Pistill Björns - heitast í umræðunni
Í pistli sínum fjallar Björn um sviptingar á fjölmiðlamarkaði seinustu vikurnar: t.d. eigendaskipti á DV, sölu Jóns Ólafssonar á eigum sínum, nýtt tímarit Moggans og það að útvarpsráð ræði tillögur um hlutverk fréttasviðs við ritstjórn fréttaskýringaþátta með vísan til umræðna um vinstri slagsíðu Spegilsins. Fer hann ítarlega yfir málefni tengd fjölmiðlum. Ræðir ennfremur um brotthvarf Jóns úr íslensku viðskiptalífi og ástæður þess og fer yfir hvort nauðsynlegt sé að binda í lög ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum til að útiloka of mikla samþjöppun. Minnir hann á að varaformaður Samfylkingarinnar sjái ekki nauðsyn þess núna, úr því að Morgunblaðinu hafi verið skapað mótvægi á markaðnum! Hann telur réttast að eignarhald fjölmiðla liggi skýrt fyrir, enda megi ekki leika vafi á að eigendur þess séu með puttana í rekstrinum á óeðlilegan hátt. Ennfremur bendi ég á athyglisverða ræðu sem hann flutti í Hallgrímskirkju í morgun, á degi íslenskrar tungu.
Væntanleg á næstu vikum er ævisaga Sverris Hermannssonar fyrrv. ráðherra og bankastjóra. Ritar hann hana í samstarfi við Pálma Jónasson fréttamann. Í fjölmiðlum voru birtar í dag nokkur brot úr bókinni. Þar kemur fram athyglisverður kafli þar sem hann segir að hann hafi ráðið úrslitum um að Davíð Oddsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 10. mars 1991. Að eigin sögn hafi hann tryggt stuðning fjölmargra við Davíð með lygasögu um að Þorsteinn Pálsson hafi haft í hyggju að gera Vilhjálm Egilsson að varaformanni sínum ef hann yrði endurkjörinn. Athyglisvert er að Sverrir skýri frá þessu fyrst nú, 12 árum eftir landsfundinn en ekki fyrr. Að auki birtist umfjöllun um rimmu hans og Davíðs sem átti víst að vera hans helsti vildarmaður, fimm árum síðar (1996) og birtir það sem á að vera bréf frá Davíð til hans á þeim tíma. Verður athyglisvert að lesa þessa bók Sverris.
Í dag kom út nýtt tímarit Morgunblaðsins. Var gaman að lesa það. Margt áhugavert og spennandi þar á ferð. Skemmtileg viðtöl og fræðandi efni. Sérstaka athygli mína vakti gott spjall við Ingibjörgu og Lilju Pálmadætur, kraftmiklar konur þar á ferð. Hlakka til að lesa þetta blað héðan í frá á sunnudögum, þetta er líflegt og gott blað, veglegt fylgirit með Mogganum.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um sölu Jóns Ólafssonar á eignum sínum eftir 27 ára stormasaman feril í íslensku viðskiptalífi og fer yfir helstu áfangana á þeim ferli hans, ræði ennfremur um umræðu tengda eignarhaldi á fjölmiðlum, fjalla um umfjöllun tengda pistli mínum á frelsi.is og svara þeim skrifum sem fram komu á vef ungra jafnaðarmanna henni tengd, og að lokum um fræðandi og gagnlega vísindaferð borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem borgarmálin voru kynnt á líflegan hátt.
Helgin - borgarferð
Hélt á föstudag til Reykjavíkur. Stuttur stjórnarfundur var í SUS kl. 16:45 og ýmis mál þar rædd. Að honum loknum var heimsókn stjórnarmanna SUS í Alþingishúsið þar sem Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, tók á móti okkur og fór með okkur um húsnæði þingsins. Sérstaklega var athyglisvert að skoða Skálann, nýbyggingu við þinghúsið. Fór síðast í þinghúsið fyrir tveim árum til að hitta þá einn þingmann Sjálfstæðisflokksins. Árið 1994 fór ég þangað fyrst en þá var opið hús í tilefni lýðveldisafmælisins. Að kvöldi föstudagsins var kvöldverður á Café Victor og eftir það fórum við góður hópur ungliða í stjórn SUS að kanna stemmninguna í bænum. Á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, hitti ég þrjá menn sem ég ræddi við um skrif mín og pólitík almennt. Var það mjög fróðlegt og skemmtilegt spjall. Á laugardeginum hitti ég Helga frænda og eins og venjulega ræddum við pólitík. Eftir hádegið fór ég í vísindaferð Heimdallar og borgarstjórnarflokksins og í boð að því loknu í Valhöll þar sem pólitíkin var rædd af krafti, kynntist þar mörgu nýju fólki. Um kvöldið var svo ritnefndarfundur hjá frelsi.is og að því loknu fjör í bænum á dagskránni. Í dag var svo ýmislegt fleira athyglisvert um að vera.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á söguvef Heimdallar. Þar er að finna margt fróðlegt og gott efni úr sögu flokksins og þessa stærsta ungliðafélags landsins.
Snjallyrði dagsins
Government does not tax to get the money it needs; government always finds a need for the money it gets.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1981-1989).
Í pistli sínum fjallar Björn um sviptingar á fjölmiðlamarkaði seinustu vikurnar: t.d. eigendaskipti á DV, sölu Jóns Ólafssonar á eigum sínum, nýtt tímarit Moggans og það að útvarpsráð ræði tillögur um hlutverk fréttasviðs við ritstjórn fréttaskýringaþátta með vísan til umræðna um vinstri slagsíðu Spegilsins. Fer hann ítarlega yfir málefni tengd fjölmiðlum. Ræðir ennfremur um brotthvarf Jóns úr íslensku viðskiptalífi og ástæður þess og fer yfir hvort nauðsynlegt sé að binda í lög ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum til að útiloka of mikla samþjöppun. Minnir hann á að varaformaður Samfylkingarinnar sjái ekki nauðsyn þess núna, úr því að Morgunblaðinu hafi verið skapað mótvægi á markaðnum! Hann telur réttast að eignarhald fjölmiðla liggi skýrt fyrir, enda megi ekki leika vafi á að eigendur þess séu með puttana í rekstrinum á óeðlilegan hátt. Ennfremur bendi ég á athyglisverða ræðu sem hann flutti í Hallgrímskirkju í morgun, á degi íslenskrar tungu.
Væntanleg á næstu vikum er ævisaga Sverris Hermannssonar fyrrv. ráðherra og bankastjóra. Ritar hann hana í samstarfi við Pálma Jónasson fréttamann. Í fjölmiðlum voru birtar í dag nokkur brot úr bókinni. Þar kemur fram athyglisverður kafli þar sem hann segir að hann hafi ráðið úrslitum um að Davíð Oddsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 10. mars 1991. Að eigin sögn hafi hann tryggt stuðning fjölmargra við Davíð með lygasögu um að Þorsteinn Pálsson hafi haft í hyggju að gera Vilhjálm Egilsson að varaformanni sínum ef hann yrði endurkjörinn. Athyglisvert er að Sverrir skýri frá þessu fyrst nú, 12 árum eftir landsfundinn en ekki fyrr. Að auki birtist umfjöllun um rimmu hans og Davíðs sem átti víst að vera hans helsti vildarmaður, fimm árum síðar (1996) og birtir það sem á að vera bréf frá Davíð til hans á þeim tíma. Verður athyglisvert að lesa þessa bók Sverris.
Í dag kom út nýtt tímarit Morgunblaðsins. Var gaman að lesa það. Margt áhugavert og spennandi þar á ferð. Skemmtileg viðtöl og fræðandi efni. Sérstaka athygli mína vakti gott spjall við Ingibjörgu og Lilju Pálmadætur, kraftmiklar konur þar á ferð. Hlakka til að lesa þetta blað héðan í frá á sunnudögum, þetta er líflegt og gott blað, veglegt fylgirit með Mogganum.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um sölu Jóns Ólafssonar á eignum sínum eftir 27 ára stormasaman feril í íslensku viðskiptalífi og fer yfir helstu áfangana á þeim ferli hans, ræði ennfremur um umræðu tengda eignarhaldi á fjölmiðlum, fjalla um umfjöllun tengda pistli mínum á frelsi.is og svara þeim skrifum sem fram komu á vef ungra jafnaðarmanna henni tengd, og að lokum um fræðandi og gagnlega vísindaferð borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem borgarmálin voru kynnt á líflegan hátt.
Helgin - borgarferð
Hélt á föstudag til Reykjavíkur. Stuttur stjórnarfundur var í SUS kl. 16:45 og ýmis mál þar rædd. Að honum loknum var heimsókn stjórnarmanna SUS í Alþingishúsið þar sem Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, tók á móti okkur og fór með okkur um húsnæði þingsins. Sérstaklega var athyglisvert að skoða Skálann, nýbyggingu við þinghúsið. Fór síðast í þinghúsið fyrir tveim árum til að hitta þá einn þingmann Sjálfstæðisflokksins. Árið 1994 fór ég þangað fyrst en þá var opið hús í tilefni lýðveldisafmælisins. Að kvöldi föstudagsins var kvöldverður á Café Victor og eftir það fórum við góður hópur ungliða í stjórn SUS að kanna stemmninguna í bænum. Á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, hitti ég þrjá menn sem ég ræddi við um skrif mín og pólitík almennt. Var það mjög fróðlegt og skemmtilegt spjall. Á laugardeginum hitti ég Helga frænda og eins og venjulega ræddum við pólitík. Eftir hádegið fór ég í vísindaferð Heimdallar og borgarstjórnarflokksins og í boð að því loknu í Valhöll þar sem pólitíkin var rædd af krafti, kynntist þar mörgu nýju fólki. Um kvöldið var svo ritnefndarfundur hjá frelsi.is og að því loknu fjör í bænum á dagskránni. Í dag var svo ýmislegt fleira athyglisvert um að vera.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á söguvef Heimdallar. Þar er að finna margt fróðlegt og gott efni úr sögu flokksins og þessa stærsta ungliðafélags landsins.
Snjallyrði dagsins
Government does not tax to get the money it needs; government always finds a need for the money it gets.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1981-1989).
<< Heim