Kosningaþefur af ávarpi forsetans
Í gær horfði ég eins og venjulega á ávarp forseta Íslands. þrátt fyrir að ekki fari mikið fyrir virðingu minni á þessum forseta. Að þessu sinni varð forsetanum tíðrætt um mikla fátækt og nefndi mörg dæmi til að sanna mál sitt og var engu líkara en að þarna væri kominn fulltrúi líknarsamtaka eða stjórnmálamaður í stjórnarandstöðu. Ég hélt eins og flestir að forsetinn væri hættur í stjórnmálum og léti öðrum eftir að fara með þessa málaflokka og sinna þeim. Ekki stóð á viðbrögðum; Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og formaður félagsmálanefndar Alþingis mótmælti í gær ummælum forseta og bað um að hann kæmi með tölulegar staðreyndir máli sínu til sönnunar enda hefði hún ekki orðið var við þessa miklu þróun sem forsetinn nefndi, í störfum sínum í félagsmálanefnd þingsins. Mér fannst eins og mörgum að þarna væri forsetinn að blanda sér í komandi kosningabaráttu og þessi ræða væri innlegg í hana, ekki er hægt að taka þessu öðruvísi í hreinskilni sagt. Það er eins og þessi maður ætli aldrei að átta sig á því að hann er ekki þátttakandi í stjórnmálum, enda valdalaus forseti.
Vindhani fer í enn einn hring
Hver var að segja að vindhanar færu ekki í hring við minnsta tilefni. Nú hefur Össur Skarphéðinsson bakkað með fyrri yfirlýsingar um að hann leiddi Samfylkinguna í komandi kosningum og væri forsætisráðherraefni, allavega segir hann nú þrem dögum eftir fyrri yfirlýsingar að mögulegt sé að borgarstjóranum sem sparkað var af valdastóli verði forystumaður flokksins. Hann útilokar semsagt ekkert. Það er með ólíkindum að fylgjast með þessum forystumanni jafnaðarmanna. Það er greinilega ekkert að marka hann, þetta er algjör trúður sem er greinilega í skemmtanabransanum fyrir sinn flokk.
Góðir tónleikar
Horfði í gærkvöldi á tónleika Sálarinnar hans Jóns míns og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Stöð 2. Þeir voru alveg frábærir. Á þessu ári eru fimmtán ár liðin frá því að hljómsveitin var stofnuð og á þeim tíma hefur hver smellurinn komið á fætur öðrum og sveitin markað sér sess sem ein af bestu ballsveitum landsins. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum og nafni minn Hilmarsson er einn af bestu söngvurum landsins. Bendi öllum á frábæra heimasíðu þeirra Sálarmanna.
Í gær horfði ég eins og venjulega á ávarp forseta Íslands. þrátt fyrir að ekki fari mikið fyrir virðingu minni á þessum forseta. Að þessu sinni varð forsetanum tíðrætt um mikla fátækt og nefndi mörg dæmi til að sanna mál sitt og var engu líkara en að þarna væri kominn fulltrúi líknarsamtaka eða stjórnmálamaður í stjórnarandstöðu. Ég hélt eins og flestir að forsetinn væri hættur í stjórnmálum og léti öðrum eftir að fara með þessa málaflokka og sinna þeim. Ekki stóð á viðbrögðum; Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og formaður félagsmálanefndar Alþingis mótmælti í gær ummælum forseta og bað um að hann kæmi með tölulegar staðreyndir máli sínu til sönnunar enda hefði hún ekki orðið var við þessa miklu þróun sem forsetinn nefndi, í störfum sínum í félagsmálanefnd þingsins. Mér fannst eins og mörgum að þarna væri forsetinn að blanda sér í komandi kosningabaráttu og þessi ræða væri innlegg í hana, ekki er hægt að taka þessu öðruvísi í hreinskilni sagt. Það er eins og þessi maður ætli aldrei að átta sig á því að hann er ekki þátttakandi í stjórnmálum, enda valdalaus forseti.
Vindhani fer í enn einn hring
Hver var að segja að vindhanar færu ekki í hring við minnsta tilefni. Nú hefur Össur Skarphéðinsson bakkað með fyrri yfirlýsingar um að hann leiddi Samfylkinguna í komandi kosningum og væri forsætisráðherraefni, allavega segir hann nú þrem dögum eftir fyrri yfirlýsingar að mögulegt sé að borgarstjóranum sem sparkað var af valdastóli verði forystumaður flokksins. Hann útilokar semsagt ekkert. Það er með ólíkindum að fylgjast með þessum forystumanni jafnaðarmanna. Það er greinilega ekkert að marka hann, þetta er algjör trúður sem er greinilega í skemmtanabransanum fyrir sinn flokk.
Góðir tónleikar
Horfði í gærkvöldi á tónleika Sálarinnar hans Jóns míns og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Stöð 2. Þeir voru alveg frábærir. Á þessu ári eru fimmtán ár liðin frá því að hljómsveitin var stofnuð og á þeim tíma hefur hver smellurinn komið á fætur öðrum og sveitin markað sér sess sem ein af bestu ballsveitum landsins. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum og nafni minn Hilmarsson er einn af bestu söngvurum landsins. Bendi öllum á frábæra heimasíðu þeirra Sálarmanna.
<< Heim