Heitast í umræðunni
Fréttir af kaupréttarmálinu í Kaupþingi Búnaðarbanka er enn aðalfréttin hérlendis. Einnig er fjallað um málið erlendis. Breska blaðið Financial Times fjallar um kaupréttarmálið og úttekt Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, á innistæðu hans úr bankanum. Segir blaðið frá því að úttektin og alda mótmæla hérlendis hafi leitt til þess að stjórnendur bankans hafi ákveðið að draga í land og hætt við kaupréttarsamninginn. Í dag kemur svo fram að Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands, hafi óskað eftir því að farið verði yfir hvort munnlegur kaupréttarsamningur við forstjóra og stjórnendur bankans hafi verið tilkynningaskyldur til Kauphallarinnar er hann var gerður í sumar. Tel ég ákvörðun þeirra sem að samningnum komu hafa verið rétta. Þeir skynjuðu gríðarlega mikla óánægju viðskiptavina sinna og landsmanna almennt og tóku þá einu ákvörðun sem fær var í stöðunni. En hvort það dugar til að styrkja bankann mun svo aftur á móti ráðast.
Í fréttum í dag er sagt frá því að stjórn ESSÓ hafi ákveðið á sínum tíma að sýna samstarfsvilja, semsagt vinna með Samkeppnisstofnun við að upplýsa meint brot félagsins. Vekur þetta mikla athygli. Það á að hafa verið gert í ljósi þess að félagið taldi sig ekki þurfa að leyna neinu í málinu. Í samkeppnislögum er kveðið á um að fyrirtæki sem sýni samstarfsvilja með þeim hætti sem um ræðir fái afslátt af hugsanlegum stjórnvaldssektum. Um miðjan febrúar á þessum ári eiga skv. fréttum í dag þrír fulltrúar Olíufélagsins og tveir frá Samkeppnisstofnun að hafa hist á Grand Hóteli. Fundurinn á að hafa verið svokallaður Non meeting, semsagt fundur sem ekki er haldinn opinberlega og þar sem ekkert sé skrifað niður. Þar munu Olíufélagsmenn hafa sett fram skilyrði og fengið þau samþykkt, í kjölfar þess hafi ESSÓ upplýst um samráðið og sinn þátt í því. Eftir atburði sumarsins telur ESSÓ sig hafa verið svikið af Samkeppnisstofnun. Undarlegt mál.
Væntanlegar eru tvær ævisögur um Halldór Kiljan Laxness rithöfund. Hefur einkum ævisaga sem rituð mun vera af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni verið umdeild. Hefur skáldið alltaf verið umdeilt og við því að búast að margt fróðlegt komi fram um fortíð hans í bókunum. Sérstaklega hlakkar mér til að lesa bók Hannesar, sem kemur út í vikunni. Í gær las ég athyglisverða grein á frelsi.is eftir Ásgeir Jóhannesson laganema, um gagnrýni Halldórs Kiljans Laxness á séreignarrétt og markaðsbúskap í Alþýðubók sinni. Skemmtileg lesning.
Svona er frelsið í dag
Í dag fjallar Bjarki um frumvarp um styrktarsjóð námsmanna í athyglisverðum pistli. Fram kemur í skrifum hans að fyrir liggi á Alþingi fyrrnefnt frumvarp. Flutningsmenn þess séu framsóknarþingmennirnir Hjálmar Árnason, Dagný Jónsdóttir og Magnús Stefánsson. Það sé nú lagt fram þriðja sinni, en hafi ekki náð fram að ganga áður á þingi. Í 1. grein frumvarpsins sé fjallað um tilgang sjóðsins. Þar segi að sjóðnum væri ætlað að styrkja efnilega nemendur til náms í framhaldsskóla. Markmið sjóðsins er að mati Bjarka göfugt en þegar lesið sé í gegnum frumvarpið, sé auðvelt að komast að því að sjóðurinn eigi eftir að verða dýr í rekstri og margar aðrar einfaldari og ódýrari leiðir færar til að ná sama tilgangi, og það án beinna afskipta hins opinbera. Bendir Bjarki á margar athyglisverðar tillögur í þá átt. Á frelsinu er ennfremur birt yfirlýsing stjórnar Heimdallar í kjölfar ákvörðunar miðstjórnar um Heimdallarmál.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í Silfri Egils í gær var Sverrir Hermannsson fyrsti gestur, en hann gaf í seinustu viku út ævisögu sína. Kjaftaði á honum hver tuska eins og venjulega. Var hann jafniðinn og fyrr við að gagnrýna forystu Sjálfstæðisflokksins nú og frjálshyggjumenn innan sama flokks. Er ekki hægt annað að heyra á honum en hann sé enn bitur út í fyrrum samstarfsmenn í þeim flokki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB var ennfremur gestur Egils og spurði hann Sigurð margra athyglisverðra spurninga. Í Kastljósi rúmum hálftíma síðar var Sigurður ennfremur gestur. Þar tók Sigmar Guðmundsson hann í ítarlega yfirheyrslu og þjarmaði allverulega að honum svo stjórnarformaðurinn var farinn að svitna undir þungum spurningum Sigmars. Fær Sigmar prik hjá mér fyrir gott viðtal og að hafa tekið gest sinn traustum tökum. Fréttaskýringaþátturinn Í brennidepli var að þessu loknu. Þar var litið á Kárahnjúka þar sem framkvæmdir eru komnar á fullt, var skemmtilegt að kynna sér mannlífið þarna og aðstöðu þeirra sem þarna vinna. Fjallað var ennfremur um djarfa barna- og unglingatísku og búðarhnupl sem er mun algengara en ég hafði gert mér í hugarlund. Góður þáttur hjá Páli Benediktssyni, verst að þeir eru bara mánaðarlega á dagskrá.
Kvikmyndir - bókalestur - MSN spjall
Í gærkvöldi horfði ég í enn eitt skiptið á magnaða úrvalsmynd Woody Allen, Annie Hall. Hún er hiklaust þekktasta og eftirminnilegasta mynd leikstjórans. Er óhætt að segja að hún hafi verið tímamótaverk á ferli hans, einkum vegna þess að þrátt fyrir að í henni séu kómískir þættir má finna fyrir alvarlegum undirtón og í henni má finna skemmtilega sýn á nútímaástarsamband þess tíma. Kvikmyndin sló í gegn og vann til fjölda óskarsverðlauna sama ár, þ.á m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir frábæran leik Diane Keaton á hinni kostulegu Annie, handrit Allens og Marshall Brickman og leikstjórn meistarans. Ennfremur var Allen tilnefndur fyrir leik sinn. Festi myndin Allen enn betur í sessi sem einn af áhrifamestu kvikmyndaleikstjórunum í bransanum. Hef alltaf haft gaman af þessari fínu mynd og horfi reglulega á hana. Eftir það fór ég að líta á bækur sem ég hef verið að lesa. Fór svo að lokum á Netið og átti gott spjall á MSN við marga vini. Líst vel á nefndapælingar okkar Kristins, en við erum að vinna að greinum um þetta og höfum nú dælt inn á frelsið nöfnum margra fáránlegustu nefndanna í kerfinu.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á heimasíðu Einars Kristins Guðfinnssonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur átt sæti á þingi frá 1991 og er á vef sínum með skemmtilega pistla og ýmislegt athyglisvert.
Snjallyrði dagsins
Að missa óvin er mikið tap.
Kristina drottning
Fréttir af kaupréttarmálinu í Kaupþingi Búnaðarbanka er enn aðalfréttin hérlendis. Einnig er fjallað um málið erlendis. Breska blaðið Financial Times fjallar um kaupréttarmálið og úttekt Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, á innistæðu hans úr bankanum. Segir blaðið frá því að úttektin og alda mótmæla hérlendis hafi leitt til þess að stjórnendur bankans hafi ákveðið að draga í land og hætt við kaupréttarsamninginn. Í dag kemur svo fram að Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands, hafi óskað eftir því að farið verði yfir hvort munnlegur kaupréttarsamningur við forstjóra og stjórnendur bankans hafi verið tilkynningaskyldur til Kauphallarinnar er hann var gerður í sumar. Tel ég ákvörðun þeirra sem að samningnum komu hafa verið rétta. Þeir skynjuðu gríðarlega mikla óánægju viðskiptavina sinna og landsmanna almennt og tóku þá einu ákvörðun sem fær var í stöðunni. En hvort það dugar til að styrkja bankann mun svo aftur á móti ráðast.
Í fréttum í dag er sagt frá því að stjórn ESSÓ hafi ákveðið á sínum tíma að sýna samstarfsvilja, semsagt vinna með Samkeppnisstofnun við að upplýsa meint brot félagsins. Vekur þetta mikla athygli. Það á að hafa verið gert í ljósi þess að félagið taldi sig ekki þurfa að leyna neinu í málinu. Í samkeppnislögum er kveðið á um að fyrirtæki sem sýni samstarfsvilja með þeim hætti sem um ræðir fái afslátt af hugsanlegum stjórnvaldssektum. Um miðjan febrúar á þessum ári eiga skv. fréttum í dag þrír fulltrúar Olíufélagsins og tveir frá Samkeppnisstofnun að hafa hist á Grand Hóteli. Fundurinn á að hafa verið svokallaður Non meeting, semsagt fundur sem ekki er haldinn opinberlega og þar sem ekkert sé skrifað niður. Þar munu Olíufélagsmenn hafa sett fram skilyrði og fengið þau samþykkt, í kjölfar þess hafi ESSÓ upplýst um samráðið og sinn þátt í því. Eftir atburði sumarsins telur ESSÓ sig hafa verið svikið af Samkeppnisstofnun. Undarlegt mál.
Væntanlegar eru tvær ævisögur um Halldór Kiljan Laxness rithöfund. Hefur einkum ævisaga sem rituð mun vera af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni verið umdeild. Hefur skáldið alltaf verið umdeilt og við því að búast að margt fróðlegt komi fram um fortíð hans í bókunum. Sérstaklega hlakkar mér til að lesa bók Hannesar, sem kemur út í vikunni. Í gær las ég athyglisverða grein á frelsi.is eftir Ásgeir Jóhannesson laganema, um gagnrýni Halldórs Kiljans Laxness á séreignarrétt og markaðsbúskap í Alþýðubók sinni. Skemmtileg lesning.
Svona er frelsið í dag
Í dag fjallar Bjarki um frumvarp um styrktarsjóð námsmanna í athyglisverðum pistli. Fram kemur í skrifum hans að fyrir liggi á Alþingi fyrrnefnt frumvarp. Flutningsmenn þess séu framsóknarþingmennirnir Hjálmar Árnason, Dagný Jónsdóttir og Magnús Stefánsson. Það sé nú lagt fram þriðja sinni, en hafi ekki náð fram að ganga áður á þingi. Í 1. grein frumvarpsins sé fjallað um tilgang sjóðsins. Þar segi að sjóðnum væri ætlað að styrkja efnilega nemendur til náms í framhaldsskóla. Markmið sjóðsins er að mati Bjarka göfugt en þegar lesið sé í gegnum frumvarpið, sé auðvelt að komast að því að sjóðurinn eigi eftir að verða dýr í rekstri og margar aðrar einfaldari og ódýrari leiðir færar til að ná sama tilgangi, og það án beinna afskipta hins opinbera. Bendir Bjarki á margar athyglisverðar tillögur í þá átt. Á frelsinu er ennfremur birt yfirlýsing stjórnar Heimdallar í kjölfar ákvörðunar miðstjórnar um Heimdallarmál.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í Silfri Egils í gær var Sverrir Hermannsson fyrsti gestur, en hann gaf í seinustu viku út ævisögu sína. Kjaftaði á honum hver tuska eins og venjulega. Var hann jafniðinn og fyrr við að gagnrýna forystu Sjálfstæðisflokksins nú og frjálshyggjumenn innan sama flokks. Er ekki hægt annað að heyra á honum en hann sé enn bitur út í fyrrum samstarfsmenn í þeim flokki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB var ennfremur gestur Egils og spurði hann Sigurð margra athyglisverðra spurninga. Í Kastljósi rúmum hálftíma síðar var Sigurður ennfremur gestur. Þar tók Sigmar Guðmundsson hann í ítarlega yfirheyrslu og þjarmaði allverulega að honum svo stjórnarformaðurinn var farinn að svitna undir þungum spurningum Sigmars. Fær Sigmar prik hjá mér fyrir gott viðtal og að hafa tekið gest sinn traustum tökum. Fréttaskýringaþátturinn Í brennidepli var að þessu loknu. Þar var litið á Kárahnjúka þar sem framkvæmdir eru komnar á fullt, var skemmtilegt að kynna sér mannlífið þarna og aðstöðu þeirra sem þarna vinna. Fjallað var ennfremur um djarfa barna- og unglingatísku og búðarhnupl sem er mun algengara en ég hafði gert mér í hugarlund. Góður þáttur hjá Páli Benediktssyni, verst að þeir eru bara mánaðarlega á dagskrá.
Kvikmyndir - bókalestur - MSN spjall
Í gærkvöldi horfði ég í enn eitt skiptið á magnaða úrvalsmynd Woody Allen, Annie Hall. Hún er hiklaust þekktasta og eftirminnilegasta mynd leikstjórans. Er óhætt að segja að hún hafi verið tímamótaverk á ferli hans, einkum vegna þess að þrátt fyrir að í henni séu kómískir þættir má finna fyrir alvarlegum undirtón og í henni má finna skemmtilega sýn á nútímaástarsamband þess tíma. Kvikmyndin sló í gegn og vann til fjölda óskarsverðlauna sama ár, þ.á m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir frábæran leik Diane Keaton á hinni kostulegu Annie, handrit Allens og Marshall Brickman og leikstjórn meistarans. Ennfremur var Allen tilnefndur fyrir leik sinn. Festi myndin Allen enn betur í sessi sem einn af áhrifamestu kvikmyndaleikstjórunum í bransanum. Hef alltaf haft gaman af þessari fínu mynd og horfi reglulega á hana. Eftir það fór ég að líta á bækur sem ég hef verið að lesa. Fór svo að lokum á Netið og átti gott spjall á MSN við marga vini. Líst vel á nefndapælingar okkar Kristins, en við erum að vinna að greinum um þetta og höfum nú dælt inn á frelsið nöfnum margra fáránlegustu nefndanna í kerfinu.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á heimasíðu Einars Kristins Guðfinnssonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur átt sæti á þingi frá 1991 og er á vef sínum með skemmtilega pistla og ýmislegt athyglisvert.
Snjallyrði dagsins
Að missa óvin er mikið tap.
Kristina drottning
<< Heim