Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

23 febrúar 2003

Velheppnaður fundur með þingkonunum
Í dag, kl. 15:00, var haldinn á Hótel KEA fundur með þingkonum Sjálfstæðisflokksins, í tilefni konudagsins. Jafnframt var öllum konum boðið á sama tíma til kaffisamsætis bæði á Akureyri og í kvöld á Fosshóteli á Húsavík. Þar voru mættar átta þingkonur flokksins og fluttu þær ræður og kynntu stefnu flokksins og fyrir hvað hann stendur. Hugmyndina að þessum fundum átti þingmaður okkar, Sigríður Ingvarsdóttir. Var það hennar mat að sér fyndist konur ekki sækja pólitíska fundi nógu mikið. Því hafi þeim (þingkonunum) þótt tilvalið að bjóða konum til fundar við þær í tilefni konudagsins. Ekki var annað að sjá í salnum en að eyfirskar og þingeyskar konur væru áhugasamar um að hlýða á þær þingkonur og ræða málin auk þess sem heyra mátti Kvennakór Akureyrar og Gospelkór Húsavíkur flytja nokkur lög á fundunum. Vel var mætt og góð stemmning hjá konunum vegna komandi kosninga og mikið spjallað um pólitík jafnt sem önnur brýn málefni.