Heitast í umræðunni
Karl Gústaf XVI Svíakonungur, kom til landsins í gær ásamt eiginkonu sinni, Silvíu drottningu, og dóttur sinni, Viktoríu krónprinsessu. Mun heimsókn þeirra standa næstu daga og fara þau vítt og breitt um landið, t.d. hingað til Akureyrar á morgun. Með konungshjónunum í för er Laila Freivalds utanríkisráðherra Svíþjóðar. Er tæpt ár síðan hún tók við embætti eftir hið skelfilega morð á Önnu Lindh utanríkisráðherra, sem var stungin með hnífi í verslunarmiðstöð í Stokkhólmi og lést af sárum sínum, að morgni 11. september 2003. Skipan Lailu í embætti utanríkisráðherra í fyrra, kom mörgum á óvart. Hún hafði verið umdeildur stjórnmálamaður og ekki allir á eitt sáttir um ágæti hennar innan Jafnaðarmannaflokksins. Hún varð t.d. að segja af sér embætti dómsmálaráðherra árið 2000 vegna fasteignahneykslis. Það þótti því til marks um ákveðni forsætisráðherrans að skipa hana til starfans í stað hinnar vinsælu Önnu Lindh, sem hafði verið sameiningartákn vinsælda innan flokks og meðal þjóðarinnar. Í för sinni til landsins mun Freivalds flytja tvö erindi um utanríkismál. Annað flutti hún í gær í Háskólanum og hitt mun hún flytja í Oddfellow húsinu hér á Akureyri á morgun. Mun ég fara þangað og hlusta á erindi hennar og fræðast um skoðanir hennar á utanríkismálum. Athygli mína vöktu í gær fréttir af fyrra erindi hennar. Þar kom fram sú skoðun hennar að það yrði til hagræðis ef öll Norðurlöndin gengju í Evrópusambandið. Eins og flestir vita standa Íslendingar og Norðmenn utan þess. Það myndi styrkja "norrænu víddina" í Evrópusambandinu að hennar mati. Boðskapur Lailu er stórundarlegur. Hvað ætli yrði sagt ef utanríkisráðherrar Íslands og Noregs færu með þann boðskap í opinbera heimsókn til Stokkhólms að það yrði til að styrkja EES samninginn að Svíþjóð gengi úr Evrópusambandinu og gerðist aðili að EES? Spyr sá sem ekki veit. Ég tel þó frekar ólíklegt að sænsk stjórnvöld myndu líta á slíkar ráðleggingar sem góðráð og telja það gróflega íhlutun í þeirra málefni. Okkur yrði einfaldlega sagt, tel ég, að þetta kæmi okkur ekki við og forystumenn landsins væru til þess kjörnir að stjórna landinu. Það sama á að segja við Lailu Freivalds, að mínu mati. Henni kemur þetta einfaldlega ekki við og ætti frekar að tjá sig um reynslu sína af ESB, heldur en skipa okkur fyrir verkum. Fagna ber hinsvegar afdráttarlausum yfirlýsingum utanríkisráðherra okkar um ESB.
Greinileg örvænting er komin upp meðal kosningaliðs John Kerry og demókrata. Verið er að stokka upp alla kosningastjórn framboðsins, ráða nýja yfirmenn, flestir þeirra eru þeir sem stjórnuðu kosningabaráttu Bill Clinton, 1992 og 1996 og fylgdu Al Gore í slagnum árið 2000. Áberandi í forystusveit Kerrys núna eru t.d. Joe Lockhart fyrrum blaðafulltrúi Clintons, Joel Johnson og Doug Sousnik, sem leiddu slaginn árið 1996. Þá eru lykilmenn í kosningabaráttunni 1992, t.d. James Carville, Paul Begala og Stanley Greenberg, á mála hjá Kerry núna og ráðleggja honum. Til marks um örvæntingu Kerrys er að hann ræddi við Clinton í á annan klukkutíma áður en hann gekkst undir hjartaaðgerð á mánudag. Í samtali þeirra mun forsetinn fyrrverandi hafa ráðlagt honum að hætta að tala jafnmikið um tíma sinn í Víetnam og Kerry hefur gert til þessa. Þess í stað ráðlagði Clinton honum að draga fram andstæður í málflutningi sínum og George W. Bush forseta Bandaríkjanna, um hvernig ætti að skapa ný störf og haga stefnunni í heilbrigðismálum. Ekki stóð á viðbrögðum. Strax í gær var Kerry farinn að vera hvassari. Kerry spurði áhorfendur á kosningafundi í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár í viðbót þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. Sagði hann þetta kristallast í einum staf: W, sem vísar til nafns forsetans. Stafurinn stæði fyrir rangt (Wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir landið. Ekki vantaði svörin, forsetinn svaraði af krafti á kosningafundi í Missouri. Hann sagði að Kerry hefði vaknað með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. Orðrétt sagði hann: "Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd".
Ræða Björgólfs Guðmundssonar
Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, flutti athyglisverða ræðu við upphaf málefnaþings Sambands ungra sjálfstæðismanna á Selfossi á föstudagskvöld. Þar var honum tíðrætt um frelsið og mikilvægi þess að standa vörð um það. Orðrétt sagði hann í ræðu sinni: "Þegar ég hugsa um eftirsóknarvert umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki finnast mér fjögur atriði skipta mestu máli: Í fyrsta lagi að menntakerfið sé öflugt og að á hverju ári komi hópar af ungu, hæfileikaríku og vel menntuðu fólki fram á vinnumarkaðinn. Í öðru lagi að menningarlíf sé lifandi því fátt örvar betur frjóa og skapandi og skemmtilega hugsun. Öflug menning og kraftmikil sköpun eykur lífsgæðin almennt og nýtist jafnframt vel í nútíma fyrirtækjum þar sem hugvitið gefur forskot í harðri samkeppni. Í þriðja lagi þarf rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi að vera hagstætt í samanburði við nágranna okkar og keppinauta. Gjöld, leyfi, skattar, takmarkanir, boð og bönn og þess háttar mega ekki hefta eða íþyngja fyrirtækjum meira en keppinautum þeirra í öðrum löndum. Í fjórða lagi skipta reglur um skatta miklu máli. Við búum við frjálst flæði fjármagns og það er staðreynd að það leitar þangað sem beinir skattar eru lágir. Það er sama hvort í hlut eiga fyrirtæki eða einstaklingar. Því skiptir máli að skattar séu í lægri kantinum, annars fer fjármagnað annað. Óvíst er hvort samfélagið í heild hagnist á háum sköttum því þar sem beinir skattar eru lágir nýtur samfélagið góðs af auknu fjármagni í umferð, bæði í gegnum auknar fjárfestingar og veltuskatta. Ávinningurinn af lágum sköttum skilar sér því til allra. Ég minni á að flest burðarfyrirtæki í íslensku atvinnulífi eru alþjóðleg og hafa val um hvar þau skrá sig og greiða skatta. Við eigum að gera þeim valið auðvelt. Og þegar rætt er um skattamál er gott að hafa orð Abrahams Lincolns í huga en hann benti á að þú styrkir ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Í framhaldi af ofansögðu tel ég það afar dýrmætt fyrir stjórnmálaflokk að eiga foringja með skýr markmið og tæra framtíðarsýn. Fyrir okkur í atvinnulífinu er sambýlið erfiðast við stjórnmálamenn sem skortir stefnufestu - stjórnmálamenn sem vilja semja um alla hluti í stað þess að fylgja skýrum markmiðum og standa fast á settum leikreglum."
Dagurinn í dag
1779 Bjarni Pálsson landlæknir, lést, sextugur að aldri. Bjarni var landlæknir frá 1760 til æviloka
1891 Ölfusárbrú vígð - fyrsta hengibrú landsmanna og ein mesta verklega framkvæmd landsins
1943 Bandamenn ná formlega völdum á Ítalíu - veldi Benito Mussolini hafði hrunið fyrr um árið
1975 Dagblaðið "frjálst, óháð dagblað" kom út fyrsta sinni - sameinaðist með Vísi í DV árið 1981
1987 50 króna mynt kom til sögunnar - samhliða því var formlega hætt útgáfu 50 krónu seðils
Snjallyrði dagsins
Blend with my blue
those colours of you.
Please help me
see it through.
This journey I must
take alone.
So just blend your
colours with my blue.
Magnús Þór Sigmundsson (Heaven)
Karl Gústaf XVI Svíakonungur, kom til landsins í gær ásamt eiginkonu sinni, Silvíu drottningu, og dóttur sinni, Viktoríu krónprinsessu. Mun heimsókn þeirra standa næstu daga og fara þau vítt og breitt um landið, t.d. hingað til Akureyrar á morgun. Með konungshjónunum í för er Laila Freivalds utanríkisráðherra Svíþjóðar. Er tæpt ár síðan hún tók við embætti eftir hið skelfilega morð á Önnu Lindh utanríkisráðherra, sem var stungin með hnífi í verslunarmiðstöð í Stokkhólmi og lést af sárum sínum, að morgni 11. september 2003. Skipan Lailu í embætti utanríkisráðherra í fyrra, kom mörgum á óvart. Hún hafði verið umdeildur stjórnmálamaður og ekki allir á eitt sáttir um ágæti hennar innan Jafnaðarmannaflokksins. Hún varð t.d. að segja af sér embætti dómsmálaráðherra árið 2000 vegna fasteignahneykslis. Það þótti því til marks um ákveðni forsætisráðherrans að skipa hana til starfans í stað hinnar vinsælu Önnu Lindh, sem hafði verið sameiningartákn vinsælda innan flokks og meðal þjóðarinnar. Í för sinni til landsins mun Freivalds flytja tvö erindi um utanríkismál. Annað flutti hún í gær í Háskólanum og hitt mun hún flytja í Oddfellow húsinu hér á Akureyri á morgun. Mun ég fara þangað og hlusta á erindi hennar og fræðast um skoðanir hennar á utanríkismálum. Athygli mína vöktu í gær fréttir af fyrra erindi hennar. Þar kom fram sú skoðun hennar að það yrði til hagræðis ef öll Norðurlöndin gengju í Evrópusambandið. Eins og flestir vita standa Íslendingar og Norðmenn utan þess. Það myndi styrkja "norrænu víddina" í Evrópusambandinu að hennar mati. Boðskapur Lailu er stórundarlegur. Hvað ætli yrði sagt ef utanríkisráðherrar Íslands og Noregs færu með þann boðskap í opinbera heimsókn til Stokkhólms að það yrði til að styrkja EES samninginn að Svíþjóð gengi úr Evrópusambandinu og gerðist aðili að EES? Spyr sá sem ekki veit. Ég tel þó frekar ólíklegt að sænsk stjórnvöld myndu líta á slíkar ráðleggingar sem góðráð og telja það gróflega íhlutun í þeirra málefni. Okkur yrði einfaldlega sagt, tel ég, að þetta kæmi okkur ekki við og forystumenn landsins væru til þess kjörnir að stjórna landinu. Það sama á að segja við Lailu Freivalds, að mínu mati. Henni kemur þetta einfaldlega ekki við og ætti frekar að tjá sig um reynslu sína af ESB, heldur en skipa okkur fyrir verkum. Fagna ber hinsvegar afdráttarlausum yfirlýsingum utanríkisráðherra okkar um ESB.
Greinileg örvænting er komin upp meðal kosningaliðs John Kerry og demókrata. Verið er að stokka upp alla kosningastjórn framboðsins, ráða nýja yfirmenn, flestir þeirra eru þeir sem stjórnuðu kosningabaráttu Bill Clinton, 1992 og 1996 og fylgdu Al Gore í slagnum árið 2000. Áberandi í forystusveit Kerrys núna eru t.d. Joe Lockhart fyrrum blaðafulltrúi Clintons, Joel Johnson og Doug Sousnik, sem leiddu slaginn árið 1996. Þá eru lykilmenn í kosningabaráttunni 1992, t.d. James Carville, Paul Begala og Stanley Greenberg, á mála hjá Kerry núna og ráðleggja honum. Til marks um örvæntingu Kerrys er að hann ræddi við Clinton í á annan klukkutíma áður en hann gekkst undir hjartaaðgerð á mánudag. Í samtali þeirra mun forsetinn fyrrverandi hafa ráðlagt honum að hætta að tala jafnmikið um tíma sinn í Víetnam og Kerry hefur gert til þessa. Þess í stað ráðlagði Clinton honum að draga fram andstæður í málflutningi sínum og George W. Bush forseta Bandaríkjanna, um hvernig ætti að skapa ný störf og haga stefnunni í heilbrigðismálum. Ekki stóð á viðbrögðum. Strax í gær var Kerry farinn að vera hvassari. Kerry spurði áhorfendur á kosningafundi í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár í viðbót þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. Sagði hann þetta kristallast í einum staf: W, sem vísar til nafns forsetans. Stafurinn stæði fyrir rangt (Wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir landið. Ekki vantaði svörin, forsetinn svaraði af krafti á kosningafundi í Missouri. Hann sagði að Kerry hefði vaknað með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. Orðrétt sagði hann: "Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd".
Ræða Björgólfs Guðmundssonar
Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, flutti athyglisverða ræðu við upphaf málefnaþings Sambands ungra sjálfstæðismanna á Selfossi á föstudagskvöld. Þar var honum tíðrætt um frelsið og mikilvægi þess að standa vörð um það. Orðrétt sagði hann í ræðu sinni: "Þegar ég hugsa um eftirsóknarvert umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki finnast mér fjögur atriði skipta mestu máli: Í fyrsta lagi að menntakerfið sé öflugt og að á hverju ári komi hópar af ungu, hæfileikaríku og vel menntuðu fólki fram á vinnumarkaðinn. Í öðru lagi að menningarlíf sé lifandi því fátt örvar betur frjóa og skapandi og skemmtilega hugsun. Öflug menning og kraftmikil sköpun eykur lífsgæðin almennt og nýtist jafnframt vel í nútíma fyrirtækjum þar sem hugvitið gefur forskot í harðri samkeppni. Í þriðja lagi þarf rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi að vera hagstætt í samanburði við nágranna okkar og keppinauta. Gjöld, leyfi, skattar, takmarkanir, boð og bönn og þess háttar mega ekki hefta eða íþyngja fyrirtækjum meira en keppinautum þeirra í öðrum löndum. Í fjórða lagi skipta reglur um skatta miklu máli. Við búum við frjálst flæði fjármagns og það er staðreynd að það leitar þangað sem beinir skattar eru lágir. Það er sama hvort í hlut eiga fyrirtæki eða einstaklingar. Því skiptir máli að skattar séu í lægri kantinum, annars fer fjármagnað annað. Óvíst er hvort samfélagið í heild hagnist á háum sköttum því þar sem beinir skattar eru lágir nýtur samfélagið góðs af auknu fjármagni í umferð, bæði í gegnum auknar fjárfestingar og veltuskatta. Ávinningurinn af lágum sköttum skilar sér því til allra. Ég minni á að flest burðarfyrirtæki í íslensku atvinnulífi eru alþjóðleg og hafa val um hvar þau skrá sig og greiða skatta. Við eigum að gera þeim valið auðvelt. Og þegar rætt er um skattamál er gott að hafa orð Abrahams Lincolns í huga en hann benti á að þú styrkir ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Í framhaldi af ofansögðu tel ég það afar dýrmætt fyrir stjórnmálaflokk að eiga foringja með skýr markmið og tæra framtíðarsýn. Fyrir okkur í atvinnulífinu er sambýlið erfiðast við stjórnmálamenn sem skortir stefnufestu - stjórnmálamenn sem vilja semja um alla hluti í stað þess að fylgja skýrum markmiðum og standa fast á settum leikreglum."
Dagurinn í dag
1779 Bjarni Pálsson landlæknir, lést, sextugur að aldri. Bjarni var landlæknir frá 1760 til æviloka
1891 Ölfusárbrú vígð - fyrsta hengibrú landsmanna og ein mesta verklega framkvæmd landsins
1943 Bandamenn ná formlega völdum á Ítalíu - veldi Benito Mussolini hafði hrunið fyrr um árið
1975 Dagblaðið "frjálst, óháð dagblað" kom út fyrsta sinni - sameinaðist með Vísi í DV árið 1981
1987 50 króna mynt kom til sögunnar - samhliða því var formlega hætt útgáfu 50 krónu seðils
Snjallyrði dagsins
Blend with my blue
those colours of you.
Please help me
see it through.
This journey I must
take alone.
So just blend your
colours with my blue.
Magnús Þór Sigmundsson (Heaven)
<< Heim