Heitast í umræðunni
Mahmoud Abbas leiðtogi PLO, var í gær kjörinn forseti Palestínu, í stað Yasser Arafat sem lést 11. nóvember sl. Abbas tók við forystu frelsissamtaka Palestínu og leiðtogahlutverki Fatah við andlát Arafats og var alla kosningabaráttuna með yfirburðastöðu. Abbas fékk alls 483.039 atkvæði, eða 62,3% atkvæða. Helsti keppinautur hans, læknirinn Mustafa Barghouti, hlaut 153.516 atkvæði eða 19,8% atkvæði. Er þetta í fyrsta skipti í sögu heimastjórnar Palestínu sem tvær valdablokkir takast á um embætti, en Arafat var í rúma fjóra áratugi nær óskoraður leiðtogi Palestínu og hlaut rúm 90% atkvæða þegar hann var kjörinn forseti heimastjórnarinnar fyrir tæpum áratug. Kosning gekk víðast hvar vel á heimastjórnarsvæðinu og var reyndar ákveðið vegna góðrar kjörsóknar að framlengja kjörtímann um tvo tíma, til að sem flestir gætu náð að kjósa. Abbas lýsti yfir sigri strax og fyrstu útgönguspár voru kynntar í gærkvöldi, enda varð þá ljóst að hann hlyti rúm 60% atkvæða. Í sigurræðu sinni helgaði Abbas sigurinn minningu forvera síns í embætti, Arafats. Læknirinn og friðarsinninn Barghouti náði sínu aðalmarkmiði, að hljóta um 20% atkvæða og ná sterkri stöðu á pólitíska sviðinu í landinu. Ekki hefur fyrr gerst að aðili utan ráðandi afla nái þessari stöðu og kom fram í fylgi hans. Sagði Barghouti í ræðu sinni að hann væri stoltur af því að tilheyra annarri stærstu fylkingu Palestínumanna, sem væri stærri en Hamas.
Búist er við að Abbas muni sverja embættiseið sem forseti heimastjórnarinnar á fundi þings Palestínu á laugardag. Mun hann þá taka við embættinu af Rawhi Fattouh sem gegnt hefur embættinu allt frá láti Arafats. Abbas er stjórnmálamaður allt annarrar gerðar en Arafat. Hann er maður sáttaumleitana og friðarviðræðna, hógværari og rólegri í framkomu og þykir vera hófstilltur í framgöngu. Vekur það vonir um að friðarferlið hefjist nú að nýju. Mun nú reyna á Ísraelsstjórn sem neitaði samstarfi við Arafat og taldi hann Þránd í götu friðarumleitana. Nú er Arafat hluti af sögunni og hans valdatímabil er að baki. Nýir tímar eru framundan og mun nú koma í ljós hvort ríkisstjórn Ísraels stendur við stóru orðin um að hefja nýjar friðarumleitanir samhliða nýrri og hófstilltari forystu í stjórnmálum Palestínu. Ehud Olmert varaforsætisráðherra Ísraels, var skjótur til að bregðast við úrslitunum, fagnaði kjöri Abbas og sagði kjör hans lofa góðu um framtíðina. Í yfirlýsingu hans hvetur hann í nafni stjórnarinnar, Abbas til að berjast gegn hryðjuverkum, slíkt muni opna leiðina að nýju friðarferli. Við blasir að Abbas býður stórt og mikið verkefni. Ef honum á að auðnast að leiða Palestínu af krafti verður honum að takast að tryggja sér stuðning allra helstu fylkinga og fá þær til að leggja niður vopn, ennfremur að koma í framkvæmd umbótum í stjórnkerfi Palestínu. Sú von er í brjósti allra að kjör Abbas og þáttaskil í stjórnmálaforystu Palestínu megi verða til þess að auka líkur á friðarsamkomulagi og tryggja megi frið í M-Austurlöndum. Vonandi er að nýjar og bjartar leiðir hafi opnast til nýs friðarferlis milli Ísraels og Palestínu.
Um fátt er meira rætt í breskum fjölmiðlum þessa dagana en harðvítug pólitísk átök Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, og Gordon Brown fjármálaráðherra, á bak við tjöldin. Er þar um að kenna að því er fjölmiðlar fullyrða svik þess fyrrnefnda á samkomulagi þeirra fyrir áratug um að hann drægi sig í hlé til að hleypa Brown í forsætisráðuneytið. Lengi hefur orðrómur verið á kreiki um að Brown hafi ekki gefið kost á sér í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins en stutt Blair þá, vegna þess að þeir hefðu samið um að Blair yrði leiðtogi flokksins en myndi víkja úr stólnum fyrir Brown þegar hann hefði setið í 7-8 ár. Eins og allir vita eru nú liðin 8 ár síðan Blair tók við völdum og Brown er orðinn langeygður í biðinni eftir stólnum og hefur viljað seinasta árið að valdaskiptunum kæmi, sem hefði verið lofað samkvæmt þessu. Mælinn mun endanlega hafa fyllt vangaveltur um að Blair gerði ekki ráð fyrir Brown í stjórn sinni til langframa og ekki síður ummæli forsætisráðherrans að undanförnu að ef flokkurinn myndi vinna sigur í þingkosningum á þessu ári myndi hann sitja til loka þess kjörtímabils en færi þó ekki fram aftur þá.
Er málið talið fara að skaða flokkinn, er almennt búist við að þeir muni slíðra sverðin áður en frekari skaði yrði skeður á kosningaári og muni því freista þess að snúa bökum saman og láta líta út fyrir að engin gjá sé á milli þeirra. Munu þeir orðið vart talast við nema í gegnum talsmenn sína og starfsmenn í ráðuneytum. Er þeim þó báðum ljóst að slíðri þeir ekki sverðin muni flokkurinn eiga minni líkur á endurkjöri í kosningunum. Þeir séu því sammála um það að stuðla að endurkjöri flokksins en flokkspólitískir andstæðingar nái ekki að notfæra sér sundrungu milli þeirra og jafnvel vinna því kosningarnar. Rætur þess að átökin blossuðu endanlega upp á yfirborðið var hin óvænta atburðarás sem gerðist á fimmtudag er Blair hélt sinn mánaðarlega fund með fjölmiðlum í Downingstræti 10 á fimmtudaginn, á nákvæmlega sama tíma og Brown flutti lykilræðu að hálfu fjármálaráðuneytisins í Edinborg um baráttuna gegn fátækt í þróunarríkjum. Þótti það afhjúpa mjög óróann milli þeirra. Á þessum blaðamannafundi kom mjög á óvart að Blair neitaði að staðfesta hvort hann myndi útnefna Brown sem fjármálaráðherra í nýrri stjórn færi Verkamannaflokkurinn með sigur af hólmi í kosningunum. Mun það hafa gert Brown æfan og hann muni hafa sagt við Blair á stormasömum ríkisstjórnarfundi á föstudag að honum væri vart orðið treystandi. Verður fróðlegt að sjá hvað muni gerast á næstunni í þessu máli, en það er ljóst að það kraumar undir og stefnir í hressilegt uppgjör milli þessara forystumanna að óbreyttu um völd og áhrif.
Ronald Reagan
Í ferð minni til Washington DC fyrir rúmum þrem mánuðum keypti ég fjöldann allan af bókum um bandarísk stjórnmál og ævisögur þekktra stjórnmálamanna. Hef ég verið á seinustu vikum að fara yfir allar þessar bækur og kynna mér þær mjög vel. Þar sem ég var í bókaverslun Barnes and Noble í Georgetown stóðst ég sérstaklega ekki mátið og ákvað að kaupa ævisögu Lou Gannon um Ronald Reagan 40. forseta Bandaríkjanna. Átti ég smárit byggt á bókinni en lengi viljað eignast allt ritið, sem eru tvær þykkar bækur í veglegri öskju. Þarna var bókin og ég gat ekki hugsað mér að fara án þess að kaupa kassann með bókunum tveim. Þær enduðu í körfunni og sá ég ekki eftir því að hafa skellt mér á þær sem og allar hinar bækurnar. Eftir að ég kom heim fór ég að lesa bækurnar og er óhætt að fullyrða að um er að ræða mjög vandaða umfjöllun um ævi forsetans og verk hans. Hef ég lesið margar bækur um ævi hans og verð í sannleika sagt að telja þessa þá bestu og jafnframt ítarlegustu. Er þetta gríðarlega vönduð samantekt og sennilega ein sú besta í bókarformi um forsetaferil Reagans og ekki síður um verk hans sem ríkisstjóra í Kaliforníu.
Gannon fylgdist sem blaðamaður með ríkisstjórakosningunum 1966 þegar Ronald Reagan tók fyrst þátt í stjórnmálum og síðar í forsetakosningunum 1980, er Reagan náði kjöri til forsetaembættis, og hefur mikið skrifað um stjórnmálaferil hans. Segir Gannon á leiftrandi hátt frá persónu Reagans og stefnumálum hans á valdastóli. Reagan var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem beitti sér ákveðið gegn auknum ríkisútgjöldum og afskiptasemi ríkisins. Ásamt Margaret Thatcher færði hann hægrimönnum um allan heim þá trú að hægt væri að vinda ofan af gríðarlegum ríkisafskiptum. Afskipti ríkisins af viðskiptum og fleiri ráðandi þáttum samfélagsins var alla tíð sem eitur í beinum hans. Kraftmikil trú hans á einstaklinginn og mátt einkaframtaksins var grundvallarstef í öllum orðum og gerðum hans sem stjórnmálamanns og æðsta manns heims í 8 ára valdatíð sinni. Hann leiddi Kalda stríðið til lykta, tryggði endalok kommúnismans og trygga forystu Bandaríkjamanna á vettvangi heimsmálanna. Ronald Reagan setti sem forseti Bandaríkjanna mark sitt á söguna með baráttu sinni fyrir lýðræði og ekki síður með því að fylgja sannfæringu sinni í hvívetna og vera trúr lífshugsjónum sínum. Það er því mikil lífslexía fyrir alla hægrimenn að lesa þessa vönduðu ævisögu forsetans og hvet ég alla til þess að gera það. Um er að ræða góða og vel gerða bók með lifandi lýsingu um ógleymanlegan mann í sögunni.
Áhugavert efni
Endurskoðun stjórnarskrár - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Alfreð og stjórnarhættirnir í Orkuveitunni - pistill Vef-Þjóðviljans
Einfalt skattkerfi - pistill Bjarka Más Baxter um skattamál á sus.is
Saga dagsins
1884 Ísafold, sem varð fyrsta stúka góðtemplara, var formlega stofnuð í Friðbjarnarhúsi á Akureyri
1942 Ford bílaverksmiðjurnar hófu framleiðslu á jeppum, sem varð notaður fyrst sem farartæki í hernaði. Jeppinn náði fljótt miklum vinsældum og hefur síðan orðið eitt helsta farartæki samtímans
1944 Laxfoss strandar í byl út af Örfirisey - mannbjörg varð. Endurbyggt en fórst síðar við Kjalarnes
1957 Harold Macmillan fjármálaráðherra Bretlands, tekur við embætti sem forsætisráðherra
1994 Þyrla varnarliðsins bjargar 6 mönnum af Goðanum í Vöðlavík á Austfjörðum - einn maður fórst
Snjallyrðið
Þar sem lækir fleygjast
hvítum vængjum
ofan hlíðina
gegnt upprisu dagsins
drúpi ég höfði
einn með sorg minni og þrá
trúin á regnbogann
byrgð undir hellu
sem enginn morgunn fær lyft
En magn jarðar
finn ég undir fótum mér
finn ég í brjósti
taugar slagæðar líf
mátt upprunans
sem rofið gæti steininn
vakið nýtt líf
nýja trú.
Snorri Hjartarson skáld (1906-1986) (Dögun)
Mahmoud Abbas leiðtogi PLO, var í gær kjörinn forseti Palestínu, í stað Yasser Arafat sem lést 11. nóvember sl. Abbas tók við forystu frelsissamtaka Palestínu og leiðtogahlutverki Fatah við andlát Arafats og var alla kosningabaráttuna með yfirburðastöðu. Abbas fékk alls 483.039 atkvæði, eða 62,3% atkvæða. Helsti keppinautur hans, læknirinn Mustafa Barghouti, hlaut 153.516 atkvæði eða 19,8% atkvæði. Er þetta í fyrsta skipti í sögu heimastjórnar Palestínu sem tvær valdablokkir takast á um embætti, en Arafat var í rúma fjóra áratugi nær óskoraður leiðtogi Palestínu og hlaut rúm 90% atkvæða þegar hann var kjörinn forseti heimastjórnarinnar fyrir tæpum áratug. Kosning gekk víðast hvar vel á heimastjórnarsvæðinu og var reyndar ákveðið vegna góðrar kjörsóknar að framlengja kjörtímann um tvo tíma, til að sem flestir gætu náð að kjósa. Abbas lýsti yfir sigri strax og fyrstu útgönguspár voru kynntar í gærkvöldi, enda varð þá ljóst að hann hlyti rúm 60% atkvæða. Í sigurræðu sinni helgaði Abbas sigurinn minningu forvera síns í embætti, Arafats. Læknirinn og friðarsinninn Barghouti náði sínu aðalmarkmiði, að hljóta um 20% atkvæða og ná sterkri stöðu á pólitíska sviðinu í landinu. Ekki hefur fyrr gerst að aðili utan ráðandi afla nái þessari stöðu og kom fram í fylgi hans. Sagði Barghouti í ræðu sinni að hann væri stoltur af því að tilheyra annarri stærstu fylkingu Palestínumanna, sem væri stærri en Hamas.
Búist er við að Abbas muni sverja embættiseið sem forseti heimastjórnarinnar á fundi þings Palestínu á laugardag. Mun hann þá taka við embættinu af Rawhi Fattouh sem gegnt hefur embættinu allt frá láti Arafats. Abbas er stjórnmálamaður allt annarrar gerðar en Arafat. Hann er maður sáttaumleitana og friðarviðræðna, hógværari og rólegri í framkomu og þykir vera hófstilltur í framgöngu. Vekur það vonir um að friðarferlið hefjist nú að nýju. Mun nú reyna á Ísraelsstjórn sem neitaði samstarfi við Arafat og taldi hann Þránd í götu friðarumleitana. Nú er Arafat hluti af sögunni og hans valdatímabil er að baki. Nýir tímar eru framundan og mun nú koma í ljós hvort ríkisstjórn Ísraels stendur við stóru orðin um að hefja nýjar friðarumleitanir samhliða nýrri og hófstilltari forystu í stjórnmálum Palestínu. Ehud Olmert varaforsætisráðherra Ísraels, var skjótur til að bregðast við úrslitunum, fagnaði kjöri Abbas og sagði kjör hans lofa góðu um framtíðina. Í yfirlýsingu hans hvetur hann í nafni stjórnarinnar, Abbas til að berjast gegn hryðjuverkum, slíkt muni opna leiðina að nýju friðarferli. Við blasir að Abbas býður stórt og mikið verkefni. Ef honum á að auðnast að leiða Palestínu af krafti verður honum að takast að tryggja sér stuðning allra helstu fylkinga og fá þær til að leggja niður vopn, ennfremur að koma í framkvæmd umbótum í stjórnkerfi Palestínu. Sú von er í brjósti allra að kjör Abbas og þáttaskil í stjórnmálaforystu Palestínu megi verða til þess að auka líkur á friðarsamkomulagi og tryggja megi frið í M-Austurlöndum. Vonandi er að nýjar og bjartar leiðir hafi opnast til nýs friðarferlis milli Ísraels og Palestínu.
Um fátt er meira rætt í breskum fjölmiðlum þessa dagana en harðvítug pólitísk átök Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, og Gordon Brown fjármálaráðherra, á bak við tjöldin. Er þar um að kenna að því er fjölmiðlar fullyrða svik þess fyrrnefnda á samkomulagi þeirra fyrir áratug um að hann drægi sig í hlé til að hleypa Brown í forsætisráðuneytið. Lengi hefur orðrómur verið á kreiki um að Brown hafi ekki gefið kost á sér í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins en stutt Blair þá, vegna þess að þeir hefðu samið um að Blair yrði leiðtogi flokksins en myndi víkja úr stólnum fyrir Brown þegar hann hefði setið í 7-8 ár. Eins og allir vita eru nú liðin 8 ár síðan Blair tók við völdum og Brown er orðinn langeygður í biðinni eftir stólnum og hefur viljað seinasta árið að valdaskiptunum kæmi, sem hefði verið lofað samkvæmt þessu. Mælinn mun endanlega hafa fyllt vangaveltur um að Blair gerði ekki ráð fyrir Brown í stjórn sinni til langframa og ekki síður ummæli forsætisráðherrans að undanförnu að ef flokkurinn myndi vinna sigur í þingkosningum á þessu ári myndi hann sitja til loka þess kjörtímabils en færi þó ekki fram aftur þá.
Er málið talið fara að skaða flokkinn, er almennt búist við að þeir muni slíðra sverðin áður en frekari skaði yrði skeður á kosningaári og muni því freista þess að snúa bökum saman og láta líta út fyrir að engin gjá sé á milli þeirra. Munu þeir orðið vart talast við nema í gegnum talsmenn sína og starfsmenn í ráðuneytum. Er þeim þó báðum ljóst að slíðri þeir ekki sverðin muni flokkurinn eiga minni líkur á endurkjöri í kosningunum. Þeir séu því sammála um það að stuðla að endurkjöri flokksins en flokkspólitískir andstæðingar nái ekki að notfæra sér sundrungu milli þeirra og jafnvel vinna því kosningarnar. Rætur þess að átökin blossuðu endanlega upp á yfirborðið var hin óvænta atburðarás sem gerðist á fimmtudag er Blair hélt sinn mánaðarlega fund með fjölmiðlum í Downingstræti 10 á fimmtudaginn, á nákvæmlega sama tíma og Brown flutti lykilræðu að hálfu fjármálaráðuneytisins í Edinborg um baráttuna gegn fátækt í þróunarríkjum. Þótti það afhjúpa mjög óróann milli þeirra. Á þessum blaðamannafundi kom mjög á óvart að Blair neitaði að staðfesta hvort hann myndi útnefna Brown sem fjármálaráðherra í nýrri stjórn færi Verkamannaflokkurinn með sigur af hólmi í kosningunum. Mun það hafa gert Brown æfan og hann muni hafa sagt við Blair á stormasömum ríkisstjórnarfundi á föstudag að honum væri vart orðið treystandi. Verður fróðlegt að sjá hvað muni gerast á næstunni í þessu máli, en það er ljóst að það kraumar undir og stefnir í hressilegt uppgjör milli þessara forystumanna að óbreyttu um völd og áhrif.
Ronald Reagan
Í ferð minni til Washington DC fyrir rúmum þrem mánuðum keypti ég fjöldann allan af bókum um bandarísk stjórnmál og ævisögur þekktra stjórnmálamanna. Hef ég verið á seinustu vikum að fara yfir allar þessar bækur og kynna mér þær mjög vel. Þar sem ég var í bókaverslun Barnes and Noble í Georgetown stóðst ég sérstaklega ekki mátið og ákvað að kaupa ævisögu Lou Gannon um Ronald Reagan 40. forseta Bandaríkjanna. Átti ég smárit byggt á bókinni en lengi viljað eignast allt ritið, sem eru tvær þykkar bækur í veglegri öskju. Þarna var bókin og ég gat ekki hugsað mér að fara án þess að kaupa kassann með bókunum tveim. Þær enduðu í körfunni og sá ég ekki eftir því að hafa skellt mér á þær sem og allar hinar bækurnar. Eftir að ég kom heim fór ég að lesa bækurnar og er óhætt að fullyrða að um er að ræða mjög vandaða umfjöllun um ævi forsetans og verk hans. Hef ég lesið margar bækur um ævi hans og verð í sannleika sagt að telja þessa þá bestu og jafnframt ítarlegustu. Er þetta gríðarlega vönduð samantekt og sennilega ein sú besta í bókarformi um forsetaferil Reagans og ekki síður um verk hans sem ríkisstjóra í Kaliforníu.
Gannon fylgdist sem blaðamaður með ríkisstjórakosningunum 1966 þegar Ronald Reagan tók fyrst þátt í stjórnmálum og síðar í forsetakosningunum 1980, er Reagan náði kjöri til forsetaembættis, og hefur mikið skrifað um stjórnmálaferil hans. Segir Gannon á leiftrandi hátt frá persónu Reagans og stefnumálum hans á valdastóli. Reagan var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem beitti sér ákveðið gegn auknum ríkisútgjöldum og afskiptasemi ríkisins. Ásamt Margaret Thatcher færði hann hægrimönnum um allan heim þá trú að hægt væri að vinda ofan af gríðarlegum ríkisafskiptum. Afskipti ríkisins af viðskiptum og fleiri ráðandi þáttum samfélagsins var alla tíð sem eitur í beinum hans. Kraftmikil trú hans á einstaklinginn og mátt einkaframtaksins var grundvallarstef í öllum orðum og gerðum hans sem stjórnmálamanns og æðsta manns heims í 8 ára valdatíð sinni. Hann leiddi Kalda stríðið til lykta, tryggði endalok kommúnismans og trygga forystu Bandaríkjamanna á vettvangi heimsmálanna. Ronald Reagan setti sem forseti Bandaríkjanna mark sitt á söguna með baráttu sinni fyrir lýðræði og ekki síður með því að fylgja sannfæringu sinni í hvívetna og vera trúr lífshugsjónum sínum. Það er því mikil lífslexía fyrir alla hægrimenn að lesa þessa vönduðu ævisögu forsetans og hvet ég alla til þess að gera það. Um er að ræða góða og vel gerða bók með lifandi lýsingu um ógleymanlegan mann í sögunni.
Áhugavert efni
Endurskoðun stjórnarskrár - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Alfreð og stjórnarhættirnir í Orkuveitunni - pistill Vef-Þjóðviljans
Einfalt skattkerfi - pistill Bjarka Más Baxter um skattamál á sus.is
Saga dagsins
1884 Ísafold, sem varð fyrsta stúka góðtemplara, var formlega stofnuð í Friðbjarnarhúsi á Akureyri
1942 Ford bílaverksmiðjurnar hófu framleiðslu á jeppum, sem varð notaður fyrst sem farartæki í hernaði. Jeppinn náði fljótt miklum vinsældum og hefur síðan orðið eitt helsta farartæki samtímans
1944 Laxfoss strandar í byl út af Örfirisey - mannbjörg varð. Endurbyggt en fórst síðar við Kjalarnes
1957 Harold Macmillan fjármálaráðherra Bretlands, tekur við embætti sem forsætisráðherra
1994 Þyrla varnarliðsins bjargar 6 mönnum af Goðanum í Vöðlavík á Austfjörðum - einn maður fórst
Snjallyrðið
Þar sem lækir fleygjast
hvítum vængjum
ofan hlíðina
gegnt upprisu dagsins
drúpi ég höfði
einn með sorg minni og þrá
trúin á regnbogann
byrgð undir hellu
sem enginn morgunn fær lyft
En magn jarðar
finn ég undir fótum mér
finn ég í brjósti
taugar slagæðar líf
mátt upprunans
sem rofið gæti steininn
vakið nýtt líf
nýja trú.
Snorri Hjartarson skáld (1906-1986) (Dögun)
<< Heim