Jólatréð á Ráðhústorgi
Jólaundirbúningurinn hófst formlega hjá flestum Akureyringum síðdegis í dag. Þá voru ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi tendruð en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Góð stemmning var í miðbænum í dag og mikið fjölmenni þar samankomið. Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög og kór eldri borgara söng nokkur hátíðleg jólalög, sem heilluðu viðstadda. Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri flutti stutt ávarp. Áður en ljósin voru tendruð flutti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, ræðu. Þar sagði Kristján meðal annars:
"Á þessum tíma ársins fáum við næði til að hugsa vel um fjölskyldu okkar og vini. Okkur gefst kostur á að rækta vináttu- og fjölskylduböndin sem skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, mestu máli og eru grundvöllurinn að góðu og fjölskylduvænu samfélagi eins og við búum við hér á Akureyri. Á aðventunni er ys og þys á fólki og allt kapp lagt á að undirbúa hátíðarnar sem best. Flest erum við með frið og kærleika í hjarta við þá iðju, en þó eru alltaf til innan um menn eins og Skröggur í jólasögunni góðu eftir Charles Dickens - menn sem argaþrasast út af öllu umstanginu og vilja helst enga tilbreytingu í hið daglega líf. Hér sem annars staðar er hinn gullni meðalvegur vandrataður. En ég held að jólaljósin í bænum okkar hér á Akureyri, og ljósahafið á jólatrénu frá vinunum okkar í Randers, gætu meira að segja brætt hjörtu slíkra manna. Því hvernig væri umhorfs hér í bæ á aðventunni þegar skammdegið er hvað mest, ef þessi hundruð og þessar þúsundir jólaljósa sem loga vítt og breitt, væru slökkt? Það fer sannast sagna um mig hrollur við tilhugsunina og því gleðst ég eins og lítið barn á hverju ári þegar kveikt er á jólatrénu hér á Ráðhústorgi."
Kór eldri borgara syngur jólalög. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, er fyrir miðri mynd í hvítri kápu. Hún er formaður kórsins og hefur sungið í honum allt frá því hann var stofnaður 1988.
Jólaundirbúningurinn hófst formlega hjá flestum Akureyringum síðdegis í dag. Þá voru ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi tendruð en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Góð stemmning var í miðbænum í dag og mikið fjölmenni þar samankomið. Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög og kór eldri borgara söng nokkur hátíðleg jólalög, sem heilluðu viðstadda. Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri flutti stutt ávarp. Áður en ljósin voru tendruð flutti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, ræðu. Þar sagði Kristján meðal annars:
"Á þessum tíma ársins fáum við næði til að hugsa vel um fjölskyldu okkar og vini. Okkur gefst kostur á að rækta vináttu- og fjölskylduböndin sem skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, mestu máli og eru grundvöllurinn að góðu og fjölskylduvænu samfélagi eins og við búum við hér á Akureyri. Á aðventunni er ys og þys á fólki og allt kapp lagt á að undirbúa hátíðarnar sem best. Flest erum við með frið og kærleika í hjarta við þá iðju, en þó eru alltaf til innan um menn eins og Skröggur í jólasögunni góðu eftir Charles Dickens - menn sem argaþrasast út af öllu umstanginu og vilja helst enga tilbreytingu í hið daglega líf. Hér sem annars staðar er hinn gullni meðalvegur vandrataður. En ég held að jólaljósin í bænum okkar hér á Akureyri, og ljósahafið á jólatrénu frá vinunum okkar í Randers, gætu meira að segja brætt hjörtu slíkra manna. Því hvernig væri umhorfs hér í bæ á aðventunni þegar skammdegið er hvað mest, ef þessi hundruð og þessar þúsundir jólaljósa sem loga vítt og breitt, væru slökkt? Það fer sannast sagna um mig hrollur við tilhugsunina og því gleðst ég eins og lítið barn á hverju ári þegar kveikt er á jólatrénu hér á Ráðhústorgi."
Kór eldri borgara syngur jólalög. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, er fyrir miðri mynd í hvítri kápu. Hún er formaður kórsins og hefur sungið í honum allt frá því hann var stofnaður 1988.
<< Heim