Beint flug til Danmerkur hafið
Í gær hófst áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Það var vissulega söguleg stund á Akureyrarflugvelli, þegar vél Grændlandsflugs lenti. Þar með hafði sá draumur ræst, að áætlunarflug yrði hafið til Evrópu. Vafalaust munu margir nýta sér það, enda verða menn að hafa það í huga, að framhaldið er undir því komið, að flugið standi undir sér. Skilyrði til að taka á móti erlendum ferðamönnum eru mjög góð hér fyrir norðan og á Norðausturlandi öllu. Á þessu landssvæði norðan Vatnajökuls eru margar skærustu perlurnar í íslenskri náttúru, enda hefur hringurinn um Mývatnssveit niður með Jökulsá hjá Dettifossi og Hljóðaklettum og þaðan í Ásbyrgi til Húsavíkur verið kallaður Demantshringurinn. Ferðaþjónustan er nú að skýrgreina aðra góða kosti, sem ferðamönnum bjóðast hér um Norður- og Austurland. Það er þýðingarmikið, að innviðir ferðaþjónustunnar hér á þessu svæði verði treystir, enda gefur það Geysis- og Gullfosshringnum ekkert eftir. Mikilvægt er að til komi nauðsynlegar vegabætur og stuðningur við að koma upp golfvöllum og bláu lóni og öðru því, sem ferðaþjónustan þarfnast til afþreyingar fyrir ferðamenn. Einstaklingar á þessu svæði hafa sýnt mikið frumkvæði og hugvit, sem þegar er farið að bera árangur. Ekki verður nógsamlega undirstrikað, hversu mikið fyrirtæki í ferðaþjónustu hér við Eyjafjörð og á Norðurlandi eiga undir því, að áætlunarflug Grænlandsflugs megi vel takast. Við höfum löngum átt góð samskipti við Grænlendinga hér á Akureyri. Nú er brýnt að þessu frumkvæði og framtaki verði fylgt eftir með því að allar hömlur á flugsamgöngum milli Grænlands og Íslands verði felldar niður. Það yrði báðum þjóðunum til hagsbóta og myndi efla samskipti og ferðaþjónustu í löndunum báðum til mikilla muna.
Samherji 20 ár í Eyjafirði
Í gær, 28. apríl, voru liðin 20 ár frá því frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson keyptu meirihluta í útgerðarfyrirtækinu Samherja og fluttu það til Akureyrar. Það var stofnað í Grindavík árið 1972. Samherji hf. átti í upphafi einn ísfisktogara, Guðstein GK sem þeir frændur sigldu með til nýrrar heimahafnar. Togarinn lagðist að bryggju á Akureyri 1. maí 1983 og hlaut nafnið Akureyrin EA. Í kjölfarið var skipinu breytt mikið og það útbúið til flakafrystingar. Skipið leit í upphafi illa út, var bæði ryðgað og skítugt, þó búið væri að færa það nokkuð til betri vegar. Mörgum leist ekki vel á uppátækið hjá þeim frændum en fleiri höfðu fulla trú á þeim og sýndu þeim stuðning. Þeir voru fullir bjartsýni og fannst verkefnið í senn ögrandi og spennandi. Fyrirtækið hefur á þessum tuttugu árum vaxið og dafnað á ævintýralegan hátt. Ólíklegt er að þessir ungu og athafnasömu menn hafi þá gert sér í hugarlund þá fjölþættu starfsemi sem stórfyrirtækið Samherji stendur fyrir í dag. Þeir voru brautryðjendur í sjófrystingu, og hösluðu sér völl á því sviði með þvílíkum krafti, að umsvif Samherja skipta nú verulegu máli í útflutningstekjum okkar Íslendinga og eru snar þáttur í atvinnulífinu, einkum við Eyjafjörð, á Austurlandi og í Grindavík. Rekstrartekjur Samherja sl. ár voru rúmir 13 milljarðar kr. og hlutfall útflutnings af veltu var um 95%. Starfsmenn Samherja og dótturfyrirtækja þess eru um 800. Óska eigendum og starfsfólki fyrirtækisins til hamingju með afmælið.
Í gær hófst áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Það var vissulega söguleg stund á Akureyrarflugvelli, þegar vél Grændlandsflugs lenti. Þar með hafði sá draumur ræst, að áætlunarflug yrði hafið til Evrópu. Vafalaust munu margir nýta sér það, enda verða menn að hafa það í huga, að framhaldið er undir því komið, að flugið standi undir sér. Skilyrði til að taka á móti erlendum ferðamönnum eru mjög góð hér fyrir norðan og á Norðausturlandi öllu. Á þessu landssvæði norðan Vatnajökuls eru margar skærustu perlurnar í íslenskri náttúru, enda hefur hringurinn um Mývatnssveit niður með Jökulsá hjá Dettifossi og Hljóðaklettum og þaðan í Ásbyrgi til Húsavíkur verið kallaður Demantshringurinn. Ferðaþjónustan er nú að skýrgreina aðra góða kosti, sem ferðamönnum bjóðast hér um Norður- og Austurland. Það er þýðingarmikið, að innviðir ferðaþjónustunnar hér á þessu svæði verði treystir, enda gefur það Geysis- og Gullfosshringnum ekkert eftir. Mikilvægt er að til komi nauðsynlegar vegabætur og stuðningur við að koma upp golfvöllum og bláu lóni og öðru því, sem ferðaþjónustan þarfnast til afþreyingar fyrir ferðamenn. Einstaklingar á þessu svæði hafa sýnt mikið frumkvæði og hugvit, sem þegar er farið að bera árangur. Ekki verður nógsamlega undirstrikað, hversu mikið fyrirtæki í ferðaþjónustu hér við Eyjafjörð og á Norðurlandi eiga undir því, að áætlunarflug Grænlandsflugs megi vel takast. Við höfum löngum átt góð samskipti við Grænlendinga hér á Akureyri. Nú er brýnt að þessu frumkvæði og framtaki verði fylgt eftir með því að allar hömlur á flugsamgöngum milli Grænlands og Íslands verði felldar niður. Það yrði báðum þjóðunum til hagsbóta og myndi efla samskipti og ferðaþjónustu í löndunum báðum til mikilla muna.
Samherji 20 ár í Eyjafirði
Í gær, 28. apríl, voru liðin 20 ár frá því frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson keyptu meirihluta í útgerðarfyrirtækinu Samherja og fluttu það til Akureyrar. Það var stofnað í Grindavík árið 1972. Samherji hf. átti í upphafi einn ísfisktogara, Guðstein GK sem þeir frændur sigldu með til nýrrar heimahafnar. Togarinn lagðist að bryggju á Akureyri 1. maí 1983 og hlaut nafnið Akureyrin EA. Í kjölfarið var skipinu breytt mikið og það útbúið til flakafrystingar. Skipið leit í upphafi illa út, var bæði ryðgað og skítugt, þó búið væri að færa það nokkuð til betri vegar. Mörgum leist ekki vel á uppátækið hjá þeim frændum en fleiri höfðu fulla trú á þeim og sýndu þeim stuðning. Þeir voru fullir bjartsýni og fannst verkefnið í senn ögrandi og spennandi. Fyrirtækið hefur á þessum tuttugu árum vaxið og dafnað á ævintýralegan hátt. Ólíklegt er að þessir ungu og athafnasömu menn hafi þá gert sér í hugarlund þá fjölþættu starfsemi sem stórfyrirtækið Samherji stendur fyrir í dag. Þeir voru brautryðjendur í sjófrystingu, og hösluðu sér völl á því sviði með þvílíkum krafti, að umsvif Samherja skipta nú verulegu máli í útflutningstekjum okkar Íslendinga og eru snar þáttur í atvinnulífinu, einkum við Eyjafjörð, á Austurlandi og í Grindavík. Rekstrartekjur Samherja sl. ár voru rúmir 13 milljarðar kr. og hlutfall útflutnings af veltu var um 95%. Starfsmenn Samherja og dótturfyrirtækja þess eru um 800. Óska eigendum og starfsfólki fyrirtækisins til hamingju með afmælið.
<< Heim