Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

06 júlí 2004

Davíð Oddsson og George W. Bush í Hvíta húsinuHeitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og Davíð Oddsson forsætisráðherra, áttu gagnlegan fund í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í dag. Ræddust þeir við í rúman hálftíma ásamt embættismönnum sínum og svöruðu að fundinum loknum spurningum fréttamanna. Var sýnt beint frá fundinum á CNN, skömmu eftir blaðamannafund John Kerry forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, þar sem hann tilkynnti val á varaforsetaefni sínu, John Edwards. Aðalefni fundar leiðtoganna voru varnarmálin. Sagði Davíð að viðræðurnar hefðu þokast í rétta átt á fundinum og þær hefðu verið mjög opinskáar. Hafi þeir gert grein fyrir sínum sjónarmiðum og farið yfir þær. Lagði Bush forseti, áherslu á að öllu væri haldið opnu og ekkert ákveðið án samráðs við ríkisstjórn Íslands. Stjórn sín mæti mikils samstarf landanna og söguleg samskipti þeirra í gegnum tíðina. Er mjög ánægjulegt að forsetinn og ríkisstjórn hans, hlusti á sjónarmið forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Það er eins og ég hef oft bent á í skrifum mínum, mikilvægt að tvíhliða varnarsamningur verði virtur og ekkert ákveðið nema í fullu samráði og komið í veg fyrir einhliða aðgerðir í takt við þær sem beita átti í maí 2003. Er greinilegt að fundurinn hefur treyst samskipti landanna og það er tákn um vinarhug í garð okkar að forsetinn bjóði forsætisráðherra til þessara viðræðna og sé svo opinn fyrir farsælli lausn málsins, eins og kom fram á þessum fundi.

AlþingiÓðagot, ráðleysi og tækifærismennska eru einkunnarorð framgöngu stjórnarandstöðunnar núna. Í gær sýndi formaður vinstri grænna, slíka óvirðingu að nota sóðakjaft í sjálfum þingsalnum og virtist stjórnlaus. Í gærkvöldi kom varaformaður Samfylkingarinnar í sjónvarpssal og sagði flokk sinn tilbúinn til að ræða málin og ekkert væri því til fyrirstöðu að fara yfir málið og setja lög um fjölmiðla. En í næstu setningu fór hún undan í flæmingi og sagði nauðsynlegt að horfa til alls málsins, ekki bara um eignarhald á fjölmiðlum. Það er alveg ljóst að flokkurinn hefur enga stefnu um eignarhaldið og vill engin lög um það, það er allavega ekkert sem bólar á tillögum í þá átt eða komið fram með marktækar tillögur, bara talað út í eitt. Svo vakti eitt athygli mína, stjórnarformaður Norðurljósa segir engu skipta hvort frumvarpið taki gildi eftir þrjú ár í stað tveggja og að hámarkseign markaðsráðandi fyrirtækja sé hækkuð úr 5% í 10%. Þetta er merkilegt í ljósi þess að Baugur sagðist eitt sinn ætla að eiga fyrirtækið stuttan tíma en setja það svo á markað. Það rekst hvað á annars horn þarna eins og hjá stjórnarandstöðunni.

As Good as it GetsKvikmyndaperla - As Good as it Gets
Það var mjög notalegt í gærkvöldi að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og horfa á sannkallaða klassamynd á Stöð 2, kvikmyndina As Good as it Gets. Fjallar um rithöfundinn Melvin Udall, mann sem allir elska að hata. Hann er sérlega óforskammaður í háttum, með eindæmum ókurteis í tilsvörum og hefur yfirleitt allt á hornum sér. Eina manneskjan sem honum virðist líka sæmilega við er Carol Connelly, gengilbeinan á veitingahúsinu þar sem Melvin snæðir hádegisverðinn sinn, enda hefur hann margoft neyðst til að sitja á sér til að verða ekki vísað endanlega út af staðnum fyrir ókurteisi og frekju. Hann vill ekki að neinn annar en Carol þjóni sér til borðs. Í húsinu sem hann býr, búa m.a. nágranni hans, Simon, og hundurinn hans Verdell, Melvin til stöðugs ama, enda hikar hann ekki við að láta þá báða fá það óþvegið hvenær sem hann telur þörf á - sem er reyndar alltaf þegar færi gefst. Þegar Simon lendir á sjúkrahúsi eftir líkamsárás, neyðist Melvin, fyrir kaldhæðni örlaganna, til að taka rakkann í fóstur og fyrr en varir taka hlutirnir óvænta stefnu, enda hefur Carol sitthvað til málanna að leggja. Sonur hennar, Spencer þarf á læknishjálp að halda vegna ofnæmissýkingar, og til að Carol geti unnið sem fyrr á veitingastaðnum við hornið, borgar Melvin allan lækniskostnað stráksins, og þá fyrst fara hlutirnir að breytast hjá Melvin. Hlutirnir taka óvænta og góða stefnu, bæði fyrir hann og alla í kringum hann... Hér er allt til að skapa hina ógleymanlegu stórmynd. Handritið er afbragð, leikstjórn James L. Brooks fagmannleg, myndatakan og tónlistin er hreinasta afbragð. En aðall þessarar óviðjafnanlegu myndar er stórleikur þeirra Jack Nicholson og Helen Hunt sem hlutu óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Þetta er gæðamynd, fyndin og skemmtileg og sérlega vel leikin. Var sannkallaður yndisauki á góðu sumarkvöldi.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Brellufrétt um ekki neitt - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Ingibjörg vill setja fjölmiðlalög, hvar eru tillögurnar? - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Hver á að greiða löggæslukostnað á landsmóti? - pistill Bjarka Más Baxter
Leiðtogafundur Davíðs Oddssonar og George W. Bush í Hvíta húsinu í dag
Breytingar kippa botninum undan málflutningi forseta Íslands - Geir H. Haarde
Halldór Blöndal forseti Alþingis, mun úrskurða um lögmæti nýs fjölmiðlafrumvarps
John Kerry velur John Edwards öldungadeildarþingmann, sem varaforsetaefni sitt
Umfjöllun um John Edwards - Er Edwards rétti kosturinn fyrir John Kerry?
New York Post veðjaði á rangt varaforsetaefni hjá Kerry - taldi Gephardt líklegastan
Hver er John Edwards? - tilkynning framboðs Kerrys um varaforsetaefni
Heilsu Thomasar Klestil forseta Austurríkis, hrakar - forsetaskipti á fimmtudag
Silvio Berlusconi eykur mjög völd sín - verður einnig fjármálaráðherra Ítalíu
Réttarhaldi yfir Slobodan Milosevic verður framhaldið 14. júlí nk. í Haag
Engin jarðarför eða minningarathöfn fyrir Brando, samkvæmt óskum hans
Sir Paul McCartney ætlar að flytja til Bandaríkjanna, fyrir frama konu sinnar
Paul Newman að verða áttræður - í fínu formi en vildi vera mun yngri
Hljómsveitin Nýdönsk mun spila á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni
BBC heldur upp á hálfrar aldar afmæli sjónvarpsfréttamennsku fyrirtækisins
12,9 milljón manns horfðu á úrslitaleikinn á EM á sunnudaginn, í Bretlandi
Elísabet Englandsdrottning, vígir minningargosbrunn um Díönu prinsessu
Drottningin lofar Díönu í ávarpi við vígsluna - myndir frá vígsluathöfninni

Dagurinn í dag
1917 Hersveitir Araba, leiddar af T.W. Lawrence, hertaka Aqaba og sigra Tyrki í orrustu
1921 Nancy Davis Reagan fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, fæðist í New York. Starfaði sem leikkona til ársins 1958 - var ríkisstjórafrú í Kaliforníu 1967-1975 og forsetafrú 1981-1989
1946 George W. Bush 43. forseti Bandaríkjanna, fæðist í New Haven í Connecticut
1971 Ein helsta goðsögn jazztónlistar á 20. öld, Louis Armstrong deyr, 69 ára að aldri
1998 Einn frægasti kúreki sögunnar, leikarinn Roy Rogers, deyr í Kaliforníu, 86 ára

Snjallyrði dagsins
A bank is a place that will lend you money if you can prove that you don't need it.
Bob Hope (1903-2003)