Ár frá innkomu Björns í borgarmálin
Í dag er liðið ár frá því að Björn Bjarnason ákvað að helga sig borgarmálunum og varð leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann lýsti yfir framboði sínu til borgarstjórnar í kraftmikilli ræðu á kjördæmisþingi flokksins á Hótel Sögu. Þó ekki hafi unnist sigur í kosningunum í fyrra er innra starf flokksins í góðum farvegi og Björn leiðir flokkinn farsællega í borgarstjórninni og byggir hann upp fyrir komandi átök við sundurtættan og leiðtogalausan R-listann sem óverðskuldað vann sigur í kosningunum fyrir ári. Réði persóna fráfarandi leiðtoga R-listans miklu um úrslitin, en nú eftir að henni var sparkað af eigin samherjum eftir að hafa gengið á bak orða sinna og svíkja gefin loforð fyrir kosningar er meirihlutinn pólitískt séð forystulaust rekald, þó Alfreð muni þar leika lausum hala sem formaður borgarráðs og formaður OR. Við brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar um næstu mánaðarmót stendur R-listinn forystulaus gegn öflugum leiðtoga okkar sjálfstæðismanna. Það verður hlutskipti Björns að leiða flokkinn á þessu kjörtímabili og til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum.
Góður þáttur hjá Gísla Marteini
Athyglisvert var að fylgjast með spjallþætti Gísla Marteins í gærkvöldi, var mjög áhugaverður eins og alltaf. Aðalgestur Gísla var Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Var spjall þeirra skemmtilegt og töluðu þeir t.d. um nýjan ættfræðivef ÍE, Íslendingabók sem opnaður var fyrir rúmri viku og stöðu fyrirtækis hans. Það kom vel fram í spjallinu að Kári er skapmikill og greindur maður sem tekur áhættur og leggur allt undir vegna hugsjóna sinna og framtíðarsýnar. Ef svo er ekki er vonlaust að leggja út í rekstur á borð við þann sem hann stýrir. Þetta er fallvaltur bissness og Kári er rétti maðurinn til að leggja á öldudalinn. Ég hef alltaf haft mikla trú á honum og fyrirtækinu og vona að honum gangi vel í framtíðinni. Sérstaklega var gaman að heyra hnyttin tilsvör Kára við spurningum Gísla Marteins, sérstaklega þegar talið barst að því að hann býr í húsi Jónasar frá Hriflu, sem hann reisti á þriðja áratug síðustu aldar. Gísli sagðist hafa heyrt að Jónas gengi þar aftur og spurði hann Kára hvort hann hefði orðið var við Jónas. Kári sagðist ekki hafa orðið var við hann eða einhverja aðra vofu en sagðist varla geta greint á milli framsóknarmanns, lífs eða liðinn. Annar gestur Gísla var Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona, sem fer á kostum þessa dagana í söngleiknum Sól og máni í Borgarleikhúsinu. Arnbjörg er fædd og uppalin hér á Akureyri og er dóttir Vals Arnþórssonar fyrrv. bankastjóra og kaupfélagsstjóra KEA. Erum við jafnaldrar og vorum saman í bekk í grunnskólanum á Brekkunni í nokkur ár, gaman að sjá hversu vel henni gengur. Sálin fór að vanda á kostum og flutti tvö lög í þættinum, smellinn Þú fullkomnar mig og svo söng Arnbjörg lagið Ekki nema von með sveitinni. Semsagt; frábær þáttur í gær hjá Gísla.
Í dag er liðið ár frá því að Björn Bjarnason ákvað að helga sig borgarmálunum og varð leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann lýsti yfir framboði sínu til borgarstjórnar í kraftmikilli ræðu á kjördæmisþingi flokksins á Hótel Sögu. Þó ekki hafi unnist sigur í kosningunum í fyrra er innra starf flokksins í góðum farvegi og Björn leiðir flokkinn farsællega í borgarstjórninni og byggir hann upp fyrir komandi átök við sundurtættan og leiðtogalausan R-listann sem óverðskuldað vann sigur í kosningunum fyrir ári. Réði persóna fráfarandi leiðtoga R-listans miklu um úrslitin, en nú eftir að henni var sparkað af eigin samherjum eftir að hafa gengið á bak orða sinna og svíkja gefin loforð fyrir kosningar er meirihlutinn pólitískt séð forystulaust rekald, þó Alfreð muni þar leika lausum hala sem formaður borgarráðs og formaður OR. Við brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar um næstu mánaðarmót stendur R-listinn forystulaus gegn öflugum leiðtoga okkar sjálfstæðismanna. Það verður hlutskipti Björns að leiða flokkinn á þessu kjörtímabili og til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum.
Góður þáttur hjá Gísla Marteini
Athyglisvert var að fylgjast með spjallþætti Gísla Marteins í gærkvöldi, var mjög áhugaverður eins og alltaf. Aðalgestur Gísla var Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Var spjall þeirra skemmtilegt og töluðu þeir t.d. um nýjan ættfræðivef ÍE, Íslendingabók sem opnaður var fyrir rúmri viku og stöðu fyrirtækis hans. Það kom vel fram í spjallinu að Kári er skapmikill og greindur maður sem tekur áhættur og leggur allt undir vegna hugsjóna sinna og framtíðarsýnar. Ef svo er ekki er vonlaust að leggja út í rekstur á borð við þann sem hann stýrir. Þetta er fallvaltur bissness og Kári er rétti maðurinn til að leggja á öldudalinn. Ég hef alltaf haft mikla trú á honum og fyrirtækinu og vona að honum gangi vel í framtíðinni. Sérstaklega var gaman að heyra hnyttin tilsvör Kára við spurningum Gísla Marteins, sérstaklega þegar talið barst að því að hann býr í húsi Jónasar frá Hriflu, sem hann reisti á þriðja áratug síðustu aldar. Gísli sagðist hafa heyrt að Jónas gengi þar aftur og spurði hann Kára hvort hann hefði orðið var við Jónas. Kári sagðist ekki hafa orðið var við hann eða einhverja aðra vofu en sagðist varla geta greint á milli framsóknarmanns, lífs eða liðinn. Annar gestur Gísla var Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona, sem fer á kostum þessa dagana í söngleiknum Sól og máni í Borgarleikhúsinu. Arnbjörg er fædd og uppalin hér á Akureyri og er dóttir Vals Arnþórssonar fyrrv. bankastjóra og kaupfélagsstjóra KEA. Erum við jafnaldrar og vorum saman í bekk í grunnskólanum á Brekkunni í nokkur ár, gaman að sjá hversu vel henni gengur. Sálin fór að vanda á kostum og flutti tvö lög í þættinum, smellinn Þú fullkomnar mig og svo söng Arnbjörg lagið Ekki nema von með sveitinni. Semsagt; frábær þáttur í gær hjá Gísla.
<< Heim