Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

11 júlí 2004

Stefán Friðrik StefánssonSunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um fjölmiðlamálið og atburðarásina í því frá því að ríkisstjórnin ákvað að afturkalla fjölmiðlalögin og leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp. Stjórnarandstaðan forðast nú sem fyrr í þessu máli að taka efnislega afstöðu og fer marga hringi til að forðast það, fer ég yfir nokkra anga af þeim stórundarlega hráskinnaleik sem stjórnarandstaðan beitir í málinu og vinnubrögðum forystu stjórnarandstöðuflokkanna. Erfitt er að spá um hvert verði framhald málsins, þó er greinilegt að stjórnarandstaðan mun leggjast gegn öllum tillögum til breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sama um hvað þær snúast. Það hefur sést á umræðu vikunnar. Hún telur hag í því að setja allt í strand með óbilgirni og tilraunum til að sundra störfum á þingi og umræðu í samfélaginu. Ábyrgðarlaus framkoma stjórnarandstöðunnar mun koma henni mjög í koll þegar á hólminn kemur. Það er greinilega vonlaust að búast við því að hún muni leggja fram efnislegar tillögur í þessu máli. Að lokum fjalla ég um gagnlegan leiðtogafund Davíðs Oddssonar og George W. Bush, sem fram fór í Hvíta húsinu í vikunni, þar sem aðallega var rætt um varnir Íslands og tvíhliða varnarsamning landanna.

Marlon Brando (1924-2004)Marlon Brando (1924-2004)
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando lést í Los Angeles, 1. júlí 2004. Í ítarlegri umfjöllun á kvikmyndir.com fer ég yfir ævi og leikferil hans. Brando átti þá að baki einn litríkasta leikferil kvikmyndasögunnar og var ímynd töffarans í kvikmyndum um miðja 20. öldina, goðsögn í lifanda lífi, hiklaust ein af skærustu stjörnum Hollywood á gullaldarárunum. Árið 2001, sama ár og hann lék hlutverk Max í The Score, sem varð hans seinasta kvikmyndahlutverk, varð staða hans í forystu kvikmyndaheimsins á 20. öld endanlega staðfest er hann varð annar í vali á leikara aldarinnar. Aðeins Humphrey Bogart þótti eftirminnilegri fulltrúi karlleikara á öldinni. Ferill Brando er sennilega einstakur, það er líklegt að aldrei komi til viðlíka sterk stjarna, leikari sem heillar allar kynslóðir og hefur meiri áhrif en hinn litríki Brando. Nú, þegar tjaldið fellur klappa allir áhorfendur. Þeir hafa orðið vitni að merkum leiksigri. Snillingur hefur kvatt leiksviðið hinsta sinni. Marlon Brando var og verður aldrei talinn venjulegur leikari. Hann markaði þáttaskil.

Dagurinn í dag
1911 Konur fengu fullt jafnrétti til menntunar og embætta við staðfestingu laga um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta. Hannes Hafstein flutti frumvarpið á þingi
1972 Einvígi aldarinnar í skák hófst í Reykjavík. Bobby Fischer og Boris Spassky kepptu um heimsmeistaratitil alþjóða skáksambandsins (FIDE) í skák - Fischer vann að lokum einvígið
1989 Óskarsverðlaunaleikarinn Sir Laurence Olivier, deyr, 82 ára að aldri. Einn af fremstu leikurum Breta á 20. öld og hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á Hamlet í kvikmynd sinni 1948
1993 Debut, fyrsta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kom út - fór beint á toppinn í Bretlandi
1998 Hvalfjarðargöngin opnuð fyrir umferð af Davíð Oddssyni - þau eru 5.484 metra löng - styttu hringveginn um alls 42 kílómetra. Fyrsta sólarhringinn fóru alls 12.000 bílar um göngin

Snjallyrði dagsins
But of all these friends and lovers,
There is no one compares with you,
And these memories lose their meaning
When I think of love as something new.

Though I know I'll never lose affection
For people and things that went before,
I know I'll often stop and think about them,
In my life I'll love you more.
John Lennon - Sir Paul McCartney (In My Life)