Heitast í umræðunni
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando er áttræður í dag. Hann á að baki einn litríkasta leikferil kvikmyndasögunnar og var ímynd töffarans í kvikmyndum um miðja 20. öldina, goðsögn í lifanda lífi, ein af skærustu stjörnum Hollywood á gullaldarárunum. Brando fæddist í Nebraska og kom frá vandræðaheimili, móðir hans var drykkfelld, en faðir hans kvensamur úr hófi fram. Brando var rekinn úr nokkrum skólum, þ.á.m. herskóla, áður en hann hélt til New York, til að leggja stund á leiklistarnám. Hann sló í gegn á leiksviði 1947, 23 ára, í hlutverki Stanley Kowalski í Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams. Hann hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndaútgáfu Elia Kazan af A Streetcar Named Desire árið 1951. Í kjölfarið fylgdu stórmyndir á borð við Viva Zapata! og The Wild One. Brando hlaut óskarinn fyrir stórleik sinn í hlutverki Terry Malloy í On the Waterfront árið 1955. Meðal helstu mynda hans að auki eru Guys and Dolls, Sayonara, Mutiny on the Bounty, Bedtime Story og The Chase. Hann hlaut óskarsverðlaunin árið 1972 fyrir magnþrunginn leik á ættarhöfðingjanum Vito Corleone í The Godfather. Í stað þess að mæta á óskarshátíðina, og taka við verðlaununum, sendi hann stúlku í indíánabúningi, sem afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Brandos, og húðskammaði forystusveit Hollywood fyrir að rægja bandaríska indíána í kvikmyndum sínum. Hann fékk metupphæð fyrir að leika vitfirrtan hershöfðingja í blálok Apocalypse Now árið 1979. Meðal annarra mynda hans hin seinni ár eru Superman, A Dry White Season og Don Juan De Marco. Seinasta kvikmyndahlutverk hans var í The Score árið 2001. Hin seinni ár hefur Brando lítið á sér bera og hatar fjölmiðlaathyglina, eins og frægt er. Hann er þrígiftur og á alls ellefu börn.
Lið Verzlunarskólans vann lið Borgarholtsskóla í bráðabana í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í Smáralind í gærkvöldi. Fyrirfram var ljóst að úrslitaviðureign skólanna yrði söguleg, enda hafði hvorugur skólanna unnið keppnina og Menntaskólinn í Reykjavík sem unnið hafði keppnina alls 11 ár í röð, úr leik. Var þetta æsispennandi keppni allt frá upphafi, er venjulegum fjölda spurninga var lokið var staðan jöfn, bæði lið með 21 stig. Í bráðabana hafði lið Verzlunarskólans betur í annarri spurningu og vann keppnina, 23:21. Þegar ein spurning var eftir hafði Borgarholtsskóli þriggja stiga forskot. Síðasta spurningin var þríþrautin svokallaða sem gefur þrjú stig. Sýndar voru myndir af þremur leikurum sem höfðu allir leikið illmenni í James Bond kvikmyndum. Liðsmenn Verzlunarskólans gátu nefnt alla leikarana, enda sérfræðingar í kvikmyndamálum, og voru vel með á nöfn myndanna og jöfnuðu og tóku þetta svo með tveimur bráðabanaspurningum. Í sigurliði Verzlunarskólans eru Björn Bragi Arnarson en hann var einnig í sigurliði skólans í MORFÍS um síðustu helgi, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson og Steinar Örn Jónsson. Óska ég þeim og öllum aðstandendum liðsins til hamingju með glæsilegan sigur.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Horfðum í gærkvöldi á æsispennandi keppni í Gettu betur þar sem Verzló sigraði Borgarholtsskóla í æsispennandi keppni. Kominn tími til að MR veldið liði undir lok og kærkomið að fá annan sigurvegara í keppninni. Fórum í bíó eftir keppnina og horfðum á gamanmyndina Starsky & Hutch með Ben Stiller og Owen Wilson. Segir frá Starsky og Hutch, sem eru lögreglumenn í einni af stórborgum Bandaríkjanna. Báðir eru þeir til eilífra vandræða og er varðstjórinn þeirra, Doby, alveg við það að missa þolinmæðina. Starsky fer í einu og öllu eftir bókinni, og gengur fulllangt á meðan Hutch er andstæða hans, nokkuð villtur og kærulaus auk þess sem hann ber afar litla virðingu fyrir lögunum. Er þeim í hálfgerðu refsingarskyni skipað að vinna saman. Samstarfið gengur vel og eru þeir brátt komnir á hælana á glæpaforingjanum Reese Feldman. Myndin er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum sem voru upp á sitt besta á áttunda áratugnum. Fínasta gamanmynd sem allir ættu að geta hlegið að og átt hina bestu kvöldstund. Eftir myndina litum við til vina og áttum gott spjall, einkum og sér í lagi um pólitíkina og málefni vikunnar, sérstaklega hið gegndarlausa rugl með RÚV.
Greinaskrif
Einar Kristinn Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði nýlega góða grein um EES í Moggann, birtist hún ennfremur á heimasíðu hans. Í henni segir orðrétt: "Stundum hefur verið kvartað undan því að Evrópumálin séu ekki nægilega mikið á dagskrá. Hvernig sem því viðvíkur þá er það að minnsta kosti ljóst að þau mál eru á dagskrá núna. Við erum að taka ákvörðun um stækkun sjálfs EES. Sú ákvörðun er mjög stefnumótandi fyrir okkur og snertir sjálfan kjarna umræðunnar um stöðu okkar innan Evrópu. Það var þess vegna eftirtektarvert að um þessi mál myndaðist sátt á Alþingi. Allir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti í utanríkisnefnd þingsins rituðu undir sameiginlegt jákvætt nefndarálit. Það er ólíkt því þegar EES samningurinn var til umfjöllunar á Alþingi fyrir um áratug. Þá treysti sér enginn þingmaður úr Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi né Kvennalista – fyrirrennara Samfylkingar og Vinstri Grænna – til að styðja samninginn. Nú má því kannski segja; öðruvísi mér áður brá. Athyglisvert er það einnig að slíkt þótti ekki sæta tíðindum í fjölmiðlunum. Má þá væntanlega álykta að hið pólitíska dagskrárefni, Evrópuumræða, teljist ekki ýkja fréttnæmt." Hvet alla til að lesa greinina.
Dagurinn í dag
1882 Tilkynnt um stofnun skjalageymslu - upphafið að Þjóðskjalasafns Íslands
1975 Bobby Fischer missir heimsmeistaratitilinn í skák, vildi ekki keppa á forsendum FIDE
1978 Diane Keaton hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á Annie Hall í kvikmynd Woody Allen
1984 Hundahald leyft að nýju í Reykjavík að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum
2001 Grænmetisskýrslan birt - innflytjendur grænmetis og ávaxta sektaðir um 105 millj. króna
Snjallyrði dagsins
Þú sérð aldrei það sem hefur unnist, aðeins það sem eftir á að gera.
Marie Curie
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando er áttræður í dag. Hann á að baki einn litríkasta leikferil kvikmyndasögunnar og var ímynd töffarans í kvikmyndum um miðja 20. öldina, goðsögn í lifanda lífi, ein af skærustu stjörnum Hollywood á gullaldarárunum. Brando fæddist í Nebraska og kom frá vandræðaheimili, móðir hans var drykkfelld, en faðir hans kvensamur úr hófi fram. Brando var rekinn úr nokkrum skólum, þ.á.m. herskóla, áður en hann hélt til New York, til að leggja stund á leiklistarnám. Hann sló í gegn á leiksviði 1947, 23 ára, í hlutverki Stanley Kowalski í Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams. Hann hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndaútgáfu Elia Kazan af A Streetcar Named Desire árið 1951. Í kjölfarið fylgdu stórmyndir á borð við Viva Zapata! og The Wild One. Brando hlaut óskarinn fyrir stórleik sinn í hlutverki Terry Malloy í On the Waterfront árið 1955. Meðal helstu mynda hans að auki eru Guys and Dolls, Sayonara, Mutiny on the Bounty, Bedtime Story og The Chase. Hann hlaut óskarsverðlaunin árið 1972 fyrir magnþrunginn leik á ættarhöfðingjanum Vito Corleone í The Godfather. Í stað þess að mæta á óskarshátíðina, og taka við verðlaununum, sendi hann stúlku í indíánabúningi, sem afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Brandos, og húðskammaði forystusveit Hollywood fyrir að rægja bandaríska indíána í kvikmyndum sínum. Hann fékk metupphæð fyrir að leika vitfirrtan hershöfðingja í blálok Apocalypse Now árið 1979. Meðal annarra mynda hans hin seinni ár eru Superman, A Dry White Season og Don Juan De Marco. Seinasta kvikmyndahlutverk hans var í The Score árið 2001. Hin seinni ár hefur Brando lítið á sér bera og hatar fjölmiðlaathyglina, eins og frægt er. Hann er þrígiftur og á alls ellefu börn.
Lið Verzlunarskólans vann lið Borgarholtsskóla í bráðabana í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í Smáralind í gærkvöldi. Fyrirfram var ljóst að úrslitaviðureign skólanna yrði söguleg, enda hafði hvorugur skólanna unnið keppnina og Menntaskólinn í Reykjavík sem unnið hafði keppnina alls 11 ár í röð, úr leik. Var þetta æsispennandi keppni allt frá upphafi, er venjulegum fjölda spurninga var lokið var staðan jöfn, bæði lið með 21 stig. Í bráðabana hafði lið Verzlunarskólans betur í annarri spurningu og vann keppnina, 23:21. Þegar ein spurning var eftir hafði Borgarholtsskóli þriggja stiga forskot. Síðasta spurningin var þríþrautin svokallaða sem gefur þrjú stig. Sýndar voru myndir af þremur leikurum sem höfðu allir leikið illmenni í James Bond kvikmyndum. Liðsmenn Verzlunarskólans gátu nefnt alla leikarana, enda sérfræðingar í kvikmyndamálum, og voru vel með á nöfn myndanna og jöfnuðu og tóku þetta svo með tveimur bráðabanaspurningum. Í sigurliði Verzlunarskólans eru Björn Bragi Arnarson en hann var einnig í sigurliði skólans í MORFÍS um síðustu helgi, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson og Steinar Örn Jónsson. Óska ég þeim og öllum aðstandendum liðsins til hamingju með glæsilegan sigur.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Horfðum í gærkvöldi á æsispennandi keppni í Gettu betur þar sem Verzló sigraði Borgarholtsskóla í æsispennandi keppni. Kominn tími til að MR veldið liði undir lok og kærkomið að fá annan sigurvegara í keppninni. Fórum í bíó eftir keppnina og horfðum á gamanmyndina Starsky & Hutch með Ben Stiller og Owen Wilson. Segir frá Starsky og Hutch, sem eru lögreglumenn í einni af stórborgum Bandaríkjanna. Báðir eru þeir til eilífra vandræða og er varðstjórinn þeirra, Doby, alveg við það að missa þolinmæðina. Starsky fer í einu og öllu eftir bókinni, og gengur fulllangt á meðan Hutch er andstæða hans, nokkuð villtur og kærulaus auk þess sem hann ber afar litla virðingu fyrir lögunum. Er þeim í hálfgerðu refsingarskyni skipað að vinna saman. Samstarfið gengur vel og eru þeir brátt komnir á hælana á glæpaforingjanum Reese Feldman. Myndin er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum sem voru upp á sitt besta á áttunda áratugnum. Fínasta gamanmynd sem allir ættu að geta hlegið að og átt hina bestu kvöldstund. Eftir myndina litum við til vina og áttum gott spjall, einkum og sér í lagi um pólitíkina og málefni vikunnar, sérstaklega hið gegndarlausa rugl með RÚV.
Greinaskrif
Einar Kristinn Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði nýlega góða grein um EES í Moggann, birtist hún ennfremur á heimasíðu hans. Í henni segir orðrétt: "Stundum hefur verið kvartað undan því að Evrópumálin séu ekki nægilega mikið á dagskrá. Hvernig sem því viðvíkur þá er það að minnsta kosti ljóst að þau mál eru á dagskrá núna. Við erum að taka ákvörðun um stækkun sjálfs EES. Sú ákvörðun er mjög stefnumótandi fyrir okkur og snertir sjálfan kjarna umræðunnar um stöðu okkar innan Evrópu. Það var þess vegna eftirtektarvert að um þessi mál myndaðist sátt á Alþingi. Allir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti í utanríkisnefnd þingsins rituðu undir sameiginlegt jákvætt nefndarálit. Það er ólíkt því þegar EES samningurinn var til umfjöllunar á Alþingi fyrir um áratug. Þá treysti sér enginn þingmaður úr Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi né Kvennalista – fyrirrennara Samfylkingar og Vinstri Grænna – til að styðja samninginn. Nú má því kannski segja; öðruvísi mér áður brá. Athyglisvert er það einnig að slíkt þótti ekki sæta tíðindum í fjölmiðlunum. Má þá væntanlega álykta að hið pólitíska dagskrárefni, Evrópuumræða, teljist ekki ýkja fréttnæmt." Hvet alla til að lesa greinina.
Dagurinn í dag
1882 Tilkynnt um stofnun skjalageymslu - upphafið að Þjóðskjalasafns Íslands
1975 Bobby Fischer missir heimsmeistaratitilinn í skák, vildi ekki keppa á forsendum FIDE
1978 Diane Keaton hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á Annie Hall í kvikmynd Woody Allen
1984 Hundahald leyft að nýju í Reykjavík að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum
2001 Grænmetisskýrslan birt - innflytjendur grænmetis og ávaxta sektaðir um 105 millj. króna
Snjallyrði dagsins
Þú sérð aldrei það sem hefur unnist, aðeins það sem eftir á að gera.
Marie Curie
<< Heim