Landsfundur í næstu viku
Í næstu viku, dagana 27. - 30. mars nk, verður haldinn í Laugardalshöll, 35. landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Nú liggur formlega fyrir dagskrá fundarins. Að sjálfsögðu verður haldið á landsfund og fer ég suður á fimmtudag með hádegisvélinni. Framundan er skemmtilegur landsfundur og verður gaman að hitta pólitíska samherja af öllu landinu í Höllinni.
Ógnarstjórn Saddams að líða undir lok
Ógnarstjórn Saddams Hussein sem setið hefur að völdum frá árinu 1979, eða í 24 ár, er nú að líða undir lok. Það blasir við öllum að einræðisherra Íraks mun ekki halda velli mikið lengur eftir atburði seinustu daga. Hans valdaferli lýkur senn. Honum voru gefnir 48 klukkustundir til að forða þjóð sinni frá átökum og víkja af valdastóli. Hann hafnaði því og tekur nú afleiðingunum. Ein mikilvægasta spurning alþjóðlegra öryggismála var lengi vel hvort nauðsynlegt væri að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írak. Eftir 12 ára svikin loforð hlaut að koma að þessu. Hann hefði auðveldlega getað forðast þetta með því að vinna með SÞ og heimila vopnaeftirlit frekar en að verða sprengdur úr embætti. Það gekk ekki lengur að Saddam myndi drepa málum á dreif eða hafa alþjóðasamfélagið að fífli með öðrum hætti. Hann hefði með því að heimila vopnaeftirlitsmönnum að starfa fullkomlega óhindrað getað haldið völdum. Það var að lokum undir honum sjálfum komið hvort nauðsynlegt væri að ráðast á hann til þess að afvopna hann. Saddam Hussein er einhver mesti óþokki sem í dag situr á valdastóli. Árið 1989 lét hann drepa 8000 Kúrda með "endurbættri" útgáfu af hinu sögufræga Zyklon-B gasi. Umfangsmiklar pyntingar hafa verið stundaðar á fólki "með rangar skoðanir" í landinu. Á ríkisstjórnarfundi hefur hann tekið upp á því að draga upp byssu og skjóta einn ráðherranna banaskoti til þess að leggja áherslu á mál sitt! Dæmi eru um að þeim sem hefur tekist að flýja landið hafi síðar frétt af og fengið í hendur myndbandsupptökur af limlestingum og nauðgunum á konum þeirra og dætrum. Skilaboðin að sjálfsögðu þau að komist einhver undan sé hann um leið að dæma fjölskyldu sína til þjáninga og dauða. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um voðaverk Saddams, svo ekki sé minnst á tvær innrásir í nágrannaríkin, Íran og Kuwait. Vísindamenn sem sloppið hafa undan ógnarstjórninni hafa vitnað um ákafan ásetning Saddams Hussein um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hann hefur notað hagnað af olíusölu, sem honum er skylt að nota í lyf og mat handa sveltandi fólkinu, til að reisa hallir og fjármagna ólögmætar hernaðaráætlanir sínar. Svona mætti auðvitað lengi áfram telja. Saddam Hussein hefur haft alþjóðasáttmála að engu og svikið gefin loforð. Það gleymdist oft í umræðunni um árás Bandaríkjanna á Írak, að Persaflóastríðinu lauk ekki með friðarsamningi, heldur vopnahléi. Við vopnahléið gekkst Saddam undir skilmála sem hann hefur undantekningalítið svikið. Það var ljóst orðið að hann hefði aldrei farið sjálfviljugur frá völdum og litlar líkur á að almenningur í Írak hefði getað steypt herstjórn hans af stóli. En nú er þessi ógnarstjórn loksins að líða undir lok. Heimildir: Frelsisgrein félaga míns, Hafsteins Þórs Haukssonar varaformanns SUS - des. 2002
Skrifað undir samninga vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
Í vikunni undirrituðu Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, samning um uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri. Athöfnin fór fram í flugstöðinni á Akureyrarvelli en með því var lögð áhersla á gildi Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands fyrir alla þá sem eru á faraldsfæti og vilja njóta þess besta sem höfuðborg hins bjarta norðurs hefur upp á að bjóða. Bæjarstjóri lýsti mikilli ánægju með saminginn, þakkaði öllum þeim sem komu að undirbúningsvinnu og ítrekaði að samningurinn hefði mjög mikla þýðingu fyrir ferðamennsku á Norðurlandi öllu. Ráðherra og bæjarstjóri undirrituðu samninginn í stólum úr Fjarkanum, nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli. Gildistími samningsins er til ársloka 2008 og er tilgangur hans að styðja við uppbyggingu mannvirkja á vegum Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í því skyni að efla iðkun vetraríþrótta fyrir almenning og íþróttafólk. Menntamálaráðuneytið og Akureyrarbær standa sameiginlega straum af uppbyggingunni og nemur framlag ríkissjóðs 180 milljónum króna sem greiðist á næstu sex árum. Meðal verkefna sem ráðist verður í á næstu árum er uppsetning nýrrar lyftu í Strýtu og nýrrar togbrautar í Hjallabraut sem og nýrrar barnalyftu. Þá verður flóðlýsing aukin, aðbúnaður fyrir vetraríþróttir fatlaðra bættur, svo og aðstaða fyrir brettafólk og vélsleðamenn. Einnig verður aðstaða til vetraríþrótta í Kjarnaskógi bætt og tækjakostur í skautahöllinni aukinn. Þetta er mjög ánægjulegt skref sem stigið er með undirritun samninganna og styrkir stöðu bæjarins sem fremsti vetraríþróttabær landsins.
Í næstu viku, dagana 27. - 30. mars nk, verður haldinn í Laugardalshöll, 35. landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Nú liggur formlega fyrir dagskrá fundarins. Að sjálfsögðu verður haldið á landsfund og fer ég suður á fimmtudag með hádegisvélinni. Framundan er skemmtilegur landsfundur og verður gaman að hitta pólitíska samherja af öllu landinu í Höllinni.
Ógnarstjórn Saddams að líða undir lok
Ógnarstjórn Saddams Hussein sem setið hefur að völdum frá árinu 1979, eða í 24 ár, er nú að líða undir lok. Það blasir við öllum að einræðisherra Íraks mun ekki halda velli mikið lengur eftir atburði seinustu daga. Hans valdaferli lýkur senn. Honum voru gefnir 48 klukkustundir til að forða þjóð sinni frá átökum og víkja af valdastóli. Hann hafnaði því og tekur nú afleiðingunum. Ein mikilvægasta spurning alþjóðlegra öryggismála var lengi vel hvort nauðsynlegt væri að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írak. Eftir 12 ára svikin loforð hlaut að koma að þessu. Hann hefði auðveldlega getað forðast þetta með því að vinna með SÞ og heimila vopnaeftirlit frekar en að verða sprengdur úr embætti. Það gekk ekki lengur að Saddam myndi drepa málum á dreif eða hafa alþjóðasamfélagið að fífli með öðrum hætti. Hann hefði með því að heimila vopnaeftirlitsmönnum að starfa fullkomlega óhindrað getað haldið völdum. Það var að lokum undir honum sjálfum komið hvort nauðsynlegt væri að ráðast á hann til þess að afvopna hann. Saddam Hussein er einhver mesti óþokki sem í dag situr á valdastóli. Árið 1989 lét hann drepa 8000 Kúrda með "endurbættri" útgáfu af hinu sögufræga Zyklon-B gasi. Umfangsmiklar pyntingar hafa verið stundaðar á fólki "með rangar skoðanir" í landinu. Á ríkisstjórnarfundi hefur hann tekið upp á því að draga upp byssu og skjóta einn ráðherranna banaskoti til þess að leggja áherslu á mál sitt! Dæmi eru um að þeim sem hefur tekist að flýja landið hafi síðar frétt af og fengið í hendur myndbandsupptökur af limlestingum og nauðgunum á konum þeirra og dætrum. Skilaboðin að sjálfsögðu þau að komist einhver undan sé hann um leið að dæma fjölskyldu sína til þjáninga og dauða. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um voðaverk Saddams, svo ekki sé minnst á tvær innrásir í nágrannaríkin, Íran og Kuwait. Vísindamenn sem sloppið hafa undan ógnarstjórninni hafa vitnað um ákafan ásetning Saddams Hussein um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hann hefur notað hagnað af olíusölu, sem honum er skylt að nota í lyf og mat handa sveltandi fólkinu, til að reisa hallir og fjármagna ólögmætar hernaðaráætlanir sínar. Svona mætti auðvitað lengi áfram telja. Saddam Hussein hefur haft alþjóðasáttmála að engu og svikið gefin loforð. Það gleymdist oft í umræðunni um árás Bandaríkjanna á Írak, að Persaflóastríðinu lauk ekki með friðarsamningi, heldur vopnahléi. Við vopnahléið gekkst Saddam undir skilmála sem hann hefur undantekningalítið svikið. Það var ljóst orðið að hann hefði aldrei farið sjálfviljugur frá völdum og litlar líkur á að almenningur í Írak hefði getað steypt herstjórn hans af stóli. En nú er þessi ógnarstjórn loksins að líða undir lok. Heimildir: Frelsisgrein félaga míns, Hafsteins Þórs Haukssonar varaformanns SUS - des. 2002
Skrifað undir samninga vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
Í vikunni undirrituðu Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, samning um uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri. Athöfnin fór fram í flugstöðinni á Akureyrarvelli en með því var lögð áhersla á gildi Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands fyrir alla þá sem eru á faraldsfæti og vilja njóta þess besta sem höfuðborg hins bjarta norðurs hefur upp á að bjóða. Bæjarstjóri lýsti mikilli ánægju með saminginn, þakkaði öllum þeim sem komu að undirbúningsvinnu og ítrekaði að samningurinn hefði mjög mikla þýðingu fyrir ferðamennsku á Norðurlandi öllu. Ráðherra og bæjarstjóri undirrituðu samninginn í stólum úr Fjarkanum, nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli. Gildistími samningsins er til ársloka 2008 og er tilgangur hans að styðja við uppbyggingu mannvirkja á vegum Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í því skyni að efla iðkun vetraríþrótta fyrir almenning og íþróttafólk. Menntamálaráðuneytið og Akureyrarbær standa sameiginlega straum af uppbyggingunni og nemur framlag ríkissjóðs 180 milljónum króna sem greiðist á næstu sex árum. Meðal verkefna sem ráðist verður í á næstu árum er uppsetning nýrrar lyftu í Strýtu og nýrrar togbrautar í Hjallabraut sem og nýrrar barnalyftu. Þá verður flóðlýsing aukin, aðbúnaður fyrir vetraríþróttir fatlaðra bættur, svo og aðstaða fyrir brettafólk og vélsleðamenn. Einnig verður aðstaða til vetraríþrótta í Kjarnaskógi bætt og tækjakostur í skautahöllinni aukinn. Þetta er mjög ánægjulegt skref sem stigið er með undirritun samninganna og styrkir stöðu bæjarins sem fremsti vetraríþróttabær landsins.
<< Heim