Heitast í umræðunni
Frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra, um sparisjóðina varð að lögum á fimmtudagskvöld. Mestallan fimmtudaginn hafði málið verið til umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins á þrettán klukkustunda löngum fundi, og fékk flýtimeðferð í krafti þess að mikill meirihluti þingmanna studdi það. Pétur Blöndal formaður nefndarinnar, varðist einn þingmanna gegn hinum og barðist af krafti gegn frumvarpinu. Fram kom í umræðunum áður en frumvarpið varð samþykkt að henn teldi lagasetninguna ógna réttaríkinu og ríkisstjórnina ganga gegn eigin stefnu. Lögunum er eins og flestir vita ætlað að verða umgjörð þess að sparisjóðir landsins geti starfað áfram óáreittir í framtíðinni. Pétur skilaði einn minnihlutaáliti í nefndinni og taldi lagasetninguna ótrúlega, tilgangslausa, upp á að halda SPRON inni í sparisjóðakerfinu og stefna gegn löglegum samningi um sölu SPRON til KB banka. Frumvarpið var loks samþykkt með 43 atkvæðum gegn einu atkvæði Péturs. Tveir sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiðslu frumvarpsins, þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, ennfremur þingmaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar. Skoðun mín á þessu frumvarpi er alveg skýr. Það vinnur algjörlega gegn mínum hugsjónum og átti aldrei að leggja fram. Það er alveg með ólíkindum að stjórnarflokkarnir ríkisvæði Sparisjóðina og lítt geðslegur verknaður.
Dick Gephardt fyrrum leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og frambjóðandi í forkosningum flokksins fyrir komandi forsetakosningar, lýsti í dag formlega yfir stuðningi við forsetaframboð John Kerry. Gephardt hætti kosningabaráttu sinni eftir slæmt gengi í forkosningunni í Iowa í janúar. Stuðningsyfirlýsing Gephardts við Kerry, er mikilvæg þeim síðarnefnda enda er Gephardt sterkur í Suðurríkjunum og meðal verkalýðsarms Demókrataflokksins. Fyrir nokkrum dögum vann Kerry afgerandi sigur í heimahéraði Gephardts, Missouri. Hann virðist nú vera orðinn ósigrandi í forkosningaslag demókrata fyrir útnefningu flokksins í næstu forsetakosningum. Howard Dean sem fyrir nokkrum vikum var með gríðarlegt forskot á alla keppinauta sína og virtist ósigrandi, riðar nú hratt til falls eftir væna dýfu. Hann virðist vera að missa allan mátt, kosningabarátta hans er að verða peningalaus og að fjara út. Í gær sendi hann út ákall til stuðningsmanna sinna og sagði að forkosning í Wisconsin um miðjan febrúar myndi ráða úrslitum fyrir sig. Leggur hann nú allt sitt undir til að vinna þar. Bendir flest til þess að framboð hans geispi golunni um miðjan mánuðinn.
Leikstjóraumfjöllun
Sir David Lean fæddist í Croydon í Surrey-héraði í Bretlandi, 25. mars 1908. Hann lést í London, 16. apríl 1991. Lean hóf störf í kvikmyndaheiminum ungur og kom víða við á löngum ferli. Ferill David Lean stóð í rúm 60 ár og hann leikstýrði 18 kvikmyndum í fullri lengd á ferli sínum, sem bera vitni hæfileikum og meistaratöktum í kvikmyndagerð. Hin breska fagmennska er öflugt einkenni á helstu kvikmyndum hans. Hann var sannkallaður snillingur í að ná fram því besta frá leikurum sínum. Var þekktur fyrir sannkallaða fullkomnunaráráttu er kom að lokafrágangi mynda sinna og krafðist mikils af leikurum sínum. Eitt sinn sagði hann: "Leikarar geta verið óþolandi við vinnslu kvikmynda, en það er hrein unun að borða kvöldmat með þeim". David Lean lét eftir sig sannkallaðan fjársjóð í kvikmyndasögu 20. aldarinnar. Hann var einn meistara meistaranna í kvikmyndaheiminum. Meðal eftirminnilegustu mynda hans eru Lawrence of Arabia, The Bridge on the River Kwai, Brief Encounter, Doctor Zhivago og Summertime. Ég fjalla ítarlega um feril Lean í ítarlegri leikstjóraumfjöllun á kvikmyndir.com.
Kvikmyndir
Eftir þetta venjulega í gærkvöldi, fréttir, Idol og þáttinn Af fingrum fram, horfðum við á góða kvikmynd. Að þessu sinni var litið á mynd sem bara annað okkar hafði séð áður og ég varð að sýna henni þessa eðalmynd. Litum á Scent of a Woman. Alltaf mögnuð mynd, sá hana fyrst í bíó 1992. Fjallar um Frank Slade, ofursta á eftirlaunum. Hann er blindur og vægast sagt erfitt að lynda við hann vegna mikilla skapsmuna. Nemandinn Charlie býðst til að líta til með honum á meðan ættingjar hans fara burt í frí yfir þakkargjörðahelgina. Honum vantar pening fyrir heimferð til Oregon um jólin og lítur á þetta sem tækifærið til að ná pening fyrir að hann telur auðvelt verk. Verður hinsvegar fjarri því auðvelt þegar ofurstinn ákveður að halda til New York og vill að Charlie komi með. Framundan er spennandi ferð þeirra félaga til New York. Al Pacino vann óskarinn fyrir stórleik í hlutverki ofurstans. Með hreinum ólíkindum að bandaríska kvikmyndaakademían veitti honum ekki óskarinn fyrir leik í Guðföðurmyndunum í hlutverki Michael Corleone, en hann fékk loks verðlaunin fyrir magnaða túlkun á lífsreyndum og geðstirðum ofursta sem hefur lifað tímana tvenna. Flott mynd, sem á enn vel við.
Dagurinn í dag
* 1962 Viðskiptabann sett af Bandaríkjunum á Kúbu
* 1971 Konur fá kosningarétt í Sviss
* 1974 Concorde þota lenti í fyrsta skipti á Keflavíkurflugvelli.
* 1992 Maastricht samkomulagið verður að veruleika og til verður Evrópusambandið (EU)
* 2000 Sagan af bláa hnettinum hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrst barnabókmennta
Snjallyrði dagsins
My dear, life rarely gives us what we want at the moment we consider appropriate. Adventures do occur, but not punctually.
Frú Moore í A Passage to India
Frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra, um sparisjóðina varð að lögum á fimmtudagskvöld. Mestallan fimmtudaginn hafði málið verið til umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins á þrettán klukkustunda löngum fundi, og fékk flýtimeðferð í krafti þess að mikill meirihluti þingmanna studdi það. Pétur Blöndal formaður nefndarinnar, varðist einn þingmanna gegn hinum og barðist af krafti gegn frumvarpinu. Fram kom í umræðunum áður en frumvarpið varð samþykkt að henn teldi lagasetninguna ógna réttaríkinu og ríkisstjórnina ganga gegn eigin stefnu. Lögunum er eins og flestir vita ætlað að verða umgjörð þess að sparisjóðir landsins geti starfað áfram óáreittir í framtíðinni. Pétur skilaði einn minnihlutaáliti í nefndinni og taldi lagasetninguna ótrúlega, tilgangslausa, upp á að halda SPRON inni í sparisjóðakerfinu og stefna gegn löglegum samningi um sölu SPRON til KB banka. Frumvarpið var loks samþykkt með 43 atkvæðum gegn einu atkvæði Péturs. Tveir sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiðslu frumvarpsins, þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, ennfremur þingmaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar. Skoðun mín á þessu frumvarpi er alveg skýr. Það vinnur algjörlega gegn mínum hugsjónum og átti aldrei að leggja fram. Það er alveg með ólíkindum að stjórnarflokkarnir ríkisvæði Sparisjóðina og lítt geðslegur verknaður.
Dick Gephardt fyrrum leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og frambjóðandi í forkosningum flokksins fyrir komandi forsetakosningar, lýsti í dag formlega yfir stuðningi við forsetaframboð John Kerry. Gephardt hætti kosningabaráttu sinni eftir slæmt gengi í forkosningunni í Iowa í janúar. Stuðningsyfirlýsing Gephardts við Kerry, er mikilvæg þeim síðarnefnda enda er Gephardt sterkur í Suðurríkjunum og meðal verkalýðsarms Demókrataflokksins. Fyrir nokkrum dögum vann Kerry afgerandi sigur í heimahéraði Gephardts, Missouri. Hann virðist nú vera orðinn ósigrandi í forkosningaslag demókrata fyrir útnefningu flokksins í næstu forsetakosningum. Howard Dean sem fyrir nokkrum vikum var með gríðarlegt forskot á alla keppinauta sína og virtist ósigrandi, riðar nú hratt til falls eftir væna dýfu. Hann virðist vera að missa allan mátt, kosningabarátta hans er að verða peningalaus og að fjara út. Í gær sendi hann út ákall til stuðningsmanna sinna og sagði að forkosning í Wisconsin um miðjan febrúar myndi ráða úrslitum fyrir sig. Leggur hann nú allt sitt undir til að vinna þar. Bendir flest til þess að framboð hans geispi golunni um miðjan mánuðinn.
Leikstjóraumfjöllun
Sir David Lean fæddist í Croydon í Surrey-héraði í Bretlandi, 25. mars 1908. Hann lést í London, 16. apríl 1991. Lean hóf störf í kvikmyndaheiminum ungur og kom víða við á löngum ferli. Ferill David Lean stóð í rúm 60 ár og hann leikstýrði 18 kvikmyndum í fullri lengd á ferli sínum, sem bera vitni hæfileikum og meistaratöktum í kvikmyndagerð. Hin breska fagmennska er öflugt einkenni á helstu kvikmyndum hans. Hann var sannkallaður snillingur í að ná fram því besta frá leikurum sínum. Var þekktur fyrir sannkallaða fullkomnunaráráttu er kom að lokafrágangi mynda sinna og krafðist mikils af leikurum sínum. Eitt sinn sagði hann: "Leikarar geta verið óþolandi við vinnslu kvikmynda, en það er hrein unun að borða kvöldmat með þeim". David Lean lét eftir sig sannkallaðan fjársjóð í kvikmyndasögu 20. aldarinnar. Hann var einn meistara meistaranna í kvikmyndaheiminum. Meðal eftirminnilegustu mynda hans eru Lawrence of Arabia, The Bridge on the River Kwai, Brief Encounter, Doctor Zhivago og Summertime. Ég fjalla ítarlega um feril Lean í ítarlegri leikstjóraumfjöllun á kvikmyndir.com.
Kvikmyndir
Eftir þetta venjulega í gærkvöldi, fréttir, Idol og þáttinn Af fingrum fram, horfðum við á góða kvikmynd. Að þessu sinni var litið á mynd sem bara annað okkar hafði séð áður og ég varð að sýna henni þessa eðalmynd. Litum á Scent of a Woman. Alltaf mögnuð mynd, sá hana fyrst í bíó 1992. Fjallar um Frank Slade, ofursta á eftirlaunum. Hann er blindur og vægast sagt erfitt að lynda við hann vegna mikilla skapsmuna. Nemandinn Charlie býðst til að líta til með honum á meðan ættingjar hans fara burt í frí yfir þakkargjörðahelgina. Honum vantar pening fyrir heimferð til Oregon um jólin og lítur á þetta sem tækifærið til að ná pening fyrir að hann telur auðvelt verk. Verður hinsvegar fjarri því auðvelt þegar ofurstinn ákveður að halda til New York og vill að Charlie komi með. Framundan er spennandi ferð þeirra félaga til New York. Al Pacino vann óskarinn fyrir stórleik í hlutverki ofurstans. Með hreinum ólíkindum að bandaríska kvikmyndaakademían veitti honum ekki óskarinn fyrir leik í Guðföðurmyndunum í hlutverki Michael Corleone, en hann fékk loks verðlaunin fyrir magnaða túlkun á lífsreyndum og geðstirðum ofursta sem hefur lifað tímana tvenna. Flott mynd, sem á enn vel við.
Dagurinn í dag
* 1962 Viðskiptabann sett af Bandaríkjunum á Kúbu
* 1971 Konur fá kosningarétt í Sviss
* 1974 Concorde þota lenti í fyrsta skipti á Keflavíkurflugvelli.
* 1992 Maastricht samkomulagið verður að veruleika og til verður Evrópusambandið (EU)
* 2000 Sagan af bláa hnettinum hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrst barnabókmennta
Snjallyrði dagsins
My dear, life rarely gives us what we want at the moment we consider appropriate. Adventures do occur, but not punctually.
Frú Moore í A Passage to India
<< Heim