Mikilvægum áfanga náð - álver rís við Reyðarfjörð
Óhætt er að fullyrða að 10. janúar verði framvegis hátíðisdagur fyrir Ausfirðinga, einkum íbúa Fjarðabyggðar. Stjórn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa samþykkti á fundi í New York í dag að ráðast í byggingu 322.000 tonna álvers við Reyðarfjörð sem nefnt verður Fjarðaál. Er álverið hluti af einni umfangsmestu fjárfestingu sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist árið 2005 og álverið hefji framleiðslu árið 2007. Byggingarkostnaður Fjarðaáls er áætlaður 1,1 milljarður dala, eða um 90 milljarðar króna og dreifist hann á næstu fjögur ár. Mun álverið skapa um 450 störf í álverinu og um 300 störf í tengdum iðnaði og þjónustu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í tilefni tíðinda dagsins að Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa í Reyðarfirði væru gríðarlegur áfangi fyrir þjóðina. Óhætt væri að telja að málið væri í höfn, þó að nokkur atriði séu ófrágengin eins og samningar við verktaka, ábyrgðir eigenda Landsvirkjunar fyrir lántöku, og frumvarp iðnaðarráðherra á Alþingi. Davíð segir að nýtt og öflugt hagvaxtarskeið sé að hefjast. Atvinnuástand muni styrkjast á ný, kaupmáttur aukast og tekjur þjóðarbús og landsmanna. Mikið fjör var á Reyðarfirði í kvöld þar sem fólk kom saman til að fagna tíðindum dagsins. Merkum áfanga hefur verið náð. Ég vil persónulega senda bestu kveðjur austur til frændfólks míns í Fjarðabyggð, vina og kunningja og óska þeim til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Nú er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær álver við Reyðarfjörð rís.
Össur Skarphéðinsson tekinn af lífi pólitískt
Samfylkingin var stofnuð formlega 5. maí 2000 með samruna Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka um Kvennalista. Flokkurinn bauð þó fram í alþingiskosningunum 1999. Össur Skarphéðinsson varð fyrsti formaður flokksins á stofnfundi hans í maí 2000 eftir að hafa sigrað Tryggva Harðarson bæjarstjóra á Seyðisfirði og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, í póstkosningu almennra flokksmanna. Áður höfðu margir þingmenn flokksins ákveðið að fara ekki í formannsframboð, t.d. Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Svanfríður Jónasdóttir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fráfarandi borgarstjóri, ákvað að fara ekki heldur í formannsframboð, þó almennt hafi verið talið að hún væri leiðtogaefni flokksins. Sameinast var því um Össur í formannsstólinn. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að formaðurinn er sniðgenginn í komandi kosningum og verður ekki pólitískur leiðtogi hans, það hljóta að teljast stórtíðindi. Flokksmenn í Samfylkingunni hafa sjálfir gert lítið úr formanni sínum og ljóst var í kjölfar þess að formaðurinn sagði að hann sem formaður flokksins myndi leiða hann í kosningum, að stuðningur við hann var lítill sem enginn. Ljóst er nú að hann er ekki lengur pólitískur leiðtogi flokksins og verður formaður aðeins að nafninu til fram til næsta landsfundar. Hann er einskis virði pólitískt séð eftir að eigin flokksmenn hafa tekið pólitíska stjórn flokksins af honum. Flokkurinn verður í forystu manneskju sem aldrei hefur verið kjörin til forystu hans. Það er einsdæmi á Íslandi. Sagt er að verið sé að hverfa til fordæmis norska Verkamannaflokksins. Það er þó ekki sambærilegt ef menn kynna sér málið. Línur verða skýrar í komandi kosningum. Það er gott að vita hvern Samfylkingin hefur í forystu. Formanninum hefur verið sparkað, þó hann verði það að nafninu til eitthvað lengur.
Óhætt er að fullyrða að 10. janúar verði framvegis hátíðisdagur fyrir Ausfirðinga, einkum íbúa Fjarðabyggðar. Stjórn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa samþykkti á fundi í New York í dag að ráðast í byggingu 322.000 tonna álvers við Reyðarfjörð sem nefnt verður Fjarðaál. Er álverið hluti af einni umfangsmestu fjárfestingu sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist árið 2005 og álverið hefji framleiðslu árið 2007. Byggingarkostnaður Fjarðaáls er áætlaður 1,1 milljarður dala, eða um 90 milljarðar króna og dreifist hann á næstu fjögur ár. Mun álverið skapa um 450 störf í álverinu og um 300 störf í tengdum iðnaði og þjónustu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í tilefni tíðinda dagsins að Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa í Reyðarfirði væru gríðarlegur áfangi fyrir þjóðina. Óhætt væri að telja að málið væri í höfn, þó að nokkur atriði séu ófrágengin eins og samningar við verktaka, ábyrgðir eigenda Landsvirkjunar fyrir lántöku, og frumvarp iðnaðarráðherra á Alþingi. Davíð segir að nýtt og öflugt hagvaxtarskeið sé að hefjast. Atvinnuástand muni styrkjast á ný, kaupmáttur aukast og tekjur þjóðarbús og landsmanna. Mikið fjör var á Reyðarfirði í kvöld þar sem fólk kom saman til að fagna tíðindum dagsins. Merkum áfanga hefur verið náð. Ég vil persónulega senda bestu kveðjur austur til frændfólks míns í Fjarðabyggð, vina og kunningja og óska þeim til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Nú er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær álver við Reyðarfjörð rís.
Össur Skarphéðinsson tekinn af lífi pólitískt
Samfylkingin var stofnuð formlega 5. maí 2000 með samruna Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka um Kvennalista. Flokkurinn bauð þó fram í alþingiskosningunum 1999. Össur Skarphéðinsson varð fyrsti formaður flokksins á stofnfundi hans í maí 2000 eftir að hafa sigrað Tryggva Harðarson bæjarstjóra á Seyðisfirði og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, í póstkosningu almennra flokksmanna. Áður höfðu margir þingmenn flokksins ákveðið að fara ekki í formannsframboð, t.d. Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Svanfríður Jónasdóttir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fráfarandi borgarstjóri, ákvað að fara ekki heldur í formannsframboð, þó almennt hafi verið talið að hún væri leiðtogaefni flokksins. Sameinast var því um Össur í formannsstólinn. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að formaðurinn er sniðgenginn í komandi kosningum og verður ekki pólitískur leiðtogi hans, það hljóta að teljast stórtíðindi. Flokksmenn í Samfylkingunni hafa sjálfir gert lítið úr formanni sínum og ljóst var í kjölfar þess að formaðurinn sagði að hann sem formaður flokksins myndi leiða hann í kosningum, að stuðningur við hann var lítill sem enginn. Ljóst er nú að hann er ekki lengur pólitískur leiðtogi flokksins og verður formaður aðeins að nafninu til fram til næsta landsfundar. Hann er einskis virði pólitískt séð eftir að eigin flokksmenn hafa tekið pólitíska stjórn flokksins af honum. Flokkurinn verður í forystu manneskju sem aldrei hefur verið kjörin til forystu hans. Það er einsdæmi á Íslandi. Sagt er að verið sé að hverfa til fordæmis norska Verkamannaflokksins. Það er þó ekki sambærilegt ef menn kynna sér málið. Línur verða skýrar í komandi kosningum. Það er gott að vita hvern Samfylkingin hefur í forystu. Formanninum hefur verið sparkað, þó hann verði það að nafninu til eitthvað lengur.
<< Heim