Heitast í pólitíkinni
Í fréttum í dag er enn meira fjallað um olíumálið og rannsókn á því. Sagt er að rannsóknin beinist eins og fjallað var um í gær að æðstu stjórnendum olíufélaganna og millistjórnendum þar á tímabilinu 1993-2001. Það blasir við að um er að ræða sjálfstæða rannsókn sem byggir að mestu á gögnum Samkeppnisstofnunar. Staða borgarstjóra vegna málsins er mjög óljós. Ljóst er að leiðtogar R-listaflokkanna og borgarfulltrúar meirihlutans bera pólitíska ábyrgð á borgarstjóra, enda hann hvorki kjörinn fulltrúi borgarbúa eða situr þar í umboði kjósenda. Enn er verið að ræða varnarmálin og viðbúið að viðræður um framtíð varnarsamningsins fari á fullt á næstunni. Deilur eru þó milli ráðuneytanna stóru í Bandaríkjunum og ljóst að ekkert gerist fyrr en eftir næstu forsetakosningar. Það verður ríkisstjórnin sem tekur við 20. janúar 2005 sem mun stýra málinu af hálfu BNA. Í dag skrifar Magnús Þór Gylfason grein í Moggann og rekur málefni Heimdallar fyrir seinasta aðalfund. Góð grein hjá honum. Í öllu samstarfi við Magga í flokknum í gegnum tíðina hef ég kynnst heiðarleika hans og drenglyndi, hann er einn af heiðarlegustu mönnum sem ég hef kynnst.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í Íslandi í dag í gærkvöldi voru Ingvi Hrafn Jónsson útvarpsmaður og fyrrv. fréttastjóri, og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi, gestir eins og venjulega á föstudagskvöldi og fóru þeir yfir fréttir vikunnar með léttum hætti eins og venjulega. Engin lognmolla er í kringum þá í þættinum og reyndar er alltaf magnað að hlusta á Ingva fara yfir málefni dagsins í Hrafnaþingi á Útvarpi Sögu milli 2 og 3 alla virka daga. Magnað og ómissandi yfirlit yfir pólitíska umræðu dagsins. Í Kastljósinu var líka rabbað um vikuna og gestir þar Ólafur Sigurðsson fréttamaður, Stefán Karl Stefánsson leikari og Hera Ólafsdóttir leikstjóri. Í gærmorgun var Gunnar Smári Egilsson gestur í Íslandi í bítið, og á víst að vera vikulegur gestur. Verð að viðurkenna að ummæli hans um daglega pólitík koma alltaf jafnmjög á óvart.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Eftir dægurmálaþættina var farið að horfa á sjónvarpið og fylgst með Simpson og Idol - stjörnuleit. Það verður alveg að segjast eins og er að Idol er magnað sjónvarpsefni. Bubbi, Sigga og Þorvaldur fara á kostum í hlutverkum dómaranna og þeir Simmi og Jói fínir sem kynnar. Þættirnir eru ekkert síðri en þeir bandarísku og jafnvel skemmtilegri ef eitthvað er. Í gær kepptu 8 manns og aðeins 2 gátu komist áfram. Öll stóðu þau sig mjög vel en niðurstaðan var afgerandi. Sjóarinn Karl frá Grindavík og sjarmatröllið (eins og Bubbi kallaði hana) Anna Katrín frá Akureyri komust áfram. Eftir þáttinn horfði ég á fyrstu Indiana Jones myndina (frá 1981) með Harrison Ford, en ég keypti í gær heildarsafnið á DVD, en það var gefið út í vikunni. Alltaf mögnuð skemmtun. Eftir það fór ég á netið og byrjaði að semja sunnudagspistil vikunnar á stebbifr.com og sinna ýmsu fleiru.
Leikstjóraumfjöllun
Steven Spielberg fæddist í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum, 18. desember 1946. Hann er án nokkurs vafa valdamesti kvikmyndaleikstjóri samtíðarinnar og hefur mikil áhrif bæði sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Meðal stórmynda hans eru Schindler´s List, Saving Private Ryan, ET, Jaws, Jurassic Park og Minority Report. Spielberg telst hiklaust einn af allra bestu kvikmyndaleikstjórum Bandaríkjanna á 20. öld og mun setja sterkan svip á þessa öld, að öllu óbreyttu. Ég fjalla um feril þessa magnaða leikstjóra í nýjustu leikstjóraumfjöllun minni á kvikmyndir.com.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á góðan bloggvef Hjörleifs vinar míns. Hleypidómar Hjörleifs er skemmtilegur vettvangur fyrir skoðanir Hjölla og þar tjáir hann sig um málin.
Snjallyrði dagsins
Þeir sem neita öðrum um frelsi eiga það ekki skilið sjálfir.
Abraham Lincoln forseti Bandaríkjanna (1861-1865)
Í fréttum í dag er enn meira fjallað um olíumálið og rannsókn á því. Sagt er að rannsóknin beinist eins og fjallað var um í gær að æðstu stjórnendum olíufélaganna og millistjórnendum þar á tímabilinu 1993-2001. Það blasir við að um er að ræða sjálfstæða rannsókn sem byggir að mestu á gögnum Samkeppnisstofnunar. Staða borgarstjóra vegna málsins er mjög óljós. Ljóst er að leiðtogar R-listaflokkanna og borgarfulltrúar meirihlutans bera pólitíska ábyrgð á borgarstjóra, enda hann hvorki kjörinn fulltrúi borgarbúa eða situr þar í umboði kjósenda. Enn er verið að ræða varnarmálin og viðbúið að viðræður um framtíð varnarsamningsins fari á fullt á næstunni. Deilur eru þó milli ráðuneytanna stóru í Bandaríkjunum og ljóst að ekkert gerist fyrr en eftir næstu forsetakosningar. Það verður ríkisstjórnin sem tekur við 20. janúar 2005 sem mun stýra málinu af hálfu BNA. Í dag skrifar Magnús Þór Gylfason grein í Moggann og rekur málefni Heimdallar fyrir seinasta aðalfund. Góð grein hjá honum. Í öllu samstarfi við Magga í flokknum í gegnum tíðina hef ég kynnst heiðarleika hans og drenglyndi, hann er einn af heiðarlegustu mönnum sem ég hef kynnst.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í Íslandi í dag í gærkvöldi voru Ingvi Hrafn Jónsson útvarpsmaður og fyrrv. fréttastjóri, og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi, gestir eins og venjulega á föstudagskvöldi og fóru þeir yfir fréttir vikunnar með léttum hætti eins og venjulega. Engin lognmolla er í kringum þá í þættinum og reyndar er alltaf magnað að hlusta á Ingva fara yfir málefni dagsins í Hrafnaþingi á Útvarpi Sögu milli 2 og 3 alla virka daga. Magnað og ómissandi yfirlit yfir pólitíska umræðu dagsins. Í Kastljósinu var líka rabbað um vikuna og gestir þar Ólafur Sigurðsson fréttamaður, Stefán Karl Stefánsson leikari og Hera Ólafsdóttir leikstjóri. Í gærmorgun var Gunnar Smári Egilsson gestur í Íslandi í bítið, og á víst að vera vikulegur gestur. Verð að viðurkenna að ummæli hans um daglega pólitík koma alltaf jafnmjög á óvart.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Eftir dægurmálaþættina var farið að horfa á sjónvarpið og fylgst með Simpson og Idol - stjörnuleit. Það verður alveg að segjast eins og er að Idol er magnað sjónvarpsefni. Bubbi, Sigga og Þorvaldur fara á kostum í hlutverkum dómaranna og þeir Simmi og Jói fínir sem kynnar. Þættirnir eru ekkert síðri en þeir bandarísku og jafnvel skemmtilegri ef eitthvað er. Í gær kepptu 8 manns og aðeins 2 gátu komist áfram. Öll stóðu þau sig mjög vel en niðurstaðan var afgerandi. Sjóarinn Karl frá Grindavík og sjarmatröllið (eins og Bubbi kallaði hana) Anna Katrín frá Akureyri komust áfram. Eftir þáttinn horfði ég á fyrstu Indiana Jones myndina (frá 1981) með Harrison Ford, en ég keypti í gær heildarsafnið á DVD, en það var gefið út í vikunni. Alltaf mögnuð skemmtun. Eftir það fór ég á netið og byrjaði að semja sunnudagspistil vikunnar á stebbifr.com og sinna ýmsu fleiru.
Leikstjóraumfjöllun
Steven Spielberg fæddist í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum, 18. desember 1946. Hann er án nokkurs vafa valdamesti kvikmyndaleikstjóri samtíðarinnar og hefur mikil áhrif bæði sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Meðal stórmynda hans eru Schindler´s List, Saving Private Ryan, ET, Jaws, Jurassic Park og Minority Report. Spielberg telst hiklaust einn af allra bestu kvikmyndaleikstjórum Bandaríkjanna á 20. öld og mun setja sterkan svip á þessa öld, að öllu óbreyttu. Ég fjalla um feril þessa magnaða leikstjóra í nýjustu leikstjóraumfjöllun minni á kvikmyndir.com.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á góðan bloggvef Hjörleifs vinar míns. Hleypidómar Hjörleifs er skemmtilegur vettvangur fyrir skoðanir Hjölla og þar tjáir hann sig um málin.
Snjallyrði dagsins
Þeir sem neita öðrum um frelsi eiga það ekki skilið sjálfir.
Abraham Lincoln forseti Bandaríkjanna (1861-1865)
<< Heim