Heitast í umræðunni
Ummæli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar, í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag, hafa dregið nokkurn dilk á eftir sér. Segir Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins hann hafa hleypt blindri hörku í viðræður um endurnýjun kjarasamninga rafiðnaðarmanna. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sagt ummæli í ræðunni lágkúruleg og stjórnarmaður í fyrirtækinu sagt þau skaða ímynd þess. Hefur aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja lýst undrun sinni á ummælum stjórnarformannsins um að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo verði fyrir ósanngjörnum ásökunum og að Íslendingar séu hættulega nálægt því að gera strangari kröfur til útlendinga en sjálfra sín. Þessi ummæli segist félag rafvirkja ekki geta sætt sig við og segir þau einkennileg á sama tíma og í ljós komi að fyrirtækið hafi flutt til landsins hundruð manna sem ekki hafa tilskilin réttindi til vinnu á vinnuvélum. Auk þess hafi komið á daginn að vel á annað hundrað manna sem fyrirtækið hafi flutt hingað og sagt vera iðnaðarmenn hafa engin réttindi og ekkert starfsnám. Leiddi harkaleg gagnrýni til þess að Jóhannes baðst afsökunar á ummælum sínum. Samt sem áður eykst gagnrýni á Jóhannes vegna ummæla hans og fjölmiðlaathyglin ekki síður. Blasir við að staða stjórnarformannsins hefur veikst gríðarlega vegna þessa máls og með ólíkindum hvernig hann kemur fram á þessu stigi málsins með ummælum sínum.
Í helgarpistli sínum fjallar Björn um útlendingalög, óflutt frumvarp sitt og Schengen-fund sem hann sat í vikunni. Orðrétt segir hann: "Frumvarpið er enn óflutt á alþingi, því hefur ekki einu sinni verið dreift þar og það hefur hvergi verið birt í heild. Ég hef ítrekað neitað fréttamönnum að tjá mig um frumvarpið opinberlega, fyrr en það hefur verið lagt fram á alþingi. Ég hef heyrt í útvarpi og séð í blöðum, að lögmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar telja sig í aðstöðu til að taka afstöðu til þessa frumvarps, án þess að hafa það í höndunum, svo að ég viti. Minnir þetta á það, þegar þeir töluðu mikið um bók Hannesar Hólmsteins, vinar míns, um Halldór Laxness, sem ekki höfðu lesið hana. Ég hélt raunar, að lögmenn hefðu það fyrir reglu að tjá sig ekki opinberlega um efnisatriði mála af þessum toga, nema þeir hefðu að minnsta kosti getað kynnt sér efni þeirra af eigin raun en ekki afspurn. Miðað við efni þessa frumvarps var við því að búast, að ekki yrðu allir á einu máli um það. Í því felast hins vegar haldlítil rök, sem ég heyrði einn lögmann segja, að sett hefðu verið ákvæði í lög um þetta efni árið 1999 að vel athuguðu máli og þess vegna væri ekki ástæða til að breyta ákvæðunum árið 2004 að lítt athuguðu máli, ef ég skyldi lögmanninn rétt."
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um málefni Ríkisútvarpsins, en fáum blandast hugur um að breytinga er þörf á rekstrarfyrirkomulagi stofnunarinnar, fátt er þó gert til að horfast í augu við rekstrarhalla RÚV og bendi ég á mikilvægi þess að ríkið fari af fjölmiðlamarkaði. Ég tel rétt að útiloka ekki hlutafélagavæðingu RÚV, þó ég sé ekki sammála um að hún sé vænlegasta skrefið. Hún gæti þó verið eitt skref á langri leið, enda tel ég að enginn vafi leiki á að á endanum mun ríkið hætta þeirri vitleysu að vera í samkeppni við einkastöðvar á fjölmiðlamarkaði. Sá dagur mun renna upp, vonandi fyrr en seinna, að skattgreiðendur í þessu landi haldi ekki úti náttrisa í samkeppni við einkaframtakið í fjölmiðlum. Ennfremur fjalla ég um hringlandahátt Samfylkingarinnar í utanríkismálum og valdabaráttuna þar. Að lokum skrifa ég um þingsályktunartillögu sem lögð var fram í vikunni um hálendisveg sem stytta myndi leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur verulega.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Horfðum í gærkvöldi venju samkvæmt á spjallþátt Gísla Marteins og Spaugstofuna. Að því loknu var fylgst með Söngkeppni framhaldsskólanna. Lögin voru misgóð í keppninni. Flott lögin frá Akureyrarskólunum. Heimir frændi minn var flottur og söng vel fyrir VMA lagið Næturnar án þín. Fyrir MA sungu Andri Már Sigurðsson, Haukur Sigurðarson og Ævar Þór Benediktsson, lagið Stærri en allt, og áttu líflegasta atriðið. Sigruðu þeir SMS kosninguna. Menntaskólinn við Hamrahlíð vann keppnina. Sunna Ingólfsdóttir og Sigurlaug Gísladóttir sungu sigurlagið: Ég er svo græn. Heimir varð í öðru sæti og Menntaskólinn á Ísafirði í því þriðja. Fannst mér með ólíkindum að Heimir skyldi ekki vinna þetta. Eftir keppnina horfðum við á kvikmyndina Bruce Almighty. Fyndin gamanmynd sem segir frá sjónvarpsfréttamanninum Bruce Nolan og lífi hans. Fátt virðist ganga honum í haginn og kennir hann guði sjálfum um ófarir sínar. Það fer því þannig að Guð felur Bruce almættið sjálft og bendir honum á að gera betur. Kostuleg atburðarás tekur við. Góð mynd fyrir alla þá sem vilja eiga kvöldstund.
Dagurinn í dag
1897 Hið íslenska prentarafélag stofnað - elsta verkalýðsfélag landsins
1960 Kvikmyndin Ben-Hur hlýtur 11 óskarsverðlaun - engin mynd hlotið fleiri verðlaun
1968 Dr. Martin Luther King myrtur í Memphis í Tennessee-fylki, 39 ára að aldri
1979 Zulfikar Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra Pakistans, tekinn af lífi
1995 Ragnar Th. Sigurðsson og Ari Trausti Guðmundsson fyrstir Íslendinga á Norðurpólnum
Snjallyrði dagsins
Think to yourself that every day is your last. The art to which you do not look forward will come as a welcomed surprise.
Dr. Hannibal Lecter í Red Dragon
Ummæli Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar, í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag, hafa dregið nokkurn dilk á eftir sér. Segir Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins hann hafa hleypt blindri hörku í viðræður um endurnýjun kjarasamninga rafiðnaðarmanna. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sagt ummæli í ræðunni lágkúruleg og stjórnarmaður í fyrirtækinu sagt þau skaða ímynd þess. Hefur aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja lýst undrun sinni á ummælum stjórnarformannsins um að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo verði fyrir ósanngjörnum ásökunum og að Íslendingar séu hættulega nálægt því að gera strangari kröfur til útlendinga en sjálfra sín. Þessi ummæli segist félag rafvirkja ekki geta sætt sig við og segir þau einkennileg á sama tíma og í ljós komi að fyrirtækið hafi flutt til landsins hundruð manna sem ekki hafa tilskilin réttindi til vinnu á vinnuvélum. Auk þess hafi komið á daginn að vel á annað hundrað manna sem fyrirtækið hafi flutt hingað og sagt vera iðnaðarmenn hafa engin réttindi og ekkert starfsnám. Leiddi harkaleg gagnrýni til þess að Jóhannes baðst afsökunar á ummælum sínum. Samt sem áður eykst gagnrýni á Jóhannes vegna ummæla hans og fjölmiðlaathyglin ekki síður. Blasir við að staða stjórnarformannsins hefur veikst gríðarlega vegna þessa máls og með ólíkindum hvernig hann kemur fram á þessu stigi málsins með ummælum sínum.
Í helgarpistli sínum fjallar Björn um útlendingalög, óflutt frumvarp sitt og Schengen-fund sem hann sat í vikunni. Orðrétt segir hann: "Frumvarpið er enn óflutt á alþingi, því hefur ekki einu sinni verið dreift þar og það hefur hvergi verið birt í heild. Ég hef ítrekað neitað fréttamönnum að tjá mig um frumvarpið opinberlega, fyrr en það hefur verið lagt fram á alþingi. Ég hef heyrt í útvarpi og séð í blöðum, að lögmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar telja sig í aðstöðu til að taka afstöðu til þessa frumvarps, án þess að hafa það í höndunum, svo að ég viti. Minnir þetta á það, þegar þeir töluðu mikið um bók Hannesar Hólmsteins, vinar míns, um Halldór Laxness, sem ekki höfðu lesið hana. Ég hélt raunar, að lögmenn hefðu það fyrir reglu að tjá sig ekki opinberlega um efnisatriði mála af þessum toga, nema þeir hefðu að minnsta kosti getað kynnt sér efni þeirra af eigin raun en ekki afspurn. Miðað við efni þessa frumvarps var við því að búast, að ekki yrðu allir á einu máli um það. Í því felast hins vegar haldlítil rök, sem ég heyrði einn lögmann segja, að sett hefðu verið ákvæði í lög um þetta efni árið 1999 að vel athuguðu máli og þess vegna væri ekki ástæða til að breyta ákvæðunum árið 2004 að lítt athuguðu máli, ef ég skyldi lögmanninn rétt."
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um málefni Ríkisútvarpsins, en fáum blandast hugur um að breytinga er þörf á rekstrarfyrirkomulagi stofnunarinnar, fátt er þó gert til að horfast í augu við rekstrarhalla RÚV og bendi ég á mikilvægi þess að ríkið fari af fjölmiðlamarkaði. Ég tel rétt að útiloka ekki hlutafélagavæðingu RÚV, þó ég sé ekki sammála um að hún sé vænlegasta skrefið. Hún gæti þó verið eitt skref á langri leið, enda tel ég að enginn vafi leiki á að á endanum mun ríkið hætta þeirri vitleysu að vera í samkeppni við einkastöðvar á fjölmiðlamarkaði. Sá dagur mun renna upp, vonandi fyrr en seinna, að skattgreiðendur í þessu landi haldi ekki úti náttrisa í samkeppni við einkaframtakið í fjölmiðlum. Ennfremur fjalla ég um hringlandahátt Samfylkingarinnar í utanríkismálum og valdabaráttuna þar. Að lokum skrifa ég um þingsályktunartillögu sem lögð var fram í vikunni um hálendisveg sem stytta myndi leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur verulega.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Horfðum í gærkvöldi venju samkvæmt á spjallþátt Gísla Marteins og Spaugstofuna. Að því loknu var fylgst með Söngkeppni framhaldsskólanna. Lögin voru misgóð í keppninni. Flott lögin frá Akureyrarskólunum. Heimir frændi minn var flottur og söng vel fyrir VMA lagið Næturnar án þín. Fyrir MA sungu Andri Már Sigurðsson, Haukur Sigurðarson og Ævar Þór Benediktsson, lagið Stærri en allt, og áttu líflegasta atriðið. Sigruðu þeir SMS kosninguna. Menntaskólinn við Hamrahlíð vann keppnina. Sunna Ingólfsdóttir og Sigurlaug Gísladóttir sungu sigurlagið: Ég er svo græn. Heimir varð í öðru sæti og Menntaskólinn á Ísafirði í því þriðja. Fannst mér með ólíkindum að Heimir skyldi ekki vinna þetta. Eftir keppnina horfðum við á kvikmyndina Bruce Almighty. Fyndin gamanmynd sem segir frá sjónvarpsfréttamanninum Bruce Nolan og lífi hans. Fátt virðist ganga honum í haginn og kennir hann guði sjálfum um ófarir sínar. Það fer því þannig að Guð felur Bruce almættið sjálft og bendir honum á að gera betur. Kostuleg atburðarás tekur við. Góð mynd fyrir alla þá sem vilja eiga kvöldstund.
Dagurinn í dag
1897 Hið íslenska prentarafélag stofnað - elsta verkalýðsfélag landsins
1960 Kvikmyndin Ben-Hur hlýtur 11 óskarsverðlaun - engin mynd hlotið fleiri verðlaun
1968 Dr. Martin Luther King myrtur í Memphis í Tennessee-fylki, 39 ára að aldri
1979 Zulfikar Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra Pakistans, tekinn af lífi
1995 Ragnar Th. Sigurðsson og Ari Trausti Guðmundsson fyrstir Íslendinga á Norðurpólnum
Snjallyrði dagsins
Think to yourself that every day is your last. The art to which you do not look forward will come as a welcomed surprise.
Dr. Hannibal Lecter í Red Dragon
<< Heim