Heitast í umræðunni
Jean-Bertrand Aristide forseti Haiti, sagði af sér embætti og fór úr landi á sunnudag til að forða landinu frá blóðbaði. Seinustu vikur hafði andstaða magnað við forsetann og stjórn hans og vofði yfir að stjórnarandstaðan myndi steypa Aristide af stóli, ef hann færi ekki frá sjálfviljugur. Blasti við að andstæð öfl forsetanum, undir forystu Guy Philippe myndi leggja undir sig höfuðborg landsins, Port-au-Prince. Boniface Alexandre forseti Hæstaréttar, tók tímabundið við forsetaembættinu. Stjórnarskrá landsins gerir ráð fyrir því að forseti Hæstaréttar sé staðgengill forseta. Við embættistöku Alexandre, las Yvon Neptune forsætisráðherra, yfirlýsingu frá Aristide, þar sem fram kom að hann hefði farið úr landi til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Aristide reis upp gegn einræðisherranum Duvalier í lok níunda áratugarins og batt enda á áratuga valdakúgun Duvalier feðga. Hann varð þjóðhetja og tákn lýðræðis á Haiti er hann varð forseti árið 1991. Aristide hraktist frá völdum í valdaráni eftir nokkra mánuði en var settur í forsetaembætti á ný eftir innrás Bandaríkjanna í landið árið 1994. Hann var endurkjörinn forseti í kosningum árið 2000. Aristide hefur sagt að hann hafi verið þvingaður úr landi af Bandaríkjamönnum. Segir hann þetta hafa verið valdarán og sér verið rænt. Talsmaður Bandaríkjaforseta hefur vísað þessum ummælum forsetans fyrrverandi á bug. Haiti, sem fékk sjálfstæði frá Frökkum 1804, er fátækasta ríki Ameríku og daglaun flestra íbúanna eru innan við 100 krónur. Vonandi lagast staða mála þar við valdaskiptin.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær, að sérsveit lögreglunnar myndi frá gærdeginum heyra undir ríkislögreglustjóra. Kynntar voru breytingar á sérsveitinni, sem settar eru fram til að efla hana. Þær einkennast t.d. af því að 10 almennir lögreglumenn verða ráðnir í Reykjavík vegna breytinganna, fyrir 1. júní. Stefnt er að því að sérsveitin verði skipuð 50 sérþjálfuðum og vopnuðum lögreglumönnum innan fárra ára. Sérsveitarmenn munu fá stranga þjálfun, t.d. í vopnaburði, en efldri sérsveit er ætlað að efla lögregluna á öllu landinu. Sérsveit lögreglunnar er nú skipuð 21 manni. Tilkynnti ráðherra að hann teldi í ljósi vaxandi hörku í afbrotum mjög brýnt að efla sérsveitarlöggæslu á landinu öllu. Mikilvægt væri að stuðla að auknu öryggi lögreglumanna og almennings alls, með þessu. Að mati ráðherrans er mikilvægt að lögreglan sé búin undir að sinna m.a. hryðjuverkum. Meðal verkefna sérsveitarinnar verður að þjálfa aðra lögreglumenn og sjá um flugvernd, siglingavernd og friðargæslu. Að mínu mati er til góða að styrkja lögregluna og varnir landsins og þetta gott skref í þá átt. Reyndar mætti hugsa enn stærra en þetta, en þetta er spor í rétta átt.
Birt var í gær í fréttum Ríkisútvarpsins ný könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var í febrúar. Í henni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 36%, Samfylkingarinnar 26%, Framsóknarflokksins 17%, VG 17% og Frjálslynda flokksins 7%. Athygli vekur að vinstri grænir taka talsvert fylgi af Samfylkingunni í þessari könnun og sækir VG nokkuð í sig veðrið. Staða Samfylkingarinnar hefur ekki verið veikari frá alþingiskosningunum í fyrra. Flokkurinn er nú langt undir hinum fræga 30% múr sem varaþingmaður flokksins í Reykjavík norður talaði um í fyrra.
Svona er frelsið í dag
Á frelsinu í dag eru tvær góðar greinar. Sú fyrri er eftir Sissý og fjallar hún þar um menntamál. Orðrétt segir hún: "Mikil menntun þjóðarinnar styrkir samkeppnisstöðu landsins og miklir almannahagsmunir fylgja kunnáttu hvers manns. Því hefur almenn sátt ríkt um það að menntun sé greidd úr sameiginlegum sjóðum til að tryggja öllum færi á góðri menntun. En einstaklingsbundnir hagsmunir mega ekki gleymast. Strax í dag get ég sótt um fjöldamörg störf og sett fram ákveðnar launakröfur. Menntað fólk er líklegra til að afla ágætis tekna. Er því ekki eðlilegra að námsmenn greiði stærri hlut af námi sínu sjálfir? Ýmsar leiðir er hægt að fara til að tryggja fjölbreytileika náms og að allir hafi jafnan aðgang að námi. Bankastofnanir keppast nú þegar við að bjóða námsmönnum hagstæð námslán. Skattar geta lækkað þannig að hvati manna til að mennta sig og standa sig vel í starfi aukist. Um leið og skattar eru lækkaðir er auðveldara fyrir hvern og einn að greiða niður námslánin." Í þeim seinni fjallar Mæja um málefni RÚV og segir: "Nú hefur hins vegar komið í ljós að Ríkisútvarpið hefur ekki tök á að kaupa meira íslenskt dagskrárefni það sem eftir er af árinu. Þetta er þó þrátt fyrir allt ákveðið fagnaðarefni fyrir skattgreiðendur, ekki vegna þess að innlend dagskrárgerð sé verri en annað efni, heldur vegna þess að þessi ákvörðun ber vott um sparsemi. Kvikmyndagerðarmenn hafa látið í ljós óánægju sína með ákvörðun Ríkisútvarpsins og segja þeir eini raunhæfi kosturinn til að fá verk sín birt og fjármögnuð sé með milligöngu RÚV. Þetta getur varla staðist því til dæmis hefur Skjár einn boðið upp á afar fjölbreytt og skemmtilegt íslenskt sjónvarpsefni frá fyrsta degi án endurgjalds, auk þess sem Stöð 2, Sýn og Popptívi bjóða einnig upp á fjölmarga innlenda þætti. "
Kvikmyndir - spjall
Eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi var horft enn einu sinni á hina mögnuðu óskarsverðlaunamynd One Flew Over the Cuckoo's Nest. Gerð eftir góðri og sígildri skáldsögu Ken Kesey sem fjallar um uppreisnarmann að nafni Randle Patrick McMurphy sem fer yfir um á taugum og endar að lokum á geðveikraspítala og bindist þar miklum og órjúfandi böndum við félaga sína á staðnum. Þeir bindast samtökum um að gera yfirhjúkrunarkonunni skapstyggu Mildred Ratchett lífið illilega leitt en hún stjórnar staðnum með miklum og sannkölluðum heraga og hefur illan bifur á McMurphy og hefur því sérstakt eftirlit á honum og vinum hans, en ætli að hún muni ná að verjast árás sjúklinganna er þeir láta til skarar skríða? Jack Nicholson og Louise Fletcher fengu bæði óskarinn fyrir frábæra frammistöðu sína í aðalhlutverkunum. Einnig fara Brad Dourif, Christopher Lloyd, Danny DeVito og William Redfield virkilega á kostum í hlutverkum sínum. Leikstjórn Milos Forman toppar svo einstaka mynd. Ein besta mynd áttunda áratugarins. Þessi stórfenglega kvikmynd var sú fyrsta frá því It Happened One Night vann óskarinn 1934, til að vinna í helstu fimm flokkunum á óskarsverðlaunahátíð: fyrir bestu mynd, leikstjórn, leik í aðalhlutverkum og handrit. Eftir myndina horfði ég á endursýningu á Stöð 2 frá Óskarsverðlaunaafhendingunni, nóttina áður og venju samkvæmt er alltaf sviplaust að horfa á samantektina. Vantar alltaf eitthvað inn í samantektina sem varið er í. Að þessu sinni var gott atriði Will Farrell og Jack Black klippt út. Eftir þetta var litið í tölvuna, þurfti að skrifa grein og spjallaði í leiðinni við slatta af góðu fólki á MSN.
Dagurinn í dag
* 1940 Þýsk herflugvél réðst að Skutli frá Ísafirði - fyrsta árás að íslensku skipi í stríðinu
* 1956 Bandarísk herflugvél með 17 manns innanborðs hrapaði í sjóinn djúpt út af Reykjanesi
* 1957 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík vígð - bygging hennar tók alls sjö ár
* 1982 Bíóhöllin opnar - rúmaði 1040 manns í sæti í sex sölum. Þótti mikil bylting í bíómálum
* 2000 Augusto Pinochet sleppt úr stofufangelsi í Bretlandi - hafði verið í varðhaldi frá 1998
Snjallyrði dagsins
The point is ladies and gentlemen that greed, for lack of a better word, is good. Greed is right. Greed works. Greed clarifies, cuts through and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of it's forms - greed for life, for money, knowledge - has marked the upward surge of mankind and greed - you mark my words - will not only save Teldar Paper but that other malfunctioning corporation called the USA. Thank you.
Gordon Gekko í Wall Street
Jean-Bertrand Aristide forseti Haiti, sagði af sér embætti og fór úr landi á sunnudag til að forða landinu frá blóðbaði. Seinustu vikur hafði andstaða magnað við forsetann og stjórn hans og vofði yfir að stjórnarandstaðan myndi steypa Aristide af stóli, ef hann færi ekki frá sjálfviljugur. Blasti við að andstæð öfl forsetanum, undir forystu Guy Philippe myndi leggja undir sig höfuðborg landsins, Port-au-Prince. Boniface Alexandre forseti Hæstaréttar, tók tímabundið við forsetaembættinu. Stjórnarskrá landsins gerir ráð fyrir því að forseti Hæstaréttar sé staðgengill forseta. Við embættistöku Alexandre, las Yvon Neptune forsætisráðherra, yfirlýsingu frá Aristide, þar sem fram kom að hann hefði farið úr landi til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Aristide reis upp gegn einræðisherranum Duvalier í lok níunda áratugarins og batt enda á áratuga valdakúgun Duvalier feðga. Hann varð þjóðhetja og tákn lýðræðis á Haiti er hann varð forseti árið 1991. Aristide hraktist frá völdum í valdaráni eftir nokkra mánuði en var settur í forsetaembætti á ný eftir innrás Bandaríkjanna í landið árið 1994. Hann var endurkjörinn forseti í kosningum árið 2000. Aristide hefur sagt að hann hafi verið þvingaður úr landi af Bandaríkjamönnum. Segir hann þetta hafa verið valdarán og sér verið rænt. Talsmaður Bandaríkjaforseta hefur vísað þessum ummælum forsetans fyrrverandi á bug. Haiti, sem fékk sjálfstæði frá Frökkum 1804, er fátækasta ríki Ameríku og daglaun flestra íbúanna eru innan við 100 krónur. Vonandi lagast staða mála þar við valdaskiptin.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær, að sérsveit lögreglunnar myndi frá gærdeginum heyra undir ríkislögreglustjóra. Kynntar voru breytingar á sérsveitinni, sem settar eru fram til að efla hana. Þær einkennast t.d. af því að 10 almennir lögreglumenn verða ráðnir í Reykjavík vegna breytinganna, fyrir 1. júní. Stefnt er að því að sérsveitin verði skipuð 50 sérþjálfuðum og vopnuðum lögreglumönnum innan fárra ára. Sérsveitarmenn munu fá stranga þjálfun, t.d. í vopnaburði, en efldri sérsveit er ætlað að efla lögregluna á öllu landinu. Sérsveit lögreglunnar er nú skipuð 21 manni. Tilkynnti ráðherra að hann teldi í ljósi vaxandi hörku í afbrotum mjög brýnt að efla sérsveitarlöggæslu á landinu öllu. Mikilvægt væri að stuðla að auknu öryggi lögreglumanna og almennings alls, með þessu. Að mati ráðherrans er mikilvægt að lögreglan sé búin undir að sinna m.a. hryðjuverkum. Meðal verkefna sérsveitarinnar verður að þjálfa aðra lögreglumenn og sjá um flugvernd, siglingavernd og friðargæslu. Að mínu mati er til góða að styrkja lögregluna og varnir landsins og þetta gott skref í þá átt. Reyndar mætti hugsa enn stærra en þetta, en þetta er spor í rétta átt.
Birt var í gær í fréttum Ríkisútvarpsins ný könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var í febrúar. Í henni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 36%, Samfylkingarinnar 26%, Framsóknarflokksins 17%, VG 17% og Frjálslynda flokksins 7%. Athygli vekur að vinstri grænir taka talsvert fylgi af Samfylkingunni í þessari könnun og sækir VG nokkuð í sig veðrið. Staða Samfylkingarinnar hefur ekki verið veikari frá alþingiskosningunum í fyrra. Flokkurinn er nú langt undir hinum fræga 30% múr sem varaþingmaður flokksins í Reykjavík norður talaði um í fyrra.
Svona er frelsið í dag
Á frelsinu í dag eru tvær góðar greinar. Sú fyrri er eftir Sissý og fjallar hún þar um menntamál. Orðrétt segir hún: "Mikil menntun þjóðarinnar styrkir samkeppnisstöðu landsins og miklir almannahagsmunir fylgja kunnáttu hvers manns. Því hefur almenn sátt ríkt um það að menntun sé greidd úr sameiginlegum sjóðum til að tryggja öllum færi á góðri menntun. En einstaklingsbundnir hagsmunir mega ekki gleymast. Strax í dag get ég sótt um fjöldamörg störf og sett fram ákveðnar launakröfur. Menntað fólk er líklegra til að afla ágætis tekna. Er því ekki eðlilegra að námsmenn greiði stærri hlut af námi sínu sjálfir? Ýmsar leiðir er hægt að fara til að tryggja fjölbreytileika náms og að allir hafi jafnan aðgang að námi. Bankastofnanir keppast nú þegar við að bjóða námsmönnum hagstæð námslán. Skattar geta lækkað þannig að hvati manna til að mennta sig og standa sig vel í starfi aukist. Um leið og skattar eru lækkaðir er auðveldara fyrir hvern og einn að greiða niður námslánin." Í þeim seinni fjallar Mæja um málefni RÚV og segir: "Nú hefur hins vegar komið í ljós að Ríkisútvarpið hefur ekki tök á að kaupa meira íslenskt dagskrárefni það sem eftir er af árinu. Þetta er þó þrátt fyrir allt ákveðið fagnaðarefni fyrir skattgreiðendur, ekki vegna þess að innlend dagskrárgerð sé verri en annað efni, heldur vegna þess að þessi ákvörðun ber vott um sparsemi. Kvikmyndagerðarmenn hafa látið í ljós óánægju sína með ákvörðun Ríkisútvarpsins og segja þeir eini raunhæfi kosturinn til að fá verk sín birt og fjármögnuð sé með milligöngu RÚV. Þetta getur varla staðist því til dæmis hefur Skjár einn boðið upp á afar fjölbreytt og skemmtilegt íslenskt sjónvarpsefni frá fyrsta degi án endurgjalds, auk þess sem Stöð 2, Sýn og Popptívi bjóða einnig upp á fjölmarga innlenda þætti. "
Kvikmyndir - spjall
Eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi var horft enn einu sinni á hina mögnuðu óskarsverðlaunamynd One Flew Over the Cuckoo's Nest. Gerð eftir góðri og sígildri skáldsögu Ken Kesey sem fjallar um uppreisnarmann að nafni Randle Patrick McMurphy sem fer yfir um á taugum og endar að lokum á geðveikraspítala og bindist þar miklum og órjúfandi böndum við félaga sína á staðnum. Þeir bindast samtökum um að gera yfirhjúkrunarkonunni skapstyggu Mildred Ratchett lífið illilega leitt en hún stjórnar staðnum með miklum og sannkölluðum heraga og hefur illan bifur á McMurphy og hefur því sérstakt eftirlit á honum og vinum hans, en ætli að hún muni ná að verjast árás sjúklinganna er þeir láta til skarar skríða? Jack Nicholson og Louise Fletcher fengu bæði óskarinn fyrir frábæra frammistöðu sína í aðalhlutverkunum. Einnig fara Brad Dourif, Christopher Lloyd, Danny DeVito og William Redfield virkilega á kostum í hlutverkum sínum. Leikstjórn Milos Forman toppar svo einstaka mynd. Ein besta mynd áttunda áratugarins. Þessi stórfenglega kvikmynd var sú fyrsta frá því It Happened One Night vann óskarinn 1934, til að vinna í helstu fimm flokkunum á óskarsverðlaunahátíð: fyrir bestu mynd, leikstjórn, leik í aðalhlutverkum og handrit. Eftir myndina horfði ég á endursýningu á Stöð 2 frá Óskarsverðlaunaafhendingunni, nóttina áður og venju samkvæmt er alltaf sviplaust að horfa á samantektina. Vantar alltaf eitthvað inn í samantektina sem varið er í. Að þessu sinni var gott atriði Will Farrell og Jack Black klippt út. Eftir þetta var litið í tölvuna, þurfti að skrifa grein og spjallaði í leiðinni við slatta af góðu fólki á MSN.
Dagurinn í dag
* 1940 Þýsk herflugvél réðst að Skutli frá Ísafirði - fyrsta árás að íslensku skipi í stríðinu
* 1956 Bandarísk herflugvél með 17 manns innanborðs hrapaði í sjóinn djúpt út af Reykjanesi
* 1957 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík vígð - bygging hennar tók alls sjö ár
* 1982 Bíóhöllin opnar - rúmaði 1040 manns í sæti í sex sölum. Þótti mikil bylting í bíómálum
* 2000 Augusto Pinochet sleppt úr stofufangelsi í Bretlandi - hafði verið í varðhaldi frá 1998
Snjallyrði dagsins
The point is ladies and gentlemen that greed, for lack of a better word, is good. Greed is right. Greed works. Greed clarifies, cuts through and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of it's forms - greed for life, for money, knowledge - has marked the upward surge of mankind and greed - you mark my words - will not only save Teldar Paper but that other malfunctioning corporation called the USA. Thank you.
Gordon Gekko í Wall Street
<< Heim