Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um vangaveltur í fjölmiðlum um ráðherrahrókeringar en nú er rúmur mánuður í 15. september, þann dag er formleg forsætisráðherraskipti og fleiri tilfærslur á ráðherrum munu eiga sér stað. Eftir að umræðu um fjölmiðlamálið lauk undir lok júlímánaðar, hefur algjör gúrkutíð verið í fjölmiðlum og heitasta umfjöllunarefnið nú eru ráðherramál stjórnarflokkanna og hvernig ráðherraskipan verði eftir 15. september. Hafa sjónvarpsstöðvarnar að undanförnu verið með fréttaskýringar um hvernig líklega muni verða gengið frá þessum málum. Hafa sumar þessar spár hljómað alveg út úr korti og verið víðsfjarri stöðu mála. Nægir þar að nefna þá fullyrðingu Þóru Arnórsdóttur í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á föstudag að einhverntímann hafi verið líklegt að Björn Bjarnason myndi hætta í stjórnmálum samhliða ráðherrahrókeringum í haust. Í fréttinni sagði Þóra orðrétt: “Margir höfðu reiknað með að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyrfi úr ríkisstjórn í haust og héldi til starfa í utanríkisþjónustunni en við þessar breyttu aðstæður eru nú taldar hverfandi líkur á því.” Eins og Björn bendir á í pistli á vef sínum í gær er hann ekki að hætta í stjórnmálum og því síður að víkja úr ríkisstjórn að eigin ósk. Ég tel þó í ljósi frétta seinustu daga líklegast að litlar breytingar verði á ráðherraskipan flokksins fyrir utan það að ráðherrastóll muni færast til okkar í stað þess að við látum forsætisráðuneytið af hendi til samstarfsflokks okkar. Aðalfundur verður í Heimdalli nk. laugardag. Í tilefni þess fjalla ég um væntanlegt formannskjör og hvet ég Heimdellinga til að styðja Helgu Árnadóttur til formennsku. Í lok pistilsins fjalla ég um fiskidaginn mikla, sem haldinn var á Dalvík í gær, var dagurinn einstaklega vel heppnaður og komu rúmlega 30.000 manns til Dalvíkur til að heiðra sjávarútveginn og borða ljúffengar afurðir úr matarkistu hafsins.
Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Í gærmorgun hélt ég til Dalvíkur, í þeim tilgangi að taka þátt í hátíðarhöldum á fiskideginum mikla sem þá var haldinn í fjórða skiptið. Sú hefð hefur skapast að annan laugardag í ágúst er haldinn fiskidagurinn mikli við höfnina á Dalvík. Fiskidagurinn hefur tekist með eindæmum vel þau fjögur ár sem hann hefur verið haldinn. Árið 2001 komu um 7.000 manns á hátíðarsvæðið, 2002 voru þeir um 15.000 og í fyrra voru þeir um 23.000 talsins. Í ár komu rúmlega 30.000 manns til Dalvíkur og stemmningin því alveg einstaklega góð. Á grillinu voru fjöldi rétta í veglegum skömmtum í álpappír. Ennfremur var í boði brauð, rækjukokteill, síld úr tunnu með heimabökuðu rúgbrauði, skelrækjur úr Eyjafjarðarál, hrefnukjöt, fiskisúpa og síðast en ekki síst fiskborgarar af lengsta grilli (8 metra langt) norðan alpafjalla. Fiskurinn var borðaður með 30.000 brauðum, öllu var svo skolað niður með tveimur vörubílsförmum af gosdrykkjum og í desert voru 3.000 lítrar af kaffi og 11.000 íspinnar. Voru alls gefnir um 100.000 matarskammtar milli 11:00 og 17:00, þann tíma sem dagskráin stóð. Gaman var að fylgjast með þessu. Stemmningin var alveg mögnuð, tónlist og fjör á sviðinu allan daginn. Dagurinn var alveg einstaklega vel heppnaður, gaman var að hitta fjölda vina og kunningja og spjalla við þá. Suma hafði maður ekki séð lengi og því enn skemmtilegra að heilsa upp á fólk og tala við það. Fiskidagurinn mikli er framtak sem er lofsvert. Þetta var ógleymanlegur dagur!
Dagurinn í dag
1863 Richard E. Lee hershöfðingi, sagði af sér embætti eftir tapið í baráttunni um Gettysburg
1959 Matthías Johannessen 29 ára blaðamaður, ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins - hann var ritstjóri blaðsins í rúma fjóra áratugi, til loka 2000 og hafði þá verið blaðamaður og ritstjóri í hálfa öld
1963 Eitt frægasta lestarrán sögunnar var framið í Bretlandi - lestin milli Glasgow og Euston var rænd við Buckinghamshire af sex mönnum - ræningjarnir náðust allir, síðast Ronnie Biggs árið 2001
1974 Richard Nixon forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í sjónvarpsávarpi um afsögn sína daginn eftir. Nixon varð fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem sagði af sér, hann vék af stóli vegna Watergate-málsins
2001 Leikarahjónin Tom Cruise og Nicole Kidman skilja - þau voru gift í rúman áratug
Snjallyrði dagsins
You must be still in the midst of activity, and be vibrantly alive in repose.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)
Að þessu sinni fjalla ég um vangaveltur í fjölmiðlum um ráðherrahrókeringar en nú er rúmur mánuður í 15. september, þann dag er formleg forsætisráðherraskipti og fleiri tilfærslur á ráðherrum munu eiga sér stað. Eftir að umræðu um fjölmiðlamálið lauk undir lok júlímánaðar, hefur algjör gúrkutíð verið í fjölmiðlum og heitasta umfjöllunarefnið nú eru ráðherramál stjórnarflokkanna og hvernig ráðherraskipan verði eftir 15. september. Hafa sjónvarpsstöðvarnar að undanförnu verið með fréttaskýringar um hvernig líklega muni verða gengið frá þessum málum. Hafa sumar þessar spár hljómað alveg út úr korti og verið víðsfjarri stöðu mála. Nægir þar að nefna þá fullyrðingu Þóru Arnórsdóttur í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á föstudag að einhverntímann hafi verið líklegt að Björn Bjarnason myndi hætta í stjórnmálum samhliða ráðherrahrókeringum í haust. Í fréttinni sagði Þóra orðrétt: “Margir höfðu reiknað með að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyrfi úr ríkisstjórn í haust og héldi til starfa í utanríkisþjónustunni en við þessar breyttu aðstæður eru nú taldar hverfandi líkur á því.” Eins og Björn bendir á í pistli á vef sínum í gær er hann ekki að hætta í stjórnmálum og því síður að víkja úr ríkisstjórn að eigin ósk. Ég tel þó í ljósi frétta seinustu daga líklegast að litlar breytingar verði á ráðherraskipan flokksins fyrir utan það að ráðherrastóll muni færast til okkar í stað þess að við látum forsætisráðuneytið af hendi til samstarfsflokks okkar. Aðalfundur verður í Heimdalli nk. laugardag. Í tilefni þess fjalla ég um væntanlegt formannskjör og hvet ég Heimdellinga til að styðja Helgu Árnadóttur til formennsku. Í lok pistilsins fjalla ég um fiskidaginn mikla, sem haldinn var á Dalvík í gær, var dagurinn einstaklega vel heppnaður og komu rúmlega 30.000 manns til Dalvíkur til að heiðra sjávarútveginn og borða ljúffengar afurðir úr matarkistu hafsins.
Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Í gærmorgun hélt ég til Dalvíkur, í þeim tilgangi að taka þátt í hátíðarhöldum á fiskideginum mikla sem þá var haldinn í fjórða skiptið. Sú hefð hefur skapast að annan laugardag í ágúst er haldinn fiskidagurinn mikli við höfnina á Dalvík. Fiskidagurinn hefur tekist með eindæmum vel þau fjögur ár sem hann hefur verið haldinn. Árið 2001 komu um 7.000 manns á hátíðarsvæðið, 2002 voru þeir um 15.000 og í fyrra voru þeir um 23.000 talsins. Í ár komu rúmlega 30.000 manns til Dalvíkur og stemmningin því alveg einstaklega góð. Á grillinu voru fjöldi rétta í veglegum skömmtum í álpappír. Ennfremur var í boði brauð, rækjukokteill, síld úr tunnu með heimabökuðu rúgbrauði, skelrækjur úr Eyjafjarðarál, hrefnukjöt, fiskisúpa og síðast en ekki síst fiskborgarar af lengsta grilli (8 metra langt) norðan alpafjalla. Fiskurinn var borðaður með 30.000 brauðum, öllu var svo skolað niður með tveimur vörubílsförmum af gosdrykkjum og í desert voru 3.000 lítrar af kaffi og 11.000 íspinnar. Voru alls gefnir um 100.000 matarskammtar milli 11:00 og 17:00, þann tíma sem dagskráin stóð. Gaman var að fylgjast með þessu. Stemmningin var alveg mögnuð, tónlist og fjör á sviðinu allan daginn. Dagurinn var alveg einstaklega vel heppnaður, gaman var að hitta fjölda vina og kunningja og spjalla við þá. Suma hafði maður ekki séð lengi og því enn skemmtilegra að heilsa upp á fólk og tala við það. Fiskidagurinn mikli er framtak sem er lofsvert. Þetta var ógleymanlegur dagur!
Dagurinn í dag
1863 Richard E. Lee hershöfðingi, sagði af sér embætti eftir tapið í baráttunni um Gettysburg
1959 Matthías Johannessen 29 ára blaðamaður, ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins - hann var ritstjóri blaðsins í rúma fjóra áratugi, til loka 2000 og hafði þá verið blaðamaður og ritstjóri í hálfa öld
1963 Eitt frægasta lestarrán sögunnar var framið í Bretlandi - lestin milli Glasgow og Euston var rænd við Buckinghamshire af sex mönnum - ræningjarnir náðust allir, síðast Ronnie Biggs árið 2001
1974 Richard Nixon forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í sjónvarpsávarpi um afsögn sína daginn eftir. Nixon varð fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem sagði af sér, hann vék af stóli vegna Watergate-málsins
2001 Leikarahjónin Tom Cruise og Nicole Kidman skilja - þau voru gift í rúman áratug
Snjallyrði dagsins
You must be still in the midst of activity, and be vibrantly alive in repose.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)
<< Heim