Yfirformaður skyggir á formanninn - undarleg ummæli
Það er greinilegt að formanni Samfylkingarinnar hefur verið endanlega ýtt til hliðar, hann er fallinn í skuggann á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa, sem var í sviðsljósinu á flokksstjórnarfundi í Borgarnesi í dag. Enginn fjallaði um ræðu Össurar og ekki nokkur hafði áhuga á að ræða við hann um flokkinn sem hann leiðir að nafninu til, hann er núll og nix í eigin flokk, réttkjörinn formaður! Nýr yfirformaður er kominn í flokkinn án þess að hafa verið kjörin til forystu eða valin af stofnunum innan flokksins, hún er þar án alls umboðs. Hún ávarpaði flokksmenn á fundinum og greinilegt að flokkurinn ætlar að byggja baráttu sína upp sem slag milli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, og Ingibjargar Sólrúnar. Engin málefni eru nefnd sem sérstök kosningamál, enda hefur flokkurinn veika málefnalega stöðu um þessar mundir. Fáir vita fyrir hvað ISG og flokkurinn stendur nema að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Í ræðu sinni sagði yfirformaðurinn að rök mætti færa fyrir því að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækjum landsins væri ein aðal meinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Nefndi hún þar sérstaklega forsætisráðherra. Hún gleymdi hinsvegar algjörlega að minnast á formann síns flokks sem fyrir 11 mánuðum kallaði forsvarsmenn Baugs, eins af stærstu fyrirtækjum landsins, hreinræktaða drullusokka og gangstera í frægum e-mail til fyrirtækisins. Svo virðist vera sem hún hafi haldið að allir væru búnir að gleyma því. Að loknum fundinum spurði fréttamaður Sjónvarps hana nokkurra spurninga og meðal annars hvort Samfylkingin væri eitthvað saklaus af slíkum ummælum, kom hik á yfirformanninn og sagði hún að allt þjóðfélagið væri orðið gegnsýrt af slíkum ummælum. Ekki bað forsætisráðherra, formann Samfylkingarinnar um að skrifa Baugsfeðgum, hann gerði það af fúsum og frjálsum vilja og því ljóst að yfirformaðurinn skýtur föstum skotum að hinum sviplausa formanni flokksins. Ummæli hennar eru því afar bitlaus.
Fróðlegir og góðir þættir
Í kvöld var á dagskrá seinasti þáttur í þáttaröðinni um 20. öldina. Þetta hefur verið fræðandi og einkar athyglisverð heimildarþáttaröð prófessoranna Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Ólafs Þ. Harðarsonar um 20. öldina. Í þessum þáttum er farið ítarlega yfir sögu þjóðarinnar á seinustu öld. Athyglisverðar svipmyndir frá fréttum aldarinnar hefur verið blandað við viðtöl við fólk sem setti sterkan svip á þetta tímabil. Í gær var fjallað um seinasta áratug aldarinnar, 1991-2000, og þátturinn alveg sérstaklega umfangsmikill og fræðandi, skemmtileg úttekt á þessu tímabili. Sérstaka athygli mína á þessari þáttaröð hefur vakið margt fróðlegt efni sem ekki hefur verið sýnt frá lengi, t.d. gömul viðtöl og fréttasvipmyndir. Mér hefur alltaf líkað íslenskt fræðandi efni og fagna því að þessir þættir hafi verið sýndir, það er alltaf gaman að kynnast betur sögu þjóðarinnar. Mætti sýna meira af svona góðu íslensku efni.
Það er greinilegt að formanni Samfylkingarinnar hefur verið endanlega ýtt til hliðar, hann er fallinn í skuggann á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa, sem var í sviðsljósinu á flokksstjórnarfundi í Borgarnesi í dag. Enginn fjallaði um ræðu Össurar og ekki nokkur hafði áhuga á að ræða við hann um flokkinn sem hann leiðir að nafninu til, hann er núll og nix í eigin flokk, réttkjörinn formaður! Nýr yfirformaður er kominn í flokkinn án þess að hafa verið kjörin til forystu eða valin af stofnunum innan flokksins, hún er þar án alls umboðs. Hún ávarpaði flokksmenn á fundinum og greinilegt að flokkurinn ætlar að byggja baráttu sína upp sem slag milli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, og Ingibjargar Sólrúnar. Engin málefni eru nefnd sem sérstök kosningamál, enda hefur flokkurinn veika málefnalega stöðu um þessar mundir. Fáir vita fyrir hvað ISG og flokkurinn stendur nema að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Í ræðu sinni sagði yfirformaðurinn að rök mætti færa fyrir því að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækjum landsins væri ein aðal meinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Nefndi hún þar sérstaklega forsætisráðherra. Hún gleymdi hinsvegar algjörlega að minnast á formann síns flokks sem fyrir 11 mánuðum kallaði forsvarsmenn Baugs, eins af stærstu fyrirtækjum landsins, hreinræktaða drullusokka og gangstera í frægum e-mail til fyrirtækisins. Svo virðist vera sem hún hafi haldið að allir væru búnir að gleyma því. Að loknum fundinum spurði fréttamaður Sjónvarps hana nokkurra spurninga og meðal annars hvort Samfylkingin væri eitthvað saklaus af slíkum ummælum, kom hik á yfirformanninn og sagði hún að allt þjóðfélagið væri orðið gegnsýrt af slíkum ummælum. Ekki bað forsætisráðherra, formann Samfylkingarinnar um að skrifa Baugsfeðgum, hann gerði það af fúsum og frjálsum vilja og því ljóst að yfirformaðurinn skýtur föstum skotum að hinum sviplausa formanni flokksins. Ummæli hennar eru því afar bitlaus.
Fróðlegir og góðir þættir
Í kvöld var á dagskrá seinasti þáttur í þáttaröðinni um 20. öldina. Þetta hefur verið fræðandi og einkar athyglisverð heimildarþáttaröð prófessoranna Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Ólafs Þ. Harðarsonar um 20. öldina. Í þessum þáttum er farið ítarlega yfir sögu þjóðarinnar á seinustu öld. Athyglisverðar svipmyndir frá fréttum aldarinnar hefur verið blandað við viðtöl við fólk sem setti sterkan svip á þetta tímabil. Í gær var fjallað um seinasta áratug aldarinnar, 1991-2000, og þátturinn alveg sérstaklega umfangsmikill og fræðandi, skemmtileg úttekt á þessu tímabili. Sérstaka athygli mína á þessari þáttaröð hefur vakið margt fróðlegt efni sem ekki hefur verið sýnt frá lengi, t.d. gömul viðtöl og fréttasvipmyndir. Mér hefur alltaf líkað íslenskt fræðandi efni og fagna því að þessir þættir hafi verið sýndir, það er alltaf gaman að kynnast betur sögu þjóðarinnar. Mætti sýna meira af svona góðu íslensku efni.
<< Heim