Tilnefningar til Óskarsverðlauna - Chicago með 13 tilnefningar
Í dag var tilkynnt í Los Angeles um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2003. Dans- og söngvamyndin Chicago hlaut flestar tilnefningar eða 13 talsins, m.a. sem besta kvikmyndin. Þá var leikstjór myndarinnar Rob Marshall tilnefndur fyrir bestu leikstjórn og leikararnir Renée Zellweger, Catherine Zeta-Jones, Queen Latifah og John C. Reilly tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni. Myndirnar The Hours, The Lord of the Rings: The Two Towers, The Pianist og Gangs of New York voru einnig tilnefndar sem bestu myndir ársins. Auk Rob Marshall var leikstjórinn Stephen Daldry tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í myndinni The Hours, Martin Scorsese fyrir Gangs of New York, Roman Polanski fyrir The Pianist og spænski leikstjórinn Pedro Almodovar fyrir Talk to Her. Jack Nicholson bætti enn einni Óskarsverðlaunatilnefningu í safn sitt, hlaut sína 12. tilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni About Schmidt, enginn karlleikari hefur hlotið fleiri. Meryl Streep hlaut sína þréttándu leiktilnefningu fyrir leik sinn í aukahlutverki í Adaptation og er hún þar með orðin sú leikkona sem fengið hefur flestar tilnefningar til verðlaunanna á ferli sínum en næst á eftir henni kemur leikkonan Katharine Hepburn sem hlaut tólf tilnefningar til Óskarsverðlauna á ferli sínum, Streep hefur tvisvar hlotið verðlaunin. Hægt er að lesa ýmislegt fróðlegt efni um verðlaunin og kynna sér betur tilnefningarnar á heimasíðu verðlaunanna. Þau verða afhent í LA eftir 40 daga, sunnudaginn 23. mars nk.
Ríkisstjórnin samþykkir að flýta framkvæmdum og auka fé til atvinnuþróunar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, að láta auka vegaframkvæmdir á næstu 18 mánuðum og flýta vinnu við þegar ákveðin verkefni til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra fram til þess tíma er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum fer að gæta til fulls. Jafnframt er samþykkt að hrinda í framkvæmd áætlun um menningarhús og auka fé til atvinnuþróunar. Davíð og Halldór sögðu á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum í dag, að vegna slaka í efnahagslífinu hefðu m.a. aðilar vinnumarkaðarins talið rétt að ríkisstjórnin gripi inn í með tímabundnum aðgerðum. Stjórnarandstaðan hefði sömuleiðis verið að kalla eftir aðgerðum. Það væri mögulegt nú vegna góðrar stöðu ríkissjóðs. Á honum hefði verið 11 milljarða afgangur um nýliðin áramót vegna sölu á Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Vegaframkvæmdir verða stórauknar á næstu 18 mánuðum og vinnu flýtt við þegar ákveðin verkefni í þeim tilgangi að efla atvinnulífið fram til þess tíma er áhrifa stóriðjuframkvæmda á Austurlandi fer að gæta til fulls. Öll þessi viðfangsefni verða komin í gang á næstu 18 mánuðum, flest mjög langt komin en ekki endilega öllum lokið. Eftir því sem nær dregur höfuðborgarsvæðinu tekur meiri tíma að koma þeim í gang vegna skipulags- og umhverfismála. Ánægjulegt útspil hjá ríkisstjórninni.
Í dag var tilkynnt í Los Angeles um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2003. Dans- og söngvamyndin Chicago hlaut flestar tilnefningar eða 13 talsins, m.a. sem besta kvikmyndin. Þá var leikstjór myndarinnar Rob Marshall tilnefndur fyrir bestu leikstjórn og leikararnir Renée Zellweger, Catherine Zeta-Jones, Queen Latifah og John C. Reilly tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni. Myndirnar The Hours, The Lord of the Rings: The Two Towers, The Pianist og Gangs of New York voru einnig tilnefndar sem bestu myndir ársins. Auk Rob Marshall var leikstjórinn Stephen Daldry tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í myndinni The Hours, Martin Scorsese fyrir Gangs of New York, Roman Polanski fyrir The Pianist og spænski leikstjórinn Pedro Almodovar fyrir Talk to Her. Jack Nicholson bætti enn einni Óskarsverðlaunatilnefningu í safn sitt, hlaut sína 12. tilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni About Schmidt, enginn karlleikari hefur hlotið fleiri. Meryl Streep hlaut sína þréttándu leiktilnefningu fyrir leik sinn í aukahlutverki í Adaptation og er hún þar með orðin sú leikkona sem fengið hefur flestar tilnefningar til verðlaunanna á ferli sínum en næst á eftir henni kemur leikkonan Katharine Hepburn sem hlaut tólf tilnefningar til Óskarsverðlauna á ferli sínum, Streep hefur tvisvar hlotið verðlaunin. Hægt er að lesa ýmislegt fróðlegt efni um verðlaunin og kynna sér betur tilnefningarnar á heimasíðu verðlaunanna. Þau verða afhent í LA eftir 40 daga, sunnudaginn 23. mars nk.
Ríkisstjórnin samþykkir að flýta framkvæmdum og auka fé til atvinnuþróunar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, að láta auka vegaframkvæmdir á næstu 18 mánuðum og flýta vinnu við þegar ákveðin verkefni til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra fram til þess tíma er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum fer að gæta til fulls. Jafnframt er samþykkt að hrinda í framkvæmd áætlun um menningarhús og auka fé til atvinnuþróunar. Davíð og Halldór sögðu á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum í dag, að vegna slaka í efnahagslífinu hefðu m.a. aðilar vinnumarkaðarins talið rétt að ríkisstjórnin gripi inn í með tímabundnum aðgerðum. Stjórnarandstaðan hefði sömuleiðis verið að kalla eftir aðgerðum. Það væri mögulegt nú vegna góðrar stöðu ríkissjóðs. Á honum hefði verið 11 milljarða afgangur um nýliðin áramót vegna sölu á Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Vegaframkvæmdir verða stórauknar á næstu 18 mánuðum og vinnu flýtt við þegar ákveðin verkefni í þeim tilgangi að efla atvinnulífið fram til þess tíma er áhrifa stóriðjuframkvæmda á Austurlandi fer að gæta til fulls. Öll þessi viðfangsefni verða komin í gang á næstu 18 mánuðum, flest mjög langt komin en ekki endilega öllum lokið. Eftir því sem nær dregur höfuðborgarsvæðinu tekur meiri tíma að koma þeim í gang vegna skipulags- og umhverfismála. Ánægjulegt útspil hjá ríkisstjórninni.
<< Heim