrepa skattkerfi nú í vikunni. Í greinargerð nefndarinnar eru tekin dæmi um fjölþrepaskatt. Þar eru meðal annars skoðuð áhrif þess að taka upp 30% lægra þrep, líkt og talsmaður Samfylkingarinnar hefur nefnt. Ef skattleysismörk yrðu óbreytt frá því sem nú er þyrfti almenna þrepið að hækka um 8% í 46,6% fyrir tekjur yfir 150.000 krónur, sem þýddi að nær helmingur þess sem menn bættu við sig eftir 150.000 króna tekjur færi í skatt."
Samfylkingin slúðrar á ESB
Enn fer Jón í Grófinni á kostum í Þönkum á Íslendingi. Hér eru nýjustu þankar hans: "Síðustu misseri hefur Samfylkingin farið mikinn í Evrópumálum. Á því var hamrað, að þau væru hvergi á dagskrá nema hjá Samfylkingunni. Síðan var efnt til póstkosninga meðal flokksmanna Samfylkingarinnar. Framkvæmdin var að vísu vafasöm eins og framkvæmd kosninganna um Reykjavíkurflugvöll. Hvað um það. Niðurstaðan varð sú að það yrði gert að kosningamáli Samfylkingarinnar, að sótt yrðu um aðild að ESB. Síðan ferðuðust Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ellert B. Schram um landið og Össur Skarphéðinsson fékk að vera með. Hvergi var undir það tekið, að stjórn fiskveiða yrði sett undir framkvæmdastjórnina í Brussel né að sjómenn og bændur skyldu lúta forsjá hennar. Í stefnuræðu sinni á dögunum reyndi Ingibjörg Sólrún samt sem áður að bera sig borginmannlega, þegar hún sagði: "Samfylkingin hefur mótað skýra afstöðu til Evrópusambandsaðildar, ein íslenskra stjórnmálaflokka." Síðan var hún spurð út í þessa setningu í Kastljósi og hvort þetta væri kosningamál. Þá kvað við annan tón. Það þarf að skilgreina samningsmarkmiðin að ESB, sagði hún og allt í einu var stefna Samfylkingarinnar orðin óljós. Eins og vél sem gengur ekki, af því að reimin er farin að slúðra. Annars verður að viðurkenna, að það sýnir heiðarleika hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún skuli gera sér grein fyrir, hversu gagnlegur samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur orðið okkur Íslendingum í ljósi þess, að hún snerist gegn þeim á Alþingi og vildi vísa þeim frá. Ekki sýndi það mikla framsýni."
<< Heim