Spennandi lokasprettur í Bandaríkjunum
Eins og ég sagði í síðustu viku verður kosið á þriðjudaginn í Bandaríkjunum, svokallaðar MidTerm-Elections, en nú eru tvö ár liðin frá forsetakosningunum 2000, og því kjörtímabil forsetans hálfnað. Á þriðjudag verður kosin ný fulltrúadeild og kosinn um þriðjungur af öldungardeildinni. Einnig verður kosið um 36 ríkisstjóraembætti að ótöldum mörgum öðrum embættum innan fylkjanna. Er mikið í húfi fyrir forsetann að ná meirihluta í báðum þingdeildum, svo mál hans nái brautargengi með meirihlutafylgi á bak við sig. Augljóst er að Hvíta húsið berst með krafti fyrir frambjóðendum Repúblikanaflokksins. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, Laura Welch Bush forsetafrú, og Dick Cheney varaforseti, hafa seinustu dagana ferðast um gervöll Bandaríkin til að leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir þá frambjóðendur flokksins sem mesta sigurmöguleika hafa. Einnig hefur forsetinn reynt eftir fremsta megni að styðja bróður sinn, Jeb Bush, ríkisstjóra Flórída, sem er í tvísýnni kosningabaráttu við Bill McBride, og beitt sér í Minnesota þar sem er spennandi slagur milli Norm Coleman og Walter Mondale um öldungardeildarsæti Paul Wellstone sem lést fyrir tæpum tveim vikum. Á sama tíma og forsetinn og hans fólk er á kosningaferðlagi eru Bill Clinton fyrrv. forseti Bandaríkjanna og Al Gore fyrrv. varaforseti Bandaríkjanna, sem tapaði forsetaslagnum 2000 naumlega fyrir Bush, á ferð og flugi til að styðja flokksbræður sína á sama hátt. Gore hefur einkum beitt sér í Flórída, til þess að fella bróður forsetans af stóli ríkisstjóra og hefna með því ósigursins 2000. Á kosningafundi í Orlando sagði Gore að hvert atkvæði skipti máli "If anybody ever tells you that one vote doesn't make a difference, ask them to come talk to me". Framundan er spennandi lokabarátta og ljóst að allt er lagt í sölurnar, enda að miklu að keppa, meirihluta á bandaríska þinginu. Slagur um völd og áhrif á komandi árum milli Repúblikana og Demókrata.
Pottþétt sófakvöld hjá RÚV
Í vikunni sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í DV að laugardagskvöldin hjá RÚV væru að verða tilvalin sófakvöld þar sem notið er góðrar sjónvarpsdagskrár. Er alveg sammála Kolbrúnu. Gísli Marteinn er kominn í góðan gír með þáttinn sinn og fer hann hreinlega á kostum í þættinum. Í gærkvöldi var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, gestur Gísla ásamt þeim Vigdísi Grímsdóttur og Stuðmönnum. Þarna sannaðist í eitt skipti fyrir öll að fólk er ekki valið í þáttinn eftir flokkslitum. Hef heyrt ansi oft þá klisju að þetta verði "laugardagskvöld að hætti Sjálfstæðisflokksins" og slíkar glósur, en þarna sannast að það er kolrangt. Þó að ég sé ekki pólitískur stuðningsmaður borgarstjórans, finnst mér gaman að því að Gísli skyldi ræða við hana. Hann velur ekki í þáttinn eftir flokkslitum, enda ekki pólitískur þáttur, heldur létt spjall á ljúfum nótum, að hætti Gísla Marteins. Allavega var spjall Gísla og borgarstjórans skemmtilegt og ekki hægt að heyra að þarna væru pólitískir andstæðingar að spjalla saman. Það mætti segja mér að fáir muni tala um "laugardagskvöld í boði flokksins" eftir þennan þátt. Framundan eru allavega góð laugardagskvöld hjá Gísla Marteini. Í kvöld verður enn ein perlan úr kvikmyndasögunni á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Klassamyndin The Big Sleep er pottþétt spennumynd frá árinu 1946 og skartar sjálfum Bogart í aðalhlutverki. Hvet alla kvikmyndafíklana til að horfa á sannkallaða klassík. Það er allavega alveg víst að ég mun ekki missa af þessari úrvalsmynd.
Eins og ég sagði í síðustu viku verður kosið á þriðjudaginn í Bandaríkjunum, svokallaðar MidTerm-Elections, en nú eru tvö ár liðin frá forsetakosningunum 2000, og því kjörtímabil forsetans hálfnað. Á þriðjudag verður kosin ný fulltrúadeild og kosinn um þriðjungur af öldungardeildinni. Einnig verður kosið um 36 ríkisstjóraembætti að ótöldum mörgum öðrum embættum innan fylkjanna. Er mikið í húfi fyrir forsetann að ná meirihluta í báðum þingdeildum, svo mál hans nái brautargengi með meirihlutafylgi á bak við sig. Augljóst er að Hvíta húsið berst með krafti fyrir frambjóðendum Repúblikanaflokksins. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, Laura Welch Bush forsetafrú, og Dick Cheney varaforseti, hafa seinustu dagana ferðast um gervöll Bandaríkin til að leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir þá frambjóðendur flokksins sem mesta sigurmöguleika hafa. Einnig hefur forsetinn reynt eftir fremsta megni að styðja bróður sinn, Jeb Bush, ríkisstjóra Flórída, sem er í tvísýnni kosningabaráttu við Bill McBride, og beitt sér í Minnesota þar sem er spennandi slagur milli Norm Coleman og Walter Mondale um öldungardeildarsæti Paul Wellstone sem lést fyrir tæpum tveim vikum. Á sama tíma og forsetinn og hans fólk er á kosningaferðlagi eru Bill Clinton fyrrv. forseti Bandaríkjanna og Al Gore fyrrv. varaforseti Bandaríkjanna, sem tapaði forsetaslagnum 2000 naumlega fyrir Bush, á ferð og flugi til að styðja flokksbræður sína á sama hátt. Gore hefur einkum beitt sér í Flórída, til þess að fella bróður forsetans af stóli ríkisstjóra og hefna með því ósigursins 2000. Á kosningafundi í Orlando sagði Gore að hvert atkvæði skipti máli "If anybody ever tells you that one vote doesn't make a difference, ask them to come talk to me". Framundan er spennandi lokabarátta og ljóst að allt er lagt í sölurnar, enda að miklu að keppa, meirihluta á bandaríska þinginu. Slagur um völd og áhrif á komandi árum milli Repúblikana og Demókrata.
Pottþétt sófakvöld hjá RÚV
Í vikunni sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í DV að laugardagskvöldin hjá RÚV væru að verða tilvalin sófakvöld þar sem notið er góðrar sjónvarpsdagskrár. Er alveg sammála Kolbrúnu. Gísli Marteinn er kominn í góðan gír með þáttinn sinn og fer hann hreinlega á kostum í þættinum. Í gærkvöldi var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, gestur Gísla ásamt þeim Vigdísi Grímsdóttur og Stuðmönnum. Þarna sannaðist í eitt skipti fyrir öll að fólk er ekki valið í þáttinn eftir flokkslitum. Hef heyrt ansi oft þá klisju að þetta verði "laugardagskvöld að hætti Sjálfstæðisflokksins" og slíkar glósur, en þarna sannast að það er kolrangt. Þó að ég sé ekki pólitískur stuðningsmaður borgarstjórans, finnst mér gaman að því að Gísli skyldi ræða við hana. Hann velur ekki í þáttinn eftir flokkslitum, enda ekki pólitískur þáttur, heldur létt spjall á ljúfum nótum, að hætti Gísla Marteins. Allavega var spjall Gísla og borgarstjórans skemmtilegt og ekki hægt að heyra að þarna væru pólitískir andstæðingar að spjalla saman. Það mætti segja mér að fáir muni tala um "laugardagskvöld í boði flokksins" eftir þennan þátt. Framundan eru allavega góð laugardagskvöld hjá Gísla Marteini. Í kvöld verður enn ein perlan úr kvikmyndasögunni á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Klassamyndin The Big Sleep er pottþétt spennumynd frá árinu 1946 og skartar sjálfum Bogart í aðalhlutverki. Hvet alla kvikmyndafíklana til að horfa á sannkallaða klassík. Það er allavega alveg víst að ég mun ekki missa af þessari úrvalsmynd.
<< Heim