Fyrsta embættisverk Björns - farið yfir stöðu mála
Í dag fer Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, yfir sviðið í pólitíkinni í nýjasta pistlinum á heimasíðu sinni. Hann fjallar um þinghald seinustu daga og borgarmálin en í vikunni lét hann af störfum sem leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, enda sestur á ráðherrastól. Athyglisverð er greining hans á stöðu mála þar nú, enda brestirnir á R-listanum sífellt að verða greinilegri. Jafnframt birtist á vefnum fyrsta ræða hans sem dóms- og kirkjumálaráðherra. Hún var flutt í dag þegar hann opnaði sýningu um sögu Landhelgisgæslunnar, en það að hún sé opnuð um helgina er engin tilviljun enda sjómannadagurinn á morgun. Þegar ég las þessa ræðu sannfærðist ég enn betur um að réttur maður er kominn á réttan stað. Tel að Björn muni standa sig vel í þessu hlutverki eins og í öllu öðru.
Ljúfur þáttur hjá Gísla Marteini
Gaman var að horfa á þátt Gísla Marteins eins og venjulega á laugardagskvöldi. Líflegur og ferskur að vanda. Aðalgestur Gísla var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verðandi menntamálaráðherra. Alltaf gaman að hlusta á Þorgerði, enda geislar hún og verður virkilega gaman að sjá hana á ráðherrastóli. Veit ég af kynnum mínum af Þorgerði að hún er glæsilegur fulltrúi yngri kynslóðarinnar í flokknum og verður gaman að fylgjast með verkum hennar á ráðherrastóli. Koma ferskir vindar inn í forystusveit flokksins þegar hún verður komin í ríkisstjórn. Er hún hiklaust einn af framtíðarleiðtogum flokksins, tel mikilvægt að flokkurinn velji hana til forystu seinna meir. Aðrir gestir Gísla voru Þórhallur Gunnarsson annar umsjónarmanna hins magnaða morgunþáttar Stöðvar 2, Ísland í bítið, og Hreimur Örn Heimisson söngvari. Hljómsveit hans Land og Synir flutti lag í þættinum ásamt Á Móti Sól. Verður Gísli með þáttinn út næsta mánuð, en mætir síðan galvaskur eftir fríið að lokinni verslunarmannahelgi í ágúst. Besti sjónvarpsþátturinn í dag, alveg hiklaust!
Í dag fer Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, yfir sviðið í pólitíkinni í nýjasta pistlinum á heimasíðu sinni. Hann fjallar um þinghald seinustu daga og borgarmálin en í vikunni lét hann af störfum sem leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, enda sestur á ráðherrastól. Athyglisverð er greining hans á stöðu mála þar nú, enda brestirnir á R-listanum sífellt að verða greinilegri. Jafnframt birtist á vefnum fyrsta ræða hans sem dóms- og kirkjumálaráðherra. Hún var flutt í dag þegar hann opnaði sýningu um sögu Landhelgisgæslunnar, en það að hún sé opnuð um helgina er engin tilviljun enda sjómannadagurinn á morgun. Þegar ég las þessa ræðu sannfærðist ég enn betur um að réttur maður er kominn á réttan stað. Tel að Björn muni standa sig vel í þessu hlutverki eins og í öllu öðru.
Ljúfur þáttur hjá Gísla Marteini
Gaman var að horfa á þátt Gísla Marteins eins og venjulega á laugardagskvöldi. Líflegur og ferskur að vanda. Aðalgestur Gísla var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verðandi menntamálaráðherra. Alltaf gaman að hlusta á Þorgerði, enda geislar hún og verður virkilega gaman að sjá hana á ráðherrastóli. Veit ég af kynnum mínum af Þorgerði að hún er glæsilegur fulltrúi yngri kynslóðarinnar í flokknum og verður gaman að fylgjast með verkum hennar á ráðherrastóli. Koma ferskir vindar inn í forystusveit flokksins þegar hún verður komin í ríkisstjórn. Er hún hiklaust einn af framtíðarleiðtogum flokksins, tel mikilvægt að flokkurinn velji hana til forystu seinna meir. Aðrir gestir Gísla voru Þórhallur Gunnarsson annar umsjónarmanna hins magnaða morgunþáttar Stöðvar 2, Ísland í bítið, og Hreimur Örn Heimisson söngvari. Hljómsveit hans Land og Synir flutti lag í þættinum ásamt Á Móti Sól. Verður Gísli með þáttinn út næsta mánuð, en mætir síðan galvaskur eftir fríið að lokinni verslunarmannahelgi í ágúst. Besti sjónvarpsþátturinn í dag, alveg hiklaust!
<< Heim