Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um forsetaembættið og stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli, en hann mun í dag sverja embættiseið í þriðja skiptið. Minni ég á að staða og hlutverk forsetans er gjörbreytt eftir atburði sumarsins. Í dag eru 93 dagar til forsetakosninga í Bandaríkjunum, gengið verður að kjörborðinu þriðjudaginn 2. nóvember nk. Demókrataflokkurinn hélt flokksþing sitt í Boston í Massachusetts-fylki, 26. - 29. júlí sl. í Fleet Centre íþróttahöllinni. Má með því segja að formleg kosningabarátta af hálfu flokksins hafi hafist af fullum krafti. Á flokksþinginu snerist allt um að kynna forsetaframbjóðandann John Kerry, kosti hans sem persónu og stefnumál fyrir kjósendum. Það hefur sannast á flokksþinginu að helsti tilgangur þess er að kynna upp frambjóðendur, um er að ræða gríðarlega vel skipulagða fjölmiðlasamkundu þar sem fram kemur nær einvörðungu einhliða málflutningur um frambjóðendur og stefnuna sem mörkuð hefur. Engin málefnavinna fer fram á þinginu, ákveðin stefna er lögð fram og hún er ákveðin án afskipta þingfulltrúanna. Má segja að flokksþingið hafi minnt frekar á popptónleika og borið einkenni Óskarsverðlaunaafhendingar, frekar en vettvang flokksstarfs. Í pistlinum fer ég yfir stöðu flokksins og frambjóðenda hans eftir þingið og hvernig sjálft flokksþingið gekk fyrir sig. Að lokum fjalla ég um mikilvægi þess að stóriðja verði reist í firðinum, eins og gefið hefur verið til kynna að verði í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. Ég bendi þó á að frumkvæðið að því verður að koma frá okkur hér og forystumönnum sveitarstjórna í firðinum, en mikilvægt er að samstaða myndist þeirra á milli til að tryggja að stóriðja rísi hér.
Vel heppnuð hátíð á Akureyri
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu, hefur verið haldin hér á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hefur hátíðin verið mjög árangursrík, fólk hefur streymt til bæjarins og er nú talið að 15-16.000 gestir dvelji í bænum. Mikið blíðviðri hefur verið alla helgina, hiklaust besta veðrið þessa helgina. Allt hefur þetta farið vel fram og er til fyrirmyndar fyrir alla aðstandendur hátíðarinnar, sem tvímælalaust er nú komin til að vera. Er um að ræða mikla lyftistöng fyrir verslunar- og þjónustuaðila í bænum og mun hátíðin styrkja bæinn og stöðu hans til muna. Jafnframt er mikilvægt að minnast á að sameining Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps tekur gildi í dag. Sú sameining er að mínu mati mikilvægt fyrsta skref í þá átt að Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag og við hér tökum höndum saman í því verkefni að styrkja svæðið sem eina heild.
Dagurinn í dag
1874 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands öðlast formlegt gildi - Kristján 9. Danakonungur kom með stjórnarskrána til landsins í för sinni á þjóðhátíð á Þingvöllum og kynnti hana þar
1897 Oddfellow-reglan stofnuð - hún leggur aðallega áherslu á bræðralag og samhjálp
1935 Talsímasamband við útlönd var opnað en skeytasamband komst fyrst á árið 1906
1936 Ólympíuleikarnir settir í Berlín - helst minnst vegna afreka Jesse Owens á leikunum
1990 Írak hertekur Kuwait - leiddi til innrásar Bandaríkjanna í landið í janúar 1991 eftir að Íraksstjórn voru settir úrslitakostir. Kuwait var frelsað á ný í febrúar 1991. Einræðisstjórn Baath-flokksins í Írak, sem leidd var af Saddam Hussein, var svo loks felld af stóli í apríl 2003
Snjallyrði dagsins
Frelsið er yndislegt - ég geri það sem ég vil.
Ný dönsk (dægurlagatexti frá 1990)
Að þessu sinni fjalla ég um forsetaembættið og stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli, en hann mun í dag sverja embættiseið í þriðja skiptið. Minni ég á að staða og hlutverk forsetans er gjörbreytt eftir atburði sumarsins. Í dag eru 93 dagar til forsetakosninga í Bandaríkjunum, gengið verður að kjörborðinu þriðjudaginn 2. nóvember nk. Demókrataflokkurinn hélt flokksþing sitt í Boston í Massachusetts-fylki, 26. - 29. júlí sl. í Fleet Centre íþróttahöllinni. Má með því segja að formleg kosningabarátta af hálfu flokksins hafi hafist af fullum krafti. Á flokksþinginu snerist allt um að kynna forsetaframbjóðandann John Kerry, kosti hans sem persónu og stefnumál fyrir kjósendum. Það hefur sannast á flokksþinginu að helsti tilgangur þess er að kynna upp frambjóðendur, um er að ræða gríðarlega vel skipulagða fjölmiðlasamkundu þar sem fram kemur nær einvörðungu einhliða málflutningur um frambjóðendur og stefnuna sem mörkuð hefur. Engin málefnavinna fer fram á þinginu, ákveðin stefna er lögð fram og hún er ákveðin án afskipta þingfulltrúanna. Má segja að flokksþingið hafi minnt frekar á popptónleika og borið einkenni Óskarsverðlaunaafhendingar, frekar en vettvang flokksstarfs. Í pistlinum fer ég yfir stöðu flokksins og frambjóðenda hans eftir þingið og hvernig sjálft flokksþingið gekk fyrir sig. Að lokum fjalla ég um mikilvægi þess að stóriðja verði reist í firðinum, eins og gefið hefur verið til kynna að verði í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. Ég bendi þó á að frumkvæðið að því verður að koma frá okkur hér og forystumönnum sveitarstjórna í firðinum, en mikilvægt er að samstaða myndist þeirra á milli til að tryggja að stóriðja rísi hér.
Vel heppnuð hátíð á Akureyri
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu, hefur verið haldin hér á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hefur hátíðin verið mjög árangursrík, fólk hefur streymt til bæjarins og er nú talið að 15-16.000 gestir dvelji í bænum. Mikið blíðviðri hefur verið alla helgina, hiklaust besta veðrið þessa helgina. Allt hefur þetta farið vel fram og er til fyrirmyndar fyrir alla aðstandendur hátíðarinnar, sem tvímælalaust er nú komin til að vera. Er um að ræða mikla lyftistöng fyrir verslunar- og þjónustuaðila í bænum og mun hátíðin styrkja bæinn og stöðu hans til muna. Jafnframt er mikilvægt að minnast á að sameining Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps tekur gildi í dag. Sú sameining er að mínu mati mikilvægt fyrsta skref í þá átt að Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag og við hér tökum höndum saman í því verkefni að styrkja svæðið sem eina heild.
Dagurinn í dag
1874 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands öðlast formlegt gildi - Kristján 9. Danakonungur kom með stjórnarskrána til landsins í för sinni á þjóðhátíð á Þingvöllum og kynnti hana þar
1897 Oddfellow-reglan stofnuð - hún leggur aðallega áherslu á bræðralag og samhjálp
1935 Talsímasamband við útlönd var opnað en skeytasamband komst fyrst á árið 1906
1936 Ólympíuleikarnir settir í Berlín - helst minnst vegna afreka Jesse Owens á leikunum
1990 Írak hertekur Kuwait - leiddi til innrásar Bandaríkjanna í landið í janúar 1991 eftir að Íraksstjórn voru settir úrslitakostir. Kuwait var frelsað á ný í febrúar 1991. Einræðisstjórn Baath-flokksins í Írak, sem leidd var af Saddam Hussein, var svo loks felld af stóli í apríl 2003
Snjallyrði dagsins
Frelsið er yndislegt - ég geri það sem ég vil.
Ný dönsk (dægurlagatexti frá 1990)
<< Heim