Heitast í umræðunni
Í dag eru 46 dagar þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu, þann 2. nóvember, og kjósa forseta Bandaríkjanna til næstu fjögurra ára. Athyglisvert er venju samkvæmt að rýna í skoðanakannanir vestanhafs. Birst hafa fjórar kannanir seinustu daga og sýna þær misvísandi niðurstöður. Annaðhvort það að forsetinn sé enn með nokkuð forskot eða þá það að slagurinn hafi jafnast nokkuð eftir velheppnað flokksþing repúblikana í New York. Ef marka má yfirlit yfir stöðuna í kjörmannamálunum, sem mestu skiptir þegar kemur að forsetakjöri í Bandaríkjunum stefnir allt í nokkuð öruggan sigur George W. Bush. Staða hans í suðrinu er nú sem fyrr gríðarsterk og hann stendur betur, a.m.k. á þessari stundu í mörgum af helstu baráttufylkjunum. Undanfarnar vikur hefur verið mikið tekist á um fréttamennsku CBS sjónvarpsstöðvarinnar um veru forsetans í þjóðvarðliðinu í Texas á sínum tíma, en Dan Rather fréttastjórnandi og aðalþulur stöðvarinnar, birti í fréttaskýringarþættinum 60 minutes, skjöl sem áttu að sanna að Bush hefði staðið sig illa þar. Hefur Hvíta húsið dregið gögnin í efa og grunur beinist nú að því að þau séu fölsuð og sett fram til að skaða forsetann, nú þegar John Kerry er augljóslega undir í slagnum. Hefur Rather tekið gagnrýni á fréttamennsku sína illa og telur vegið að fréttamannsheiðri sínum. Málið hefur tekið athyglisverða stefnu í umfjöllun CBS seinustu daga og beinskeyttum svörum Hvíta húsinu við frétt Rather. Á sömu stundu eykst harkan í slagnum, sem var nokkuð mikil fyrir. Kosningastjórn Kerrys birtir harðar auglýsingar og sakar í þeim Cheney varaforseta, um að hafa hagnast á stríðsrekstrinum í Írak með tengslum við bandaríska fyrirtækið Halliburton. Hvernig svo sem baráttan þróast hvað varðar fylgið er ljóst að beittasta kosningabarátta sögunnar í Bandaríkjunum hefur náð algjöru hámarki. Einskis er svifist í baráttunni um atkvæðin og lyklavöldin í Hvíta húsinu.
Flest stefnir nú í að verkfall grunnskólakennara muni skella á, á miðnætti sunnudagskvöldið 19. september nk. Ekkert hefur miðað í samkomulagsátt og er stál í stál milli deiluaðila, Kennarasambandsins og sveitarfélaganna. Fram hefur komið í fréttum að kraftaverk þurfi til að deiluaðilar nái saman um samningsflöt fyrir boðaða verkfallsbyrjun. Athygli hefur vakið seinustu daga hversu kennarar ganga langt í yfirgangi og frekjuköstum til að vekja athygli á stöðu sinni. Barátta þeirra gegn því að fyrirtæki eða stofnanir hafi barnagæslu fyrir börn starfsfólks síns, hefur vakið athygli og reyndar almenn umræða um það í samfélaginu að sú framkoma kennarafélaganna hafi gert út af við alla mögulega umræðu um samúð með málstað kennara. Kennarar verða að gera sér grein fyrir því að þolmörk er á öllu. Yfirgangur þeirra seinustu daga er svo yfirgengilegur að engin orð fá því lýst. Fram hefur komið að launagreiðslur sveitarfélaganna til kennara nemi 16,2 milljörðum króna á ári. Samningamenn sveitarfélaganna telji að ef fallist verði á kröfur kennara muni árlegur launakostnaður hækka um tæpa 6 milljarða í lok gildistíma nýs kjarasamnings. Er rétt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort sveitarfélögin muni standa undir því. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur tjáð sig um þessi mál og komið fram með raunhæft mat á stöðunni ef samið verði um ítrustu launakröfur kennara. Ég tel ómögulegt að semja um slíkt.
Akureyri í öndvegi - íbúaþing á Akureyri
Kl. 10:00 í fyrramálið hefst í Íþróttahöllinni, hér á Akureyri, opið þing, fyrir alla landsmenn, og mun það standa til kl. 18:00. Á þinginu gefst hið gullna tækifæri fyrir okkur öll hér í bænum að koma á framfæri hugmyndum okkar um þróun miðbæjarins. Gildir einu hvort þú ert Akureyringur eða býrð annarsstaðar á landinu, eða fulltrúi hagsmunaaðila og annarra en bæjarbúa, þingið er einfaldlega öllum opið. Niðurstöður þingsins verða nýttar til að skilgreina forsendur í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni sem haldin verður svo í kjölfarið. Um þingið segir svo á ítarlegum vef um málið: "Verður þingið ólíkt hefðbundnum borgarafundum að því leyti að notaðar eru skilvirkar, skapandi og skemmtilegar aðferðir til að fá fram sjónarmið þátttakenda og skapa lifandi og frjóar umræður. Íbúar og allir þeir sem bjóða eða sækja þjónustu sem er staðsett í miðbæ Akureyrar hafa dýrmæta þekkingu og skoðanir varðandi miðbæinn, þróun hans og samhengi við aðra uppbyggingu í bænum. Með þinginu er ætlunin að virkja þessa þekkingu til að skapa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir miðbæinn. Framtíðarsýn sem setur Akureyri í öndvegi." Er þessi vinna og undirbúningur hennar mjög nauðsynleg að öllu leyti til að efla miðbæinn okkar og er lofsvert framtak. Að mínu mati á Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ, hrós skilið fyrir að hafa ýtt þessu mikla verkefni úr vör og hafa fengið aðra í lið með sér og unnið vel að því að efla hjarta bæjarins okkar, miðbæinn. Án blómlegs og kraftmikils mannlífs er miðbærinn að öllu leyti líf- og þróttlausari. Ég vil taka þátt í að efla hann og styrkja og mæti því á morgun í Íþróttahöllina. Hvet ég alla til að gera slíkt hið sama. Setjum Akureyri í öndvegi!
Dagurinn í dag
1717 Gos hófst í Kverkfjöllum við norðanverðan Vatnajökul - mikið hlaup varð í Jökulsá á Fjöllum
1980 Anastasio Somoza Debayle fyrrum forseti Nicaragua, myrtur í Asunción í Paraguay. Debayle var seinasti þjóðarleiðtogi landsins úr hinni alræmdu Somoza-fjölskyldu sem ríkti í landinu 1936-1979. Í kjölfar þess að Debayle missti völdin flúði hann í útlegð til Bandaríkjanna. Hann var myrtur af útsendurum Sandinista-stjórnarinnar í Nicaragua, sem tók við völdum eftir fall Somoza-veldisins
1984 Brian Mulroney tók við embætti forsætisráðherra í Kanada - hann sat á valdastóli allt til 1993
1992 Landsbanki Íslands tók yfir allar eignir Sambands íslenskra samvinnufélaga, upp í miklar skuldir Sambandsins til bankans. Í kjölfarið mátti heita að starfsemi SÍS, sem verið hafði stórveldi í íslensku þjóðlífi megnið af 20. öldinni, væri lokið. SÍS er þó enn til og starfar enn að litlu leyti hér á Akureyri
2001 Jose Carreras hélt tónleika í Laugardalshöll - söng ásamt Diddú fyrir fullu húsi og var vel fagnað
Morgundagurinn
1851 Dagblaðið New York Times kom út í fyrsta skipti - umdeilt blað vegna fréttamennsku sinnar
1961 Dag Hammarskjold framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ferst í flugslysi í Rhodesíu, 56 ára að aldri. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels eftir andlát sitt, í virðingarskyni við umfangsmikið framlag hans til friðar í heiminum, en hann var á leið til Kenýa til að taka þátt í friðarviðræðum þegar hann lést. Aldrei hefur komið fyllilega í ljós hvort flugvél Hammarskjolds fórst vegna slyss eða var grandað
1968 Portúgalska knattspyrnuliðið Benfica keppti við Val á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Áhorfendur voru 18.243, en það var vallarmet á vellinum allt til 18. ágúst 2004 þegar Ísland sigraði Ítali. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en meðal leikmanna Benfica var hinn heimsfrægi Eusebio
1970 Tónlistarmaðurinn Jimi Hendrix, lést í London, 27 ára gamall. Hann var einn fremsti gítarleikari 20. aldarinnar - rokkgoðsögn í lifanda lífi, sem ávann sér sess í sögu tónlistarinnar á stuttum ferli
1997 Viðskiptajöfurinn Ted Turner sem átti til dæmis CNN, gaf Sameinuðu þjóðunum 1 billjón dala
Snjallyrði dagsins
The best and most beautiful things in the world cannot be seen or even touched. They must be felt within the heart.
Helen Keller (1880-1968)
Í dag eru 46 dagar þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu, þann 2. nóvember, og kjósa forseta Bandaríkjanna til næstu fjögurra ára. Athyglisvert er venju samkvæmt að rýna í skoðanakannanir vestanhafs. Birst hafa fjórar kannanir seinustu daga og sýna þær misvísandi niðurstöður. Annaðhvort það að forsetinn sé enn með nokkuð forskot eða þá það að slagurinn hafi jafnast nokkuð eftir velheppnað flokksþing repúblikana í New York. Ef marka má yfirlit yfir stöðuna í kjörmannamálunum, sem mestu skiptir þegar kemur að forsetakjöri í Bandaríkjunum stefnir allt í nokkuð öruggan sigur George W. Bush. Staða hans í suðrinu er nú sem fyrr gríðarsterk og hann stendur betur, a.m.k. á þessari stundu í mörgum af helstu baráttufylkjunum. Undanfarnar vikur hefur verið mikið tekist á um fréttamennsku CBS sjónvarpsstöðvarinnar um veru forsetans í þjóðvarðliðinu í Texas á sínum tíma, en Dan Rather fréttastjórnandi og aðalþulur stöðvarinnar, birti í fréttaskýringarþættinum 60 minutes, skjöl sem áttu að sanna að Bush hefði staðið sig illa þar. Hefur Hvíta húsið dregið gögnin í efa og grunur beinist nú að því að þau séu fölsuð og sett fram til að skaða forsetann, nú þegar John Kerry er augljóslega undir í slagnum. Hefur Rather tekið gagnrýni á fréttamennsku sína illa og telur vegið að fréttamannsheiðri sínum. Málið hefur tekið athyglisverða stefnu í umfjöllun CBS seinustu daga og beinskeyttum svörum Hvíta húsinu við frétt Rather. Á sömu stundu eykst harkan í slagnum, sem var nokkuð mikil fyrir. Kosningastjórn Kerrys birtir harðar auglýsingar og sakar í þeim Cheney varaforseta, um að hafa hagnast á stríðsrekstrinum í Írak með tengslum við bandaríska fyrirtækið Halliburton. Hvernig svo sem baráttan þróast hvað varðar fylgið er ljóst að beittasta kosningabarátta sögunnar í Bandaríkjunum hefur náð algjöru hámarki. Einskis er svifist í baráttunni um atkvæðin og lyklavöldin í Hvíta húsinu.
Flest stefnir nú í að verkfall grunnskólakennara muni skella á, á miðnætti sunnudagskvöldið 19. september nk. Ekkert hefur miðað í samkomulagsátt og er stál í stál milli deiluaðila, Kennarasambandsins og sveitarfélaganna. Fram hefur komið í fréttum að kraftaverk þurfi til að deiluaðilar nái saman um samningsflöt fyrir boðaða verkfallsbyrjun. Athygli hefur vakið seinustu daga hversu kennarar ganga langt í yfirgangi og frekjuköstum til að vekja athygli á stöðu sinni. Barátta þeirra gegn því að fyrirtæki eða stofnanir hafi barnagæslu fyrir börn starfsfólks síns, hefur vakið athygli og reyndar almenn umræða um það í samfélaginu að sú framkoma kennarafélaganna hafi gert út af við alla mögulega umræðu um samúð með málstað kennara. Kennarar verða að gera sér grein fyrir því að þolmörk er á öllu. Yfirgangur þeirra seinustu daga er svo yfirgengilegur að engin orð fá því lýst. Fram hefur komið að launagreiðslur sveitarfélaganna til kennara nemi 16,2 milljörðum króna á ári. Samningamenn sveitarfélaganna telji að ef fallist verði á kröfur kennara muni árlegur launakostnaður hækka um tæpa 6 milljarða í lok gildistíma nýs kjarasamnings. Er rétt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort sveitarfélögin muni standa undir því. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur tjáð sig um þessi mál og komið fram með raunhæft mat á stöðunni ef samið verði um ítrustu launakröfur kennara. Ég tel ómögulegt að semja um slíkt.
Akureyri í öndvegi - íbúaþing á Akureyri
Kl. 10:00 í fyrramálið hefst í Íþróttahöllinni, hér á Akureyri, opið þing, fyrir alla landsmenn, og mun það standa til kl. 18:00. Á þinginu gefst hið gullna tækifæri fyrir okkur öll hér í bænum að koma á framfæri hugmyndum okkar um þróun miðbæjarins. Gildir einu hvort þú ert Akureyringur eða býrð annarsstaðar á landinu, eða fulltrúi hagsmunaaðila og annarra en bæjarbúa, þingið er einfaldlega öllum opið. Niðurstöður þingsins verða nýttar til að skilgreina forsendur í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni sem haldin verður svo í kjölfarið. Um þingið segir svo á ítarlegum vef um málið: "Verður þingið ólíkt hefðbundnum borgarafundum að því leyti að notaðar eru skilvirkar, skapandi og skemmtilegar aðferðir til að fá fram sjónarmið þátttakenda og skapa lifandi og frjóar umræður. Íbúar og allir þeir sem bjóða eða sækja þjónustu sem er staðsett í miðbæ Akureyrar hafa dýrmæta þekkingu og skoðanir varðandi miðbæinn, þróun hans og samhengi við aðra uppbyggingu í bænum. Með þinginu er ætlunin að virkja þessa þekkingu til að skapa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir miðbæinn. Framtíðarsýn sem setur Akureyri í öndvegi." Er þessi vinna og undirbúningur hennar mjög nauðsynleg að öllu leyti til að efla miðbæinn okkar og er lofsvert framtak. Að mínu mati á Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ, hrós skilið fyrir að hafa ýtt þessu mikla verkefni úr vör og hafa fengið aðra í lið með sér og unnið vel að því að efla hjarta bæjarins okkar, miðbæinn. Án blómlegs og kraftmikils mannlífs er miðbærinn að öllu leyti líf- og þróttlausari. Ég vil taka þátt í að efla hann og styrkja og mæti því á morgun í Íþróttahöllina. Hvet ég alla til að gera slíkt hið sama. Setjum Akureyri í öndvegi!
Dagurinn í dag
1717 Gos hófst í Kverkfjöllum við norðanverðan Vatnajökul - mikið hlaup varð í Jökulsá á Fjöllum
1980 Anastasio Somoza Debayle fyrrum forseti Nicaragua, myrtur í Asunción í Paraguay. Debayle var seinasti þjóðarleiðtogi landsins úr hinni alræmdu Somoza-fjölskyldu sem ríkti í landinu 1936-1979. Í kjölfar þess að Debayle missti völdin flúði hann í útlegð til Bandaríkjanna. Hann var myrtur af útsendurum Sandinista-stjórnarinnar í Nicaragua, sem tók við völdum eftir fall Somoza-veldisins
1984 Brian Mulroney tók við embætti forsætisráðherra í Kanada - hann sat á valdastóli allt til 1993
1992 Landsbanki Íslands tók yfir allar eignir Sambands íslenskra samvinnufélaga, upp í miklar skuldir Sambandsins til bankans. Í kjölfarið mátti heita að starfsemi SÍS, sem verið hafði stórveldi í íslensku þjóðlífi megnið af 20. öldinni, væri lokið. SÍS er þó enn til og starfar enn að litlu leyti hér á Akureyri
2001 Jose Carreras hélt tónleika í Laugardalshöll - söng ásamt Diddú fyrir fullu húsi og var vel fagnað
Morgundagurinn
1851 Dagblaðið New York Times kom út í fyrsta skipti - umdeilt blað vegna fréttamennsku sinnar
1961 Dag Hammarskjold framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ferst í flugslysi í Rhodesíu, 56 ára að aldri. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels eftir andlát sitt, í virðingarskyni við umfangsmikið framlag hans til friðar í heiminum, en hann var á leið til Kenýa til að taka þátt í friðarviðræðum þegar hann lést. Aldrei hefur komið fyllilega í ljós hvort flugvél Hammarskjolds fórst vegna slyss eða var grandað
1968 Portúgalska knattspyrnuliðið Benfica keppti við Val á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Áhorfendur voru 18.243, en það var vallarmet á vellinum allt til 18. ágúst 2004 þegar Ísland sigraði Ítali. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en meðal leikmanna Benfica var hinn heimsfrægi Eusebio
1970 Tónlistarmaðurinn Jimi Hendrix, lést í London, 27 ára gamall. Hann var einn fremsti gítarleikari 20. aldarinnar - rokkgoðsögn í lifanda lífi, sem ávann sér sess í sögu tónlistarinnar á stuttum ferli
1997 Viðskiptajöfurinn Ted Turner sem átti til dæmis CNN, gaf Sameinuðu þjóðunum 1 billjón dala
Snjallyrði dagsins
The best and most beautiful things in the world cannot be seen or even touched. They must be felt within the heart.
Helen Keller (1880-1968)
<< Heim