Heitast í umræðunni
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, mun á næstu dögum leggja fram á þingi, frumvarp um línuívilnun dagróðrabáta og ennfremur leggja fram breytingar á byggðakvóta. Samstaða er um frumvarpið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði verið ákveðið að bíða með frumvarpið til næsta hausts en þingmeirihluti er á þingi fyrir línuívilnun nú þegar og í ljósi þess verður frumvarpið lagt fram nú. Samkvæmt frumvarpinu verður línuívilnun fyrir dagróðrabáta 16% í þorski, steinbít og ýsu. Þetta þýðir jafnframt að sá sem á 100 tonna þorskkvóta má veiða allt að 116 tonn. Línuívilnun í ýsu og steinbít kemur til framkvæmda 1. febrúar nk. en í þorskinum í byrjun næsta fiskveiðiárs þann 1. september. Frumvarpið var kynnt formlega í þingflokkum stjórnarflokkanna í dag og líklegt að því verði dreift í þingsölum á morgun. Fyrir lá að stjórnarþingmenn frá Vestfjörðum vildu ekki bíða næsta hausts og höfðu í hyggju að leggja fram frumvarp einir sínir liðs. Hefur samstaða nú náðst sem allir geta sæst á. Línuívilnun var samþykkt sem stefna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars sl. Greiddi ég þar atkvæði á móti þeirri tillögu Vestfirðinga, enda ekki hlynntur þessu máli. Hinsvegar samþykkti fundurinn þetta sem stefnu flokksins. Ávallt stóð til að efna þetta kosningaloforð en deilt var um tímasetningar. Niðurstaða málsins ætti að vera ánægjuefni fyrir alla þá sem studdu tillöguna á sínum tíma.
Fjárlög ársins 2004 voru samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir hádegið í dag. Stjórnarandstaðan sakaði í umræðum við atkvæðagreiðsluna um svik við öryrkja og að svíkja kosningaloforð fyrr á árinu, féllu þung orð þar. Öryrkjar fjölmenntu á þingpalla og fylgdust með lokaafgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, fór mikinn í ræðustól og sagði stjórnarandstöðuna hafa orðið sér til skammar á hverjum degi í fjárlagaumræðunni frá þingbyrjun í október. Hann sagði Samfylkinguna hafa hafa klæðst nýjum flokksbúningi, saumuðum af sjálfri Gróu á Leiti og gert málflutning Gróu að sínum. "Allt eru svik og heiðarlegir menn eru bornir þungum sökum. Þjóðin veit að Jón Kristjánsson segir satt. Hann er maður orðsins. Ég segi við forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins: Guð fyrirgefi ykkur. Þið vitið ekki hvað þið eruð að gjöra" sagði Guðni ennfremur orðrétt. Hann sagðist fordæma málflutning stjórnarandstöðunnar sem ekki fagnaði og viðurkenndi að verið væri að landa stærstu kjarabót öryrkja um áratugi, hækkun örorkubóta úr 2,8 milljörðum í 3,8 milljarða eða um heil 37%. Kraftmikil ræða og féll í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni sem skammaði ráðherrann fyrir að vitna í biblíuna. Eins og fyrr stal landbúnaðarráðherra senunni.
Fyrri umræða var í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2004. Í ræðu á borgarstjórnarfundi í gær flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, góða ræðu þar sem hann fór vel yfir þá óráðsíu og skuldasöfnun sem fram kemur í fjárhagsáætluninni. Þykir Vilhjálmi áætlunin sýna svo ekki verði um villst að gagnrýni Sjálfstæðismanna á R-listann fyrir slælega fjármálastjórn eigi við rök að styðjast. Orðrétt sagði hann í ræðu sinni: "Það er sama hvert litið er, í flestum málaflokkum sýnir útkomuspá þessa árs frávik til hækkunar frá fjárhagsáætlun ársins 2003 eins og hún var samþykkt hér í borgarstjórn fyrir ári síðan. Þessi staðreynd leiðir hugann að því hversu marktæk fjárhagsáætlunin er sem stjórntæki og hversu vel þeim ákvörðunum er fylgt sem fjárhagsáætlunin inniheldur. Að sjálfsögðu geta komið upp atvik sem kalla á breytingar á samþykktri fjárhagsáætlun en frávikin eru umtalsverð ár frá ári og útgjaldaþenslan eykst, sem sýnir æ betur að fjármálastjórnin er ekki í lagi."
Svona er frelsið í dag
Alltaf er nóg um að vera á frelsinu. Í dag skrifar Atli Rafn pistil þar sem hann fer yfir það sem framundan er í starfi Heimdallar og ennfremur það sem gerst hefur síðastliðinn mánuð þar. Hann bendir að auki á ályktanir stjórnar félagsins að undanförnu. Er ánægjulegt hversu kraftmikið og öflugt starf er í Heimdalli nú og greinilegt að ekki er mikið mál fyrir þá sem vilja leggja lið þar að bætast í hópinn og taka virkan þátt í störfum í ungliðahreyfingunni. Gott mál. Ennfremur er á frelsinu birt umfjöllun um ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar leiðtoga borgarstjórnarflokksins, við fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar. Að auki birtist ritstjórnargrein þar sem farið er yfir undarlega nýja útgjaldaliði, t.d. fjölgun á heiðurslistamönnum sem var nóg af fyrir.
Dægurmálaspjallið
Gaman er að fylgjast með Íslandi í bítið, morgunþætti Stöðvar 2 og Bylgjunnar milli 7 og 9 alla virka morgna. Þar koma góðir gestir og er áhugavert dægurmálaspjall í bland við ýmislegt léttmeti. Tekst stjórnendunum, Fjalari Sigurðarsyni og Ingu Lind Karlsdóttur, vel í umfjöllun um það sem hæst ber og eru með líflegan og góðan þátt. Hiklaust besti morgunþátturinn sem nú er í boði. Í gærkvöldi var margt um að vera í dægurmálaþáttunum. Í Íslandi í dag voru Einar Oddur Kristjánsson og Guðmundur Árni Stefánsson, gestir Þórhalls í Íslandi í dag. Það var kraftur í því spjalli og þeir ekki sammála eins og við mátti búast. Að mestu rætt um málefni öryrkja sem einna mest hefur verið rætt þessa vikuna almennt. Í Kastljósinu var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003. Þar eru margar athyglisverðar bækur tilnefndar og nokkrar þeirra hef ég virkilega mikinn áhuga á að lesa. Fremst í flokki þeirra er ævisaga Halldórs Kiljans Laxness eftir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrsta bindið er um 600 síður og heitir Halldór og fjallar um tímabilið 1902-1932, rómantíska tímabil ævi hans eins og höfundurinn segir sjálfur. Ætla að lesa þessa bók Hannesar um jólin og hlakkar til að kynna mér þetta vel þá.
Bíóferð - MSN spjall
Við skelltum okkur í bíó í gærkvöldi. Það styttist til jóla og hvað er betra í jólastressinu en að njóta góðrar kvikmyndar í góðum félagsskap. Skemmtum við okkur konunglega og ákváðum að fara á hina ljúfu Love Actually. Í aðalhlutverki eru Hugh Grant, Liam Neeson, Emma Thompson, Alan Rickman, Keira Knightley og Rowan Atkinson. Semsagt topplið breskra leikara. Þessi góða ástarsaga fjallar um átta mjög ólík pör í London rétt fyrir jól, sem glíma við ýmis vandamál í ástarlífinu. Ástin er þemað í myndinni. Saga þessa ólíka fólks spinnst mjög skemmtilega saman í lok hennar. Mögnuð mynd sem ég mæli eindregið með. Eftir að heim kom átti ég gott spjall við nokkra vini. Margir vildu ræða pólitík og aðrir eitthvað allt annað. Einn þeirra vildi ræða við mig skrif á spjallvefum. Eins og margir vita hef ég dregið mig nú úr spjalli á opnum spjallvefum en fagna hinsvegar öllum þeim sem vilja ræða málin á MSN eða e-mail við mig beint. Því fagna ég ávallt að rabba við fólk á þann hátt, tel ég tíma mínum betur borgið með spjalli þar við fólk sem bæði er sammála og ósammála mér í pólitík en á öðrum stöðum. Það er reyndar svo komið að ég fylgist orðið mjög lítið með því sem fram fer á spjallvefum en hef gaman að líta þess í stað æ meir á vandaðar bloggsíður vina og þeirra sem gaman er að fylgjast með tjá sig um málefni samtímans.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á hinn frábæra tónlistarvef, tonlist.is. Þar er hægt að hlusta á íslenska tónlist, sækja hana í gegnum áskrift í tölvuna og kaupa sér lög til að brenna á diska. Nota ég þessa þjónustu mikið og mæli með henni. Flottur vefur fyrir þá sem unna íslenskri tónlist.
Snjallyrði dagsins
Kannski er það höfuðeinkenni á farsælu fólki, að það stuðlar að hamingju annarra.
Páll Skúlason háskólarektor
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, mun á næstu dögum leggja fram á þingi, frumvarp um línuívilnun dagróðrabáta og ennfremur leggja fram breytingar á byggðakvóta. Samstaða er um frumvarpið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði verið ákveðið að bíða með frumvarpið til næsta hausts en þingmeirihluti er á þingi fyrir línuívilnun nú þegar og í ljósi þess verður frumvarpið lagt fram nú. Samkvæmt frumvarpinu verður línuívilnun fyrir dagróðrabáta 16% í þorski, steinbít og ýsu. Þetta þýðir jafnframt að sá sem á 100 tonna þorskkvóta má veiða allt að 116 tonn. Línuívilnun í ýsu og steinbít kemur til framkvæmda 1. febrúar nk. en í þorskinum í byrjun næsta fiskveiðiárs þann 1. september. Frumvarpið var kynnt formlega í þingflokkum stjórnarflokkanna í dag og líklegt að því verði dreift í þingsölum á morgun. Fyrir lá að stjórnarþingmenn frá Vestfjörðum vildu ekki bíða næsta hausts og höfðu í hyggju að leggja fram frumvarp einir sínir liðs. Hefur samstaða nú náðst sem allir geta sæst á. Línuívilnun var samþykkt sem stefna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars sl. Greiddi ég þar atkvæði á móti þeirri tillögu Vestfirðinga, enda ekki hlynntur þessu máli. Hinsvegar samþykkti fundurinn þetta sem stefnu flokksins. Ávallt stóð til að efna þetta kosningaloforð en deilt var um tímasetningar. Niðurstaða málsins ætti að vera ánægjuefni fyrir alla þá sem studdu tillöguna á sínum tíma.
Fjárlög ársins 2004 voru samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir hádegið í dag. Stjórnarandstaðan sakaði í umræðum við atkvæðagreiðsluna um svik við öryrkja og að svíkja kosningaloforð fyrr á árinu, féllu þung orð þar. Öryrkjar fjölmenntu á þingpalla og fylgdust með lokaafgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, fór mikinn í ræðustól og sagði stjórnarandstöðuna hafa orðið sér til skammar á hverjum degi í fjárlagaumræðunni frá þingbyrjun í október. Hann sagði Samfylkinguna hafa hafa klæðst nýjum flokksbúningi, saumuðum af sjálfri Gróu á Leiti og gert málflutning Gróu að sínum. "Allt eru svik og heiðarlegir menn eru bornir þungum sökum. Þjóðin veit að Jón Kristjánsson segir satt. Hann er maður orðsins. Ég segi við forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins: Guð fyrirgefi ykkur. Þið vitið ekki hvað þið eruð að gjöra" sagði Guðni ennfremur orðrétt. Hann sagðist fordæma málflutning stjórnarandstöðunnar sem ekki fagnaði og viðurkenndi að verið væri að landa stærstu kjarabót öryrkja um áratugi, hækkun örorkubóta úr 2,8 milljörðum í 3,8 milljarða eða um heil 37%. Kraftmikil ræða og féll í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni sem skammaði ráðherrann fyrir að vitna í biblíuna. Eins og fyrr stal landbúnaðarráðherra senunni.
Fyrri umræða var í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2004. Í ræðu á borgarstjórnarfundi í gær flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, góða ræðu þar sem hann fór vel yfir þá óráðsíu og skuldasöfnun sem fram kemur í fjárhagsáætluninni. Þykir Vilhjálmi áætlunin sýna svo ekki verði um villst að gagnrýni Sjálfstæðismanna á R-listann fyrir slælega fjármálastjórn eigi við rök að styðjast. Orðrétt sagði hann í ræðu sinni: "Það er sama hvert litið er, í flestum málaflokkum sýnir útkomuspá þessa árs frávik til hækkunar frá fjárhagsáætlun ársins 2003 eins og hún var samþykkt hér í borgarstjórn fyrir ári síðan. Þessi staðreynd leiðir hugann að því hversu marktæk fjárhagsáætlunin er sem stjórntæki og hversu vel þeim ákvörðunum er fylgt sem fjárhagsáætlunin inniheldur. Að sjálfsögðu geta komið upp atvik sem kalla á breytingar á samþykktri fjárhagsáætlun en frávikin eru umtalsverð ár frá ári og útgjaldaþenslan eykst, sem sýnir æ betur að fjármálastjórnin er ekki í lagi."
Svona er frelsið í dag
Alltaf er nóg um að vera á frelsinu. Í dag skrifar Atli Rafn pistil þar sem hann fer yfir það sem framundan er í starfi Heimdallar og ennfremur það sem gerst hefur síðastliðinn mánuð þar. Hann bendir að auki á ályktanir stjórnar félagsins að undanförnu. Er ánægjulegt hversu kraftmikið og öflugt starf er í Heimdalli nú og greinilegt að ekki er mikið mál fyrir þá sem vilja leggja lið þar að bætast í hópinn og taka virkan þátt í störfum í ungliðahreyfingunni. Gott mál. Ennfremur er á frelsinu birt umfjöllun um ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar leiðtoga borgarstjórnarflokksins, við fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar. Að auki birtist ritstjórnargrein þar sem farið er yfir undarlega nýja útgjaldaliði, t.d. fjölgun á heiðurslistamönnum sem var nóg af fyrir.
Dægurmálaspjallið
Gaman er að fylgjast með Íslandi í bítið, morgunþætti Stöðvar 2 og Bylgjunnar milli 7 og 9 alla virka morgna. Þar koma góðir gestir og er áhugavert dægurmálaspjall í bland við ýmislegt léttmeti. Tekst stjórnendunum, Fjalari Sigurðarsyni og Ingu Lind Karlsdóttur, vel í umfjöllun um það sem hæst ber og eru með líflegan og góðan þátt. Hiklaust besti morgunþátturinn sem nú er í boði. Í gærkvöldi var margt um að vera í dægurmálaþáttunum. Í Íslandi í dag voru Einar Oddur Kristjánsson og Guðmundur Árni Stefánsson, gestir Þórhalls í Íslandi í dag. Það var kraftur í því spjalli og þeir ekki sammála eins og við mátti búast. Að mestu rætt um málefni öryrkja sem einna mest hefur verið rætt þessa vikuna almennt. Í Kastljósinu var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003. Þar eru margar athyglisverðar bækur tilnefndar og nokkrar þeirra hef ég virkilega mikinn áhuga á að lesa. Fremst í flokki þeirra er ævisaga Halldórs Kiljans Laxness eftir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrsta bindið er um 600 síður og heitir Halldór og fjallar um tímabilið 1902-1932, rómantíska tímabil ævi hans eins og höfundurinn segir sjálfur. Ætla að lesa þessa bók Hannesar um jólin og hlakkar til að kynna mér þetta vel þá.
Bíóferð - MSN spjall
Við skelltum okkur í bíó í gærkvöldi. Það styttist til jóla og hvað er betra í jólastressinu en að njóta góðrar kvikmyndar í góðum félagsskap. Skemmtum við okkur konunglega og ákváðum að fara á hina ljúfu Love Actually. Í aðalhlutverki eru Hugh Grant, Liam Neeson, Emma Thompson, Alan Rickman, Keira Knightley og Rowan Atkinson. Semsagt topplið breskra leikara. Þessi góða ástarsaga fjallar um átta mjög ólík pör í London rétt fyrir jól, sem glíma við ýmis vandamál í ástarlífinu. Ástin er þemað í myndinni. Saga þessa ólíka fólks spinnst mjög skemmtilega saman í lok hennar. Mögnuð mynd sem ég mæli eindregið með. Eftir að heim kom átti ég gott spjall við nokkra vini. Margir vildu ræða pólitík og aðrir eitthvað allt annað. Einn þeirra vildi ræða við mig skrif á spjallvefum. Eins og margir vita hef ég dregið mig nú úr spjalli á opnum spjallvefum en fagna hinsvegar öllum þeim sem vilja ræða málin á MSN eða e-mail við mig beint. Því fagna ég ávallt að rabba við fólk á þann hátt, tel ég tíma mínum betur borgið með spjalli þar við fólk sem bæði er sammála og ósammála mér í pólitík en á öðrum stöðum. Það er reyndar svo komið að ég fylgist orðið mjög lítið með því sem fram fer á spjallvefum en hef gaman að líta þess í stað æ meir á vandaðar bloggsíður vina og þeirra sem gaman er að fylgjast með tjá sig um málefni samtímans.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á hinn frábæra tónlistarvef, tonlist.is. Þar er hægt að hlusta á íslenska tónlist, sækja hana í gegnum áskrift í tölvuna og kaupa sér lög til að brenna á diska. Nota ég þessa þjónustu mikið og mæli með henni. Flottur vefur fyrir þá sem unna íslenskri tónlist.
Snjallyrði dagsins
Kannski er það höfuðeinkenni á farsælu fólki, að það stuðlar að hamingju annarra.
Páll Skúlason háskólarektor
<< Heim