George W. Bush sextugur
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er sextugur í dag. Í ítarlegum pistli á vef SUS í dag fer ég yfir stjórnmálaferil og ævi þessa 43. forseta Bandaríkjanna frá árinu 1776, hins umdeilda stjórnmálamanns frá Texas sem tókst að sigra tvennar forsetakosningar og náði kjöri með sögulegum hætti tvívegis á ríkisstjórastól heimafylkis síns í Texas á tíunda áratugnum. Bush hefur setið á forsetastóli í Bandaríkjunum í rúm fimm ár og verið umdeildur í verkum sínum, allt frá sögulegum kosningasigri hans í nóvember 2000. Hann hefur verið í forystu mesta stórveldis heims á miklum umbrotatímum í alþjóðastjórnmálum seinustu árin.
Spennandi tímar eru framundan í bandarískum stjórnmálum - í nóvember verða þingkosningar, sem verða enn einn prófsteinninn á stöðu þessa 43. forseta Bandaríkjanna og flokks hans. Nú er forsetinn orðinn sextugur og vert að óska honum til hamingju með afmælið á þessum sumardögum. Afmælisárið hefur ekki verið neinn dans á rósum fyrir hann pólitískt. Endalaus verkefni og pólitískar áskoranir eru altént framundan í pólitíska andrúmsloftinu sem við honum blasir í Washington. Fyrst og fremst horfir hann til þingkosninganna og reynir að tryggja samherjum sínum lykilvöld þar áfram - völd sem skipta stjórn hans líka höfuðmáli seinustu misseri forsetaferils hans.
Ég hvet alla til að lesa þennan pistil minn um George Walker Bush.
<< Heim