Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

26 nóvember 2002

Ungliðar í eldlínu stjórnmálanna
Nú styttist óðum í að framboðslistar Sjálfstæðisflokksins liggi fyrir í þrem kjördæmum af sex liggi fyrir, t.d. í Norðausturkjördæmi. Með því hefst formlega kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins. Það sannaðist glögglega í prófkjöri flokksins í Reykjavík að ungu fólki er treyst fyrir áhrifum innan flokksins; meðal tíu efstu eru þrír frambærilegir menn sem hafa tekið virkan þátt í flokksstarfinu í fjölda ára. Það vantaði ungt og frambærilegt fólk í hringiðu stjórnmálanna. Nú hefur flokkurinn fengið í forystusveitina fulltrúa nýrrar kynslóðar; málefnalega menn sem eru trúir sannfæringu sinni. Það hefur verið mitt hjartans mál í aðdraganda þessara kosninga að ungt fólk fái sitt pláss á framboðslistum flokkanna. Einkum er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki fyrir áhrifum. Ég fjalla um mikilvægi þess að ungliðarnir fái sitt pláss í pistli á heimasíðu flokksins, hér á Akureyri. Hvet alla áhugamenn um pólitík til að lesa hann.

Farsinn vegna Ástþórs
Með ólíkindum hefur verið að fylgjast með farsanum í kjölfar handtöku Ástþórs Magnússonar friðarpostula og fyrrv. forsetaframbjóðanda. Í tölvupósti sem leiddi til handtökunnar sagðist hann hafa rökstuddan grun um að ráðist yrði að flugvélum í millilandaflugi. Vitanlega var maðurinn tekinn til yfirheyrslu og lokaður inni, það er ekki óeðlilegt. Nú hefur honum verið sleppt og sýndarmennskan í manninum grasserar af sama kraftinum og áður. Hann kom í viðtal í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Þar tóku Guðrún Gunnarsdóttir og Snorri Már Skúlason hann í yfirheyrslu og ræddu mál hans. Sannaðist þar endanlega hversu veruleikafirrtur maðurinn er og snarbilaður. Hann segist hafa verið pólitískur fangi vegna skoðana sinna, það sjá flestir vonandi að það er fjarstæða. Ef hann hefði verið t.d. í Bandaríkjunum væri maðurinn enn á bak við lás og slá. Skoðanir hans á friðarmálunum byggjast á sýndarmennskunni einni, veit það með vissu eftir að hafa rætt þau persónulega við hann á kosningafundi árið 1996, en þá vann ég fyrir einn forsetaframbjóðandann og ræddi þessi mál við Ástþór. Þegar hann var kominn í þrot í málflutningi sínum öskraði hann á mig með svívirðingum og sagði að ég væri ruglaður og styddi hryðjuverk og mannréttindabrot. Þar sem ég hef alltaf verið mikill mannréttindasinni sleit ég þessu samtali með því að segja að hann væri ekki verður til setu á friðarstóli og hvað þá á forsetastóli. Ég hef því ekki mikla samúð með þessum manni og öfgarugli hans. Það hlaut að koma að því að hann gengi of langt. Hann er snarbilaður þessi maður.