Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

25 janúar 2003

Framboðslistarnir í Reykjavík samþykktir einróma
Í dag voru framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum samþykktir einróma á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Sögu. Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík standa óbreytt með þeirri undantekningu að Sólveig Pétursdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson sem lentu í þriðja sæti á báðum listum hafa sætaskipti og í stað þess að Sólveig fari í þriðja sætið í suðurhlutanum fer hún fram í norðurhlutanum og Guðlaugur tekur sæti Sólveigar í norðurhlutanum. Stefanía Óskarsdóttir fer ekki í framboð og í stað hennar kemur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og varaþingmaður inn á listann. Af 17 frambjóðendum í prófkjörinu í nóvember eru 16 á listunum, aðeins Stefanía sækist ekki eftir sæti. Mikill einhugur var á kjördæmisþinginu og samstaða um listana afgerandi. Þarna eru reyndir fulltrúar flokksins á þingi og borgarstjórn í forystu í bland við ungt og hæfileikaríkt fólk, framtíðarfólk innan flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú gengið frá sætaskipan á alla framboðslista sína við komandi þingkosningar, fyrstir stjórnmálaflokkanna, og kosningabarátta flokksins í þann mund að hefjast formlega. Framundan er spennandi barátta og kraftmikil. Fyrstu 8 sætin á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í borginni eru þannig skipuð:

Reykjavík norður:
1. Davíð Oddsson forsætisráðherra
2. Björn Bjarnason alþingismaður og borgarfulltrúi
3. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi
4. Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður
5. Ásta Möller alþingismaður
6. Katrín Fjeldsted alþingismaður
7. Ingvi Hrafn Óskarsson formaður SUS
8. Soffía Kristín Þórðardóttir hugbúnaðarfræðingur

Reykjavík suður:
1. Geir H. Haarde fjármálaráðherra
2. Pétur H. Blöndal alþingismaður
3. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra
4. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður
5. Birgir Ármannsson aðst.framkvæmdastjóri Verslunarráðs
6. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður
7. Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur
8. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi