Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

24 október 2002

Spennandi prófkjör - 17 í framboði
Kl. 17:00 í dag rann út frestur til að skila inn framboðum vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, 22. og 23. nóvember nk. 17 eru í framboði, þ.á.m. allir þingmenn flokksins og auk þeirra bjóða sig fram fjöldi nýliða. Þau sem gáfu kost á sér eru eftirtaldir:

Ásta Möller, alþingismaður
Birgir Ármannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs
Björn Bjarnason, alþingismaður, borgarfulltrúi og fyrrv. menntamálaráðherra
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og fyrrv. formaður SUS
Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur
Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Katrín Fjeldsted, alþingismaður
Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður
Pétur H. Blöndal, alþingismaður
Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur og fyrrv. formaður SUS
Soffía Kristín Þórðardóttir, þjónustustjóri
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Það er því ljóst að prófkjörið verður spennandi og nýliðar sækja að þingmönnum flokksins. Í dag var tilkynnt að landsfundur Sjálfstæðisflokksins yrði haldinn dagana 27. - 30. mars á næsta ári, sá 35. í röðinni. Seinasti landsfundur var haldinn 11. - 14. október 2001. Framundan eru spennandi tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - kraftmikill kosningavetur þar sem mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum til að tryggja forystu flokksins í landsmálunum.

Snjókorn falla...
Fyrsti vetrardagur er á laugardaginn. Óhætt er að segja að leiðindaveður hafi verið hér norðan heiða í þessari viku og snjóað þónokkuð. Eftir gott haust kólnaði snarlega. Það er vonandi að veturinn verði góður og snjóléttur. Sem betur fer er spáð hlýnandi veðri á þriðjudaginn.