Heitast í umræðunni
Í gær var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að Hannes Hafstein tók við embætti ráðherra Íslands fyrstur manna. Jafnframt var öld liðin frá stofnun hins íslenska Stjórnarráðs. Af þessu tilefni kom ríkisráð Íslands saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og staðfesti nýja reglugerð um Stjórnarráð Íslands. Reglugerðin er meginréttarheimild um verkaskiptingu í stjórnarráðinu og þar með um skiptingu starfa milli ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Þessi reglugerð miðar ekki að því að breyta verkaskiptingu milli ráðuneyta ríkisstjórnarinnar, einvörðungu er um að ræða uppfærslu á fyrri reglugerð frá árinu 1969. Löngu var orðið tímabært að færa reglugerðina til nútímans, enda margt breyst frá 1969. Það kom í verkahring handhafa forsetavalds að staðfesta þessar breytingar á fyrrnefndum ríkisráðsfundi í fjarveru forseta Íslands sem var erlendis á þessum hátíðisdegi í sögu landsmanna. Það vakti óneitanlega mikla athygli að þjóðhöfðingi Íslendinga sá sér ekki fært að vera hérlendis á þessum merku tímamótum sem 100 ára afmæli heimastjórnar og Stjórnarráðsins er óneitanlega. Þess í stað dvelst hann nú í skíðaferðalagi í Aspen í Bandaríkjunum.
Fram hefur komið að nokkuð er síðan upplýst var ríkisstjórn landsins að forseti yrði erlendis þennan dag. Ég hefði talið mikilvægt að þjóðhöfðingi yrði viðstaddur slík hátíðarhöld og þau er fram fóru í gær og yrði þar fulltrúi þess embættis sem hann var kjörinn til að gegna. Það er undrunarefni að hann telji mikilvægara að vera erlendis en vera hérlendis á þessum tímapunkti. Eins og flestir vita færir forseti handhöfum forsetavalds þau litlu völd sem hann hefur við brottför frá Íslandi með táknrænni athöfn. Það kom því í hlut forsætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar að gegna embætti forseta í fjarveru þjóðhöfðingjans við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fram kom í fréttum í dag að forseti hefði ekki vitað af ríkisráðsfundi og því ekki séð sér ástæðu til að vera hérlendis á þessum hátíðisdegi. Undrunarefni er vissulega að forseti Íslands, sjái frekar ástæðu til að fara erlendis í skíðaferðalag en taka þátt í hátíðarhöldum aldarafmælis heimastjórnar. Það þykir mér allsérstakt. Athygli vekur að vissir einstaklingar túlka það þannig að forseti hafi ekki verið þátttakandi í þessum ríkisráðsfundi. Það er auðvitað alrangt. Handhafar forsetavalds gegna embætti forseta, ef starfandi forseti er fjarverandi eða af öðrum ástæðum getur ekki gegnt starfi sínu. Svo einfalt er það.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, tilkynnti á þingi í dag að Þjóðminjasafnið yrði opnað formlega í sumar eftir gagngerar endurbætur. Til hafði staðið að opna safnið á þjóðhátíðardaginn, en smáseinkun verður á opnun fram eftir sumri vegna seinkunar á sérsmíðuðum skápum á safninu. Verklegar framkvæmdir í húsi Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu eru vel á veg komnar. Tvær efri sýningahæðir eru tilbúnar en framkvæmdir við jarðhæð eru enn í fullum gangi. Athyglisvert verður að sjá safnið eftir gagngerar endurbætur á því í sumar.
Hátíðarhöld vegna afmælis heimastjórnar
Hátíðardagskrá fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld í tilefni af aldarafmæli heimastjórnar á Íslandi og Stjórnarráðs Íslands. Athöfninni var sjónvarpað beint og var Gísli Marteinn kynnir. Hún hófst á því að Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Örn Magnússon píanóleikari fluttu fyrsta kafla sónötu eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þá flutti Þórunn Erna Clausen leikkona og barnabarnabarn Hannesar Hafstein kvæðið Ástarjátningu til Íslands eftir langafa sinn, fyrsta ráðherrann. Að svo búnu flutti forsætisráðherra, hátíðarræðu sína. Rúnar Freyr Gíslason leikari, kvæðið Storm eftir Hannes Hafstein. Dagskránni lauk með einsöng Gunnars Guðbjörnssonar við undirleik Arnar Magnússonar. Þeir fluttu lögin, Sólskríkjuna, Sofðu unga ástin mín og Sjá dagar koma. Í hátíðarræðu sinni sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra: "Við hrífumst af því nú, hve heimastjórnin hafði góð áhrif á lífsskilyrði og þróun íslensku þjóðarinnar. Fyrsta heimastjórnaröldin hefur verið byltingarkennd bót fyrir mannlíf í þessu landi. Nú er auðvitað ekki víst og reyndar harla ólíklegt að við hefðum farið á mis við alla þá framþróun, ef stjórnskipan okkar hefði ekki breyst til þess sem varð 1. febrúar 1904 og í framhaldi af því 1. desember 1918. En það má nú fullyrða með öruggri vissu að árangur okkar hefði ella ekki orðið svo glæsilegur og varanlegur sem raun varð á." Um fyrsta ráðherrann sagði forsætisráðherra: "Hann hafði fengið dönsku stjórnina til að bjóða Íslendingum heimastjórn. Um það segir dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: "Eins og þá horfði, hafði Hannes því unnið einn frækilegasta sigur, sem íslenskur stjórnmálamaður nokkru sinni hefur unnið." Þetta segir dr. Bjarni 3. desember 1961 og á þeim tíma sem síðan er hefur ekkert gerst, sem breytir þessu mati".
Svona er frelsið í dag
Ingó fjallar í góðum pistli á frelsinu í dag um Íbúðalánasjóð og samkeppni á lánamarkaði. Í pistlinum segir hann: "Í tíð Sjálfstæðisflokksins hefur verulega dregið úr umsvifum ríkisins í fjármálaþjónustu með einkavæðingu á ríkisbönkunum. Engu að síður er samkeppnissstaðan ennþá skökk á lánamarkaðnum en í krafti ríkisábyrgðar og lagasetningar nýtur Íbúðalánasjóður verulegs forskots. Sú staðreynd ein og sér að lán íbúðalánasjóðs eru tryggð með ríkisábyrgð heftir banka verulega til að keppa á sama markaði enda er lánshæfismat ríkissins betra en lánshæfismat banka. En eins og ríkisábyrgðin sé ekki nóg til að skekkja myndina þá þarf Íbúðalánasjóður ekki að framfylgja sömu reglum og önnur fjármálafyrirtæki um eiginfjárhlutfall og útlánaafskriftir. Rík krafa er gerð um að bankar framfylgi þessum reglum og er því undarlegt að stærsti íslenski lánveitandinn sé þeim undanskilinn." Ennfremur er í dag á frelsinu fjallað um athyglisverðan fund menningarmálahóps með Gísla Marteini Baldurssyni og Rúnari Frey Gíslasyni, fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.
Kvikmyndir
Eftir að ég hafði skrifað tvo pistla, farið yfir fjölda tölvupósta og rætt við nokkra vini á MSN, horfðum við á úrvalsmyndina The Remains of the Day í gærkvöld. Myndin er byggð á samnefndri bók Ruth Prawer Jhabvala. Hér segir frá hinum trúfasta og húsbóndaholla bryta, James Stevens sem þjónar í sögubyrjun Bandaríkjamanninum Lewis á breska hefðarsetrinu Darlington Hall. Stevens varði mestum hluta ævi sinnar í þjónustu Darlington lávarðar, en hann hélt á heimili sínu marga alþjóðlega fundi árin 1936-1939 þar sem hann reyndi að hafa milligöngu um sættir þeirra þjóða sem deildu að lokum hart í seinni heimstyrjöldinni á árunum 1939-1945. Í byrjun myndarinnar er Darlington fallinn frá og Stevens eins og fyrr segir kominn undir stjórn nýs húsbónda. Honum er jafnframt orðið ljóst að trúmennska hans og hollusta ásamt blindri skyldurækni sinni, hefur kostað hann lífshamingjuna og hrakið á brott einu konuna sem vildi eiga hann. Hann tekur sér ferð á hendur norður í land, þar sem hann hefur í hyggju að hitta þessa konu. Hyggst hann reyna í seinasta sinn að vinna hug hennar. Hann vill ekki að það verði um seinan. En tekst honum að vinna ástir hennar? Meistaralega skrifuð og sviðsett saga. Sir Anthony Hopkins og Emma Thompson fara á kostum í aðalhlutverkunum í magnaðri mynd.
Dagurinn í dag
* 1988 Hjarta og lungu grædd í fyrsta Íslendinginn, Halldór Halldórsson
* 1990 Þjóðarsáttin - launþegar og atvinnurekendur undirrita tímamótasamkomulag
* 1990 Aðskilnaðarstefna stjórnvalda líður formlega undir lok í Suður Afríku
* 1998 Fréttavefurinn mbl.is opnaður - vinsælasti fréttavefur Íslands frá upphafi
Snjallyrði dagsins
We didn't need dialogue. We had faces!
Norma Desmond í Sunset Boulevard
Í gær var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að Hannes Hafstein tók við embætti ráðherra Íslands fyrstur manna. Jafnframt var öld liðin frá stofnun hins íslenska Stjórnarráðs. Af þessu tilefni kom ríkisráð Íslands saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og staðfesti nýja reglugerð um Stjórnarráð Íslands. Reglugerðin er meginréttarheimild um verkaskiptingu í stjórnarráðinu og þar með um skiptingu starfa milli ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Þessi reglugerð miðar ekki að því að breyta verkaskiptingu milli ráðuneyta ríkisstjórnarinnar, einvörðungu er um að ræða uppfærslu á fyrri reglugerð frá árinu 1969. Löngu var orðið tímabært að færa reglugerðina til nútímans, enda margt breyst frá 1969. Það kom í verkahring handhafa forsetavalds að staðfesta þessar breytingar á fyrrnefndum ríkisráðsfundi í fjarveru forseta Íslands sem var erlendis á þessum hátíðisdegi í sögu landsmanna. Það vakti óneitanlega mikla athygli að þjóðhöfðingi Íslendinga sá sér ekki fært að vera hérlendis á þessum merku tímamótum sem 100 ára afmæli heimastjórnar og Stjórnarráðsins er óneitanlega. Þess í stað dvelst hann nú í skíðaferðalagi í Aspen í Bandaríkjunum.
Fram hefur komið að nokkuð er síðan upplýst var ríkisstjórn landsins að forseti yrði erlendis þennan dag. Ég hefði talið mikilvægt að þjóðhöfðingi yrði viðstaddur slík hátíðarhöld og þau er fram fóru í gær og yrði þar fulltrúi þess embættis sem hann var kjörinn til að gegna. Það er undrunarefni að hann telji mikilvægara að vera erlendis en vera hérlendis á þessum tímapunkti. Eins og flestir vita færir forseti handhöfum forsetavalds þau litlu völd sem hann hefur við brottför frá Íslandi með táknrænni athöfn. Það kom því í hlut forsætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar að gegna embætti forseta í fjarveru þjóðhöfðingjans við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fram kom í fréttum í dag að forseti hefði ekki vitað af ríkisráðsfundi og því ekki séð sér ástæðu til að vera hérlendis á þessum hátíðisdegi. Undrunarefni er vissulega að forseti Íslands, sjái frekar ástæðu til að fara erlendis í skíðaferðalag en taka þátt í hátíðarhöldum aldarafmælis heimastjórnar. Það þykir mér allsérstakt. Athygli vekur að vissir einstaklingar túlka það þannig að forseti hafi ekki verið þátttakandi í þessum ríkisráðsfundi. Það er auðvitað alrangt. Handhafar forsetavalds gegna embætti forseta, ef starfandi forseti er fjarverandi eða af öðrum ástæðum getur ekki gegnt starfi sínu. Svo einfalt er það.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, tilkynnti á þingi í dag að Þjóðminjasafnið yrði opnað formlega í sumar eftir gagngerar endurbætur. Til hafði staðið að opna safnið á þjóðhátíðardaginn, en smáseinkun verður á opnun fram eftir sumri vegna seinkunar á sérsmíðuðum skápum á safninu. Verklegar framkvæmdir í húsi Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu eru vel á veg komnar. Tvær efri sýningahæðir eru tilbúnar en framkvæmdir við jarðhæð eru enn í fullum gangi. Athyglisvert verður að sjá safnið eftir gagngerar endurbætur á því í sumar.
Hátíðarhöld vegna afmælis heimastjórnar
Hátíðardagskrá fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld í tilefni af aldarafmæli heimastjórnar á Íslandi og Stjórnarráðs Íslands. Athöfninni var sjónvarpað beint og var Gísli Marteinn kynnir. Hún hófst á því að Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Örn Magnússon píanóleikari fluttu fyrsta kafla sónötu eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þá flutti Þórunn Erna Clausen leikkona og barnabarnabarn Hannesar Hafstein kvæðið Ástarjátningu til Íslands eftir langafa sinn, fyrsta ráðherrann. Að svo búnu flutti forsætisráðherra, hátíðarræðu sína. Rúnar Freyr Gíslason leikari, kvæðið Storm eftir Hannes Hafstein. Dagskránni lauk með einsöng Gunnars Guðbjörnssonar við undirleik Arnar Magnússonar. Þeir fluttu lögin, Sólskríkjuna, Sofðu unga ástin mín og Sjá dagar koma. Í hátíðarræðu sinni sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra: "Við hrífumst af því nú, hve heimastjórnin hafði góð áhrif á lífsskilyrði og þróun íslensku þjóðarinnar. Fyrsta heimastjórnaröldin hefur verið byltingarkennd bót fyrir mannlíf í þessu landi. Nú er auðvitað ekki víst og reyndar harla ólíklegt að við hefðum farið á mis við alla þá framþróun, ef stjórnskipan okkar hefði ekki breyst til þess sem varð 1. febrúar 1904 og í framhaldi af því 1. desember 1918. En það má nú fullyrða með öruggri vissu að árangur okkar hefði ella ekki orðið svo glæsilegur og varanlegur sem raun varð á." Um fyrsta ráðherrann sagði forsætisráðherra: "Hann hafði fengið dönsku stjórnina til að bjóða Íslendingum heimastjórn. Um það segir dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: "Eins og þá horfði, hafði Hannes því unnið einn frækilegasta sigur, sem íslenskur stjórnmálamaður nokkru sinni hefur unnið." Þetta segir dr. Bjarni 3. desember 1961 og á þeim tíma sem síðan er hefur ekkert gerst, sem breytir þessu mati".
Svona er frelsið í dag
Ingó fjallar í góðum pistli á frelsinu í dag um Íbúðalánasjóð og samkeppni á lánamarkaði. Í pistlinum segir hann: "Í tíð Sjálfstæðisflokksins hefur verulega dregið úr umsvifum ríkisins í fjármálaþjónustu með einkavæðingu á ríkisbönkunum. Engu að síður er samkeppnissstaðan ennþá skökk á lánamarkaðnum en í krafti ríkisábyrgðar og lagasetningar nýtur Íbúðalánasjóður verulegs forskots. Sú staðreynd ein og sér að lán íbúðalánasjóðs eru tryggð með ríkisábyrgð heftir banka verulega til að keppa á sama markaði enda er lánshæfismat ríkissins betra en lánshæfismat banka. En eins og ríkisábyrgðin sé ekki nóg til að skekkja myndina þá þarf Íbúðalánasjóður ekki að framfylgja sömu reglum og önnur fjármálafyrirtæki um eiginfjárhlutfall og útlánaafskriftir. Rík krafa er gerð um að bankar framfylgi þessum reglum og er því undarlegt að stærsti íslenski lánveitandinn sé þeim undanskilinn." Ennfremur er í dag á frelsinu fjallað um athyglisverðan fund menningarmálahóps með Gísla Marteini Baldurssyni og Rúnari Frey Gíslasyni, fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.
Kvikmyndir
Eftir að ég hafði skrifað tvo pistla, farið yfir fjölda tölvupósta og rætt við nokkra vini á MSN, horfðum við á úrvalsmyndina The Remains of the Day í gærkvöld. Myndin er byggð á samnefndri bók Ruth Prawer Jhabvala. Hér segir frá hinum trúfasta og húsbóndaholla bryta, James Stevens sem þjónar í sögubyrjun Bandaríkjamanninum Lewis á breska hefðarsetrinu Darlington Hall. Stevens varði mestum hluta ævi sinnar í þjónustu Darlington lávarðar, en hann hélt á heimili sínu marga alþjóðlega fundi árin 1936-1939 þar sem hann reyndi að hafa milligöngu um sættir þeirra þjóða sem deildu að lokum hart í seinni heimstyrjöldinni á árunum 1939-1945. Í byrjun myndarinnar er Darlington fallinn frá og Stevens eins og fyrr segir kominn undir stjórn nýs húsbónda. Honum er jafnframt orðið ljóst að trúmennska hans og hollusta ásamt blindri skyldurækni sinni, hefur kostað hann lífshamingjuna og hrakið á brott einu konuna sem vildi eiga hann. Hann tekur sér ferð á hendur norður í land, þar sem hann hefur í hyggju að hitta þessa konu. Hyggst hann reyna í seinasta sinn að vinna hug hennar. Hann vill ekki að það verði um seinan. En tekst honum að vinna ástir hennar? Meistaralega skrifuð og sviðsett saga. Sir Anthony Hopkins og Emma Thompson fara á kostum í aðalhlutverkunum í magnaðri mynd.
Dagurinn í dag
* 1988 Hjarta og lungu grædd í fyrsta Íslendinginn, Halldór Halldórsson
* 1990 Þjóðarsáttin - launþegar og atvinnurekendur undirrita tímamótasamkomulag
* 1990 Aðskilnaðarstefna stjórnvalda líður formlega undir lok í Suður Afríku
* 1998 Fréttavefurinn mbl.is opnaður - vinsælasti fréttavefur Íslands frá upphafi
Snjallyrði dagsins
We didn't need dialogue. We had faces!
Norma Desmond í Sunset Boulevard
<< Heim