Heitast í umræðunni
Hæstiréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms Norðurlands í leikhússtjóramálinu. Í dómsúrskurði héraðsdóms 14. júlí 2003 kom fram að við ráðningu í stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar sumarið 2002 hefði verið brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Í þeim dómi, dæmdi rétturinn Leikfélagið til að greiða Jafnréttisstofu vegna Hrafnhildar Hafberg, sem ekki fékk stöðu leikhússtjóra, tæplega eina miljón króna. Hæstiréttur sýknaði hinsvegar Leikfélagið að fullu af skaðabótakröfu vegna ráðningarinnar og taldi ráðninguna ekki brot á jafnréttislögum. Er dómur héraðsdóms féll sagði Valgerður Bjarnadóttir bæjarfulltrúi VG, af sér sem formaður leikhúsráðs og lét skömmu síðar af embætti sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, að ósk félagsmálaráðherra. Var ráðning Þorsteins Bachmanns í starfið, umdeild vegna stöðu Valgerðar og starfs hennar hjá Jafnréttisstofu. Kom mál þetta allt mjög illa fyrir Leikfélagið sem átti í miklum fjárhagserfiðleikum fyrir. Málaferli vegna ráðningar leikhússtjóra ásamt miklum peningalegum erfiðleikum hefur skekið LA seinustu tvö ár. Mikilvægt er að þessu máli sé nú lokið og hægt sé að horfa fram á veginn. Mikið ánægjuefni er að Akureyrarbær og Leikfélagið vinni sigur í þessu máli. Þorsteinn Bachmann leikhússtjóri, sagði upp störfum í dag, sama dag og dómur féll í þessu máli. Mun dómsmálið ekki tengjast uppsögn hans.
Bandarískir demókratar heyja þessa dagana harða baráttu um hver eigi að mæta George W. Bush forseta, í forsetakosningunum í nóvember. Á meðan er forsetafrúin á kosningaferðalagi í Flórída. Eftir óvæntan stórsigur í Iowa hefur kosningabarátta Johns Kerry tekið mikinn kipp og hefur hann nú tekið afgerandi forystu í kosningaslagnum innan flokksins. Til hans streymir nú fé í kosningasjóði og áhrifamiklir demókratar lýsa yfir stuðningi við hann vegna forkosninganna í New Hampshire á þriðjudag. Howard Dean þótti fremja pólitískt sjálfsmorð er hann ávarpaði stuðningsmenn í Iowa á mánudagskvöldið. Þar öskraði hann þau ríki sem framundan væru á dagskránni og lét sem óður maður væri og virtist hafa litla stjórn á sér. Ræðan leiddi til þess að Tom Harkin öldungadeildarþingmaður í NH, hætti stuðningi við Dean. Skv. nýjum skoðanakönnunum hefur Kerry nú marktæka forystu í New Hampshire og ljóst að fylgi Deans hefur hrapað á skömmum tíma. Heyrst hefur að Kerry hafi leitað eftir stuðningi Dick Gephardt, sem hætti baráttu sinni í vikunni. Fái Kerry stuðning hans mun framboð hans styrkjast til muna í Suðurríkjunum. Frambjóðendurnir 7 mætast í sjónvarpkappræðum í kvöld, telja margir að frammistaða þar hafi mikið að segja um úrslit í NH.
Tilkynnt var í gær að til stæði að sameina Norðurljós og Frétt ehf í eitt félag, sem síðan skuli sett á almennan verðbréfamarkað. Bæði fyrirtækin eru að stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Með sameiningunni verður til langstærsta fjölmiðlafyrirtæki hérlendis. Í eigu þess munu verða fimm sjónvarpsstöðvar auk Fjölvarpsins: Stöð 2, Sýn, Bíórásin, PoppTíví, Bíórásin og Sýn, fimm útvarpsstöðvar: Bylgjan, FM957, Skonrokk, Létt og X-ið, tvö dagblöð: Fréttablaðið og DV, auk þess er á teikniborðinu að bæta við þriðja blaðinu, vikulegu viðskiptablaði. Ennfremur er Skífan innan Norðurljósa. Þetta er því risavaxið fyrirtæki. Þessa dagana er unnið að því að klára skuldauppgjör Norðurljósa. Verið er að ganga frá tæplega 7 milljarða sambankaláni sem KB banki og Landsbankinn eiga en stefnt er að því að Landsbankinn taki það að fullu yfir. Að þessu loknu á eins og fyrr var sagt að gera nýja fyrirtækið að almenningshlutafélagi. Í seinasta mánuði skipaði Tómas Ingi Olrich fyrrv. menntamálaráðherra, nefnd sem fjalla mun um hvort þörf sé á lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin á að skila greinargerð og tillögum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, fyrir 1. mars nk.
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjalla ég um mikilvægi þess að ríkið fari af fjölmiðlamarkaði. Aldrei er of oft minnt á skoðanir okkar ungra sjálfstæðismanna og tækifærið til þess nú er menntamálaráðherra lýsir yfir þvert á móti skoðunum okkar að varðveita skuli úrelt fyrirkomulag á rekstri RÚV. Þeirri skoðun ráðherra erum við svo sannarlega algjörlega mótfallin og ítreka ég það í þessum pistli. Í pistlinum segir: "Skömmu eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, tók við embætti sínu um áramótin sagði hún að efla þyrfti RÚV og styrkja. Skoðanir menntamálaráðherra á hlutverki RÚV og mikilvægi þess fara ekki saman við þær skoðanir sem ungir sjálfstæðismenn hafa á RÚV. Afstaða ungra sjálfstæðismanna til fjölmiðlunar af hálfu ríkisins er alveg skýr. Í ályktun efnahags- og viðskiptanefndar SUS sem samþykkt var á þingi þess í Borgarnesi, 12. – 14. september 2003 kemur skýrt fram vilji ungs hægrifólks til þess að hafinn verði undirbúningur þess að einkavæða RÚV og selja strax t.d. Rás 2. Það er okkur í SUS mikið kappsmál að gerðar verði róttækar breytingar á rekstri RÚV og það einkavætt. Ríkið á ekkert erindi á fjölmiðlamarkaði á 21. öld."
Kvikmyndir
Horfði í gær enn einu sinni á kvikmyndina The Contender, sem er vandaður og vel gerður pólitískur spennutryllir eins og þeir gerast bestir. Hér er sögð sagan af því er Jackson Evans, forseti Bandaríkjanna, tekur þá örlagaríku ákvörðun að tilnefna fyrstu konuna, öldungadeildarþingmanninn Laine Hanson sem varaforsetaefni sitt er sitjandi varaforseti Bandaríkjanna fellur frá rétt fyrir lok seinna kjörtímabils forsetans. Hann sér í því tvenna möguleika, báða mjög góða fyrir hann og arfleifð sína. Hann yrði með því fyrsti forseti Bandaríkjanna til að útnefna konu sem varaforseta sinn og hann yrði með því öruggur partur af stjórnmálasögu sinnar samtíðar. Er val forsetans á henni hefur verið tilkynnt opinberlega koma fram gögn sem greina í smáatriðum frá afar frjálslegum kynferðislegum athöfnum hennar á yngri árum sínum og með því kemst allt í uppnám þar sem Öldungadeild Bandaríkjaþings (sem þarf að staðfesta varaforsetaefni sitjandi forseta) telur slíkt vart hæfa tilvonandi varaforseta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem ganga lengst fram í andúð sinni á vegtyllu hennar er repúblikaninn Shelly Runyon, en honum er mjög í nöp við hana og ekki síst fortíð hennar. Hann ákveður að reyna hvað sem hann getur til að spilla fyrir framavonum hennar. Hér smellur allt saman til að skapa hina einu sönnu pólitísku spennumynd. Jeff Bridges, Joan Allen og Gary Oldman fara á kostum í magnaðri mynd.
Tónlist - bækur
Meðal þeirra platna sem ég fékk í jólagjöf var magnaður diskur hljómsveitarinnar Mínus, sem ber hið frumlega nafn, Halldór Laxness. Var valin poppplata ársins 2003, átti þann heiður svo sannarlega skilið. Hrátt og gott rokk sem öllum ætti að líka vel við. Hef seinustu daga verið að lesa nokkrar bækur, t.d. árbækur áranna 1988-1995 sem ég keypti nýlega. Ítarlegar og mjög góðar. Svo kíki ég alltaf reglulega í bók Ólafs Teits og Gísla Marteins, Bók aldarinnar, sem kom út árið 1999. Þar birtist fróðleg samantekt yfir það sem bar hæst og lægst á 20. öldinni. Settu höfundar saman ýmsar tölulegar upplýsingar frá 20. öld, allt frá stigahæstu skákmönnum til hættulegustu vegarkafla landsins. Öllu er skemmtilega pakkað saman í athyglisverða bók. Mögnuð lesning.
Vefur dagsins
Alltaf er gaman af pólitískri umfjöllun á netinu. Lít ég oft á vefinn Politics Online, þar sem er lífleg umfjöllun um stjórnmál frá mörgum hliðum. Bendi í dag á þennan góða vef.
Snjallyrði dagsins
Þeirri hugmynd verður að hafna, að lögbrot séu sök þjóðfélagsins en ekki glæpamannanna.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911)
Hæstiréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms Norðurlands í leikhússtjóramálinu. Í dómsúrskurði héraðsdóms 14. júlí 2003 kom fram að við ráðningu í stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar sumarið 2002 hefði verið brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Í þeim dómi, dæmdi rétturinn Leikfélagið til að greiða Jafnréttisstofu vegna Hrafnhildar Hafberg, sem ekki fékk stöðu leikhússtjóra, tæplega eina miljón króna. Hæstiréttur sýknaði hinsvegar Leikfélagið að fullu af skaðabótakröfu vegna ráðningarinnar og taldi ráðninguna ekki brot á jafnréttislögum. Er dómur héraðsdóms féll sagði Valgerður Bjarnadóttir bæjarfulltrúi VG, af sér sem formaður leikhúsráðs og lét skömmu síðar af embætti sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, að ósk félagsmálaráðherra. Var ráðning Þorsteins Bachmanns í starfið, umdeild vegna stöðu Valgerðar og starfs hennar hjá Jafnréttisstofu. Kom mál þetta allt mjög illa fyrir Leikfélagið sem átti í miklum fjárhagserfiðleikum fyrir. Málaferli vegna ráðningar leikhússtjóra ásamt miklum peningalegum erfiðleikum hefur skekið LA seinustu tvö ár. Mikilvægt er að þessu máli sé nú lokið og hægt sé að horfa fram á veginn. Mikið ánægjuefni er að Akureyrarbær og Leikfélagið vinni sigur í þessu máli. Þorsteinn Bachmann leikhússtjóri, sagði upp störfum í dag, sama dag og dómur féll í þessu máli. Mun dómsmálið ekki tengjast uppsögn hans.
Bandarískir demókratar heyja þessa dagana harða baráttu um hver eigi að mæta George W. Bush forseta, í forsetakosningunum í nóvember. Á meðan er forsetafrúin á kosningaferðalagi í Flórída. Eftir óvæntan stórsigur í Iowa hefur kosningabarátta Johns Kerry tekið mikinn kipp og hefur hann nú tekið afgerandi forystu í kosningaslagnum innan flokksins. Til hans streymir nú fé í kosningasjóði og áhrifamiklir demókratar lýsa yfir stuðningi við hann vegna forkosninganna í New Hampshire á þriðjudag. Howard Dean þótti fremja pólitískt sjálfsmorð er hann ávarpaði stuðningsmenn í Iowa á mánudagskvöldið. Þar öskraði hann þau ríki sem framundan væru á dagskránni og lét sem óður maður væri og virtist hafa litla stjórn á sér. Ræðan leiddi til þess að Tom Harkin öldungadeildarþingmaður í NH, hætti stuðningi við Dean. Skv. nýjum skoðanakönnunum hefur Kerry nú marktæka forystu í New Hampshire og ljóst að fylgi Deans hefur hrapað á skömmum tíma. Heyrst hefur að Kerry hafi leitað eftir stuðningi Dick Gephardt, sem hætti baráttu sinni í vikunni. Fái Kerry stuðning hans mun framboð hans styrkjast til muna í Suðurríkjunum. Frambjóðendurnir 7 mætast í sjónvarpkappræðum í kvöld, telja margir að frammistaða þar hafi mikið að segja um úrslit í NH.
Tilkynnt var í gær að til stæði að sameina Norðurljós og Frétt ehf í eitt félag, sem síðan skuli sett á almennan verðbréfamarkað. Bæði fyrirtækin eru að stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Með sameiningunni verður til langstærsta fjölmiðlafyrirtæki hérlendis. Í eigu þess munu verða fimm sjónvarpsstöðvar auk Fjölvarpsins: Stöð 2, Sýn, Bíórásin, PoppTíví, Bíórásin og Sýn, fimm útvarpsstöðvar: Bylgjan, FM957, Skonrokk, Létt og X-ið, tvö dagblöð: Fréttablaðið og DV, auk þess er á teikniborðinu að bæta við þriðja blaðinu, vikulegu viðskiptablaði. Ennfremur er Skífan innan Norðurljósa. Þetta er því risavaxið fyrirtæki. Þessa dagana er unnið að því að klára skuldauppgjör Norðurljósa. Verið er að ganga frá tæplega 7 milljarða sambankaláni sem KB banki og Landsbankinn eiga en stefnt er að því að Landsbankinn taki það að fullu yfir. Að þessu loknu á eins og fyrr var sagt að gera nýja fyrirtækið að almenningshlutafélagi. Í seinasta mánuði skipaði Tómas Ingi Olrich fyrrv. menntamálaráðherra, nefnd sem fjalla mun um hvort þörf sé á lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin á að skila greinargerð og tillögum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, fyrir 1. mars nk.
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjalla ég um mikilvægi þess að ríkið fari af fjölmiðlamarkaði. Aldrei er of oft minnt á skoðanir okkar ungra sjálfstæðismanna og tækifærið til þess nú er menntamálaráðherra lýsir yfir þvert á móti skoðunum okkar að varðveita skuli úrelt fyrirkomulag á rekstri RÚV. Þeirri skoðun ráðherra erum við svo sannarlega algjörlega mótfallin og ítreka ég það í þessum pistli. Í pistlinum segir: "Skömmu eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, tók við embætti sínu um áramótin sagði hún að efla þyrfti RÚV og styrkja. Skoðanir menntamálaráðherra á hlutverki RÚV og mikilvægi þess fara ekki saman við þær skoðanir sem ungir sjálfstæðismenn hafa á RÚV. Afstaða ungra sjálfstæðismanna til fjölmiðlunar af hálfu ríkisins er alveg skýr. Í ályktun efnahags- og viðskiptanefndar SUS sem samþykkt var á þingi þess í Borgarnesi, 12. – 14. september 2003 kemur skýrt fram vilji ungs hægrifólks til þess að hafinn verði undirbúningur þess að einkavæða RÚV og selja strax t.d. Rás 2. Það er okkur í SUS mikið kappsmál að gerðar verði róttækar breytingar á rekstri RÚV og það einkavætt. Ríkið á ekkert erindi á fjölmiðlamarkaði á 21. öld."
Kvikmyndir
Horfði í gær enn einu sinni á kvikmyndina The Contender, sem er vandaður og vel gerður pólitískur spennutryllir eins og þeir gerast bestir. Hér er sögð sagan af því er Jackson Evans, forseti Bandaríkjanna, tekur þá örlagaríku ákvörðun að tilnefna fyrstu konuna, öldungadeildarþingmanninn Laine Hanson sem varaforsetaefni sitt er sitjandi varaforseti Bandaríkjanna fellur frá rétt fyrir lok seinna kjörtímabils forsetans. Hann sér í því tvenna möguleika, báða mjög góða fyrir hann og arfleifð sína. Hann yrði með því fyrsti forseti Bandaríkjanna til að útnefna konu sem varaforseta sinn og hann yrði með því öruggur partur af stjórnmálasögu sinnar samtíðar. Er val forsetans á henni hefur verið tilkynnt opinberlega koma fram gögn sem greina í smáatriðum frá afar frjálslegum kynferðislegum athöfnum hennar á yngri árum sínum og með því kemst allt í uppnám þar sem Öldungadeild Bandaríkjaþings (sem þarf að staðfesta varaforsetaefni sitjandi forseta) telur slíkt vart hæfa tilvonandi varaforseta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem ganga lengst fram í andúð sinni á vegtyllu hennar er repúblikaninn Shelly Runyon, en honum er mjög í nöp við hana og ekki síst fortíð hennar. Hann ákveður að reyna hvað sem hann getur til að spilla fyrir framavonum hennar. Hér smellur allt saman til að skapa hina einu sönnu pólitísku spennumynd. Jeff Bridges, Joan Allen og Gary Oldman fara á kostum í magnaðri mynd.
Tónlist - bækur
Meðal þeirra platna sem ég fékk í jólagjöf var magnaður diskur hljómsveitarinnar Mínus, sem ber hið frumlega nafn, Halldór Laxness. Var valin poppplata ársins 2003, átti þann heiður svo sannarlega skilið. Hrátt og gott rokk sem öllum ætti að líka vel við. Hef seinustu daga verið að lesa nokkrar bækur, t.d. árbækur áranna 1988-1995 sem ég keypti nýlega. Ítarlegar og mjög góðar. Svo kíki ég alltaf reglulega í bók Ólafs Teits og Gísla Marteins, Bók aldarinnar, sem kom út árið 1999. Þar birtist fróðleg samantekt yfir það sem bar hæst og lægst á 20. öldinni. Settu höfundar saman ýmsar tölulegar upplýsingar frá 20. öld, allt frá stigahæstu skákmönnum til hættulegustu vegarkafla landsins. Öllu er skemmtilega pakkað saman í athyglisverða bók. Mögnuð lesning.
Vefur dagsins
Alltaf er gaman af pólitískri umfjöllun á netinu. Lít ég oft á vefinn Politics Online, þar sem er lífleg umfjöllun um stjórnmál frá mörgum hliðum. Bendi í dag á þennan góða vef.
Snjallyrði dagsins
Þeirri hugmynd verður að hafna, að lögbrot séu sök þjóðfélagsins en ekki glæpamannanna.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911)
<< Heim