Nýtt íbúðahverfi á Akureyri
Í dag tók Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, fyrstu skóflustunguna í Naustahverfi á Akureyri en Naustahverfi er nýtt hverfi fyrir ofan flugvöllinn og á að rísa á svæði frá suðurenda bæjarinns að Kjarnaskógi. Áætlað er að Naustahverfi byggist upp á 15 árum og áætlaður íbúafjöldi verður 6-8 þúsund manns í 2300-3000 íbúðum þegar það verður fullbyggt. Hverfið skiptist upp í tvö skólahverfi og eina kirkjusókn. Rammaskipulag Naustahverfis var unnið af Kanon arkitektum á árunum 1998-2000 á grunni verðlaunatillögu þeirra í hugmyndasamkeppni frá vorinu 1997. Höfuðmarkmiðið með nýja skipulaginu er að skapa nýtt hverfi í framhaldi af núverandi byggð, þar sem gott er að búa og starfa. Kjarnagata mun liggja í gegnum hverfið með íbúðum ásamt þjónustu, verslunum og stofnunum. Húsagerðir verða margvíslegar, með áherslu á sambyggð sérbýli, t.d. íbúðir sem hafa sérinnganga en eru sambyggð eða tengd með einhverjum hætti. Kanon arkitektar hafa unnið deiliskipulag 1. áfanga Naustahverfis út frá markmiðum rammaskipulagsins, en þar er gert ráð fyrir samtals 327 íbúðum ásamt grunnskóla og leikskóla. Í þeim áfanga sem nú er verið að hefja byggingaframkvæmdir í eru alls 158 íbúðir en búið er að úthluta lóðum fyrir 143 íbúðir. Gatnaframkvæmdir við næsta áfanga, þar sem fyrirhugaðar eru 169 íbúðir, hefjast á næstu dögum. Lóðum í þeim áfanga verður úthlutað fyrri hluta sumars og verða þær byggingarhæfar 1. nóvember n.k. Fyrsta byggingin sem ráðist var í í hinu nýja hverfi er fjögurra deilda leikskóli, sem tekinn verður í notkun 18. ágúst næstkomandi, áður en fyrstu íbúar hverfisins flytja inn. Þá mun nýr grunnskóli rísa við hlið leikskólans þegar íbúafjöldi hefur náð tilsettu marki. Í hverfinu verður einnig lögð áhersla á umferðaröryggi og góðar og öruggar gönguleiðir auk þess sem frá upphafi byggðar mun bærinn gróðursetja skjólbelti til að bæta búsetuumhverfi fyrir væntanlega íbúa.
Í dag tók Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, fyrstu skóflustunguna í Naustahverfi á Akureyri en Naustahverfi er nýtt hverfi fyrir ofan flugvöllinn og á að rísa á svæði frá suðurenda bæjarinns að Kjarnaskógi. Áætlað er að Naustahverfi byggist upp á 15 árum og áætlaður íbúafjöldi verður 6-8 þúsund manns í 2300-3000 íbúðum þegar það verður fullbyggt. Hverfið skiptist upp í tvö skólahverfi og eina kirkjusókn. Rammaskipulag Naustahverfis var unnið af Kanon arkitektum á árunum 1998-2000 á grunni verðlaunatillögu þeirra í hugmyndasamkeppni frá vorinu 1997. Höfuðmarkmiðið með nýja skipulaginu er að skapa nýtt hverfi í framhaldi af núverandi byggð, þar sem gott er að búa og starfa. Kjarnagata mun liggja í gegnum hverfið með íbúðum ásamt þjónustu, verslunum og stofnunum. Húsagerðir verða margvíslegar, með áherslu á sambyggð sérbýli, t.d. íbúðir sem hafa sérinnganga en eru sambyggð eða tengd með einhverjum hætti. Kanon arkitektar hafa unnið deiliskipulag 1. áfanga Naustahverfis út frá markmiðum rammaskipulagsins, en þar er gert ráð fyrir samtals 327 íbúðum ásamt grunnskóla og leikskóla. Í þeim áfanga sem nú er verið að hefja byggingaframkvæmdir í eru alls 158 íbúðir en búið er að úthluta lóðum fyrir 143 íbúðir. Gatnaframkvæmdir við næsta áfanga, þar sem fyrirhugaðar eru 169 íbúðir, hefjast á næstu dögum. Lóðum í þeim áfanga verður úthlutað fyrri hluta sumars og verða þær byggingarhæfar 1. nóvember n.k. Fyrsta byggingin sem ráðist var í í hinu nýja hverfi er fjögurra deilda leikskóli, sem tekinn verður í notkun 18. ágúst næstkomandi, áður en fyrstu íbúar hverfisins flytja inn. Þá mun nýr grunnskóli rísa við hlið leikskólans þegar íbúafjöldi hefur náð tilsettu marki. Í hverfinu verður einnig lögð áhersla á umferðaröryggi og góðar og öruggar gönguleiðir auk þess sem frá upphafi byggðar mun bærinn gróðursetja skjólbelti til að bæta búsetuumhverfi fyrir væntanlega íbúa.
<< Heim