Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

26 apríl 2006

Nýtt sjónvarp

Nýja tækið

Í gær var tekið sig til og keypt nýtt sjónvarp. Græjan sú er hvorki meira né minna en 40 tomma tæki, Samsung að gerð. Er alveg frábært að horfa á sjónvarpið núna og njóta góðra mynda og þátta. Sérstaklega fannst mér alveg unaðslegt í gærkvöldi að setja Lawrence of Arabia í DVD-spilarann og horfa á. Þvílíkt dúndur, segi ég og skrifa. Gamla tækið hafði fylgt mér frá árinu 1998, en þegar að ég keypti það fannst mér það rosalega flott og þá var það hið besta sem gerðist. En nú skilja leiðir okkar. Ég sakna ekki gamla tækisins og tek hinu nýja fagnandi. Það að horfa á Lawrence of Arabia varð allavega upphafið að góðum kynnum hjá okkur. :)