Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

08 júlí 2004

John Kerry og John EdwardsHeitast í umræðunni
John Kerry forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, tilkynnti á þriðjudag, að hann hefði valið John Edwards öldungadeildarþingmann frá Norður Karólínu, sem varaforsetaefni sitt. Kerry og Edwards voru keppinautar fyrr á þessu ári um útnefningu flokksins sem forsetaefni hans, en Kerry vann þann slag með afgerandi hætti er á hólminn kom. Ekki var löng stund liðin frá tilkynningu Kerrys, þar til repúblikanar voru farnir að ráðast að Edwards og tala um reynsluleysi hans á vettvangi stjórnmála. Það er staðreynd að enginn hefur fyrr verið útnefndur varaforsetaefni með jafnskamman pólitískan feril að baki, hann var kjörinn í öldungadeildina árið 1998 og á því aðeins sex ára setu þar að baki. Er kjörtímabili hans þar að ljúka, en hann gefur ekki kost á sér til endurkjörs í öldungadeildina, mun einbeita sér að framboðinu með Kerry, ólíkt Joe Lieberman sem var í kjöri til öldungadeildarinnar árið 2000, samhliða framboði sínu með Al Gore. Hvað svo sem segja má um reynsluleysi Edwards, deilir enginn um að hann er hörkuduglegur og fylginn sér og hefur víðtækan stuðning demókrata. Kerry og Edwards virðast vega hvorn annan upp og verða sterkt teymi, ekki ósvipað síðasta viðlíka framboðsteymi af hálfu demókrata, John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson árið 1960, sem voru líkt og Kerry og Edwards samstarfsmenn í öldungadeildinni og fulltrúar Norðurríkjanna og Suðurríkjanna. Það er alveg ljóst að spennandi kosningabarátta er framundan í Bandaríkjunum.

Gleðidagur í ReyðarfirðiFyrsta skóflustungan var tekin í dag að álveri Alcoa í Reyðarfirði. Það voru Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Bent Reitan forstjóri frumvinnslu Alcoa og Andy Graig, yfirmaður námu- og málmasviðs Bechtels, aðalverktaka álversbyggingarinnar, sem tóku fyrstu skóflustunguna. Áætlað er að fyrsti áfangi jarðvegsvinnu hefjist um miðjan júlímánuð, er stefnt að því að jarðvegurinn verði notaður sem uppfyllingarefni í nýja höfn sem áætlað er að verði tilbúin til notkunar eftir tæpt ár, sumarið 2005. Jarðvegsvinnu mun verða lokið á næsta ári, í apríl 2005 mun verða byrjað á að steypa kerskála álversins. Höfnin mun verða tilbúin til notkunar í janúarmánuði 2007 og álverið mun opna í apríl 2007 formlega. Um er að ræða stóran dag hjá Austfirðingum og reyndar okkur öllum í Norðausturkjördæmi, þessi framkvæmd auk virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka hafa jákvæð áhrif á stöðu kjördæmisins í heild. Mjög ánægjulegt er að sjá hversu mikil og góð uppbygging er að eiga sér stað á Reyðarfirði og í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Í ferð minni austur á firði í síðasta mánuði sá ég vel þessar miklu breytingar og uppganginn sem þar er. Samgleðst ég með fólki þar.

The ContenderPólitískt bíó - The Contender
The Contender er ein af þeim pottþéttu pólitísku kvikmyndum, sem alltaf er gaman að horfa á. Í henni er sögð sagan af því er Jackson Evans forseti Bandaríkjanna, tekur þá örlagaríku ákvörðun að tilnefna fyrstu konuna, öldungadeildarþingmanninn Laine Hanson, sem varaforsetaefni sitt er sitjandi varaforseti Bandaríkjanna fellur frá rétt fyrir lok seinna kjörtímabils forsetans. Hann sér í því tvö möguleika, báða mjög góða fyrir sig og arfleifð sína. Hann yrði með því fyrsti forseti Bandaríkjanna til að útnefna konu sem varaforseta sinn og hann yrði með því öruggur partur af stjórnmálasögu sinnar samtíðar. Er val forsetans á Laine sem varaforseta hefur verið tilkynnt opinberlega koma fram gögn sem greina í smáatriðum frá afar frjálslegum kynferðislegum athöfnum hennar á yngri árum sínum og með því kemst allt í uppnám þar sem Öldungadeild Bandaríkjaþings (sem þarf að staðfesta varaforsetaefni sitjandi forseta) telur slíkt vart hæfa tilvonandi varaforseta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem ganga lengst fram í andúð sinni á vegtyllu hennar er repúblikaninn Shelly Runyon, en honum er mjög í nöp við hana og ekki síst fortíð hennar. Hann ákveður að reyna hvað sem hann getur til að spilla fyrir framavonum hennar. Við tekur óvæginn og vægðarlaus hráskinnaleikur sem getur tekið á sig allar myndir og það kemur að því að enginn er óhultur. Allt smellur saman til að skapa hina einu sönnu pólitísku spennumynd. Aðall myndarinnar er leikur þriggja leiksnillinga. Joan Allen fer á kostum í hlutverki varaforsetaefnisins, Gary Oldman sem pólitíski klækjarefurinn Runyon og Jeff Bridges sem Evans forseti. Ómissandi mynd fyrir alla þá sem hafa gaman af ekta pólitískum myndum, með viðeigandi plotti og pælingum sem fylgir pólitík.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Málefnaþing SUS verður haldið á Selfossi, 3. - 5. september 2004
Fúkyrðaflaumur á Alþingi Íslendinga - pistill Hafsteins Þórs Haukssonar
Nokkur orð um skólakerfið á Íslandi - pistill Stefáns Ottós Stefánssonar
Fyrsta skóflustungan tekin að álveri Fjarðaáls - hefur starfsemi í apríl 2007
Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarpið lokið - farið í umræðu í allsherjarnefnd
Lífstíðardómi yfir morðingja Önnu Lindh fv. utanríkisráðherra Svíþjóðar, snúið
al-Qaeda undirbýr hryðjuverkaárás á Bandaríkin - vill hafa áhrif á kosningarnar
Hnitmiðaðar kosningaauglýsingar frá Bush forseta: Priorities - First Choice
Myndasýning til minningar um Ronald Reagan - Bush og Cheney minnast Reagan
Geta ekki sleppt hvor öðrum - Drudge Report gerir gys að Kerry og Edwards
Hillary Clinton og John McCain voru fyrstu kostir Kerrys, ekki John Edwards
Kenneth Starr segir Bill Clinton sniðganga eðlilegar staðreyndir í ævisögu sinni
Heinz Fischer tekur við forsetaembættinu í Austurríki - Thomas Klestil syrgður
Kenneth Lay fyrrum yfirmaður Enron, ákærður - segist alveg saklaus af ákærunum
Dómari í máli viðskiptakonunnar Mörthu Stewart neitar henni um ný réttarhöld
40 ár liðin frá frumsýningu Bítlamyndarinnar ógleymanlegu A Hard Day's Night
Kommarnir í Kína telja kvikmyndaprinsinn Harry Potter stórhættulegan æsku landsins
Rúmar þrjár vikur í gleðihátíð ársins: Þjóðhátíð í Eyjum - Þjóðhátíðarlagið 2004
Skiptir hár forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum máli? - merkilegar vangaveltur
Rafn Jónsson jarðsunginn í dag á Ísafirði - mikill merkismaður fallinn í valinn

Dagurinn í dag
1965 Lestarræninginn Ronald Biggs sleppur úr varðhaldi - gaf sig fram árið 2001
1986 Kurt Waldheim fv. framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verður forseti Austurríkis
1987 Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar tekur við völdum - hún sprakk í beinni útsendingu í sjónvarpi í septembermánuði 1988 í kjölfar ósættis milli leiðtoga stjórnarflokkanna
1992 Thomas Klestil sendiherra, verður forseti Austurríkis. Klestil lést 6. júlí 2004
2003 Írönsku síamstvíburarnir Ladan og Laleh Bijani deyja eftir aðgerð í Singapore

Snjallyrði dagsins
For most folks, no news is good news; for the press, good news is not news.
Gloria Borger