Valdajafnvægi innan R-listans raskast - krafist þess að borgarstjóri víki
Í kjölfar þess að fyrir lá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlaði sér í þingframboð fyrir Samfylkinguna varð ljóst að viðbrögð samherja hennar í R-listanum myndu vekja athygli, enda hún að fara í framboð gegn tveim samstarfsflokkum í borginni. Ekki stóð á viðbrögðum. Í morgun mátti heyra í formanni VG, utanríkis- og landbúnaðarráðherra og ýmsum þingmönnum sem voru mjög harðorðir í garð borgarstjóra og sögðu að hún væri að svíkjast undan merkjum og ganga á bak orða sinna. Í hádeginu boðuðu borgarfulltrúar Framsóknarflokks og VG til blaðamannafundar þar sem sameiginleg yfirlýsing þeirra vegna málsins var kynnt. Það kom skýrt fram að flokkarnir telja að borgarstjóri hafi brugðist trúnaði þeirra og nauðsynlegt væri að stokka upp samstarf R-listaflokkanna vegna þessara tíðinda. Ennfremur kom skýrt fram að borgarstjóri hefði með þessu tilkynnt að hún ætlaði að víkja sem borgarstjóri og var ljóst að flokkarnir kröfðust þess að hún myndi víkja. Þeim þykir eðlilegt að hún víki vegna þessa, enda augljóst að trúnaður í garð hennar er ekki lengur fyrir hendi. Verður athyglisvert að fylgjast með þessu máli næstu dagana og hvert stefna mun fram að jólum. Ljóst er að valdajafnvægið hefur raskast verulega innan bræðingsframboðsins og bæði R-listinn og borgarstjórinn riða til falls og óeiningin vex með hverri stundu. Þetta er eldfimt ástand sem minnir ansi mikið á máltakið um púðurtunnuna sem bíður þess að springa...
Íslendingur um áramótin
Um þessar mundir vinnum við sjálfstæðismenn hér á Akureyri að því að gefa út Íslending um áramótin. Síðast kom hann út sem blað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Frá árinu 2000 hefur Íslendingur komið út á Netinu, og er því vefriti okkar stýrt af Helga Vilberg af miklum myndugleika. Þar birtast skoðanir okkar og pælingar hverju sinni og fréttir af flokksstarfinu. Internetið hefur styrkst mjög seinustu árin og því þessi miðill okkur mikilvægur í aðdraganda þeirra kosninga sem í hönd fara. Jafnframt er mikilvægt að gefa út blað og minna á framboð okkar, skoðanir og stefnumál í aðdraganda þessa bardaga sem er auðvitað hafinn. Hann hófst með því að listi okkar var kynntur í lok nóvember, fyrstur allra í kjördæminu, hinu nýja Norðausturkjördæmi. Ég hlakka til að lesa blaðið, framundan eru spennandi kosningar þar sem við stefnum að því að halda okkar hlut og verja stöðu allra þingmanna okkar. Markmiðið er - fjóra á þing, alveg hiklaust!
Í kjölfar þess að fyrir lá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlaði sér í þingframboð fyrir Samfylkinguna varð ljóst að viðbrögð samherja hennar í R-listanum myndu vekja athygli, enda hún að fara í framboð gegn tveim samstarfsflokkum í borginni. Ekki stóð á viðbrögðum. Í morgun mátti heyra í formanni VG, utanríkis- og landbúnaðarráðherra og ýmsum þingmönnum sem voru mjög harðorðir í garð borgarstjóra og sögðu að hún væri að svíkjast undan merkjum og ganga á bak orða sinna. Í hádeginu boðuðu borgarfulltrúar Framsóknarflokks og VG til blaðamannafundar þar sem sameiginleg yfirlýsing þeirra vegna málsins var kynnt. Það kom skýrt fram að flokkarnir telja að borgarstjóri hafi brugðist trúnaði þeirra og nauðsynlegt væri að stokka upp samstarf R-listaflokkanna vegna þessara tíðinda. Ennfremur kom skýrt fram að borgarstjóri hefði með þessu tilkynnt að hún ætlaði að víkja sem borgarstjóri og var ljóst að flokkarnir kröfðust þess að hún myndi víkja. Þeim þykir eðlilegt að hún víki vegna þessa, enda augljóst að trúnaður í garð hennar er ekki lengur fyrir hendi. Verður athyglisvert að fylgjast með þessu máli næstu dagana og hvert stefna mun fram að jólum. Ljóst er að valdajafnvægið hefur raskast verulega innan bræðingsframboðsins og bæði R-listinn og borgarstjórinn riða til falls og óeiningin vex með hverri stundu. Þetta er eldfimt ástand sem minnir ansi mikið á máltakið um púðurtunnuna sem bíður þess að springa...
Íslendingur um áramótin
Um þessar mundir vinnum við sjálfstæðismenn hér á Akureyri að því að gefa út Íslending um áramótin. Síðast kom hann út sem blað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Frá árinu 2000 hefur Íslendingur komið út á Netinu, og er því vefriti okkar stýrt af Helga Vilberg af miklum myndugleika. Þar birtast skoðanir okkar og pælingar hverju sinni og fréttir af flokksstarfinu. Internetið hefur styrkst mjög seinustu árin og því þessi miðill okkur mikilvægur í aðdraganda þeirra kosninga sem í hönd fara. Jafnframt er mikilvægt að gefa út blað og minna á framboð okkar, skoðanir og stefnumál í aðdraganda þessa bardaga sem er auðvitað hafinn. Hann hófst með því að listi okkar var kynntur í lok nóvember, fyrstur allra í kjördæminu, hinu nýja Norðausturkjördæmi. Ég hlakka til að lesa blaðið, framundan eru spennandi kosningar þar sem við stefnum að því að halda okkar hlut og verja stöðu allra þingmanna okkar. Markmiðið er - fjóra á þing, alveg hiklaust!
<< Heim