Breytingar á blogginu
Frá og með deginum í dag verður sú breyting á bloggvef mínum að þar verður á ný dagleg umfjöllun og farið yfir það helsta í pólitík og þjóðmálum almennt. Ennfremur vel ég vef dagsins, ávallt skal þar vera vefur sem ég lít á daglega og fylgist vel með. Þær breytingar sem verða að auki koma eftir hendinni, nú er bara að fylgjast vel með!
Ríkið í fjölmiðlarekstri - tímaskekkja á 21. öld
Í dag birtist pistill eftir mig á frelsi.is. Viðfangsefni hans er ríkið og fjölmiðlar á 21. öld - er það ekki tímaskekkja að ríkið sé að reka fjölmiðla þegar einkaaðilar eru fullfærir um slíkt? Það er það að mínu mati, mínar hugsjónir segja mér að rangt sé að ríkið sé að vasast í slíku á okkar dögum. Fer ég yfir málið í pistlinum og bendi á skoðun SUS í þessu máli og mína sem stjórnarmanns þar. Afstaða ungra sjálfstæðismanna til fjölmiðlunar af hálfu ríkisins er alveg skýr. Í ályktun efnahags- og viðskiptanefndar SUS sem samþykkt var á þingi þess í Borgarnesi, 12. – 14. september 2003 kemur skýrt fram vilji ungs hægrifólks til þess að hafinn verði undirbúningur þess að einkavæða RÚV og selja strax t.d. Rás 2. Það er verkefni hægrimanna að binda enda á ríkisrekstur á fjölmiðlum.
Góður pistill um hátekjuskattinn
Á föstudaginn skrifaði Hædí (Heiðrún Lind Marteinsdóttir stjórnarmaður í Heimdalli) alveg virkilega góðan pistil um hátekjuskattinn sem um þessar mundir fagnar því miður tíu ára afmæli sínu. Fram kemur í pistli hennar að hátekjuskatturinn hafi fyrir löngu vitanlega runnið sitt skeið. Verið sé með honum að flækja skattkerfið að óþörfu og skattbyrðin leggist enn þyngst á þá sem sýna dugnað. Höfundi þykir miður að stjórnarflokkarnir skuli heiðra hátekjuskatt á 10 ára afmæli með því að blása í hann lífi enn á ný. Ég tek algjörlega undir orð hennar og bendi ennfremur á fínan pistil Maríu Margrétar í seinustu viku um menningarmál. Flottar stelpurnar á frelsi!
Vefur dagsins
Vefur dagsins er hiklaust góður bloggvefur vinar míns Kristins Más Ársælssonar ritstjóra á frelsi.is. Hann bloggar oft á dag um hugðarefni sín og það sem hann vill tjá sig um. Fersk og góð umfjöllun hjá Kristni Má. Allir að líta í heimsókn til hans.
Frá og með deginum í dag verður sú breyting á bloggvef mínum að þar verður á ný dagleg umfjöllun og farið yfir það helsta í pólitík og þjóðmálum almennt. Ennfremur vel ég vef dagsins, ávallt skal þar vera vefur sem ég lít á daglega og fylgist vel með. Þær breytingar sem verða að auki koma eftir hendinni, nú er bara að fylgjast vel með!
Ríkið í fjölmiðlarekstri - tímaskekkja á 21. öld
Í dag birtist pistill eftir mig á frelsi.is. Viðfangsefni hans er ríkið og fjölmiðlar á 21. öld - er það ekki tímaskekkja að ríkið sé að reka fjölmiðla þegar einkaaðilar eru fullfærir um slíkt? Það er það að mínu mati, mínar hugsjónir segja mér að rangt sé að ríkið sé að vasast í slíku á okkar dögum. Fer ég yfir málið í pistlinum og bendi á skoðun SUS í þessu máli og mína sem stjórnarmanns þar. Afstaða ungra sjálfstæðismanna til fjölmiðlunar af hálfu ríkisins er alveg skýr. Í ályktun efnahags- og viðskiptanefndar SUS sem samþykkt var á þingi þess í Borgarnesi, 12. – 14. september 2003 kemur skýrt fram vilji ungs hægrifólks til þess að hafinn verði undirbúningur þess að einkavæða RÚV og selja strax t.d. Rás 2. Það er verkefni hægrimanna að binda enda á ríkisrekstur á fjölmiðlum.
Góður pistill um hátekjuskattinn
Á föstudaginn skrifaði Hædí (Heiðrún Lind Marteinsdóttir stjórnarmaður í Heimdalli) alveg virkilega góðan pistil um hátekjuskattinn sem um þessar mundir fagnar því miður tíu ára afmæli sínu. Fram kemur í pistli hennar að hátekjuskatturinn hafi fyrir löngu vitanlega runnið sitt skeið. Verið sé með honum að flækja skattkerfið að óþörfu og skattbyrðin leggist enn þyngst á þá sem sýna dugnað. Höfundi þykir miður að stjórnarflokkarnir skuli heiðra hátekjuskatt á 10 ára afmæli með því að blása í hann lífi enn á ný. Ég tek algjörlega undir orð hennar og bendi ennfremur á fínan pistil Maríu Margrétar í seinustu viku um menningarmál. Flottar stelpurnar á frelsi!
Vefur dagsins
Vefur dagsins er hiklaust góður bloggvefur vinar míns Kristins Más Ársælssonar ritstjóra á frelsi.is. Hann bloggar oft á dag um hugðarefni sín og það sem hann vill tjá sig um. Fersk og góð umfjöllun hjá Kristni Má. Allir að líta í heimsókn til hans.
<< Heim