Heitast í umræðunni
Seinustu daga hefur mikið verið rætt um línuívilnun fyrir dagróðrabáta þá sem gera á að veruleika með frumvarpi því sem sjávarútvegsráðherra leggur brátt fram á þingi á næstu dögum. Mikil andstaða er með málið meðal sjómanna, útvegsmanna, farmanna- og fiskimanna og vélstjóra. Í dag sendi Heimdallur félag ungra sjálfstæðismanna frá sér ályktun þar sem tilkynnt er að félagið leggist eindregið gegn frumvarpinu. Eins og bent er á í ályktuninni eru með línuívilnun aflaheimildir færðar frá núverandi handhöfum til fámenns hóps manna. Tek ég heilshugar undir með Heimdalli er sagt er að tekjutilfærslur af þessu tagi séu ósanngjarnar og með öllu óréttmætar auk þess sem hringlandaháttur löggjafans hvað varðar lagaumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja er með öllu ólíðandi. Heimdallur og SUS eru samstiga í þessu máli og fjallaði ég vel um þetta mál í seinasta pistli á vefsíðu minni og fór yfir atburðarás þessa máls og mínar skoðanir sem hafa aldrei farið á milli mála allt frá því meirihluti landsfundarfulltrúa samþykkti ályktun þess efnis að taka upp línuívilnun. Þetta er eitthvað sem ég get ekki stutt og er ósáttur með samþykkt þessa máls þar á þeim fundi. Mikil óánægja er hér í Eyjafirði vegna þessa máls. Nú hafa bæjarstjórarnir á Akureyri, í Dalvíkurbyggð og í Fjarðabyggð ásamt formönnum Einingar/Iðju, Sjómannafélags Eyjafjarðar og Afls starfsgreinafélags Austurlands, skorað á þingmenn Norðausturkjördæmis að hafna frumvarpi um línuívilnun. Vonandi verða þeir við þeirri ósk.
Eitt umdeildasta mál seinustu daga er birting DV í gær á nafni og mynd af manni frá Patreksfirði sem sakaður er um kynferðislega misnotkun á börnum. Er myndbirtingin réttlætt með því að um sé að ræða mikilvægt mál, fréttaefni sem komi öllum við. Er ég þessu algjörlega ósammála og tel með hreinum ólíkindum að nafn og mynd þessa manns sé birt í dagblaði áður en rannsókn á máli hans er lokið og það hefur farið fyrir dómsstóla. Þetta kemur illa við ættingja mannsins, hann er hreint og beint tekinn af lífi og sviptur mannorðinu áður en allt hefur verið rannsakað. Þetta er ljótur blettur á ferli þessa blaðs og slæm slóð sem þarna er fetuð. Ritstjórar blaðsins verja þetta með lélegum rökum, ómögulegt er að verja þessa gjörð með góðu. Það vita ritstjórar blaðsins. Um er einungis að ræða auglýsingabragð til að selja blaðið. Leitt er að menn grípi til svona ljótra ráða til að auka söluna. Ekkert annað er reynt með þessu. Þessi tegund blaðamennsku er ekki geðsleg og vonandi hverfur hún jafnskjótt og hún kom. En ef marka má blaðið í dag á að halda þessu áfram. Það er sorglegt mjög. Mér finnst Illugi Jökulsson hafa sett mikið niður sem trúverðugur fréttamaður og stjórnandi blaðs eftir þetta mál.
Eins og tilkynnt var í gær mun Al Gore styðja Howard Dean í komandi forsetakosningum demókratamegin og vill að hann verði frambjóðandi flokksins í komandi kosningum. Ollu þessu tíðindi miklum skjálfa innan Demókrataflokksins, enda áður talið líklegra að hann myndi styðja annaðhvort Dick Gephardt fv. leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, eða Joe Lieberman varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum 2000. Greinilegt var að þessum mönnum sárnaði þessi ákvörðun Gore, einkum Lieberman sem fórnaði sér fyrir þennan mann í forsetakosningunum 2000 og beið með að tilkynna eigið forsetaframboð þar til eftir að Gore hafði ákveðið sig í trúmennsku við hann. Var þetta eitt aðalumræðuefnið á seinasta kappræðufundi frambjóðenda demókrata í gærkvöldi, fyrir jól. Létu margir frambjóðenda hvöss orð falla í garð Gore, einkum vöktu athygli orð Lieberman er hann sagði að hann hefði getað fyrirgefið Gore ef hann hefði tilkynnt sér um þetta á undan fjölmiðlum. Eftir þetta sé hann búinn að brenna allar brýr að baki sér í samstarfi þeirra.
Svona er frelsið í dag
Í dag heldur áfram vændisgreinaröðin á frelsinu, birtist nú önnur greinin af fjórum um þessi mál. Í dag birtist pistill Helgu um þessi mál. Orðrétt segir hún í pistli sínum: "Til eru vændiskonur sem líta á vændi sem hverja aðra starfsgrein og þær hljóta nú að vera með þeim óhamingjusömustu. Líkamar geta ekki verið söluvara, vinstri femínistar segja það. Reyndar selja nuddarar líkama sinn og módel líka en líkamsbeiting þeirra felur að minnsta kosti ekki í sér kynlíf, þannig að kynlíf getur ekki verið söluvara. Fólk sem dirfist að vera með önnur siðferðisviðmið skal bara gjöra svo vel að dúsa bak við lás og slá. Slíkt verður ekki liðið í lýðræðisþjóðfélagi, hvað þá undir formerkjum atvinnufrelsis". Í lokin segir hún: "Hafa vinstrimenn velt því fyrir sér að möguleg afleiðing banns við kaupum á vændi geti falist í aukinni óhamingju þeirra sem það stunda. Eða skiptir það kannski engu máli úr því hórurnar eru hvort sem er allar óhamingjusamar?". Góð grein hjá Helgu, líst vel á þessa pistlaröð um vændi á frelsinu.
Dægurmálaspjallið
Í Íslandi í dag voru gestir Þórhalls Gunnarssonar, þeir Illugi Jökulsson ritstjóri DV og Róbert Marshall formaður Blaðamannafélags Íslands. Umræðuefnið að DV skyldi birta nafn og mynd grunaðs kynferðisafbrotamanns á Patreksfirði. Reyndi Illugi að réttlæta með rýrum rökum þennan verknað. Róbert tók Illuga alveg í gegn og eftir stóð að ritstjórinn var alveg á gati. Þeir geta ekki varið þetta eða komið með gild rök fyrir þessum vinnubrögðum nema þá að þetta sé eingöngu gert til að selja slappt blað. Í Kastljósinu ræddu Sigurður Þ. Ragnarsson og Haraldur Ólafsson um umdeildar framtíðarspár Sigurðar sem hefur fyrir Stöð 2 komið með jólaspána, rúmlega hálfum mánuði fyrir jól. Mælist þetta ekki vel fyrir meðal veðurfræðinga á veðurstofunni. Finnst mér þetta vel gert hjá Sigurði og sé ekkert að þessu. Bara um að gera að hann geri það sem hann vilji að ganni sínu. Þetta er mikið hobbý hans. Sá um kvöldið upptöku af Íslandi í bítið, gott viðtal við Ólöfu Einarsdóttur, móður Eiðs Smára og fyrrum eiginkonu Arnórs Guðjohnsen. Gaman að því. Skemmtilegt að heyra hennar hlið á fótboltaheiminum.
Sjónvarpsgláp - afmælisboð - kvikmyndir
Eftir dægurmálaþættina horfði ég á næstsíðasta þáttinn af The Amazing Race. Eftir eru nú þrjú lið sem keppa um sigur í þættinum. Æsispennandi að sjá hvert þeirra muni vinna. Eftir það fór ég í afmælisboð til Siggu vinkonu minnar, sem fagnaði afmæli sínu í gær. Þar svignuðu borð undan krásum og létt og góð stemmning einkenndi kvöldið og gott spjall um ýmis mál. Eftir afmælisboðið hélt ég heim og horfði á kvikmynd Elia Kazan, Gentleman's Agreement. Gentleman's Agreement segir frá kunnum pistlahöfundi á virtu dagblaði í New York, sem ákveður að ráðast gegn fordómum gegn gyðingum. Hann þykist vera gyðingur til að geta skrifað um reynslu þeirra. Lendir hann í ýmsum ævintýrum á þessari vegferð. Myndin hlaut óskar fyrir leikstjórn Kazan, fyrir leik Celeste Holm og sem besta kvikmynd ársins 1947. Myndin varð gríðarlega vinsæl og þótti tímamótaverk, einkum vegna umfjöllunar um málefni gyðinga. Myndin markaði þáttaskil í kvikmyndaheiminum árið 1947. Góð mynd.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á vef Dalvíkurbyggðar. Þar eru fréttir frá Dalvík, fundargerðir nefnda og upplýsingar um bæinn. Góður vefur.
Snjallyrði dagsins
Við lærum að elska með því að elska.
Dame Iris Murdoch skáldkona (1919-1999)
Seinustu daga hefur mikið verið rætt um línuívilnun fyrir dagróðrabáta þá sem gera á að veruleika með frumvarpi því sem sjávarútvegsráðherra leggur brátt fram á þingi á næstu dögum. Mikil andstaða er með málið meðal sjómanna, útvegsmanna, farmanna- og fiskimanna og vélstjóra. Í dag sendi Heimdallur félag ungra sjálfstæðismanna frá sér ályktun þar sem tilkynnt er að félagið leggist eindregið gegn frumvarpinu. Eins og bent er á í ályktuninni eru með línuívilnun aflaheimildir færðar frá núverandi handhöfum til fámenns hóps manna. Tek ég heilshugar undir með Heimdalli er sagt er að tekjutilfærslur af þessu tagi séu ósanngjarnar og með öllu óréttmætar auk þess sem hringlandaháttur löggjafans hvað varðar lagaumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja er með öllu ólíðandi. Heimdallur og SUS eru samstiga í þessu máli og fjallaði ég vel um þetta mál í seinasta pistli á vefsíðu minni og fór yfir atburðarás þessa máls og mínar skoðanir sem hafa aldrei farið á milli mála allt frá því meirihluti landsfundarfulltrúa samþykkti ályktun þess efnis að taka upp línuívilnun. Þetta er eitthvað sem ég get ekki stutt og er ósáttur með samþykkt þessa máls þar á þeim fundi. Mikil óánægja er hér í Eyjafirði vegna þessa máls. Nú hafa bæjarstjórarnir á Akureyri, í Dalvíkurbyggð og í Fjarðabyggð ásamt formönnum Einingar/Iðju, Sjómannafélags Eyjafjarðar og Afls starfsgreinafélags Austurlands, skorað á þingmenn Norðausturkjördæmis að hafna frumvarpi um línuívilnun. Vonandi verða þeir við þeirri ósk.
Eitt umdeildasta mál seinustu daga er birting DV í gær á nafni og mynd af manni frá Patreksfirði sem sakaður er um kynferðislega misnotkun á börnum. Er myndbirtingin réttlætt með því að um sé að ræða mikilvægt mál, fréttaefni sem komi öllum við. Er ég þessu algjörlega ósammála og tel með hreinum ólíkindum að nafn og mynd þessa manns sé birt í dagblaði áður en rannsókn á máli hans er lokið og það hefur farið fyrir dómsstóla. Þetta kemur illa við ættingja mannsins, hann er hreint og beint tekinn af lífi og sviptur mannorðinu áður en allt hefur verið rannsakað. Þetta er ljótur blettur á ferli þessa blaðs og slæm slóð sem þarna er fetuð. Ritstjórar blaðsins verja þetta með lélegum rökum, ómögulegt er að verja þessa gjörð með góðu. Það vita ritstjórar blaðsins. Um er einungis að ræða auglýsingabragð til að selja blaðið. Leitt er að menn grípi til svona ljótra ráða til að auka söluna. Ekkert annað er reynt með þessu. Þessi tegund blaðamennsku er ekki geðsleg og vonandi hverfur hún jafnskjótt og hún kom. En ef marka má blaðið í dag á að halda þessu áfram. Það er sorglegt mjög. Mér finnst Illugi Jökulsson hafa sett mikið niður sem trúverðugur fréttamaður og stjórnandi blaðs eftir þetta mál.
Eins og tilkynnt var í gær mun Al Gore styðja Howard Dean í komandi forsetakosningum demókratamegin og vill að hann verði frambjóðandi flokksins í komandi kosningum. Ollu þessu tíðindi miklum skjálfa innan Demókrataflokksins, enda áður talið líklegra að hann myndi styðja annaðhvort Dick Gephardt fv. leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, eða Joe Lieberman varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum 2000. Greinilegt var að þessum mönnum sárnaði þessi ákvörðun Gore, einkum Lieberman sem fórnaði sér fyrir þennan mann í forsetakosningunum 2000 og beið með að tilkynna eigið forsetaframboð þar til eftir að Gore hafði ákveðið sig í trúmennsku við hann. Var þetta eitt aðalumræðuefnið á seinasta kappræðufundi frambjóðenda demókrata í gærkvöldi, fyrir jól. Létu margir frambjóðenda hvöss orð falla í garð Gore, einkum vöktu athygli orð Lieberman er hann sagði að hann hefði getað fyrirgefið Gore ef hann hefði tilkynnt sér um þetta á undan fjölmiðlum. Eftir þetta sé hann búinn að brenna allar brýr að baki sér í samstarfi þeirra.
Svona er frelsið í dag
Í dag heldur áfram vændisgreinaröðin á frelsinu, birtist nú önnur greinin af fjórum um þessi mál. Í dag birtist pistill Helgu um þessi mál. Orðrétt segir hún í pistli sínum: "Til eru vændiskonur sem líta á vændi sem hverja aðra starfsgrein og þær hljóta nú að vera með þeim óhamingjusömustu. Líkamar geta ekki verið söluvara, vinstri femínistar segja það. Reyndar selja nuddarar líkama sinn og módel líka en líkamsbeiting þeirra felur að minnsta kosti ekki í sér kynlíf, þannig að kynlíf getur ekki verið söluvara. Fólk sem dirfist að vera með önnur siðferðisviðmið skal bara gjöra svo vel að dúsa bak við lás og slá. Slíkt verður ekki liðið í lýðræðisþjóðfélagi, hvað þá undir formerkjum atvinnufrelsis". Í lokin segir hún: "Hafa vinstrimenn velt því fyrir sér að möguleg afleiðing banns við kaupum á vændi geti falist í aukinni óhamingju þeirra sem það stunda. Eða skiptir það kannski engu máli úr því hórurnar eru hvort sem er allar óhamingjusamar?". Góð grein hjá Helgu, líst vel á þessa pistlaröð um vændi á frelsinu.
Dægurmálaspjallið
Í Íslandi í dag voru gestir Þórhalls Gunnarssonar, þeir Illugi Jökulsson ritstjóri DV og Róbert Marshall formaður Blaðamannafélags Íslands. Umræðuefnið að DV skyldi birta nafn og mynd grunaðs kynferðisafbrotamanns á Patreksfirði. Reyndi Illugi að réttlæta með rýrum rökum þennan verknað. Róbert tók Illuga alveg í gegn og eftir stóð að ritstjórinn var alveg á gati. Þeir geta ekki varið þetta eða komið með gild rök fyrir þessum vinnubrögðum nema þá að þetta sé eingöngu gert til að selja slappt blað. Í Kastljósinu ræddu Sigurður Þ. Ragnarsson og Haraldur Ólafsson um umdeildar framtíðarspár Sigurðar sem hefur fyrir Stöð 2 komið með jólaspána, rúmlega hálfum mánuði fyrir jól. Mælist þetta ekki vel fyrir meðal veðurfræðinga á veðurstofunni. Finnst mér þetta vel gert hjá Sigurði og sé ekkert að þessu. Bara um að gera að hann geri það sem hann vilji að ganni sínu. Þetta er mikið hobbý hans. Sá um kvöldið upptöku af Íslandi í bítið, gott viðtal við Ólöfu Einarsdóttur, móður Eiðs Smára og fyrrum eiginkonu Arnórs Guðjohnsen. Gaman að því. Skemmtilegt að heyra hennar hlið á fótboltaheiminum.
Sjónvarpsgláp - afmælisboð - kvikmyndir
Eftir dægurmálaþættina horfði ég á næstsíðasta þáttinn af The Amazing Race. Eftir eru nú þrjú lið sem keppa um sigur í þættinum. Æsispennandi að sjá hvert þeirra muni vinna. Eftir það fór ég í afmælisboð til Siggu vinkonu minnar, sem fagnaði afmæli sínu í gær. Þar svignuðu borð undan krásum og létt og góð stemmning einkenndi kvöldið og gott spjall um ýmis mál. Eftir afmælisboðið hélt ég heim og horfði á kvikmynd Elia Kazan, Gentleman's Agreement. Gentleman's Agreement segir frá kunnum pistlahöfundi á virtu dagblaði í New York, sem ákveður að ráðast gegn fordómum gegn gyðingum. Hann þykist vera gyðingur til að geta skrifað um reynslu þeirra. Lendir hann í ýmsum ævintýrum á þessari vegferð. Myndin hlaut óskar fyrir leikstjórn Kazan, fyrir leik Celeste Holm og sem besta kvikmynd ársins 1947. Myndin varð gríðarlega vinsæl og þótti tímamótaverk, einkum vegna umfjöllunar um málefni gyðinga. Myndin markaði þáttaskil í kvikmyndaheiminum árið 1947. Góð mynd.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á vef Dalvíkurbyggðar. Þar eru fréttir frá Dalvík, fundargerðir nefnda og upplýsingar um bæinn. Góður vefur.
Snjallyrði dagsins
Við lærum að elska með því að elska.
Dame Iris Murdoch skáldkona (1919-1999)
<< Heim