Góðir fundir með Davíð og Geir - spennandi kosningabarátta - kosningavefur opnar
Í gær komu Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, til Akureyrar og héldu fundi og heimsóttu vinnustaði og stofnanir í höfuðstað Norðurlands. Kl. 15:00 var fundur forsætisráðherra með ungu fólki á Kaffi Akureyri. Þar var hann með stutta framsögu og á eftir svaraði hann spurningum. Hann var spurður ítarlegra spurninga af ungum kjósendum og svaraði þeim greiðlega. Var fundurinn mjög skemmtilegur og fundargestir ánægðir með hann. Margir sátu fundinn miðað við tímasetninguna og salurinn þéttsetinn. Seinnipartinn fór fólk í sjálfstæðisfélögunum á Akureyri á Greifann og fengu sér kvöldverð með formanni og varaformanni flokksins áður en haldið var í Sjallann á stjórnmálafundinn. Var gaman að ræða málin yfir borðum og voru stjórnmál aðalumræðuefnið. Mikið fjölmenni var samankomið í Sjallanum og góð stemmning á fundinum. Hélt Davíð ítarlega ræðu og fór yfir málin í kosningabaráttunni sem senn nær hámarki og ræddi t.d. um stöðu þjóðarbúsins, sjávarútvegsmál og skattamál. Að ræðu hans lokinni flutti fjármálaráðherra góða ræðu. Að þeim loknum sátu Davíð og Geir fyrir svörum ásamt Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra og Arnbjörgu Sveinsdóttur alþingismanni sem skipa 2. og 3. sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. Komu margar fyrirspurnir fram á fundinum, þ.á.m. bar ég fram tvær, um samræmd stúdentspróf og skattamál. Fundirnir tókust báðir vel upp og dagurinn skemmtilegur. Kosningavefur flokksins opnaði í gær og þar er að finna stefnu flokksins í kosningunum og upplýsingar um flokkinn og frambjóðendur hans. Við erum komin á fullt í okkar baráttu og stefnum við að því að áfram verði stöðugleiki og barist fyrir hag almennings. Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú stefna sem kemur kjósendum best á næstu árum. Áfram Ísland - blátt áfram
Ingibjörg Sólrún hikstar á vinstri stjórn
Alltaf er Jón í Grófinni flottur á Íslendingi og skrifar nú um umræður forystumanna flokkanna á sunnudag. Orðrétt segir hann: "Í sjónvarpsumræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sunnudag var m.a. talað um nýja Gallup-könnun, en samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 22 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 8, en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Eðlilega viku þeir að því bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson að samkvæmt þessari könnun væri eðlilegt að vinstri stjórn tæki við og tók Steingrímur J. Sigfússon undir það og var mjög afdráttarlaus í þeim efnum. Hins vegar stóð á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og þó hefur Össur Skarphéðinsson skýrt frá því, að hana hafa einmitt dreymt um það að fá að leiða vinstri stjórn. Það er í samræmi við þau orð hennar, að hún sé ekki að bjóða sig fram til að framlengja daga Davíðs Oddssonar í stjórnarráðinu. Menn hafa spurt, hvernig standi á þessari tregðu. Það skyldi þó ekki vera, að hún hafi á ferðum sínum um landið fundið, að fólk treystir ekki vinstri stjórn. Efnahagsástandið er gott. Um það ber öllum tölum saman. Lífskjör hafa batnað og mest þeirra lægst launuðu. Atvinnuleysi hefur minnkað. Hvergi er meira varið til heilbrigðismála og hér og framlög til menningar- og skólamála hafa verið að hækka verulega á sama tíma og dregið hefur úr þeim hjá ýmsum grannþjóðum okkar. Á öllum þessum málasviðum berum við okkur einungis saman við þær þjóðir, sem best standa sig í veröldinni og höfum verið að færa okkur ofar í samanburðinum. Það er því eðlilegt að fólk hiki við, áður en það býður vinstri stjórn velkomna. Andstæðurnar í sjónvarpþættinum voru skýrar. Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson náðu vel saman og settu mál sitt skýrt fram, þannig að enginn þarf að vera í vafa um, hvað þeir vilja og hvert þeir stefna. Kjarninn í málflutningi þeirra var sá, að þeir vilja halda áfram að byggja upp traust atvinnulíf og láta þjóðina fá sinn skerf af auknum þjóðartekjum. Hins vegar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðjón A. Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon. Ekki var mikill samhljómur í því, sem þau boðuðu nema helst það, að þau voru hrædd við lækka skattana. Heilsteypta atvinnustefnu var þar hvergi að finna."
Í gær komu Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, til Akureyrar og héldu fundi og heimsóttu vinnustaði og stofnanir í höfuðstað Norðurlands. Kl. 15:00 var fundur forsætisráðherra með ungu fólki á Kaffi Akureyri. Þar var hann með stutta framsögu og á eftir svaraði hann spurningum. Hann var spurður ítarlegra spurninga af ungum kjósendum og svaraði þeim greiðlega. Var fundurinn mjög skemmtilegur og fundargestir ánægðir með hann. Margir sátu fundinn miðað við tímasetninguna og salurinn þéttsetinn. Seinnipartinn fór fólk í sjálfstæðisfélögunum á Akureyri á Greifann og fengu sér kvöldverð með formanni og varaformanni flokksins áður en haldið var í Sjallann á stjórnmálafundinn. Var gaman að ræða málin yfir borðum og voru stjórnmál aðalumræðuefnið. Mikið fjölmenni var samankomið í Sjallanum og góð stemmning á fundinum. Hélt Davíð ítarlega ræðu og fór yfir málin í kosningabaráttunni sem senn nær hámarki og ræddi t.d. um stöðu þjóðarbúsins, sjávarútvegsmál og skattamál. Að ræðu hans lokinni flutti fjármálaráðherra góða ræðu. Að þeim loknum sátu Davíð og Geir fyrir svörum ásamt Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra og Arnbjörgu Sveinsdóttur alþingismanni sem skipa 2. og 3. sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. Komu margar fyrirspurnir fram á fundinum, þ.á.m. bar ég fram tvær, um samræmd stúdentspróf og skattamál. Fundirnir tókust báðir vel upp og dagurinn skemmtilegur. Kosningavefur flokksins opnaði í gær og þar er að finna stefnu flokksins í kosningunum og upplýsingar um flokkinn og frambjóðendur hans. Við erum komin á fullt í okkar baráttu og stefnum við að því að áfram verði stöðugleiki og barist fyrir hag almennings. Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú stefna sem kemur kjósendum best á næstu árum. Áfram Ísland - blátt áfram
Ingibjörg Sólrún hikstar á vinstri stjórn
Alltaf er Jón í Grófinni flottur á Íslendingi og skrifar nú um umræður forystumanna flokkanna á sunnudag. Orðrétt segir hann: "Í sjónvarpsumræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sunnudag var m.a. talað um nýja Gallup-könnun, en samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 22 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 8, en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Eðlilega viku þeir að því bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson að samkvæmt þessari könnun væri eðlilegt að vinstri stjórn tæki við og tók Steingrímur J. Sigfússon undir það og var mjög afdráttarlaus í þeim efnum. Hins vegar stóð á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og þó hefur Össur Skarphéðinsson skýrt frá því, að hana hafa einmitt dreymt um það að fá að leiða vinstri stjórn. Það er í samræmi við þau orð hennar, að hún sé ekki að bjóða sig fram til að framlengja daga Davíðs Oddssonar í stjórnarráðinu. Menn hafa spurt, hvernig standi á þessari tregðu. Það skyldi þó ekki vera, að hún hafi á ferðum sínum um landið fundið, að fólk treystir ekki vinstri stjórn. Efnahagsástandið er gott. Um það ber öllum tölum saman. Lífskjör hafa batnað og mest þeirra lægst launuðu. Atvinnuleysi hefur minnkað. Hvergi er meira varið til heilbrigðismála og hér og framlög til menningar- og skólamála hafa verið að hækka verulega á sama tíma og dregið hefur úr þeim hjá ýmsum grannþjóðum okkar. Á öllum þessum málasviðum berum við okkur einungis saman við þær þjóðir, sem best standa sig í veröldinni og höfum verið að færa okkur ofar í samanburðinum. Það er því eðlilegt að fólk hiki við, áður en það býður vinstri stjórn velkomna. Andstæðurnar í sjónvarpþættinum voru skýrar. Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson náðu vel saman og settu mál sitt skýrt fram, þannig að enginn þarf að vera í vafa um, hvað þeir vilja og hvert þeir stefna. Kjarninn í málflutningi þeirra var sá, að þeir vilja halda áfram að byggja upp traust atvinnulíf og láta þjóðina fá sinn skerf af auknum þjóðartekjum. Hins vegar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðjón A. Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon. Ekki var mikill samhljómur í því, sem þau boðuðu nema helst það, að þau voru hrædd við lækka skattana. Heilsteypta atvinnustefnu var þar hvergi að finna."
<< Heim