Umtalsverðar breytingar á Morgunblaðinu - Norðurlandaráð
Í dag fagnar Morgunblaðið 89 ára afmælisdegi sínum, með því að gjörbreyta útliti forsíðu blaðsins og efnistökum að hluta. Í stað þess að forsíðan sé eingöngu með erlendar fréttir eins og verið hefur frá því í kringum 1970, er nú að finna þar blandað efni og úrval þess besta sem er að gerast. Mér líka þessar breytingar, enda tímanna tákn að á forsíðunni sé að finna blandað efni þess sem hæst ber. Mogginn hefur í gegnum tíðina verið tákn stöðugleika og litlar breytingar orðið á blaðinu, en ég get ekki annað sagt en að þessar breytingar séu vel gerðar og Morgunblaðið eldist vel, nú þegar styttist í níræðisafmæli blaðsins. Á miðopnu er sem fyrr Vettvangsgrein Björns Bjarnasonar alþingismanns og leiðtoga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þar fjallar hann um Norðurlandaráð og hálfrar aldar afmæli þess, en í Helsinki var í vikunni haldið upp á það með pompi og prakt á Norðurlandaráðsþingi. Góð grein hjá Birni og ítarleg. Félagi minn á frelsi.is, Snorri Stefánsson skrifaði í gær grein um Norðurlandaráðsþingið. Þar segir hann að fjórðungur þingmanna hafi farið til Finnlands. Með í för hafi verið nauðsynlegustu embættismenn og aðrir sem ekki mátti missa í ferðum sem þessum. Forsetinn og Dorrit hafi fengið að fljóta með, góð grein hjá Snorra. Hvet alla til að lesa skrif Björns og Snorra um Norðurlandaráð og afmæli þess, frá misjöfnum sjónarhornum þó.
Athyglisverð skoðanakönnun Gallup
Í dag birtist ný skoðanakönnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokkanna. Þar kemur fram einu sinni enn að fylgi stjórnarflokkanna er mjög sterkt og er það sama og kjörfylgið 1999, nú þegar hálft ár er til þingkosninga. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur eru þannig með nánast sama fylgi og í síðustu Alþingiskosningum í könnuninni, og nánast engin breyting hefur átt sér stað frá seinustu mánaðarkönnun Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúmlega 40% ef kosið væri nú, sem er 2 prósentum meira en í síðustu könnun. Samfylkingin tæplega 27%, 2 prósentustigum minna en síðast. Framsóknarflokkurinn rúmlega 18%, 1 prósentustigi meira en síðast. Vinstri hreyfingin - grænt framboð er með rúmlega 13%, 1 prósentustigi minna en síðast. Frjálslyndi flokkurinn virðist vera að hverfa með rúmlega eitt prósent, eins og í síðustu könnun. Samkvæmt þessari könnun styðja 62% ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem er 4 prósentustigum fleiri en í könnun Gallups fyrir mánuði. Tæplega 19% vissu ekki hvað þau myndu kjósa nú eða neituðu að svara því- og rúmlega 5% sögðust skila auðu eða ekki kjósa ef kosið væri nú. Úrtakið í könnuninni var 2.200 manns, á aldrinum 18 - 75 ára. Svarhlutfall var tæplega 70%. Þetta er góð niðurstaða og lofar góðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kosningavetri.
Glæsilegar heimasíður
Prófkjörsslagur Sjálfstæðisflokksins í borginni er að hefjast fyrir alvöru og frambjóðendur að kynna sig og persónu sína, nú þegar þrjár vikur er í sjálft prófkjörið. Þeir frambjóðendur sem ekki voru með heimasíðu eru óðum að opna vefsíður sínar núna. Félagar mínir, Ingvi Hrafn Óskarsson og Sigurður Kári Kristjánsson hafa opnað glæsilegar vefsíður, sem ég hvet alla áhugamenn um stjórnmál til að líta á. Einnig hafa alþingismennirnir Guðmundur Hallvarðsson og Ásta Möller opnað veglegar heimasíður. Björn Bjarnason hefur í tæp 8 ár haldið úti vefsíðu og telst hiklaust frumkvöðull í pólitískum skrifum á netinu í hópi íslenskra stjórnmálamanna, og heimasíða hans er nauðsynleg öllum þeim sem áhuga hafa á pólitík, enda Björn með frábæra vikulega pistla. Á næstu dögum opna frambjóðendur í borginni kosningaskrifstofur sínar og kynna skoðanir sínar á vefsíðum sínum. Fleiri frambjóðendur hafa í hyggju að opna vefsíður. Framundan er spennandi slagur hjá sjálfstæðismönnum í borginni, þar sem flokksmenn velja fulltrúa sína á Alþingi næstu árin í athyglisverðu prófkjöri.
Í dag fagnar Morgunblaðið 89 ára afmælisdegi sínum, með því að gjörbreyta útliti forsíðu blaðsins og efnistökum að hluta. Í stað þess að forsíðan sé eingöngu með erlendar fréttir eins og verið hefur frá því í kringum 1970, er nú að finna þar blandað efni og úrval þess besta sem er að gerast. Mér líka þessar breytingar, enda tímanna tákn að á forsíðunni sé að finna blandað efni þess sem hæst ber. Mogginn hefur í gegnum tíðina verið tákn stöðugleika og litlar breytingar orðið á blaðinu, en ég get ekki annað sagt en að þessar breytingar séu vel gerðar og Morgunblaðið eldist vel, nú þegar styttist í níræðisafmæli blaðsins. Á miðopnu er sem fyrr Vettvangsgrein Björns Bjarnasonar alþingismanns og leiðtoga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þar fjallar hann um Norðurlandaráð og hálfrar aldar afmæli þess, en í Helsinki var í vikunni haldið upp á það með pompi og prakt á Norðurlandaráðsþingi. Góð grein hjá Birni og ítarleg. Félagi minn á frelsi.is, Snorri Stefánsson skrifaði í gær grein um Norðurlandaráðsþingið. Þar segir hann að fjórðungur þingmanna hafi farið til Finnlands. Með í för hafi verið nauðsynlegustu embættismenn og aðrir sem ekki mátti missa í ferðum sem þessum. Forsetinn og Dorrit hafi fengið að fljóta með, góð grein hjá Snorra. Hvet alla til að lesa skrif Björns og Snorra um Norðurlandaráð og afmæli þess, frá misjöfnum sjónarhornum þó.
Athyglisverð skoðanakönnun Gallup
Í dag birtist ný skoðanakönnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokkanna. Þar kemur fram einu sinni enn að fylgi stjórnarflokkanna er mjög sterkt og er það sama og kjörfylgið 1999, nú þegar hálft ár er til þingkosninga. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur eru þannig með nánast sama fylgi og í síðustu Alþingiskosningum í könnuninni, og nánast engin breyting hefur átt sér stað frá seinustu mánaðarkönnun Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúmlega 40% ef kosið væri nú, sem er 2 prósentum meira en í síðustu könnun. Samfylkingin tæplega 27%, 2 prósentustigum minna en síðast. Framsóknarflokkurinn rúmlega 18%, 1 prósentustigi meira en síðast. Vinstri hreyfingin - grænt framboð er með rúmlega 13%, 1 prósentustigi minna en síðast. Frjálslyndi flokkurinn virðist vera að hverfa með rúmlega eitt prósent, eins og í síðustu könnun. Samkvæmt þessari könnun styðja 62% ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem er 4 prósentustigum fleiri en í könnun Gallups fyrir mánuði. Tæplega 19% vissu ekki hvað þau myndu kjósa nú eða neituðu að svara því- og rúmlega 5% sögðust skila auðu eða ekki kjósa ef kosið væri nú. Úrtakið í könnuninni var 2.200 manns, á aldrinum 18 - 75 ára. Svarhlutfall var tæplega 70%. Þetta er góð niðurstaða og lofar góðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kosningavetri.
Glæsilegar heimasíður
Prófkjörsslagur Sjálfstæðisflokksins í borginni er að hefjast fyrir alvöru og frambjóðendur að kynna sig og persónu sína, nú þegar þrjár vikur er í sjálft prófkjörið. Þeir frambjóðendur sem ekki voru með heimasíðu eru óðum að opna vefsíður sínar núna. Félagar mínir, Ingvi Hrafn Óskarsson og Sigurður Kári Kristjánsson hafa opnað glæsilegar vefsíður, sem ég hvet alla áhugamenn um stjórnmál til að líta á. Einnig hafa alþingismennirnir Guðmundur Hallvarðsson og Ásta Möller opnað veglegar heimasíður. Björn Bjarnason hefur í tæp 8 ár haldið úti vefsíðu og telst hiklaust frumkvöðull í pólitískum skrifum á netinu í hópi íslenskra stjórnmálamanna, og heimasíða hans er nauðsynleg öllum þeim sem áhuga hafa á pólitík, enda Björn með frábæra vikulega pistla. Á næstu dögum opna frambjóðendur í borginni kosningaskrifstofur sínar og kynna skoðanir sínar á vefsíðum sínum. Fleiri frambjóðendur hafa í hyggju að opna vefsíður. Framundan er spennandi slagur hjá sjálfstæðismönnum í borginni, þar sem flokksmenn velja fulltrúa sína á Alþingi næstu árin í athyglisverðu prófkjöri.
<< Heim