Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

12 júní 2003

Leikstjóragreinar - Spielberg og Allen
Seinustu daga hef ég hafið á ný skrif um kvikmyndir á kvikmyndavefinn, kvikmyndir.is og fjalla þar um nýjustu myndirnar. Einnig birtast nú vikulega greinar eftir mig á kvikmyndavefnum 3bio.is þar sem ég skrifa um leikstjóra og fjalla um feril þeirra, bestu myndirnar þeirra og margt fleira. Í seinustu tveim greinum hef ég skrifað um Steven Spielberg og Woody Allen. Seinna í þessari viku birtist svo grein mín um meistarann Billy Wilder.

Ferðalag
Fer seinnipartinn í dag suður og á morgun held ég til útlanda með félögum mínum. Framundan skemmtileg ferð vonandi næstu vikuna, allavega gaman að fara eitthvað sér til upplyftingar. Á sunnudaginn birtist á stebbifr.com næsti sunnudagspistill þar sem ég fer yfir ýmis spennandi mál að vanda. Vil ég þakka góð viðbrögð við þessum pistlum og góð orð sem ég hef fengið í tölvupósti frá ýmsu fólki, bæði sem ég þekki vel og aðra sem ég hef ekki spjallað við áður. Bloggið verður ekki uppfært aftur fyrr en ég kem aftur til landsins undir lok næstu viku. Þar sem framundan er þjóðhátíðardagurinn 17. júní sendi ég ykkur bestu þjóðhátíðarkveðjur.