Undarlegur fréttaflutningur - ágreiningur meðal stjórnarmanna Baugs
Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um frétt Fréttablaðsins þar sem sagt er frá einkafundum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, og Hreins Loftssonar í London í janúar 2002. Skv. heimildum blaðsins átti Davíð þar að hafa minnst á nafn Jóns Geralds Sullenberger og fyrirtækisins Nordica, en Davíð sagði í febrúarmánuði í viðtali við Stöð 2 að hann hefði ekki heyrt minnst á manninn fyrr en í ágúst 2002. Málið er allt mjög óljóst og það vefst fyrir mörgum að Fréttablaðið skuli fyrst hafa sagt frá því og hvernig um það er fjallað. Það sem kemur einna helst á óvart er hvernig fréttin er uppsett og hvaðan gögn í henni koma fram. Er þar vísað til þess orðróms að Baugur sé einn af helstu eigendum blaðsins, en eins og flestir vita væntanlega er ekki ljóst mwð vissu hverjir eiga blaðið. Í fréttinni er birtur tölvupóstur frá Hreini sem hann á að hafa sent öllum stjórnarmönnum í Baugi þar sem hann varar þá við yfirvofandi afskiptum stjórnvalda af fyrirtækinu og fundargerð frá febrúarmánuði 2002. Við fyrstu sýn er undarlegt að maður sem ekkert hafi að fela sendi frá sér slík skilaboð. Ljóst má vera að einhver innanbúðarmaður hjá Baugi hafi látið fréttamanninn fá tölvupóstinn, því varla hefur hann vitað af honum nema í gegnum viðkomandi. Það vekur sérstaka athygli að Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs og faðir hans, Jóhannes Jónsson eru þeir einu sem styðja þessa frétt og enginn stjórnarmanna sem vitnað er í, í fréttinni styður það sem fram kemur. Guðfinna Bjarnadóttir og Þorgeir Baldursson, stjórnarmenn í Baugi hafa bæði tilkynnt að ummæli sín í fundargerðinni hafi verið slitin úr samhengi í frétt blaðsins, þau segja að trúnaðarbrestur sé innan stjórnarinnar vegna þessa máls. Jóhannes hefur sagt að málið (samtal Davíðs og Hreins) hafi verið rætt í stjórninni en tveir stjórnarmenn segja annað. Þarna er ágreiningur á milli þriggja af þeim sem sátu sama fundinn, er mjög athyglisvert að aðeins forstjóri Baugs og faðir hans séu heimildarmenn blaðsins. Synd væri að segja að feðgarnir teldust pólitískir stuðningsmenn forsætisráðherrans í kjölfar þingumræðu í janúar í fyrra. Einsdæmi er í íslenskri fjölmiðlasögu að birt sé fundargerð fyrirtækis og fjallað um hana með þeim hætti sem raun ber vitni og greinilegt að mikill ágreiningur og trúnaðarbrestur hefur orðið innan stjórnar fyrirtækisins vegna þessa máls, sem ekki sér fyrir endann á.
Pólitísk aðför að forsætisráðherra
Í gamla daga voru gömlu flokksmálgögnin ötul við að verja málstað foringja sinna og beitt ýmsu í þessum leik. Nú bregður svo við að blað sem enginn veit hver á, ræðst að forsætisráðherra með undarlegum ásökunum sem ekki eru studdar með rökum þess sem ræddi við hann á fundinum í janúar. Hreinn hefur ekkert tjáð sig um málið. Óvildarmenn Davíðs virðast ætla að koma höggi á hann með persónulegum árásum. Einnig má velta fyrir sér tímasetningu fréttarinnar, hún er birt um helgi þegar margir eru í fríi og ennfremur á sama degi og sama blað framkvæmir könnun á fylgi flokkanna. Þetta er í mínum huga engin tilviljun. Virðist svo vera að stjórnendur blaðsins hafi ætlað að dreifa blaðinu og í kjölfarið gera könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna eftir að þessi málflutningur er birtur opinberlega. Þessi vinnubrögð eru ótrúleg að hálfu fjölmiðils sem vill láta taka mark á sér. Það er nú reyndar svo að langt er síðan ég hætti að taka mark á fréttaflutning þessa blaðs og vinnubrögðum þeirra. Gott dæmi á lágkúrunni er frétt sem mér var sagt frá og fjallaði um stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar þar sem leiðtogaefnið var svo huguð að tala blaðlaust um málefni samtímans og átti að hafa hrifið alla með sér. Þetta virkaði á mig sem frásögn af fundi Deng Xiaoping með félögum sínum. Slíkur var sannfæringarkrafturinn um ágæti leiðtogans og kraft hennar sem fram kom í fréttinni. Svo vill líka svo einkennilega til að Samfylkingin hefur kosningaskrifstofu í húsum Baugs, Top Shop, minnisvarða um töluverða hnignun verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Það er viðeigandi að fyrrum borgarstjóri sé þar með kosningamiðstöð sína í miðstöð glyss og tómleika. Það er freistandi að álykta að tengsl séu á milli Baugs, Samfylkingarinnar og Fréttablaðsins og aðför þeirra síðastnefndu að forsætisráðherra á þessum tímapunkti. Eftir atburði helgarinnar er ég sannfærður um að þau tengsl séu fyrir hendi og er ekki einn um þá skoðun. Héðan í frá mun ég taka öllu sem Fréttablaðið setur fram um málefni Baugs með miklum vara, enda ljóst að Baugsmenn munu beita öllum brögðum til að beina umræðunni frá rannsókninni á fyrirtækinu.
Tómas Ingi menntamálaráðherra í eitt ár
Í dag er eitt ár frá því að Tómas Ingi Olrich tók við embætti menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni. Á þessu ári hefur Tómas Ingi unnið ötullega að styrkingu menntunar og framþróun hennar. Í ítarlegri ræðu sinni á UT2003, ráðstefnu um upplýsingatækni sem haldin var á Akureyri um helgina kynnti Tómas næstu skref sín og ráðuneytisins í málaflokkum sem tengjast menntamálum og framþróun upplýsingatækni í námi. Þar nefndi hann t.d. menningarhúsin, þróunarskólaverkefni sex skóla til þróunar nýjunga í kennsluháttum, nýja vefgátt, Menntagátt sem ráðuneytið stendur fyrir, bókasafnskerfi fyrir öll bókasöfn landsins, upplýsingakerfið Inna fyrir framhaldsskóla (stjórnunar- og upplýsingatæki fyrir kennara og skólastjórnendur), háhraðanet fyrir framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar, sérstakt átak í uppbyggingu menntunar og menningar í upplýsingatækni á landsbyggðinni og stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi og háskólaseturs á Austurlandi. Tómas hefur jafnan verið þekktur fyrir að vera vinnusamur og fljótur að koma hlutunum í framkvæmd. Hann er maður framkvæmda á ráðherrastóli.
Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um frétt Fréttablaðsins þar sem sagt er frá einkafundum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, og Hreins Loftssonar í London í janúar 2002. Skv. heimildum blaðsins átti Davíð þar að hafa minnst á nafn Jóns Geralds Sullenberger og fyrirtækisins Nordica, en Davíð sagði í febrúarmánuði í viðtali við Stöð 2 að hann hefði ekki heyrt minnst á manninn fyrr en í ágúst 2002. Málið er allt mjög óljóst og það vefst fyrir mörgum að Fréttablaðið skuli fyrst hafa sagt frá því og hvernig um það er fjallað. Það sem kemur einna helst á óvart er hvernig fréttin er uppsett og hvaðan gögn í henni koma fram. Er þar vísað til þess orðróms að Baugur sé einn af helstu eigendum blaðsins, en eins og flestir vita væntanlega er ekki ljóst mwð vissu hverjir eiga blaðið. Í fréttinni er birtur tölvupóstur frá Hreini sem hann á að hafa sent öllum stjórnarmönnum í Baugi þar sem hann varar þá við yfirvofandi afskiptum stjórnvalda af fyrirtækinu og fundargerð frá febrúarmánuði 2002. Við fyrstu sýn er undarlegt að maður sem ekkert hafi að fela sendi frá sér slík skilaboð. Ljóst má vera að einhver innanbúðarmaður hjá Baugi hafi látið fréttamanninn fá tölvupóstinn, því varla hefur hann vitað af honum nema í gegnum viðkomandi. Það vekur sérstaka athygli að Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs og faðir hans, Jóhannes Jónsson eru þeir einu sem styðja þessa frétt og enginn stjórnarmanna sem vitnað er í, í fréttinni styður það sem fram kemur. Guðfinna Bjarnadóttir og Þorgeir Baldursson, stjórnarmenn í Baugi hafa bæði tilkynnt að ummæli sín í fundargerðinni hafi verið slitin úr samhengi í frétt blaðsins, þau segja að trúnaðarbrestur sé innan stjórnarinnar vegna þessa máls. Jóhannes hefur sagt að málið (samtal Davíðs og Hreins) hafi verið rætt í stjórninni en tveir stjórnarmenn segja annað. Þarna er ágreiningur á milli þriggja af þeim sem sátu sama fundinn, er mjög athyglisvert að aðeins forstjóri Baugs og faðir hans séu heimildarmenn blaðsins. Synd væri að segja að feðgarnir teldust pólitískir stuðningsmenn forsætisráðherrans í kjölfar þingumræðu í janúar í fyrra. Einsdæmi er í íslenskri fjölmiðlasögu að birt sé fundargerð fyrirtækis og fjallað um hana með þeim hætti sem raun ber vitni og greinilegt að mikill ágreiningur og trúnaðarbrestur hefur orðið innan stjórnar fyrirtækisins vegna þessa máls, sem ekki sér fyrir endann á.
Pólitísk aðför að forsætisráðherra
Í gamla daga voru gömlu flokksmálgögnin ötul við að verja málstað foringja sinna og beitt ýmsu í þessum leik. Nú bregður svo við að blað sem enginn veit hver á, ræðst að forsætisráðherra með undarlegum ásökunum sem ekki eru studdar með rökum þess sem ræddi við hann á fundinum í janúar. Hreinn hefur ekkert tjáð sig um málið. Óvildarmenn Davíðs virðast ætla að koma höggi á hann með persónulegum árásum. Einnig má velta fyrir sér tímasetningu fréttarinnar, hún er birt um helgi þegar margir eru í fríi og ennfremur á sama degi og sama blað framkvæmir könnun á fylgi flokkanna. Þetta er í mínum huga engin tilviljun. Virðist svo vera að stjórnendur blaðsins hafi ætlað að dreifa blaðinu og í kjölfarið gera könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna eftir að þessi málflutningur er birtur opinberlega. Þessi vinnubrögð eru ótrúleg að hálfu fjölmiðils sem vill láta taka mark á sér. Það er nú reyndar svo að langt er síðan ég hætti að taka mark á fréttaflutning þessa blaðs og vinnubrögðum þeirra. Gott dæmi á lágkúrunni er frétt sem mér var sagt frá og fjallaði um stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar þar sem leiðtogaefnið var svo huguð að tala blaðlaust um málefni samtímans og átti að hafa hrifið alla með sér. Þetta virkaði á mig sem frásögn af fundi Deng Xiaoping með félögum sínum. Slíkur var sannfæringarkrafturinn um ágæti leiðtogans og kraft hennar sem fram kom í fréttinni. Svo vill líka svo einkennilega til að Samfylkingin hefur kosningaskrifstofu í húsum Baugs, Top Shop, minnisvarða um töluverða hnignun verslunar í miðbæ Reykjavíkur. Það er viðeigandi að fyrrum borgarstjóri sé þar með kosningamiðstöð sína í miðstöð glyss og tómleika. Það er freistandi að álykta að tengsl séu á milli Baugs, Samfylkingarinnar og Fréttablaðsins og aðför þeirra síðastnefndu að forsætisráðherra á þessum tímapunkti. Eftir atburði helgarinnar er ég sannfærður um að þau tengsl séu fyrir hendi og er ekki einn um þá skoðun. Héðan í frá mun ég taka öllu sem Fréttablaðið setur fram um málefni Baugs með miklum vara, enda ljóst að Baugsmenn munu beita öllum brögðum til að beina umræðunni frá rannsókninni á fyrirtækinu.
Tómas Ingi menntamálaráðherra í eitt ár
Í dag er eitt ár frá því að Tómas Ingi Olrich tók við embætti menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni. Á þessu ári hefur Tómas Ingi unnið ötullega að styrkingu menntunar og framþróun hennar. Í ítarlegri ræðu sinni á UT2003, ráðstefnu um upplýsingatækni sem haldin var á Akureyri um helgina kynnti Tómas næstu skref sín og ráðuneytisins í málaflokkum sem tengjast menntamálum og framþróun upplýsingatækni í námi. Þar nefndi hann t.d. menningarhúsin, þróunarskólaverkefni sex skóla til þróunar nýjunga í kennsluháttum, nýja vefgátt, Menntagátt sem ráðuneytið stendur fyrir, bókasafnskerfi fyrir öll bókasöfn landsins, upplýsingakerfið Inna fyrir framhaldsskóla (stjórnunar- og upplýsingatæki fyrir kennara og skólastjórnendur), háhraðanet fyrir framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar, sérstakt átak í uppbyggingu menntunar og menningar í upplýsingatækni á landsbyggðinni og stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi og háskólaseturs á Austurlandi. Tómas hefur jafnan verið þekktur fyrir að vera vinnusamur og fljótur að koma hlutunum í framkvæmd. Hann er maður framkvæmda á ráðherrastóli.
<< Heim