Heitast í umræðunni
Eins og fram kom í skrifum mínum hér í gær hafa samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna náð saman og samið til maímánuðar 2008. Óvissunni er lokið í kjaramálum kennara, að því gefnu að kennarar samþykki kjarasamninginn, eins og forysta þeirra leggur til við þá. Um klukkutíma eftir að samningsaðilar höfðu undirritað nýjan samning, settust alþingismennirnir Einar Oddur Kristjánsson og Ögmundur Jónasson við borðið hjá Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Þórhalli Gunnarssyni í Íslandi í dag á Stöð 2. Einar Oddur sem þekkir vel til samningamála, enda fyrrum formaður vinnuveitenda og einn af arkitektum Þjóðarsáttarinnar sem náðist á vinnumarkaðnum árið 1990, sagði að þessi samningur væri óráð fyrir sveitarfélögin. Við blasir að kostnaðarauki fyrir sveitarfélögin verði um 30%, svona í fljótu bragði séð. Sagði Einar Oddur að þau gætu ekki staðið undir honum, sagði hann að með þessu væri hinsvegar fordæmi gefið. Aðrar stéttir sem eftir væru að semja, t.d. BSRB sem Ögmundur er formaður fyrir, kæmu næst og myndu krefjast svipaðrar kjarahækkunar og samið var um í kennarasamningnum.
Fyrst neitaði Ögmundur þessu. Þá gekk Einar Oddur á hann og bað um skýr svör. Í fljótræði missti Ögmundur út úr sér að BSRB myndi auðvitað leita eftir því sama. Í einu vetfangi staðfesti hann semsagt allt það sem Einar Oddur hafði sagt um það að ef hinir fylgdu á eftir yrði stöðugleikinn sem tryggður var í Þjóðarsáttinni, sú farsæld sem þar var tryggð, hent fyrir borð og allt færi í verðbólguástand. Þetta var ótrúlegt á að horfa og mjög óábyrgt að fylgjast með Ögmundi og hans málflutningi. Reyndi hann að neita því sem hann hafði sagt en orð hans sjást vel í upptöku af viðtalinu og þau sjá allir sem horfa á. Annars er greinilegt að Einar Oddur veit hvað hann syngur, enda reyndur samningamaður og forystumaður í því ferli sem leiddi til Þjóðarsáttarinnar landsfrægu sem tryggði stöðugleikann sem við höfum þekkt síðan hérlendis. Nú strax hafa leikskólakennarar boðað sömu kröfugerð og byggist á kennarasamningunum. Eflaust kemur svo öll hersingin á eftir, eins og Einar Oddur sagði. Það er ótrúlegt ef menn ætla að vinna þannig að sprengja upp launastefnuna og leggja allt það sem náðist með Þjóðarsáttinni í rúst í einu vetfangi, á skömmum tíma. Það er mikilvægt, mjög mikilvægt, að staðinn verði vörður um efnahagslíf landsins og komið í veg fyrir það að óðaverðbólga skelli hér á.
Viðtal Jóhönnu og Þórhalls við Einar Odd Kristjánsson og Ögmund Jónasson
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, kynnti á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag, frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005. Fór fram fyrri umræða um frumvarpið og var farið yfir frumvarpið í fróðlegum umræðum sem bæjarbúar fylgdust með á bæjarsjónvarpsstöðinni Aksjón. Það var athyglisvert að horfa á umræðurnar og gott fyrir hinn almenna bæjarbúa að geta fylgst með bæjarmálunum með þessum hætti með útsendingum á fundum. Fólki gefst kostur á að horfa á og sjá umræður um helstu málin. Greinilegt er að nýleg skoðanakönnun hefur eflt marga fulltrúa í bæjarstjórninni til að vera sýnilegri og beittari. Þetta sást greinilega í umræðunum á þriðjudag. Sérstaklega var athyglisvert að sjá til Odds Helga Halldórssonar leiðtoga Lista fólksins. Fram kom í könnuninni um daginn að Listi fólksins hafði misst forystuhlutverk sitt innan minnihlutans til VG og jafnframt annan fulltrúa sinn til þeirra. Nú hefur L-listinn 2 fulltrúa en Samfylkingin og VG 1 hvor. Oddur var greinilega beittari og hvassari en oft áður.
Svo í gærkvöldi var Oddur Helgi mættur í fréttatíma Sjónvarps í strætó með Birni Þorlákssyni fréttamanni. Var hann þar að kynna hugmynd sína um að hætta gjaldtöku í strætisvagna í bænum. Þetta er nú augljóslega sett fram til að minna á sig og framboðið. Enda var í þessari frétt ekki rætt við t.d. forystufólk SVA, né aðra bæjarfulltrúa. Eðlilegt hefði verið að leita viðbragða annarra flokka eða framboða í bæjarstjórninni við þessum tillögum Odds. Þetta er augljóslega bara þannig að Oddur hefur leitað eftir viðtali og er því einn beðinn um álit. Þetta blasir við. Það er erfitt að vera með sérframboð þrjár eða fjórar kosningar í röð. Þetta skynjar eflaust Oddur Helgi og reynir að blása nú vörn í sókn. Í seinustu kosningum náði L-listinn fylgislegu hámarki og mun eiga erfitt með að ná að toppa það eða halda því. Þetta er allt hluti af því. Enda höfum við sem fylgjumst jafnan með fundunum á Aksjón þótt Oddur og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir (hinn bæjarfulltrúi L-listans) frekar litlaus eða ætti maður ekki að segja frekar lítið í því að taka afstöðu til mála. Það er greinilega ekki að gera sig lengur. Enda sækir Oddur nú fram af meiri krafti og er að kynna sig með nýjum tillögum í fjölmiðlum. Annars er það mitt mat að fólk vilji til forystu einstaklinga sem hefur allt í senn: kjark, þor og ábyrgð í störfum sínum. L-listann vantar ábyrgðarhlutverkið, enda hefur fólk þar sjaldan tekið afstöðu til málanna.
Álver og virkjun á Austurlandi
Fyrsta skóflustungan var tekin að álveri Alcoa í Reyðarfirði, 8. júlí sl. Með því var merkum áfanga náð í baráttunni fyrir álveri á Austurlandi og uppbyggingu í Norðausturkjördæmi: takmarkinu var loks náð eftir langa baráttu og mikil átök fyrir því að tryggja blómlegt mannlíf í landsfjórðungnum. Það voru Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Bent Reitan forstjóri frumvinnslu Alcoa og Andy Graig yfirmaður námu- og málmasviðs Bechtels, aðalverktaka álversbyggingarinnar, sem tóku fyrstu skóflustunguna. Jarðvegsvinnu við álverksmiðjuna mun verða lokið á næsta ári, í apríl 2005 mun verða byrjað á að steypa kerskála álversins. Höfnin mun verða tilbúin til notkunar í janúarmánuði 2007 og álverið mun opna í apríl 2007 formlega. Um var því að ræða stóran dag hjá Austfirðingum, þessi framkvæmd auk virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka hafa jákvæð áhrif á stöðu kjördæmisins í heild.
Ég fjalla um þetta mál allt í ítarlegum pistli á vef mínum í gær. Mér þótti við hæfi að fara yfir allt málið og líta á það í heildarmynd. Enginn vafi er að Kárahnjúkavirkjun og væntanlegt álver við Reyðarfjörð, voru eitt heitasta málefni íslenskra stjórnmála til fjölda ára. Mikil barátta hafði átt sér stað hjá Austfirðingum að fá stóriðju austur og sú barátta bar loks árangur með undirskrift samninga við Alcoa. Ég fer í pistlinum yfir sögu málsins og nokkra hápunkta þess og tjái mig um það sem helst stendur eftir, bæði pólitískt og byggðalega fyrir okkur hér í Norðausturkjördæmi, þegar virkjunin og álverið eru orðin staðreynd og málið komið endanlega í gegn. Ég vil þakka þeim sem hafa sent komment vegna pistilsins og tjáð sig um hann, það er greinilegt að þetta mál, þó í höfn sé komið, snertir fólk og margir hafa skoðun á því og styðja málstað Austfirðinga og okkar í kjördæminu heilshugar. Vissi ég það reyndar vel fyrir.
Listamannalaun - grein Gísla um borgarmálin
Nýstofnaður leikhópur SUS hefur sótt um listamannalaun fyrir árið 2005 í tengslum við uppsetningu á gjörningi sem felst í því að skila listamannalaununum aftur til skattgreiðenda. Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn minna á að menning verður ekki til hjá hinu opinbera heldur hjá einstaklingunum. Það er því mikilvægt að ríkisvaldið sleppi klónum af menningarstarfsemi og leyfi henni að blómstra í friði. Á vettvangi menningarmála er því hægt að spara umtalsverða fjármuni og skila þeim til skattgreiðenda sem geta þá valið sjálfir hvort og hvaða menningarstarfsemi þeir styðja, meðal annars með því að afnema listamannalaun.
Mikið hefur seinustu daga verið fjallað um stöðuna í borgarmálunum. Nú hefur R-listinn loks viðurkennt hver staða borgarsjóðs er, með seinustu ákvörðunum sínum. Vinur minn, Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi, hefur skrifað frábæra grein um þessi mál og stöðu kosningaloforða R-listans og fjallar um það meistaralega þar. Hvet alla til að lesa skrif hans.
Forsetabókasafn William Jefferson Clinton vígt í Little Rock í Arkansas
Dagurinn í dag
1709 Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal, brann til kaldra kola - tapaðist mikið af fornum dýrgripum
1920 Sr. Matthías Jochumsson prestur, skáld og heiðursborgari á Akureyri, lést - viku áður á 85 ára afmæli sínu var hann gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands. Matthías orti þjóðsöng Íslands, Lofsöng, og fjölda ljóða og samdi ennfremur mörg leikrit
1959 Kvikmyndin Ben-Hur í leikstjórn William Wyler frumsýnd - hún hlaut 11 óskarsverðlaun 1960
1984 Jón Baldvin Hannibalsson kjörinn formaður Alþýðuflokksins - hann sigraði Kjartan Jóhannsson sitjandi formann flokksins, en hann hafði setið á formannsstóli allt frá árinu 1980. Jón Baldvin var fjármálaráðherra 1987-1988 og utanríkisráðherra 1988-1995. Jón Baldvin varð sendiherra árið 1998
1991 Terry Waite sleppt úr gíslingu hryðjuverkaafla í Beirút í Líbanon - honum hafði verið haldið frá árinu 1987, en hann hafði verið valinn til að vera samningamaður af hálfu breskra stjórnvalda til að reyna að leysa aðra gíslinga úr haldi en var sjálfur hnepptur í varðhald, og sleppt seinast úr haldi
Snjallyrði dagsins
Við brjóst mitt hún hljóð og helsjúk lá,
sem hafði sungið um ástir og þrá.
Nú féllu henni tár um bleika brá;
nú blæddi henni, ástinni minni.
- Þá grét ég í síðasta sinni.
Þá söng ég guði mitt síðasta lag;
þá særði hann og bað hvert mitt hjartaslag
að lofa henni ennþá að lifa einn dag
og leika sér, ástinni minni.
- Þá bað ég í síðasta sinni.
Svo hætti það sjúka hjartað að slá,
sem hafði sungið um ástir og þrá.
Svo lagði ég hana líkfjalir á
og laut nið'r að ástinni minni.
- Þá kyssti ég í síðasta sinni.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Í síðasta sinni)
Eins og fram kom í skrifum mínum hér í gær hafa samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna náð saman og samið til maímánuðar 2008. Óvissunni er lokið í kjaramálum kennara, að því gefnu að kennarar samþykki kjarasamninginn, eins og forysta þeirra leggur til við þá. Um klukkutíma eftir að samningsaðilar höfðu undirritað nýjan samning, settust alþingismennirnir Einar Oddur Kristjánsson og Ögmundur Jónasson við borðið hjá Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Þórhalli Gunnarssyni í Íslandi í dag á Stöð 2. Einar Oddur sem þekkir vel til samningamála, enda fyrrum formaður vinnuveitenda og einn af arkitektum Þjóðarsáttarinnar sem náðist á vinnumarkaðnum árið 1990, sagði að þessi samningur væri óráð fyrir sveitarfélögin. Við blasir að kostnaðarauki fyrir sveitarfélögin verði um 30%, svona í fljótu bragði séð. Sagði Einar Oddur að þau gætu ekki staðið undir honum, sagði hann að með þessu væri hinsvegar fordæmi gefið. Aðrar stéttir sem eftir væru að semja, t.d. BSRB sem Ögmundur er formaður fyrir, kæmu næst og myndu krefjast svipaðrar kjarahækkunar og samið var um í kennarasamningnum.
Fyrst neitaði Ögmundur þessu. Þá gekk Einar Oddur á hann og bað um skýr svör. Í fljótræði missti Ögmundur út úr sér að BSRB myndi auðvitað leita eftir því sama. Í einu vetfangi staðfesti hann semsagt allt það sem Einar Oddur hafði sagt um það að ef hinir fylgdu á eftir yrði stöðugleikinn sem tryggður var í Þjóðarsáttinni, sú farsæld sem þar var tryggð, hent fyrir borð og allt færi í verðbólguástand. Þetta var ótrúlegt á að horfa og mjög óábyrgt að fylgjast með Ögmundi og hans málflutningi. Reyndi hann að neita því sem hann hafði sagt en orð hans sjást vel í upptöku af viðtalinu og þau sjá allir sem horfa á. Annars er greinilegt að Einar Oddur veit hvað hann syngur, enda reyndur samningamaður og forystumaður í því ferli sem leiddi til Þjóðarsáttarinnar landsfrægu sem tryggði stöðugleikann sem við höfum þekkt síðan hérlendis. Nú strax hafa leikskólakennarar boðað sömu kröfugerð og byggist á kennarasamningunum. Eflaust kemur svo öll hersingin á eftir, eins og Einar Oddur sagði. Það er ótrúlegt ef menn ætla að vinna þannig að sprengja upp launastefnuna og leggja allt það sem náðist með Þjóðarsáttinni í rúst í einu vetfangi, á skömmum tíma. Það er mikilvægt, mjög mikilvægt, að staðinn verði vörður um efnahagslíf landsins og komið í veg fyrir það að óðaverðbólga skelli hér á.
Viðtal Jóhönnu og Þórhalls við Einar Odd Kristjánsson og Ögmund Jónasson
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, kynnti á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag, frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005. Fór fram fyrri umræða um frumvarpið og var farið yfir frumvarpið í fróðlegum umræðum sem bæjarbúar fylgdust með á bæjarsjónvarpsstöðinni Aksjón. Það var athyglisvert að horfa á umræðurnar og gott fyrir hinn almenna bæjarbúa að geta fylgst með bæjarmálunum með þessum hætti með útsendingum á fundum. Fólki gefst kostur á að horfa á og sjá umræður um helstu málin. Greinilegt er að nýleg skoðanakönnun hefur eflt marga fulltrúa í bæjarstjórninni til að vera sýnilegri og beittari. Þetta sást greinilega í umræðunum á þriðjudag. Sérstaklega var athyglisvert að sjá til Odds Helga Halldórssonar leiðtoga Lista fólksins. Fram kom í könnuninni um daginn að Listi fólksins hafði misst forystuhlutverk sitt innan minnihlutans til VG og jafnframt annan fulltrúa sinn til þeirra. Nú hefur L-listinn 2 fulltrúa en Samfylkingin og VG 1 hvor. Oddur var greinilega beittari og hvassari en oft áður.
Svo í gærkvöldi var Oddur Helgi mættur í fréttatíma Sjónvarps í strætó með Birni Þorlákssyni fréttamanni. Var hann þar að kynna hugmynd sína um að hætta gjaldtöku í strætisvagna í bænum. Þetta er nú augljóslega sett fram til að minna á sig og framboðið. Enda var í þessari frétt ekki rætt við t.d. forystufólk SVA, né aðra bæjarfulltrúa. Eðlilegt hefði verið að leita viðbragða annarra flokka eða framboða í bæjarstjórninni við þessum tillögum Odds. Þetta er augljóslega bara þannig að Oddur hefur leitað eftir viðtali og er því einn beðinn um álit. Þetta blasir við. Það er erfitt að vera með sérframboð þrjár eða fjórar kosningar í röð. Þetta skynjar eflaust Oddur Helgi og reynir að blása nú vörn í sókn. Í seinustu kosningum náði L-listinn fylgislegu hámarki og mun eiga erfitt með að ná að toppa það eða halda því. Þetta er allt hluti af því. Enda höfum við sem fylgjumst jafnan með fundunum á Aksjón þótt Oddur og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir (hinn bæjarfulltrúi L-listans) frekar litlaus eða ætti maður ekki að segja frekar lítið í því að taka afstöðu til mála. Það er greinilega ekki að gera sig lengur. Enda sækir Oddur nú fram af meiri krafti og er að kynna sig með nýjum tillögum í fjölmiðlum. Annars er það mitt mat að fólk vilji til forystu einstaklinga sem hefur allt í senn: kjark, þor og ábyrgð í störfum sínum. L-listann vantar ábyrgðarhlutverkið, enda hefur fólk þar sjaldan tekið afstöðu til málanna.
Álver og virkjun á Austurlandi
Fyrsta skóflustungan var tekin að álveri Alcoa í Reyðarfirði, 8. júlí sl. Með því var merkum áfanga náð í baráttunni fyrir álveri á Austurlandi og uppbyggingu í Norðausturkjördæmi: takmarkinu var loks náð eftir langa baráttu og mikil átök fyrir því að tryggja blómlegt mannlíf í landsfjórðungnum. Það voru Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Bent Reitan forstjóri frumvinnslu Alcoa og Andy Graig yfirmaður námu- og málmasviðs Bechtels, aðalverktaka álversbyggingarinnar, sem tóku fyrstu skóflustunguna. Jarðvegsvinnu við álverksmiðjuna mun verða lokið á næsta ári, í apríl 2005 mun verða byrjað á að steypa kerskála álversins. Höfnin mun verða tilbúin til notkunar í janúarmánuði 2007 og álverið mun opna í apríl 2007 formlega. Um var því að ræða stóran dag hjá Austfirðingum, þessi framkvæmd auk virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka hafa jákvæð áhrif á stöðu kjördæmisins í heild.
Ég fjalla um þetta mál allt í ítarlegum pistli á vef mínum í gær. Mér þótti við hæfi að fara yfir allt málið og líta á það í heildarmynd. Enginn vafi er að Kárahnjúkavirkjun og væntanlegt álver við Reyðarfjörð, voru eitt heitasta málefni íslenskra stjórnmála til fjölda ára. Mikil barátta hafði átt sér stað hjá Austfirðingum að fá stóriðju austur og sú barátta bar loks árangur með undirskrift samninga við Alcoa. Ég fer í pistlinum yfir sögu málsins og nokkra hápunkta þess og tjái mig um það sem helst stendur eftir, bæði pólitískt og byggðalega fyrir okkur hér í Norðausturkjördæmi, þegar virkjunin og álverið eru orðin staðreynd og málið komið endanlega í gegn. Ég vil þakka þeim sem hafa sent komment vegna pistilsins og tjáð sig um hann, það er greinilegt að þetta mál, þó í höfn sé komið, snertir fólk og margir hafa skoðun á því og styðja málstað Austfirðinga og okkar í kjördæminu heilshugar. Vissi ég það reyndar vel fyrir.
Listamannalaun - grein Gísla um borgarmálin
Nýstofnaður leikhópur SUS hefur sótt um listamannalaun fyrir árið 2005 í tengslum við uppsetningu á gjörningi sem felst í því að skila listamannalaununum aftur til skattgreiðenda. Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn minna á að menning verður ekki til hjá hinu opinbera heldur hjá einstaklingunum. Það er því mikilvægt að ríkisvaldið sleppi klónum af menningarstarfsemi og leyfi henni að blómstra í friði. Á vettvangi menningarmála er því hægt að spara umtalsverða fjármuni og skila þeim til skattgreiðenda sem geta þá valið sjálfir hvort og hvaða menningarstarfsemi þeir styðja, meðal annars með því að afnema listamannalaun.
Mikið hefur seinustu daga verið fjallað um stöðuna í borgarmálunum. Nú hefur R-listinn loks viðurkennt hver staða borgarsjóðs er, með seinustu ákvörðunum sínum. Vinur minn, Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi, hefur skrifað frábæra grein um þessi mál og stöðu kosningaloforða R-listans og fjallar um það meistaralega þar. Hvet alla til að lesa skrif hans.
Forsetabókasafn William Jefferson Clinton vígt í Little Rock í Arkansas
Dagurinn í dag
1709 Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal, brann til kaldra kola - tapaðist mikið af fornum dýrgripum
1920 Sr. Matthías Jochumsson prestur, skáld og heiðursborgari á Akureyri, lést - viku áður á 85 ára afmæli sínu var hann gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands. Matthías orti þjóðsöng Íslands, Lofsöng, og fjölda ljóða og samdi ennfremur mörg leikrit
1959 Kvikmyndin Ben-Hur í leikstjórn William Wyler frumsýnd - hún hlaut 11 óskarsverðlaun 1960
1984 Jón Baldvin Hannibalsson kjörinn formaður Alþýðuflokksins - hann sigraði Kjartan Jóhannsson sitjandi formann flokksins, en hann hafði setið á formannsstóli allt frá árinu 1980. Jón Baldvin var fjármálaráðherra 1987-1988 og utanríkisráðherra 1988-1995. Jón Baldvin varð sendiherra árið 1998
1991 Terry Waite sleppt úr gíslingu hryðjuverkaafla í Beirút í Líbanon - honum hafði verið haldið frá árinu 1987, en hann hafði verið valinn til að vera samningamaður af hálfu breskra stjórnvalda til að reyna að leysa aðra gíslinga úr haldi en var sjálfur hnepptur í varðhald, og sleppt seinast úr haldi
Snjallyrði dagsins
Við brjóst mitt hún hljóð og helsjúk lá,
sem hafði sungið um ástir og þrá.
Nú féllu henni tár um bleika brá;
nú blæddi henni, ástinni minni.
- Þá grét ég í síðasta sinni.
Þá söng ég guði mitt síðasta lag;
þá særði hann og bað hvert mitt hjartaslag
að lofa henni ennþá að lifa einn dag
og leika sér, ástinni minni.
- Þá bað ég í síðasta sinni.
Svo hætti það sjúka hjartað að slá,
sem hafði sungið um ástir og þrá.
Svo lagði ég hana líkfjalir á
og laut nið'r að ástinni minni.
- Þá kyssti ég í síðasta sinni.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Í síðasta sinni)
<< Heim