Athyglisverð könnun Gallups - SF nær hápunkti
Nýjasta skoðanakönnunin frá Gallup er mjög athyglisverð og staðfestir að mikil hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokkanna og Samfylkingin að taka mikið fylgi af VG. Þarna eru að myndast tvær stórar blokkir meðan aðrir flokkar eru að verða smáflokkar. Ef þetta yrðu úrslit kosninga yrði löng stjórnarkreppa sem myndi ljúka með stjórnarmyndun flokkanna tveggja sem mest fylgi hafa, sé ekkert annað raunhæft í stöðunni enda flokkarnir tveir (minni) í sárum í þessari stöðu og ekki til stórræðanna í stjórnarmyndun. Samfylkingin hefur verið ein í sviðsljósinu seinustu vikurnar, en nú má búast við að flokkarnir tveir ráðist harkalega að fyrrverandi borgarstjóra, enda hún þeirra helsti andstæðingur í komandi kosningum. Fram kom í fréttum í dag að forspárgildi kannana er ekkert og því aðeins um stöðumat að ræða. Það er mitt mat að þessi könnun þjappi andstæðingum Samfylkingarinnar saman gegn henni.
Spennandi en jafnframt óvægin barátta framundan
Það er ekki hægt að neita því að komandi kosningabarátta verður meira spennandi og óvægnari en jafnvel var áður talið. Í könnunum kemur skýrt fram að Samfylkingin er að ganga frá samstarfsflokkum í borgarstjórn og þeir eru að fóta sig nú eftir að borgarfulltrúinn sveik gefin loforð. Þessi skoðanakönnun er athyglisverð mæling á stöðunni núna og segir tvennt. Í fyrsta lagi að fylgi VG er í miklu lágmarki og það fylgi sem þeir missa fer yfir til Samfylkingarinnar. Spurningin er; fer það aftur til baka eða verður þetta útkoma þeirra. Ef svo er blasir við að smáflokkarnir munu báðir eiga í mikilli tilvistarkreppu á komandi árum og ekki líklegt að þeir verði aðilar að ríkisstjórn með þetta fylgi. Ég tel útilokað að þessir flokkar mælist svona lágt í kosningum. Í öðru lagi að það er mikið lausafylgi á landsbyggðinni og um það verður barist, það gæti ráðið úrslitum í þessum kosningum hvert það fer. Við blasir semsagt að Samfylkingin er að bæta við sig fylgi á kostnað tveggja flokka, samstarfsflokka í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli eftir 12 ára stjórnarforystu. Ég minni á að Samfylkingin hefur náð hámarki og því spurningin hvenær fylgið leitar til baka í flokkana tvo. Ef það gerist ekki blasir við endalok þessara tveggja flokka. Íslenskir kjósendur eru vanafastir eins og fram kemur í lokaverkefni Einars Arnar Jónssonar og Birnu Óskar Hansdóttur í stjórnmálafræði HÍ. Framsókn er alltaf vanmetin og VG eflaust líka miðað við þessar tölur. Hvaðan munu þessir flokkar taka fylgi sitt á ný. Ekki frá Sjálfstæðisflokknum, svo mikið er víst.
Nýjasta skoðanakönnunin frá Gallup er mjög athyglisverð og staðfestir að mikil hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokkanna og Samfylkingin að taka mikið fylgi af VG. Þarna eru að myndast tvær stórar blokkir meðan aðrir flokkar eru að verða smáflokkar. Ef þetta yrðu úrslit kosninga yrði löng stjórnarkreppa sem myndi ljúka með stjórnarmyndun flokkanna tveggja sem mest fylgi hafa, sé ekkert annað raunhæft í stöðunni enda flokkarnir tveir (minni) í sárum í þessari stöðu og ekki til stórræðanna í stjórnarmyndun. Samfylkingin hefur verið ein í sviðsljósinu seinustu vikurnar, en nú má búast við að flokkarnir tveir ráðist harkalega að fyrrverandi borgarstjóra, enda hún þeirra helsti andstæðingur í komandi kosningum. Fram kom í fréttum í dag að forspárgildi kannana er ekkert og því aðeins um stöðumat að ræða. Það er mitt mat að þessi könnun þjappi andstæðingum Samfylkingarinnar saman gegn henni.
Spennandi en jafnframt óvægin barátta framundan
Það er ekki hægt að neita því að komandi kosningabarátta verður meira spennandi og óvægnari en jafnvel var áður talið. Í könnunum kemur skýrt fram að Samfylkingin er að ganga frá samstarfsflokkum í borgarstjórn og þeir eru að fóta sig nú eftir að borgarfulltrúinn sveik gefin loforð. Þessi skoðanakönnun er athyglisverð mæling á stöðunni núna og segir tvennt. Í fyrsta lagi að fylgi VG er í miklu lágmarki og það fylgi sem þeir missa fer yfir til Samfylkingarinnar. Spurningin er; fer það aftur til baka eða verður þetta útkoma þeirra. Ef svo er blasir við að smáflokkarnir munu báðir eiga í mikilli tilvistarkreppu á komandi árum og ekki líklegt að þeir verði aðilar að ríkisstjórn með þetta fylgi. Ég tel útilokað að þessir flokkar mælist svona lágt í kosningum. Í öðru lagi að það er mikið lausafylgi á landsbyggðinni og um það verður barist, það gæti ráðið úrslitum í þessum kosningum hvert það fer. Við blasir semsagt að Samfylkingin er að bæta við sig fylgi á kostnað tveggja flokka, samstarfsflokka í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli eftir 12 ára stjórnarforystu. Ég minni á að Samfylkingin hefur náð hámarki og því spurningin hvenær fylgið leitar til baka í flokkana tvo. Ef það gerist ekki blasir við endalok þessara tveggja flokka. Íslenskir kjósendur eru vanafastir eins og fram kemur í lokaverkefni Einars Arnar Jónssonar og Birnu Óskar Hansdóttur í stjórnmálafræði HÍ. Framsókn er alltaf vanmetin og VG eflaust líka miðað við þessar tölur. Hvaðan munu þessir flokkar taka fylgi sitt á ný. Ekki frá Sjálfstæðisflokknum, svo mikið er víst.
<< Heim