Total Recall - borgarstjóri án umboðs
Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri, ritar athyglisverða grein á vef Hafsteins Þórs Haukssonar í gær. Þar fjallar hann um borgarmálin í kjölfar olíumálsins og um borgarstjórann sem situr án umboðs borgarbúa eftir að borgarstjóraefni R-listans hætti sem borgarstjóri eftir innanbúðarátök innan valdabandalagsins. Hann tekur inn í dæmið kosningar þær sem framundan eru í Kaliforníu-fylki, þar sem kosið verður um framtíð ríkisstjórans á valdastóli eftir að hann brást kjósendum í fylkinu. Eyþór segir í greininni að byðist Reykvíkingum sama tækifæri yrði það kærkomið. Um væri að ræða Total Recall með skírskotun til þekktrar kvikmyndar ríkisstjóraframbjóðandans Arnold Schwarzenegger.
Ingibjörg Sólrún brýnir kutann
Í morgun flutti Andrés Magnússon blaðamaður, athyglisverðan pistil í Íslandi í bítið, morgunþætti Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þar fjallar hann um valdabröltið í Samfylkingunni og hringlandaháttinn sem einkennir allt andrúmsloftið þar og einkum og sér í lagi málefni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaþingmanns. Eftir að hafa lofað formanni sínum stuðningi til setu er hún farin að gera sig líklega til að taka völdin í flokknum eftir að formaðurinn sagði 11. maí sl. á afgerandi hátt að hann ætlaði fram aftur og hefði til þess stuðning varaþingmannsins. Hefur hún að minnsta kosti þrisvar frá því henni var sparkað sem borgarstjóra lýst yfir stuðningi við hann. Ekki bætir svo úr skák að ISG svífur eins og hrægammur yfir þingsæti sinnar gömlu vinkonu Guðrúnar Ögmundsdóttur. Góður pistill hjá Andrési, hann er alltaf magnaður í pistlaskrifum.
Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri, ritar athyglisverða grein á vef Hafsteins Þórs Haukssonar í gær. Þar fjallar hann um borgarmálin í kjölfar olíumálsins og um borgarstjórann sem situr án umboðs borgarbúa eftir að borgarstjóraefni R-listans hætti sem borgarstjóri eftir innanbúðarátök innan valdabandalagsins. Hann tekur inn í dæmið kosningar þær sem framundan eru í Kaliforníu-fylki, þar sem kosið verður um framtíð ríkisstjórans á valdastóli eftir að hann brást kjósendum í fylkinu. Eyþór segir í greininni að byðist Reykvíkingum sama tækifæri yrði það kærkomið. Um væri að ræða Total Recall með skírskotun til þekktrar kvikmyndar ríkisstjóraframbjóðandans Arnold Schwarzenegger.
Ingibjörg Sólrún brýnir kutann
Í morgun flutti Andrés Magnússon blaðamaður, athyglisverðan pistil í Íslandi í bítið, morgunþætti Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þar fjallar hann um valdabröltið í Samfylkingunni og hringlandaháttinn sem einkennir allt andrúmsloftið þar og einkum og sér í lagi málefni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaþingmanns. Eftir að hafa lofað formanni sínum stuðningi til setu er hún farin að gera sig líklega til að taka völdin í flokknum eftir að formaðurinn sagði 11. maí sl. á afgerandi hátt að hann ætlaði fram aftur og hefði til þess stuðning varaþingmannsins. Hefur hún að minnsta kosti þrisvar frá því henni var sparkað sem borgarstjóra lýst yfir stuðningi við hann. Ekki bætir svo úr skák að ISG svífur eins og hrægammur yfir þingsæti sinnar gömlu vinkonu Guðrúnar Ögmundsdóttur. Góður pistill hjá Andrési, hann er alltaf magnaður í pistlaskrifum.
<< Heim